Dömuferðin undirbúin

Og svo komu Kata, Kiddi og Lára 1.ágúst 2007 034Já, elskurnar við erum að verða dálítið dularfullar...

Nú erum við að fara í dömuferð til Danmerkur...jú,jú! Hittumst í kvöld og skipulögðum. Fyrsta daginn verðum við í Grænuhlíð og Anna Sigga kemur frá Árósum og nuddar okkur. Vonandi fáum við snyrtifræðing líka svo við getum dúllað okkur og fengið dekur við dömuhæfi...

Næsta dag förum við svo til Árósa og kíkjum á bæjarfestivalið, tökum nokkra konserta og kaupum kjóla, skó, veski og eitthvað svona dömulegt...þið vitið A lady has to do what a lady has to do!

Svo þurfum við auðvitað að fara í kirkjubúðir, loppumarkaði, sveitabúðir, dönsk bakarí og auðvitað að fá okkur öl og smörrebröd oft og einatt.

Við erum þó nokkuð sjálfbærar með tvo nuddara, langhlaupara, afródanskennara, garðyrkjufræðing og tölvusnilling...aldrei að vita með spilin og súkkulaðið...svo þurfum við að taka jógaæfingar í garðinum á morgnana og spá í andleg málefni. Það verður jú að sinna öllum þáttum dömueðlisins.

Gasalega erum við að verða spenntar!

Við látum ykkur frétta af okkur, a.m.k það sem má fréttast!

dömuknús með lakk og lús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

oh my goooooooood  hvað þetta hljómar dásamlega....svo dömulegt eitthvað... er þetta teklúbburinn eða bara hinar og þessar dömur sem eru svona heppnar að komast í þessa ferð....  God rejse og lykke til...

Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 10:57

2 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Geturðu ekki komið til okkar elskan? Mikið lifandis ósköp tækjum við nú vel og dömulega á móti þér.

knús

a

Anna S. Árnadóttir, 28.8.2007 kl. 15:05

3 identicon

takk fyrir það mín kæra, það væri nottla bara dásamlegt en mín svo mikið upptekin í september (er að byrja í námi í náttúrulækningum) Var nú bara svona að forvitnast hvort þetta væri lokaður hópur, ef dömurnar yrðu nú áfram á faraldsfæti

Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:32

4 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Nei elskulega dama. Þessi hópur er opinn þér og öllum eðaldömum...the more the merrier...

Gasalega er þetta spennandi...náttúrulækningar, Vá! Við fáum nú spennuverk í grasagenin...segðu okkur allt um þetta mín kæra!

Þetta er einmitt eitthvað fyrir dömur að skoða! Svo náttúrulegt og svona ...þú veist, hon!

knús

a

Anna S. Árnadóttir, 30.8.2007 kl. 14:06

5 identicon

Dásamlegt þá held ég áfram að fylgjast með  Já þetta nám er mjög spennandi kíktu á þessar síður þá getur þú séð nánar um þetta. http://www.independentlyhealthy.typepad.com/ 

http://www.heilsubankinn.is/vefur/index.php?option=com_a_adilar&do=view_adili&id=39

knús og klem já og góða dömuhelgi

Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband