Sagan um móðuspegilinn

Var að lesa svo skemmtilega sögu sem ég verð að deila með ykkur.

Hef verið að lesa bækurnar hans Echard Tolle og hann talar um að spegla sig í öðru fólki og sjá sig í öðrum og muna að við erum öll hluti af sömu heild? Horfa á fólk án fordóma, án þess að láta okkar fyrirfram ákveðnu skoðanir gára vatnið...eða setja móðu á spegilinn. Þannig getum við séð okkur og lært að elska bæði okkur og aðra sem eru hluti af þessu öllu stóra klukkuverki sem við erum þátttakendur í. 


Sagan sem ég var að lesa er um svipað efni og kemur frá Tolteka indíanum í S- Mexíkó.


Það var fyrir þrjú þúsund árum að lærlingur bjó með meisturum sínum í fjallaborg í Mexíkó...hann átti svoldið bágt því hann var ekki sammála öllu sem hann lærði. Hann fann í hjarta sínu að það hlaut að vera eitthvað meira...

Eitt sinn sá hann sjálfan sig fyrir utan sinn eigin sofandi líkama. Hann gekk út úr hellinum þar sem hann svaf á nóttu hins nýja tungls og horfði uppí stjörnubjartan himininn og sá þar milljónir stjarna. Þá gerðist eitthvað innra með honum sem umbreytti öllu lífi hans. Hann leit á hendur sínar, hann fann fyrir líkama sínum og heyrði sína eigin rödd segja: ,, Ég er skapaður úr ljósi, ég er skapaður úr stjörnum."   Hann leit aftur til stjarnanna og skildi að það eru ekki stjörnurnar sem skapa ljósið, heldur öfugt, það er ljósið sem skapar stjörnurnar.

Allt er skapað úr ljósi og rýmið á milli er ekki tómt. Allt sem er lifandi er hluti af einni og sömu verunni. Ljósið er einnig lifandi og felur í sér skilaboð til lífsins og það býr yfir allri vitneskju sem til er.   Hin mannlega skynjun er aðeins ljós að skynja ljós. Efnið er spegill- allt er spegill sem endurvarpar ljósi, skapar myndbirtingar- og heim HILLINGA, eða DRAUM sem er alveg eins og MÓÐA sem hylur fyrir okkur hver við erum í raun og veru...

Við erum í raun og veru kærleikur, tært ljós...   Þessi nýi skilningur umbreytti lífi hans. Þegar hann vissi hvað hann var í raun og veru fór hann að sjá aðrar manneskjur á nýjan hátt og allt annað sem tilheyrði náttúrunni og varð dolfallinn yfir því sem hann sá. Hann upplifði sjálfan sig í öllu- í manneskjum, í dýrum, trjám, vatni, rigningu, skýjum og í jarðveginum.   Á þessum örfáu andartökum skildi hann allt. Hann varð mjög glaður og hjarta hans fylltist friði. Hann gat varla beðið eftir að segja fólkinu sínu hvað hann hefði uppgötvað. En það voru ekki til nein orð til að útskýra þessa upplifun. Hann reyndi en fólkinu var fyrirmunað að skilja hann....

Það sá að maðurinn hafði breyst, að einhverri ólýsanlegri birtu stafaði af augum hans og rödd. Það tók eftir því að hann dæmdi ekki lengur allt og alla.... Hann var ekki lengur eins og hinir...   Hann skildi alla fullkomlega en enginn skildi hann... Hann áttaði sig á því að hann var spegill fyrir hitt fólkið sem hann gat séð sjálfan sig speglast í. Allir eru speglar sagði hann...Hann sá sig speglast í öllum speglum en enginn sá sjálfan sig í honum. Hann skildi að alla var að dreyma,- en án MEÐVITUNDAR,- án vitneskju um hverjir þeir væru í raun og veru...   Þeir gátu ekki séð sig í honum vegna þess að það var móða á milli þeirra. Og þessi móða varð til vegna TÚLKUNAR OKKAR Á ÞEIM MYNDUM SEM VIÐ SJÁUM ÚR LJÓSINU....hinum sameiginlega draumi eða hugarástandi mannkynsins.  

Honum varð ljóst að hann yrði að æfa sig daglega og muna hver hann væri svo hann gleymdi ekki sýnum sínum og því sem hann hafði lært. Hann kallaði því sjálfan sig Móðuspegilinn til þess að hann myndi alltaf að: HIÐ EFNISLEGA ER SPEGILL OG MÓÐAN Á MILLI ER ÞAÐ SEM HYLUR FYRIR OKKUR ÞEKKINGUNA UM HVER VIÐ ERUM...   Hann sagði: Ég er Móðuspegillinn því ég er að horfa á sjálfan mig í ykkur öllum en við þekkjum ekki hvert annað vegna móðunnar sem er á milli okkar.  Cool Þessi móða er draumurinn/táknin sem við tökum okkur/ skilningurinn sem við erfum hugsunarlaust frá forfeðrum okkar og samfélagi og hvernig við túlkum þau...  

Þetta er algjör snilld! Það er svo skrítið að það er sama hvað ég les þessa dagana... Allt virðist benda mér sömu leið...kærleikurinn mun gera yður frjálsa....allt sem kemur upp og er erfitt hjá mér í daglegu lífi...ef ég hugleiði áður en ég tala og horfi á verkefnin með kærleika..þá leysist allt! Verð samt stöðugt að vera vakandi og æfa mig.   Það er svo góð æfing að prófa sjálfan sig og spegla í öðru fólki...Athuga hvort það er nokkuð að setjast móða á nýju kærleiksgleraugun...:-)

Kærleiksknús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi saga minnir mig svo mikið á myndina "What the bleep do we know" sem einmitt fjallar um það að við erum öll eitt, búin til úr sama efni og tilveran í kringum okkur er nákvæmlega eins og við sjáum hana, hún ER ekki, hún VIRÐIST vera.  Og þ.a.l. ráðum við í raun nákvæmlega hvernig við skynjum hana og upplifum.   Þessi mynd opnaði algjörlega nýja sýn á lífið hjá mér.  Hamingjan er ekki ástand, hún er viðhorf.

Arnrún (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 05:55

2 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

En spennandi! Er að panta bókina Siddhartha eftir Hesse á Amazon. Panta þessa mynd í leiðinni, hlakka til að sjá hana, hún virðist vera akkúrat í okkar pælingum

knús til þín og bumbubúans

a

Anna S. Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband