Færsluflokkur: Lífstíll

Thailand....

jæja, nú erum við loksins komin til Thailands....OMG! Flugum með Flugleiðum til London, slökuðum á þar frá hádegi en flugum svo áfram með EVA air 12 tíma til Bangkok. Mjög þægilegt og gott flug.

Þetta er svoooo skemmtilegt að það ískrar allt inní mér...og svo öðruvísi og einstaklega litríkt!Thailand Það er hreinasti sannleikur sem daman Dinnhildur sagði mér í síðasta dömuboði; Thailand er æðislegt, fólkið er brosandi, maturinn er himneskur, loftslagið er dásamlegt og lífið brosir við okkur...

Við lentum hér í gær og vorum sótt af útsendara elskulegs vinar okkar og væntanlegs einkaþjálfara, Mr F...say no more for now...Ég veit ekki enn hvort við verðum látin sippa...Við ókum sem leið lá frá Bangkok, um hrísgrjónaakra og háhýsi...hér eru náttla miklir kontrastar og það er einmitt líka svo skemmtilegt. Þegar við komum á hótelið okkar, sem by the way heitir  Nova Park, beið Mr. F okkar og við komum okkur fyrir í yndislegri íbúð sem verður okkar home sweet home næstu vikur. Við fórum svo beint í fótanudd og það var ótrúlega unaðslegt eftir sólarhrings ferðalag...very promising I must say...

Svo fórum við í fínan dinner á írskum pöbb sem er hér á hlaðinu en skelltum okkur svo á bak mótorhjólum og ókum niður á strandgötuna þar sem lífið birtist okkur í öllum...já og þá meina ég ÖLLUM mögulegum og ómögulegum myndum...þarna eru sko portkonur og menn og sumt er bara bæði...júnóvatæmín...allir brosandi og afslappaðir yfir öllu þessu og total frelsi ríkir hér á öllum sviðum!!!Þarf ekki fleiri orð um það. Hér eru gamlir menn með ungar konur...paradís eldri borgara sem fá hér yndislegar hjúkrunarkonur...spurning um að opna svona heima í staðinn fyrir Grund!!

Toppurinn var samt að sjá loksins Búddha...búddhaRisastóran og úr gulli..Vá! Hér er allt mikið flúrað og skreytt...algjört bling og skemmtilega lifandi og heillandi að sjá. Við eigum eftir að sjá mikið af hofum og skrauti..Þeir eru líka alls staðar með lítil falleg bænahús og gefa öndunum ...nei Guðunum sínum hrísgrjón og aðrar góðar gjafir á morgnana..koma sér í gírinn og hugsa fallegar hugsanir og biðja um gott veður, held ég...er ekki alveg búin að fatta þetta en sýnist að það sé stór hluti af þeirra lífi...og í raun gaman að sjá hvernig trúin virkar og er með í daglegu lífi.

Seint og um síðir tímdum við svo að fara að sofa...og sváfum til klukkan tólf á hádegi! Þá vakti Mr. F okkur og ævintýrin héldu áfram...fyrst fórum við á mótorfákunum að fá okkur kaffi og skoða væntanlegar líkamsræktarstövar...völdum loks eina flotta og byrjum þar á morgun. Svo var smáslökun og síðan hugleiðsla í garðinum...klikkað!!! Um kvöldið var svo borðað á indverskum veitingastað og verslað gull...gerðar nokkrar mannlífsrannsóknir og borðað ís... Allt jafn frábært! Nú erum við komin heim og í fyrramálið er vigtum og mæling...úps, ekkert hægt að svindla eða draga inn magann...verðum fitukreist og klipin þannig að nú kemur okkar sanna eðli í ljós!fitubolla

Bingóvöðvarnir mega nú aldeilis fara að vara sig og ég held svei m´´er þá að við fáum brátt sixpack og allt heila klabbið því Mr. F veit hvað hann er að gera. Þannig...elskurnar mínar...þið skuluð bara fara að búast við flottum hjónum heim fyrir jól...í kjólinn fyrir jólin verður nú loksins að veruleika!!!

Munið að vera góðar við ykkur og brosa...það er gert hér í Thailandi og við eigum það svo sannarlega skilið!

knús

a


London City....

Saelar elskurnar,

Nu erum vid Gudmundur minn i London og erum i stuttu stoppi a leidinni til Thailands....ups, vid hlokkum til ad busla i sjonum og kafa med fjolublaum fiskum...

Domuklubburinn hittist i gaer. Dinna var ad koma ur 7 vikna ferd um tessar slodir og vid fengum ferska ferdasoguna og hun gaf mer smaferdaeyri...afg af Bat

a


Hugsanakúrinn...

Elskulegu dömur,

Við gúglurnar hittumst í gærkvöldi og áttum mjög skemmtilegt kvöld.

Ákveðið var að taka 10 daga hugsanakúr samkvæmt bókinni okkar, Skyndibitar fyrir sálina bls. 36. Í tíu daga er bannað að hugsa um nokkuð neikvætt, óuppbyggilegt eða hræðilegt, lengur en eina mínútu. Þegar það gerist verðum við að snúa af rangri braut og skipta strax út fyrir jákvæða og góða hugsun...það er ekki hægt að hugsa nema eina hugsun í einu. Ef við hugsum um eitthvað neikvætt í meira en eina mínútu verðum við að byrja tíu daga hugsanakúrinn upp á nýtt....Jafnvel þótt við séum búnar með 8 daga...Skemmtilegt!!! Og frábær leið til að láta sér líða vel og æfa sig í jákvæðum viðhorfum.
Eins ákváðum við að prófa jákvæðu líkamsæfingarnar...kraftæfingar á bls.97-99 til að efla orkuna..virkar þvílíkt vel! Allar að prófa....
Við lásum nokkra vel valda kafla og spáðum í þá.
Næsta bók sem við ætlum að lesa eru Lögmálin sjö um velgengni eftir Deepak Chopra. Bókin er ófáanleg hjá útgáfunni en við reynum að taka hana á bókasöfnum og eins mun Elín okkar í Bókakaffi halda áfram að reyna að finna hana. Díana ætlar líka að athuga hjá Braga bóksala og við allar að hafa augun opin ef við rekumst á eintök...
Það eru æfingar í lok hvers kafla þar sem okkur er kennt að iðka hvert lögmál fyrir sig ...á hverjum degi! Munum að æfingin skapar meistarann...og betri heim handa okkur öllum.
Svo kíktum við í nýju englaspilin okkar...æfum okkur betur fyrir næsta fund sem var ákveðinn mánudaginn 14.janúar 2008.
bestu kveðjur og knús
a

Poppmessa í Selfosskirkju

SelfosskirkjaVerð að mæla með svona poppmessu...bara skemmtilegt! Þorvaldur Halldórsson, Margrét kona hans og djákninn okkar, hún Eygló, stjórnuðu fjörinu. Kirkjan var nokkuð þétt setin...a.m.k. miðað við venjulega messu...þó eru messurnar hjá séra Gunnari alltaf góðar. Hann er skemmtilegur og góður ræðumaður. En poppmessa er svona bland af íslenskri messu og amerískri svertingjamessu, mikið sungið og jafnvel við,-  formfastir flóamenn, dillum okkur og brosum út í bæði þegar við syngjum...His got the whole world..in his hand..

Þetta var virkilega fínt hjá þeim, skemmtileg tónlist og gott innlegg um náungakærleik sem við eigum að iðka daglega eins og Jesú kenndi okkur með sínu fordæmi. Svo fengum við að kveikja á bænakerti og fengum blessun, krossmark með olíu í lófann. Þetta var mjög afslappað og skemmtilegt. Ég held að kirkjan þurfi að leggja meiri áherslu á hvað dagleg breytni skiptir miklu máli og prestarnir að ganga á undan með góðu fordæmi. Jesú dæmdi aldrei, umgekkst alla og sýndi öllum endalaust umburðarlyndi og kærleika. Þorvaldur talaði skemmtilega um það hvernig Guð hafi birst okkur mönnunum sem Jesú og kennt okkur að þó við værum breysk og mannleg, fengjum við fyrirgefningu...Fylg þú mér, sagði hann og við eigum að taka hann til fyrirmyndar með því að feta í fótspor hans, sýna hvert öðru skilning og skilyrðislausa ást....ást sem gefur án þess að ætlast til einhvers í staðinn....

Verum góð saman...við eigum það skilið:-) Gefum af okkur, það veitir svo mikla gleði.

knús

a


Leshópurinn Gúglurnar....

þið elskulegu konur og systur....við ætlum að hittast annaðkvöld, mánudagskvöldið þann fimmta ....hér á bakkanum...ekki gleyma því elskurnar:-)

Ég talaði við Elínu okkar í Bókakaffi og hún ætlar að panta næstu bók, Lögmálin sjö um velgengni eftir Deepak Chopra. Ég fékk hana í bókasafninu og hún er alveg frábær. Ég vona að Rósa sé búin að finna punktana sína um hana en annars lesum við hana og æfum okkur í þessum lögmálum eins og við gerum með Lífsreglurnar 4.....Æfingin skapar meistarann!
Í lok hvers kafla í þessari bók er mjög góð æfing í að iðka....
Uppáhaldsdæmi frá mér:hendur
Að iðka lögmálið um að gefa og þiggja
Ég ætla að láta lögmálið um gjafir verða hluta af lífi mínu með því að gera þetta þrennt:
1. Hvert sem ég fer og hverjum sem ég mæti mun ég færa gjöf. Gjöfin gæti verið viðurkenning, blóm eða bæn. Í dag ætla ég að gefa öllum þeim sem ég hef afskipti af. Þannig ætla ég að hrinda af stað hringrás gleði, auðs og allsnægta í mínu lífi og í lífi annarra manna.
2. Í dag ætla ég að þiggja með gleði allar þær gjafir sem lífið hefur að færa mér. Ég ætla að taka á móti gjöfum náttúrunnar, sólskini og fuglasöng, gróðrarskúrum vorsins eða jómfrúrmjöllinni, hinum fyrsta snjó vetrarins. Ég ætla að taka á móti gjöfum frá öðru fólki hvort sem það eru hlutir, peningar, viðurkenning eða bæn.
3. Ég ætla að einsetja mér að viðhalda hringrás auðsins í lífi mínu með því að gefa og þiggja dýrmætustu gjafir lífisins, umhyggju, vináttu, virðingu og ást. Í hvert sinn sem ég mæti einhverjum ætla ég að biðja um hamingju, farsæld og gleði honum til handa.
Þetta er svo skemmtilegt og gott fyrir okkur. Og virkar svo vel:-) Ég finn það á eigin skinni hvað Lögmálin 4 hafa virkað vel og nú er mér alveg að takast að gera þau að eðlilegum hluta í lífi mínu og eins er með þessi sjö...allt sem við þurfum er að æfa okkur á hverjum degi  og smátt og smátt verður þetta okkar lífstíll.Og við verðum svo glaðar í hjarta og smitum útfrá okkur vellíðan og hamingju...og þannig breytum við heiminum...með því að breyta okkur sjálfum:-)
Verið endilega búnar að velja einhverja sérstaka kafla úr Skyndibitunum og lesið upphátt fyrir okkur hinar og svo getum við rætt saman útfrá þessum punktum.Ég vil endilega benda ykkur á bls 55. Skrifaðu lista.
 Þarna er lagt til að við skrifum lista til að fá yfirsýn yfir það sem við raunverulega viljum og geta þannig einbeitt okkur að markmiðum okkar. Ég hef verið að skrifa svona þakklætislista nokkuð lengi og það virkar mjög vel. Nú er ég að bæta hinum við...og allt í einu sá ég að ég vissi ekki alltaf alveg hvað ég vildi!!! Ég er bara hér og geri þetta daglega, þið vitið ...vinna, borða, sofa ....en eftir að ég fór að skrifa svona lista er ég markvissari, einhvern veginn og kem meiru í verk...en þetta er mjög mikil æfing og tekur tíma að venja sig á að fylgja en sannarlega þess virði held ég.
Þriggja lista aðferðin:
1. Listi yfir hluti sem þú ætlar að losa þig við
Skrifa niður lista yfir allt sem þú vilt alls ekki hafa í lífi þínu; fólk, hluti, hugarástand, viðhorf, tilfinningar, samband við fólk og vinnuaðstæður. Gakktu hreint til verks. Ekki hugsa um hvað öðru fólki gæti fundist um þennan lista, þessi listi er bara fyrir þig og enginn mun sjá hann nema þú. Skrifaðu bara niður allt sem þér finnst þér ekki vera fyrir bestu.ALLT!!!! Þú þarft ekki að vera reið eða fordæma...þetta er bara eitthvað sem er ekki gott fyrir þig...var kannski einhvern tíma mikilvægt og nauðsynlegt en núna hentar þetta ekki, gerir ekkert til að bæta þroska þinn eða gera þig að betri manneskju. Svo þegar þú ert búin að skrifa þetta niður, skaltu sleppa takinu af því og biðja því blessunar með kærleika. Skrifaðu það líka niður....að þú sleppir þessu og sendir burtu í kærleika og góðri trú.
2.Óskalistinn
Skrifaðu niður allt sem þú vilt að gerist í lífi þínu. ALLT! Ekki vera hrædd eða segja þér að þú eigir ekki þetta eða hitt skilið. Ekki heldur það sem þú heldur að aðrir vilji fyrir þig....Bara ALLT sem þú vilt að gerist í þínu lífi hversu fjarlægt og bilað sem þér þykir það nú, skrifaðu bara allar þínar óskir niður og þær munu rætast ef þú vilt virkilega að þær rætist. Vertu góð við þig , þú átt það svo sannarlega skilið!!! Skrifaðu svo staðhæfingu í lok listans: Ég bið óskum mínum blessunar í guðdómlegum kærleika og veit að nú gerist það sem er mér fyrir bestu.
3.Þakkalisti,
Þetta er svo gott að gera. Ég hef gert svona lista á hverju kvöldi og þakkað fyrir allt mögulegt. Reyni að finna alltaf eitthvað nýtt, ekki bara alltaf að þakka fyrir börnin mín, eða fjölskylduna....heldur líka litla hluti sem mér hættir til að gleyma...eins og í gær...þá sá ég starrafjölskyldu baða sig saman í polli. Þau voru svo glöð og skemmtu sér svo vel og það var svo skemmtilegt að upplifa þessa stund og horfa á þau. Þau hoppuðu og busluðu eins og lítil börn í nýjum stígvélum....Þá gat ég líka þakkað fyrir að hafa sjón og sjá þetta, heyrn svo  ég gat heyrt gleðitístið þeirra ...og svona er endalaust hægt að halda áfram. Með því að gera svona lista verður þú alltaf ánægðari og hamingjusamari og djúpt þakklæti opnar hjarta þitt fyrir töfrum sem laða svo meiri góð áhrif inn í lífið þitt. Lögmálið um karma....eins og við sáum...munum við uppskera....
love
Þetta er sannarlega góð æfing elskulegu gúglur,
Hlakka til að hitta ykkur á morgun og endilega ef þið hittið einhverjar sem þurfa á okkur að halda, látið gott af ykkur leiða og bjóðið þeim í hópinn.
 lovjú
a

Bani og Putul að kveðja

Elskulegu dömur,

Nú eru okkar elskulegu vinir að kveðja....fara á morgun með Ingu í Bláa Lónið og svo Keflavík...Munich...Shimla....

Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að upplifa með þeim. Nú tekur næsta verkfeni við sem er að skipuleggja ferðina til Thailands og undirbúa það allt ....erum að klára bólusetningar...já það var ótrúlegt! Fékk rússneskan lækni sem talaði ekki íslensku...en sem betur fer ensku þar sem ég er ekki svo góð í rússneskunni...kann bara að segja njet og da....og veit varla hvort er hvort! Þetta var indæl kona og kunni sitt fag...sprautaði mig og varði fyrir hinum ýmsu pestum og flensum sem hægt er að fá þarna austur í Asíu. Við erum farin að hlakka til og ég veit að þarna upplifum við mikil ævintýri. Reynum að komast til Kambódíu og Víetnam....kannski líka Laos!!!En Bhurma verður sennilega að bíða um stund! Ég ætla að kafa...það er á hreinu! Og skoða Búddha musteri og kannski bara fara í klaustur...það er aldrei að vita hvað dömu dettur í hug!

Heyrumst á morgun sólargeislar:-)

lovjú

a


Indverskir gestir á Íslandi

baniBaniprosonno og Putul eru yndisleg hjón sem hafa heiðrað okkur með nærveru sinni síðustu vikur. Þau fréttu af okkur, stallsystrunum fimm sem Alda Alvörukona bauð með í brúðkaup á Indlandi og þá kom í ljós að Bani hafði dreymt um það í 66 ár að koma til Íslands og fjölskyldan "okkar" í Kolkata kom þeim í samband við Öldu og þá fór boltinn að rúlla...og nú eru þau hér! Það hafa verið haldin stórkostleg námskeið í Listasafninu okkar Árnesinga í Hveragerði en þau hjónakornin gista einmitt þar í listamannaíbúð á vegum safnins. Inga og Alda hafa skipulagt og keyrt með þau um allt og nú á laugardaginn hitti ég þau svo loksins á frábærum fyrirlestri í Hveragerði þar sem við hlustuðum á listamanninn segja sögu sína og sýna verkin sín...sem eru frábær! Hann er svo skemmtilegur listamaður, svo glaður og hefur varðveitt barnið í sér og leyfir sér að njóta og skemmta sér...prakkarast og skrattast....sér heiminn í ljúfum línum og tónum...engir ferkantaðir litlir kassar sem eiga að vera svona en ekki hinsegin!!!Ég er búin að læra svo margt af þeim..bara strax! Konan hans er yndislega skemmtileg og ljúf enda kennari!!!Kenndi í mörg ár í Himalajafjöllunum þar sem þau eiga hús...og við systurnar heimboð!!!

Þau komu svo til mín á sunnudagssíðdegi og við vorum hér hópur af fólki samankomin til að elda og skapa listaverk í eldhúsinu. Hann dreymir um að skrifa eða skapa matreiðslubók um það hvernig á að elda án uppskrifta....eitthvað fyrir mig enda small allt vel í eldhúsinu hjá okkur. Við elduðum ótal skemmtilega rétti og sátum svo og borðuðum fram eftir og skoðuðum listaverkin hans. Hann fór með ljóð og sagði sögur...endalaus uppspretta af gleði og kátínu! Við erum að hugsa um að þýða þetta og gefa bara út hér á Íslandi...hver veit!

Í dag hittumst við svo aftur og fórum á Viss, Vinnustofu fatlaðra hér á Selfossi. Þar var nú minn í essinu sínu..hann byrjaði á því að saga út hest, svo leiraði hann frosk, fisk og ísbjörn...prófaði vatnsrúm, stereórúm og tæki sem nemur hljóð, sveif um salina og reif alls staðar upp túss og teiknaði af innlifun. Allir skemmtu sér hið besta sýndist mér en hann sennilega best!

Svo fórum við á verkstæðið mitt og skoðuðum gæðinginn minn góða og þá kom í ljós að hann hafði mikinn áhuga á fornbílum,.,.,.,ekki skemmdi það nú!!!

17.júní 2007 059Mamma og pabbi buðu honum svo í ekta íslenskan mat...kjötbollur í brúnni með öllu tilheyrandi. Hann fór með ljóðin sín og pabbi með sín, það var óborganlegt og svei mér þá ef ég næ ekki foreldrum mínum bara með í ferð í Himalajafjöllinn! Þarna voru nú ekki tungumálaörðugleikarnir og allir skemmtu sér hið besta. Við fórum svo og skoðuðum Krúsina mína og þau smökkuðu eina af uppáhaldsuppskriftunum hennar mömmu...sælgætisostakökuna góðu!

Nú var komið að námskeiði í Listasafninu og þangað var brunað með fullan bíl af börnum sem fengu að mála og dilla sér við indverska tónlist í öllum litum. Inga fór með börnin um allt safnið og kenndi þeim að upplifa og lesa úr listaverkum og þetta var slík skemmtun að við urðum bara öll ung í annað sinn og verðum það líklega hér eftir! Á morgun er svo áætlað að halda áfram að skemmta sér...byrjum hjá Kötu í heimabökuðu brauði og pönnukökum að hætti Oddu og svo og svo ....aldrei að vita !!!

Æ, hvað er gaman og gaman bara!bani og putul

Þetta hefur verið algjörlega ógleymanleg upplifun. Við munum halda áfram og láta ykkur fylgjast með ævintýrum okkar frá Íslandi til Himalajafjallanna....bærinn þeirra heitir Shimla og er í 2500 metra hæð..fáum væntanlega fréttir þaðan síðar og kannski bara líka einhverjar myndir að skoða!

Það er svo gaman líka að spjalla við þau um lífið og tilveruna. Þau eru svo miklir lífskonfektmolar! Þau eru svo dugleg að horfa á alla litlu hlutina í lífinu, dást að brauðinu sem dansar við hlæjandi eldinn, litla sköllótta sveppnum sem stendur keikur og setur í herðarnar við monsúnrigningarskvetturnar sem bylja á honum...og bara allt!

Hlakka til að læra meira!

knús

a


Myndir og fleira skemmtilegt úr síðustu dömuferð...

Elskulegu dömur,

Díana stallsystir okkar er óhemju góður myndasmiður eins og sjá má af myndunum úr ferðinni okkar. Ég hvet ykkur til að kíkja á óborganlegar myndir á síðunni hennar:

www.123.is/diana

Hún ber nafn með rentu hún Lady Di...og ég held svo áfram að skrifa um Geirfinn garðyrkjumann...ótrúlega góðar myndir af honum sem þú hefur náð elsku Di....og líka af skónum hans...úps..bara litla!mundu svo að setja allt á disk fyrir okkur honíWhistling

garðyrkjudraumar og knús

a


Já, vertu nú góð við þig rýjan mín...

þú átt það svo sannarlega skilið...Þetta var mottóið okkar í síðustu dömuferð sem við vorum að koma úr...Dásamleg ferð með lekkerum dömum sem sannarlega kunnu listina að kætast og njóta augnabliksins í botn...pink_ladies

Ég sótti þessi fögru fljóð á laugardagskvöld 20.október á flugvöllinn í Billund og við ókum í okkar dömulegu hópferðbifreið...Rauðhettu, beina leið í Grænuhlíð þar sem Anna Sigga nuddmeistarinn okkar beið með kertljós í hverju horni og ávaxtasafa....svo var nuddað og spjallað fram eftir nóttu. Á sunnudagsmorgni var farið í bakaríið og þegar við komum heim voru þar fyrir nokkrir ungir og myndarlegir menn sem fengu sér brunch með okkur...en svo urðum við að láta þá fara...ekki útaf skóstærðinni heldur vegna þess að við vorum í dömuferð og þá er ekki tími fyrir karlmenn:-) Við héldum svo nuddinu áfram fram eftir degi , fórum útí garð í jóga og sjálfsnudd og klapp...eins og við áttum skilið... en vegna þess að sólin skein svo glatt með okkur og allt var svo yndislegt, ákváðum við að fara í haustlitaferð til Engelsholm... www.engelsholm.dk

Það er gömul höll í nágrenninu þar sem starfræktur er listaskóli og við getum lært að mála, leira, vinna í gleri eða tónlist...allt sem tengist listum. Við heimsóttum þarna yndislega listakonu, Vibeke Skov sem er með gallerí og vinnusmiðjuVibeke Skov en hefur að auki opnað heimili sitt fyrir gesti og þar hefur hún stillt upp list sinni á einstaklega skemmtilegan og frumlegan hátt...meira að segja gardínurnar eru úr gleri! Anna Sigga nuddkonan okkar var nemandi hjá henni í nokkur ár og því voru auðvitað fagnaðarfundir og okkur vel tekið.... kíkið endilega á hana á netinu   www.danishglassart.com

Og svona rétt í leiðinni lentum við á skondnum bóndabæ þar sem var heilmikill flóamarkaður og við keyptum nokkra góða gripi...enda áttum við það svo sannarlega skilið!

Nú erum við að plana það að fara á námskeið þarna og rækta sköpunarkraftinn innra með okkur...mála eða leira...skapa mikil glerlistaverk og að sjálfsögðu að detta í jazzzzz...

Um kvöldið fórum við svo út að borða hjá Albert...gasalega huggulegur staður í Brande þar sem er virkilega góð Bernaisesósa....en passa þarf að panta eftirréttina fyrr en síðar því eldhúsin á Jylland loka tidligt!!! Ju, kokken vil i sengekanten med sin husfru, tror vi!!!Han havde store sko paa...

Horfðum svo á yndislega dömumynd...Chocolat!!! chocolatog skriðum svo uppí og dreymdi súkkulaðidrauma..ótrúlegt hvað konan er mittismjó af öllu þessu súkkulaði..við verðum að reyna að herða okkur og borða meira súkkulaði...og algjörlega nauðsynlegt að drekka heitt súkkulaði með smádassi af cheyennepipar allan desembermánuð...já, ég meina það! Fara í náttfötin og ullarsokkana og skríða snemma uppí...nú ef eiginmaðurinn á stóra inniskó er alltaf hægt að fækka fötum þegar líður á kvöldið og súkkulaðið hefur iljað upp undir sænginni....eða prófa möndlurnar görls!!!Say no more!!!

 

Á mánudag var svo ekið til Tyskland...í göngugötunni í Flensborg mátti sjá marga góða gripi sem við áttum virkilega skilið að eignast! Fallega hatta og húfur ...buxur, vesti, brók og skó...mörg pör í öllum stærðum og gerðum...allt gasalega billegt en smekklegt!!!Svo fórum við inná einhvern yndislegan stað og borðuðum vel útilátinn mat með virðulegu fólki....og fengum marga og sérstaka rétti...eftirréttirnir voru eftrminnilegir enda matseðillinn þýddur af kennara sem var svo góður í þýzku að annað eins hefur trauðla heyrst...enda konan sú engin geðluðra ...eða hvað! Og þjónarnir náttla elskuðu okkur...ungir og ferskir, virkilega huggulegir og sætir drengir...engin dindilmenni þeir!

Á þriðjudag var enn ekið af stað á hinni feminísku hópferðabifreið og aftur suður á bóginn. Komum í sætan by...som hedder Tönder...það er elsti bær í Danaveldi, eldgömul, skökk og skondin hús og hið fræga Gamle apotek...Þar var líka spennandi antikmarkaður, veflistakona og glerlistakona sem blés út glerlistaverk af mikilli innlifun. Ótrúlega skemmtilegur bær sem breytist í jólabæ um miðjan nóvember og þarna koma saman allir jólasveinar á norðurlöndunum og kveikt er á 40.000 jólaljósum, allir syngja og skoppa saman með piparkager í annari og Tuborg julebrygg í hinni...ég held við verðum nú að kikke igen snart mine elskelige damer...

Um kvöldið var svo eldað heima í Grænuhlíð...afrísk grænmetissúpa að hætti húsmóðurinnar...fótabað í slúðurstofunni með beilís...maska frá Lovísu og gúrkurnar voru settar á augnlokin...dásemdin ein og sér! Já og við áttum þetta svo sannarlega skilið!Og ekki var nú öll nótt úti....því við tökum á andlega þættinum...horfðum á Secret og innprentuðum hjá okkur enn meiri speki...og allt jákvætt kom til okkar...þetta litla sem eftir var að koma...Við erum fullkomlega hamingjusamar eins og við höfum ákveðið að æfa okkur í að vera ...

Miðvikudagurinn rann upp...enn einn sólardagurinn í okkar lífi. Við allar svo glaðar og fallegar, fórum snemma af stað og fengum okkur morgunkaffið í Vejle. vejlestyttaÞar eigum við athvarf í yndislegu litlu kaffihúsi...Den blaa Madame...passar við okkur enda fengum við okkur bláberjamuffins og valhnetutertu. Svo slepptum við okkur lausum í búðunum...örvuðum hverja aðra af hjartans list...jú, elskan keyptu þér þessa, gasalega fer hún þér vel...og þú átt hana svo sannarlega skilið....og það var ekki ofmælt! Svo var tekið smásmörrebröd og öl um miðjan daginn en svo haldið til Kolding...og enn kíkt í butikkerne og enn voru nokkrir fallegir hlutir sem við áttum skilið að eignast...svo fórum við á Carma kaffihúsið og fengum okkur smá búbbluvín...en því miður var það svoldið volgt og við settum ísmola úr fötunni útí glösin...ææææ en við gerum það aldrei aftur !!Dömur læra af mistökum sínum og gera þau aðeins einu sinni..if jú nó wat æ mín:-)

Kvöldverðinn fengum við svo í Farmors Kökken...huggulegir menn á næsta borði fönguðu athygli okkar um stund og við hlógum og skríktum eins og unglingsstúlkur á heimavistinni...en þar sem engin okkar hafði útivistarleyfi, létum við kyrrt liggja þrátt fyrir heimspekilegar vangaveltur og nefin ...jú við vitum lengra en nef okkar nær og eigum ágæta skó til að ganga á...ó misstórir séu!En mikið var þetta samt gaman:-)Njóttu meðan á nefinu stendur....lady 

Æ, svo var bara kominn fimmtudagur!!!Heimferðardagurinn runninn upp og enn skein sólin og lífið brosti við okkurCoolVið tókum allt í gegn í Grænuhlíð...biðum í óratíma eftir þvottavélinni og silgdum svo af stað til Köben þar sem taka átti nokkur dansspor á Strikinu fræga...nema frá Matthildur sem ætlaði að kaupa bleik fiðrildi hjá Lisbeth Dahl vinkonu sinni í Kaupmannsgaden...

Allt gekk vel og fyrr en varði vorum við komnar niður í bæ...sumar fóru á D´Angleterre og fengu sér Strawberry Daiquire....síðan í Magasin de Nord..og fundu þar eitthvað lekkert sem þær áttu skilið...aðrar hittu vinkonurnar en allar hittumst við svo aftur á Kastrup og fórum  uppá Hereford steikhúsið þar sem smökkuðum guðdómlegt humarsalat, osta og hvítvín frá NZ..Villa María...ógleymanlegt ævintýri fyrir bragðlaukana...

Svo var komið kallið...við þustum um borð eftir að hafa sansað okkur og tekið lipstick time...as usual..enda eins gott! Flugþjónninn var frekar lekker og dekraði við okkur allar eins og við værum fermingarsystur hans...meira að segja þá okkar sem lenti við hliðina á einum í númer 46...minimó!!Eins gott að konan hans fari ekki með honum í apótekið hjá Önnu systur.....bara litla...Halo

Frú Matthildur pantaði afmælisgjöfina og allt gekk vel. Við skiptumst á að lesa úr Vikunni og segja sögur...tókum smá bjútíblund og fyrr en varði vorum við lentar í Keflavík þar sem snjóaði!!!Og þá hertum við upp hugann, gengum tígulegar í fasi inní Duty Free...þar var jú eitthvað dömulegt sem við áttum svo sannarlega skilið og allar komust í gegnum tollinn og hittu þá sumar ástfangna eiginmenn en aðrar fóru með stallsystrum sínum útí fjúkið og heim komumst við allar...glaðar og sælar með bros á vör...enda áttum við það svo sannarlega skilið því við erum svo eðlisfríðar að utan sem innan.

Takk fyrir samveruna elskulegu dömur. Þetta var einfaldlega yndisleg ferð og ég vona að við tökum upp laugardagshittinginn sem allra fyrst. 10-12 á laugardagsmorgni með súkkulaði og sherrystaup og góðan og dömulegan félagsskap...fullkomin hugmynd!!!

Smá speki í lokin....fyrir okkur þessar andlegu sem erum að æfa okkur í að nota Guðsboxið:

Snúðu andliti þínu til sólar og brostu...þá muntu aldrei standa í skugganum og myrkrið mun aldrei ná að umlykja þigInLove enda öll vandamálin í boxinu góða. Svo þegar boxin okkar eru full, þá komið þið til mín og við setjum upp laugardagshitting til losunar....en það er önnur saga som kommer snart!

knús

a

 

 


Hilsen fra Danmark!

dannebrogJæja elskulegu damer...

Nú er teklúbburinn í Danmörku að halda uppá 10 ára afmælið sitt. Klúbburinn var einmitt stofnaður hér í þessu dásamlega dömulega landi fyrir réttum 10 árum. Hugsa sér hvað tíminn flýgur! En við erum nú alltaf að verða betri með hverju árinu sem líður þannig að það er gott að eldast og vitkast með tímanum...

Við komum hér á laugardagskvöldið, fórum inn í  Grænuhlíð, beint í náttfötin og höfðum það huggulegt fram eftir nóttu. Skokkuðum í bakaríið á sunnudagsmorgninum og keyptum okkur bakkelsi. Anna Sigga kom svo og nuddaði okkur og dekraði okkur uppúr öllu...dásamlegt! Svo var eldað og sopið aðeins á rauðvíni og svona huggulegheit...kusa

 

Á mánudeginum fórum við svo til Kolding. Þar er fín göngugata og gaman að skoða. Þar fundum við svo lekkeran smörrebrauðsstað...Farmors Spisekro...mjög svo flott og elegant!

Svo fórum við til Tönder sem er voða sætur bær við landamærin. Þar er skondnasta búð sem við höfum séð..það tók okkur tvo tíma að komast í gegnum hana..mikið jóladót og bara alls konar..ótrúleg! Det gamle Apotek hedder den her butik og den er sko flot!

Svo var náttla haldið uppá ammili með pomp og prakt!!! Koníak..hringt í Gulla og fleiri fastir liðir eins og venjulega fram undir morgun...Settum á okkur maska....og gúrkur og fleira góðgæti..

tvær dömurNú erum við úti í jóga...heyrumst síðar

gúddbæ girls!

Tesystur i Danmark!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband