Færsluflokkur: Lífstíll
Það er svo gaman að heyra hvað okkur gengur vel að borða hreint íslenskt grænmeti þessa dagana meðan hausthreinsun stendur yfir. Ein hringdi í morgun og var frekar montin með sig...enda ekki skrýtið! Hún fór út að borða með nokkrum dömum og þær fengu humarsúpu, fyllta kjúklingabringu og ....OMG!!!Það sem við dömur deyjum fyrir svona undir normal kringumstæðum...jú! Heita súkkulaðiköku! Girls!!!Og hún stóðst þetta allt og hélt sig við huggulegt salat með tilbehör....bakaða kartöflu og svona eitthvað voða lekkert og lítið og drakk með þessu auðvitað íslenskt vatn...ekkert gin eða kampavín þessa dagana!
Já og annað sem við viljum láta ykkur vita af. Nú eru bændur orðnir svo skynsamir að merkja sér afurðir sínar og við fundum í Kaupfélaginu...altsvo Nóatúni svona á nýmóðins máli...en það var og heitir Kaupfjélagið, já við förum ekki ofan af því...bíðum við hvað var ég að segja... já merking bændanna...hlýtur að vera dama þarna í Fljótshólum því pokinn sem við keyptum frá þeim er hreinasta sælgæti....eiginlega eins og þegar dama var lítil stúlka og stal sér gulrót í garðinum hjá Dúu nágranna og þurrkaði moldina bara af í skálmina...nei það hlýtur að hafa verið silkivasaklútur....en a.m.k. þetta eru frábærar gulrætur og kaupið ukkur endilega poka og hafið við hendina. Munið að vera aldrei svangar svo þið fáið hvorki stíflu né steinsmugu.
Eitt enn sem er bara snilld! Nú þegar við höfum aðeins meiri tíma er gott að skera niður grænmeti í svona grunn og geyma í stórri skál í ísskápnum og taka svo til í minni passlegar dömuskálar og breyta til. Í morgun fékk ég mér t.d. grunnsalat og bætti útá lífrænu tómatmauki...algjörlega sykurlausu ofkors...stráði svo smá kókosmjöli og valhnetum yfir...algjört nammi! Ótrúlegt eins og mér þóttu gúrkur vondar, hvað þær eru góðar með kókosmjöli! Ég hef alltaf pínt þær í mig afþví ég vissi hvað þær væru hollar en nú þykja mér þær bara góðar! Eða svona næstum því!
Svo í hádeginu var það sami grunnur en þá kryddaði ég með indversku kryddi frá Alvörubúðinni hennar Öldu okkar og stráði yfir fræjum og kasjúwhnetum...ótrúlega gott sko! Núna er ég með svona skál á borðinu með alls konar grænu og gómsætu til að nasla í. Um að gera að nota hugmyndaflugið og leyfa listamanninum í ykkur að sleppa sér algjörlega!
Svo í kvöld er snilld að nota eitthvað af góðu uppskriftunum hennar Sollu, nú eða bara taka til í ískápnum og skella öllu í ofninn með góð kryddi og kókosolíu..það verður alveg ómótstæðilegt! Meira að segja börnin elska orðið að borða hollustuna því hún ilmar svo vel!
Já, það er gaman að lifa og njóta grænmetisframleiðslu íslensku þjóðarinnar....svo fer nú að styttast í að við njótum ávaxtanna!
Munið að hafa það gott og dekra við ykkur elskurnar...stráið hamingjunni allt í kringum ykkur því eins og Paul vinur okkar í Ástralíu sagði:
Happiness is like a perfume...you can´t spill a drop without getting some on yourself!
lovjú
a
Lífstíll | 29.9.2007 | 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við vorum að tala um það dömurnar um daginn að þegar veðrið er svona þungbúið og lægðirnar skella á okkur hver á fætur á annarri..þá fyrst þurfum við á öllum okkar klækjum og kleverheitum að halda. Í alvöru görls....hugsið ykkur hvað það er í alvöru notalegt að það er laugardagur á morgun og þá birtir seint svo við getum verið í silkinu fram yfir hádegi...það er ótrúlega margt sem hægt er að gera til að lyfta andanum upp yfir hversdagsleikann. Til dæmis að fara seint á fætur, laumast þá fram og fá sér eitthvað gott...gufusoðnar gulrætur eða ristað brauð með sultu og sherrytár...allt eftir því í hvernig stemmingu dama er þann daginn. Lesa svo blöðin letilega og ofurhægt...skríða aftur uppí rúm og bera nuddolíu á karlinn...sem væntanlega er hálfniðurdreginn líka...en það eru ýmis góð ráð til að ná þeim upp strákunum ef þyngslin þjaka þá! Þið getið prófað þetta með nuddolíuna, nú eða að færa þeim í rúmið súkkulaðihúðuð jarðaber og kampavín...eða eplasafa ef þið eruð með herra sem ekki smakkaða....þá má líka alltaf segja þeim brandara eða syngja eitthvað fallegt. Eitthvað af þessu dugar pottþétt elskurnar , ég legg minn damistuheiður að veði, hef prófað þetta alltsaman með góðum árangri. Já og svo er hægt að fara í heitt bað og liggja lengi í ilmolíum og alls konar Feng Shui...lesa góða bók eða kveikja á kertum og hlusta á góða tónlist. Nú er einmitt tíminn til að lesa eitthvað af öllum þessum góðu og uppbyggilegu bókum sem flæða inná markaðinn. Mátturinn í núinu....Ný jörð...Secret og svo hina frábæru sem við í leshópnum erum að skanna og lifa eftir ....Lífsreglurnar 4
Svo er líka gott að bjóða heim fólki og spila selskapsvist fram eftir kvöldi og spjalla feitt við góða vini. Fátt er nú betra og uppbyggilegra en það. Já elskulegu dömur...gerum gott úr hlutunum...hverjir sem þeir eru eða eru ekki. Munum það sem Abraham vinur okkar Lincon í Ameríku sagði: ,,Flestir eru eins ánægðir og þeir ákveða að vera." Þetta er okkar mottó...og eins það sem John Lennon sagði: Life is what happends while your busy making other plans....
Lifum og njótum hvers einasta mola...þeir eru allir í mismunandi bréfum og sumir allsberir...en við erum ekki matvandar dömur og okkur þykir allt gott og skemmtilegt!
Þabara þannig
skammdegisknús
a
Lífstíll | 28.9.2007 | 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskuleg vinkona mín og lekker dama hér af sunnlensku bergi brotin kom að máli við mig í kvöld. Hún er ein af okkur sem styðjum sterklega við bakið á íslenskum garðyrkjubændum þessa dagana. Hún er á áttunda degi á grænu fæði og hefur á tilfinningunni að hún sé að breytast í gulrót! Já, þetta er algeng tilfinning hjá okkur dömum og því verðum við að bretta upp blúndurnar og vera duglegar að halda matarboð og gera eitthvað skemmtilegt og nýtt og ferskt svo við verðum ekki leiðar.
Ég var til dæmis með mexíkóskt matarboð hér í kvöld. Ótrúlega einfalt og gott...allir koma saman og brytja smátt í skálar, alls konar grænmeti: lauk, iceberg, gúrkur, tómata, papriku. Svo er stappað avókadó í eina skál, sýrður rjómi í aðra, steikjum smánautahakk eða brytjum niður kjúklingabringu. Allt hitt kemur tilbúið í dósum, nýrnabaunakæfa, Tacosósa, ostasósa, jalapeno...hendum svo nokkrum pönnukökum í ofninn, Dorritos í eina stóra skál og allir eru glaðir! Þarf ekki einu sinni Tequila! Við grænu dömurnar veljum síðan vandlega á okkar disk það sem þar fer best...og samgleðjumst svo hinum sem vilja gúffa í sig gromsinu...
Þær sem eru núna á seinni vikunni í forsögufæðunni eru farnar að sjá mikinn mun á húðinni og eru allar svo léttar og kátar að innan og utan. Það þarf auðvitað heilmikinn sjálfsaga til að standa sig í 14 daga og hver dagur sem við stöndumst bætir við sjálfmatið og vissuna um það að við getum allt sem við viljum. Setjum okkur markmið, stöndum með okkur sjálfum og finnum hvað það veitir okkur mikla vellíðan. Svo verðum við að muna að verðlauna okkur með dekri og dúlleríi við dömuhæfi. Fótsnyrting, handsnyrting, klipping og litun...nudd og haustlitaferð á Þingvelli....Allt nema ALLS ENGAN SYKUR!!!
Já, það er svo dásamlegt að vera dama
Munið að hamingja er smitandi. Látið það byrja hjá ykkur og komum faraldrinum af stað strax í dag.
Brosum og gefum af okkur elskurnar...gulrætur eru góðar!
knús
a
Lífstíll | 25.9.2007 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur,
Nú haustar að og þá gefst oft meiri tími til að hugleiða, lesa, halda matarboð, kveikja á kertum og fylla húsið af Erikum...eru þær ekki yndislegar! Það er líka dásamlegt að fara í feita sokka, kveikja uppí arninum og kúra sig ofan í sófann með heitt súkkulaði í bolla og nokkra góða vini til að spjalla...Við fórum í matarboð að Syðri-Brú í gærkvöldi þar sem hin myndarlega húsmóðir og dama, Friðsemd Erla Soffía hafði bakað pizzur að íslenskum ...eða ítölskum sveitasið. Vel var veitt að vanda og allir vóru glaðir og eitthvað svo heitir innan um sig. Maður er manns gaman og við höfum svo gott af því að slökkva á sjónvarpinu eitt og eitt kvöld og bara spjalla. Nú eða taka í spil, það er líka ósköp skemmtilegt og dömulegt að spila selskapsvist.
Haustið er líka tími hreinsana...grænmetið er gott og við erum nú frískar og fjörugar konur sem veljum okkur holla leið til að hreinsa líkamann og undirbúa fyrir veturinn. Ég sá hluta úr þætti í sjónvarpinu í gær þar sem fólk var á svona fæði, kallað forsögufæði held ég. Eftir 12 daga skildist mér að blóðfitan hefði minnkað, blóðþrýstingurinn orðinn eðlilegur og allt ónæmiskerfið í toppstandi!Þetta passar við reynslu okkar sem höfum prófað þetta...fáum ekki flensuvott! Hvetjum ykkur til að vera með og velja holla lífshætti...það er betra að vera meðvituð um hvað við borðum og smátt og smátt verður þetta lífstíllinn okkar. Sáuð þið til dæmis Steingrím Hermannsson í Kastljósinu? Sá er nú ekki banginn við grænmetið...parkinson hrífur varla á hann því hann er svo hollur!
Það er betra að reyna og mistakast en að þora aldrei neinu...eins og Little Miss Sunshine! Verum allar Miss Sunshine í dag og alla daga
sólarknús
a
Lífstíll | 25.9.2007 | 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við verðum náttla að markaðsetja okkur svo við eigum eitthvað í buddunni fyrir snyrtistofurnar og nuddið! Þetta er örugglega ein af oss...sýnist það svona af mittismálinu að merkja!
Lengi lifi íslenskir garðyrkjubændur!
Lífstíll | 20.9.2007 | 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar elskurnar,
Nokkuð margar af okkur dömunum eru nú að hefja sig til flugs á ný og ætla að taka hausthreinsun. Nokkrar byrjuðu á mánudaginn var og aðrar eru að undirbúa sig og ætla að byrja næsta mánudag. Það er svo gott að hreinsa út öðru hverju að hætti Kristbjargar frænku hennar Lísu okkar
Þetta er auðvitað dásamlegur tími til að borða allt þetta hreina og góða grænmeti sem íslenskir bændur hafa ræktað handa okkur í sumar. Minni á að hér fyrir neðan er fullt af uppskriftum og leiðbeiningum frá síðustu hreinsun okkar í vor.
Munið bara að hafa það einfalt! Borða nógu mikið og aldrei að vera svangar...vera með gulrætur, blómkál, hnetur og fræ í öllum vösum eða veskjum...drekka nógu mikið vatn og grænt te og hlusta á líkamann. Það er eðlilegt að fá smá höfuðverk fyrstu tvo dagana á meðan eitrið er að skolast út en það líður hjá. Passa að borða engan sykur, ekki ávexti eða ber og alls ekki fá sér í staupinu...og smátt og smátt fer ykkur að líða ótrúlega vel.
Muna líka að vera góðar við ykkur, nota góðan skrúbb, epsomsaltbað og svo bodykrem og láta dekra við ykkur á nuddstofu og snyrtistofu, svona sitt á hvað eftir því hvað er til í buddunni.
Við eigum aðeins það besta skilið því við erum dömur, og það dásamlegar og skemmtilegar dömur af bestu gerð.
Gangi okkur vel og munum að brosa...það er besta andlitslyftingin!
grænmetisknús
a
Lífstíll | 20.9.2007 | 00:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar elskurnar mínar,
Nú eru allar að lesa og pæla djúpt. Það er svo gott að hafa hugann opinn og vera vakandi hverja stund en ekki bara fljóta með...stundum svolítið erfitt en gaman, gaman! Gott líka að æfa sig í að setja sér mörk, vita hvert dama er að fara og hverju hún trúir og standa með sjálfri sér.
Látum ekki blekkjast af blindhæðunum...þær eru ekki áfangastaðurinn. Heimurinn er fullur af vandamálum en fyrir hvert vandamál eru líka til lausnir.
Keep on going girls!
lovjú
a
Lífstíll | 19.9.2007 | 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skemmtileg hugleiðing um viðhorf! Þetta er eins og það að sumir eru með hálfullt glas en aðrir hálftómt glas. Flestir eru eins ánægðir og þeir ásetja sér að vera sagði Abraham Lincoln og hann var mikið gáfumenni blessaður.
Er að æfa mjög skemmtilega hugleiðsluaðferð núna. Hún er svo einföld og hana er hægt að iðka alls staðar. Tilgangurinn er að vera vakandi í núinu og vita hvað við erum að gera. Einbeita okkur að einu í einu. Ef barnið þitt er að tala við þig þá áttu að slökkva á huganum og einbeita þér að því að hlusta með fullri meðvitund...alltaf þegar einhver er að tala, gefa þig alla í að hlusta. Stundum þegar hugurinn fer á fullt og okkur er næstum ógerlegt að festa hugann við nokkurn skapaðan hlut. Hugurinn snýst í hringi, veltir ótal hlutum fyrir sér en getur ekki fest sig við neitt og alls konar rugl sprettur upp. Þá þurfum við að taka í tauminn...létt eins og á óstýrilátu hrossi og beina huganum inná rétta braut. Aga hugann smátt og smátt því frjáls er sú kona sem getur stjórnað hugsunum sínum...
en aftur að hugleiðslunni. Við getum gert þetta í bílnum, úti að ganga, synda, hvar sem er...Ég segi við sjálfa mig: Ég anda inn og ég finn lungu mín fyllast lofti. Ég anda út og tæmi...nokkrum sinnum. Svo næsta getur verið....Ég anda inn gleði ...Ég anda út kærleika....og svo á að brosa þegar andað er frá. Ég anda inn, djúpt- ég anda út hægt....
Þegar við erum úti að ganga eigum við að anda inn og finna hvernig iljarnar snerta jörðina, anda út og þakka jörðinni fyrir allar gjafirnar sem hún hefur fært okkur. Í hvert skipti sem við gerum þetta finnum við hvernig iljarnar verða næmari og við tengjumst jörðinni. Svo myndum við kúlu með höndunum og segjum: Ég anda inn og bið fyrir jörðinni okkar, Ég anda út og bið þess að við lærum að vernda jörðina okkar.... Hugleiðsla er eitthvað sem hægt er að gera hvenær sem er, hvar sem er ...1 mínútu eða 10...skiptir ekki máli...muna að brosa og láta ´ser líða vel!
Ótrúlega skemmtilegt!
Prófið endilega elskulegu dömur,
hugleiðsluknús
a
Lífstíll | 18.9.2007 | 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
já, elskulegu dömur. Það er nú ekkert annað en það að hún Halla eðaldama tók einstaklega vel á móti okkur með laxi og hvítvíni. Við deyptum örlítið á sjérrítári í rútunni á leiðinni yfir heiðina. Bílstjórinn var ung og fögur kona úr vesturbænum og stýrði langferðabifreiðinni styrkri hendi, meðan við hinar supum úr kristalsglösunum hennar Drífu....ekkert nema Croft,- auðvitað. Það hentar dömum svo vel!
Já, svo þegar við komum til hennar þá fengum við aðeins í staupinu og skoðuðum svo agalega lekker dress alls konar , auðvitað frá Danmörku! Við erum svo mikið fyrir allt danskt! Við verlsuðum svo svona aðeins...já, dama á aldrei of mikið af lekkerum dressum!
Við vorum nú sammála um að þetta hefði verið mjög skemmtileg ferð. Það á svo vel við okkur að skoða sæta kjóla og síðar peysur...að ekki sé talað um blússur, jakka og skyrtur..og svo allt þetta dásamlega bling sem fæst nú til dags! Ja, það er gaman að vera dama með dömum!
Já, svo erum við farnar af stað í jóganu hjá Rósu. Það er svo margt gott sem gerist á haustin...allt fer af stað...tískuvörur í búðirnar, jógatímar, kerti á kvöldin og heitt súkkulaði, góðar bækur, þykkar sængur...haustlitaferð á Þingvelli! Vá..það eru svo fallegir litirnir á Þingvöllum núna! Það er algjört möst að fara á Þingvöll elskurnar!
Höldum svo áfram að lesa og æfa okkur á hverjum degi í að njóta lífsins og vera vakandi!
knús
a
Lífstíll | 16.9.2007 | 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur,
Leshópurinn hittist í kvöld yfir bolla af tei og heilsusnakki...allt svo lífrænt og hollt!
Við ákváðum að lesa Lífsreglurnar fjórar næsta mánuðinn, nótera hjá okkur allt sem vekur áhuga og eins hvernig gengur að iðka á hverjum degi. Við lesum þær yfir á morgnana og notum þær á daginn og förum svo yfir á kvöldin hvernig hefur gengið, hvað gekk vel og hvað má bæta. Þetta er eins og að vera í líkamsrækt, stöðug þjálfun , því æfingin skapar meistarann
Hér eru reglurnar:
1. Vertu flekklaus í orði. Talaðu af heilindum Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika og kærleika.
2. Ekki taka neitt persónulega. Ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verðurðu ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar.
3. Ekki draga rangar ályktanir. Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskipti þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur breytt lífi þínu.
4. Gerðu alltaf þitt besta. Þitt besta mun breytast á hverju andartaki við ólíkar aðstæður. Burtséð hverjar kringumstæðurnar eru, gerðu einfaldlega alltaf þitt besta og þú munt hætta að fordæma, fara illa með þig og fyllast eftirsjá.
Þetta skrifar Don Miguel Ruiz og kemur þannig til okkar arfi forfeðra sinna, Tolteka indíananna í Suður-Mexíkó sem voru þekktir þar fyrir þúsundum ára sem fólk þekkingar. Toltekafræðin eru ekki trúarbrögð og þau virða alla andlega meistara sem hafa kennt á jörðinni. Þessum fræðum er best líst sem lífsmáta sem sýnir okkur á einfaldan hátt hvernig hægt er að öðlast hamingju og kærleika í okkar daglega lífi.
Gangi okkur vel
kærleikskveðja
a
Lífstíll | 11.9.2007 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar