Svona eru nú dömuleg og lekker blómin í tjörninni minni elskulegu dömur. Mikið er nú gott að vera komin heim... Því er ekki að neita að óendanlega fleiri ekta dömur eru nú hér á Íslandi en í henni Danmörku...a.m.k. þarna í sveitinni hjá mér úti á Jylland.
Við erum nú á fullu að undirbúa brúðkaup bróður míns og besta vinar en hann ætlar að skella sér í það heilaga á laugardaginn. ´Hann hefur fundið sér indæla stúlku sem er eins góð og hún er falleg. Hún er myndarleg húsmóðir bakar og eldar dýrindiskrásir og býður okkur oft og einatt í mat, kaffi og meððí...afskaplega góð stúlka ...og mikil dama...ekki má gleyma því! Mikið fyrir allt bleikt og bling.
Nú verð ég að fara að halla mér. Þarf að mæta snemma á snyrtistofuna í fyrramálið í alls lags onduleringu. Mín verður nú að vera lekker á laugardaginn...veislustjóri og allt það...
Við systurnar erum búnar að undirbúa okkur með afskaplega dannað og huggulegt atriði sem við munum troða upp með og ég veit að mun vekja lukku hjá þeim nýgiftu..læt ykkur frétta elskurnar!
Knús og kram...nætí næt girls!
Lífstíll | 10.8.2007 | 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú eru þau komin, Kata mín og hennar fjölskylda. Við höfum kýrnar okkar hér í túninu og þær upphefja mikinn aftansöng á hverju kvöldi...svona um klukkan 17.00. Bóndinn kemur oftast hlaupandi og skilur ekkert í þessum látum í kúnum sínum en við höldum að þeim langi bara svo ósköp mikið að læra íslenska dömusiði..jú það er það... Þarna er reyndar eitt myndarlegt naut með í hópnum en hann hefur hægt um sig blessaður, naut eru svo gáfuð og skilja hvenær dömur þurfa að tjatta saman og hafa gaman
Við fórum á ströndina í dag. Það var mjög heitt og við hlupum um í sandinu og dönsuðum með öldunum. Urðum svo brúnar og flottar og tíndum steina með Söru Jasmín. Nú eru þau að fara á morgun og ég veit að ég mun sakna þeirra. En þá tekur við garðvinna og tiltekt og svo bara að fara heim á miðvikudaginn.
Alltaf gott að koma heim, hvar sem heima er...alls staðar og hvergi...nú er mín að verða heimspekileg ...
Sjáumst fljótt á Íslandi elskurnar
a
Lífstíll | 5.8.2007 | 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér erum við vinkonurnar í Silkiborg á sushi stað....já hún Ásta fékk mig til að smakka SUSHI;;:;:; believe it or not...en ég fékk hana á móti með mér í Yoga þannig að staðn er 1:1
Við höfum haft það svo gott, endalaust hollustufæði, hjólum, göngum og erum alltaf í íþróttum sko!!!Höfum EKKI keypt okkur neitt dömulegt..nema nokkur pör af skóm en það étur nú ekki mat...eða þannig sko! A lady has to do what a lady has to do..
Fórum í dag á fornbílasýningu og antikmessu í Rinköbing. Vá, hvað þarna voru flottir bílar..Rolls og Jagúar og allt sko.. bara flottir en allir eigendurnir voru í elsta kantinum...miklu flottari gæjar í fornbílaklúbbnum heima á Íslandi.
Allt að verða fullt í dömuferðirnar okkar hingað í seðtember...munið að bóka ef þið ætlið með elskurnar...
danmerkurknús
a
Lífstíll | 29.7.2007 | 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar elskurnar og enn aftur so sorry hvað við hittumst sjaldan núorðið.
Það er bara svo gasalega skemmtilegt á sumrin, alltaf gott veður og sólin skín alla daga.
Frá því ég kom við hérna síðast hefur auðvitað margt gerst. Fór í Kerlingarfjöllin með Abbalöbbunum í gríðarlegu góðu veðri, eins og er alltaf hér um slóðir, nú um stundir... Við vorum náttúrulega 6 saman í virkilega lekkerum dömubústað undir súð. Opnuðum körfur og dreyptum á rauðvíni, bárum á okkur sólarvörn, röðuðum kremum í hillur og svona hugguðum okkur að sannra dömusið.
Strákarnir úr næstu kofum komu með blóm og margir litu við í táskot og yljuðu sér við okkar yndislegu og skemmtilegu nærveru. Svo var lagt af stað og gengið í eina átta tíma hinn rómaða Hveradalahring. Allar myndavélar á lofti og fönguðu litbrigði jarðar á þessum himneska stað. Ég set fljótlega inn myndir hér elskurnar...so many things...so little time!!!Júnóvatæmín...
Næsta dag gengum við enn af stað og fengum dásamlega föngulegan og lekkeran karlmann til að fara með okkur um gil og gljúfur, tásuðum okkur í Fossrófulæk og áðum oft og einatt í hlyjum lautum og smökkuðum aðeins á flatbrauði og fleiri fínheitum. Komum heim í K-kot og púðruðum nefið en héldum síðan inn dalinn í heita náttúrulaug þar sem enn voru lögulegar, lekkerar tær vökvaðar. Og ekki var allt búið enn því við skutumst í kvöldgöngu uppá Ásgarðsfjall sem eru einir 1000 metrar upp...upp mín sál og allt mitt geð!
Eftir allt þetta puð, fórum við í steypibað og síðan snæddum við fádæma góðan kvöldverð hjá girðingaverjunum´sem reka þennan líka huggulega restaurant þarna inni í fjöllunum.
Þriðji dagurinn var ekki síðri. Lagt af stað árla upp að Snækolli og klifið upp tæpa 1500 metra eða svo sagði hæðarmælirinn hans Halldórs og ekki lýgur nútímatæknin, ó nei!1492m. Ég náði þessu á mynd! Það er nú ekkert annað. Dáðumst að útsýninu og börðum okkur á brjóst um stund en renndum okkur svo niður gömlu skíðabrekkurnar...eða við reyndum það a.m.k Ég prófaði að setjast á nestisboxið en það var of lítið...eða rassinn of stór! Hefði þurft að vera með þoturass. Nema hvað lét mig hafa það og náði upp smáskriði um sund en var frekar dofin í hinum óæðri enda dágóða stund ef ekki lengi á eftir.
Svo var grillað um kvöldið og sungið og mikið grín og mikið gaman.
Lögðum af stað heim og komum við á Geysi í Haukadal í hádegisstað. Fengum hamborgara og kók, franskar, sósu og salat...Kata vildi þetta endilega og ís á eftir...þar fuku á okkur þær kalóríur sem áður urðu undan að láta á tindunum háu! En það er nú allt í lagi...Live a little my lady!
Þetta var dásamleg ferð og ég get varla beðið eftir þeirri næstu en hún er áætluð þann 15.ágúst. Þá ætlum við nokkrar dömur að labba Laugaveginn með Ferðafelagi Íslands. Það eru nú orðin hartnær tuttugu ár síðan ég fór hann síðast þannig að nú er mál að linni og rifjuð skulu upp fyrri kynni!
Svo skrapp ég til Bratislava með henni Brynhildi minni þar sem við unnum duglega þrátt fyrir 40 stiga hita og logn allan tímann. Við seldum og leigðum nokkrar íbúðir og áætlum að fara aftur í september og vinna þá stóra sigra á þessum slóðum. Gott með okkur stelpurnar!
Í gærkvöldi var ég svo með systrum mínum í teklúbbnum á tefundi fyrir sunnan. Við erum að undirbúa inntöku næsta félaga í klubbinn en sú athöfn mun að líkindum fara fram í ágúst nk. Það verður náttúrulega einstakt gleðiefni fyrir þá ungu konukond að komast í þennan fræga klúbb...
Já , og svo er það Danmörk á morgun! Við Ásta förum saman og ætlum að skemmta okkur með eindæmum vel og huggulegar verðum við í tauinu, - það er ekki spurning! Við verðum bara einar til að byrja með en svo bætast fleiri í hópinn þegar líða tekur á og ég segi ykkur nú ALLT um það síðar.
Nú er ég farin að stúdera Búddhatrú og eftir því sem ég les meira verð ég sannfærðari um að þetta er mín leið. Kærleikur og umburðarlyndi, virðing fyrir öllu lífi og mátturinn í núinu!
Hér kemur ein góð saga í lokin:
Einu sinni voru tveir Zen munkar að ferðast saman. Þeir komu að fljóti sem hafði flætt yfir bakka sína og sáu þar nunnu sem ekki komst yfir því þá hefði hún atað pils sín auri. Annar munkurinn tekur hana umsvifalaust í fangið og ber hana yfir. Hinn munkurinn sagði ekkert en hugsaði mikið um þetta því samkvæmt trú þeirra mega þeir ekki snerta konur. Fimm klukkustundum síðar segir hann við félaga sinn: ,, Afhverju barstu konuna yfir svaðið"? Munkurinn leit forviða á félaga sinn og svaraði: ,, Ég setti konuna niður fyrir 5 klukkustundum! Ert þú enn að burðast með hana"?
Hugsið ykkur dömur mínar, hvað við getum lært mikið af þessu! Ef hugsanir okkar trufla okkur er best að upplifa tilfinningar sínar strax og losa sig svo umsvifalaust við þær...ekki setja neitt í poka til að bera á bakinu, það fer svo illa með líkamstjáninguna og dregur úr tíguleika okkar!
Eins og ég las einhverstaðar: Sterkust er sú kona sem hefur stjórn á hugsunum sínum!
All you need is LOVE
a
Lífstíll | 25.7.2007 | 02:18 (breytt kl. 02:18) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur,
Fyrirgefið hversu léleg og lítil skrif hafa ratað hér inn uppá síðkastið. Það er bara svo mikið að gera hjá minni! Sorry elskurnar! Ég mun standa mig betur þegar skyggja tekur og ég kemst í rökkurró með kertin mín logandi og heitan súkkulaðibolla við arininn.
ÞAð er bara þannig að það er svo gaman að vera úti í henni guðsgrænni elskunni og veðrið hér á Íslandi er náttúrulega alveg draumur! Við sátum saman systurnar í garðinum hennar og dáðumst að íslenska sumrinu,- hástöfum! Alveg búnar að gleyma að það var nánast frost hér fram undir miðjan júní! Þetta er svo gott við okkur, jákvæðnin er góð heilsubót.
Nú erum við stöllur að leggja uppí fjallgöngu inní Kerlingarfjöllum með Abbalöbbum. Leggjum af stað á sunnudagsmorgun kl. 09.00 og ökum inneftir. Við byrjum á að ganga Neðri- Hveradalahring og Kappalabbar fara á Mæni. Um kvöldið förum við svo að náttúrulauginni. Á mánudag er áætlað að fara á Blágnípu og svo á þriðjudag á Snækoll eða Loðmund. Endum svo með grillveislu og húllumhæi og förum svo heim á miðvikudag. Mikið hlakka ég til!
Læt ykkur vita hvernig tekst til þegar ég kem til baka , sólbrún og sælleg! Jú það verður skínandi sól allan tímann.... ég veit það fyrir víst!
fjallaknús með sólskinsívafi elskurnar!
a
Lífstíll | 7.7.2007 | 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur!
Hvernig þætti ykkur að fá rauða hælaskó á 100 kall, rauðar kvartbuxur á 99 og Bitte Kai Rand hörskyrtu á....uss en það var samt hálfvirði...
Við mæðgurnar fórum til Árósa í dag. Dásamlegur dagur á Strikinu og sólin skein á okkur þar sem við skutumst inn í allar dásamlegu búðirnar , lekkerir eru þeir þessir dönsku hönnuðir...ó mæ GOD!
Við enduðum svo daginn hjá henni Bryndísi okkar yndislegu í kálfasteik og lekkeru meðlæti að hætti húsfreyjunnar. Sátum úti í sólinni og spjölluðum. Hún er svo að fara heim á morgun þessi elska.
Við eyddum svo kvöldinu með Audrey Heburn...Breakfast at Tiffanys! Sjáið alla kjólana hennar og bílarnir í þesari mynd eru klikkaðir!!!!!
Góða nótt elskulegu dömur
útsöluknús
a
Lífstíll | 26.6.2007 | 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Elskulegu dömur,
Ég vil nú bara bjóða góðan dag og hvetja ykkur til að kíkja á Landsmótið okkar á Gesthúsatúninu um helgina. Ég fór í gærkveldi og það voru komnir margir gasalega lekkerir bílar. Ég fer svo núna þegar ég er búin að púðra á mér nefið og tek myndir handa ykkur elskurnar sem ekki eigið heimangengt. Passið þið bara að túbera hárið vel, það er óttalegur gassi að austan eins og er en það mun lægja þegar líður á morguninn.
Hlakka til að sjá ykkur
Fornbílafaðmlag
a
Lífstíll | 23.6.2007 | 08:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins kom sumarið til okkar! Bakkabúar voru viðbúnir og tóku fram allan sinn strandbúnað, grill og gúmmískó!Sumir komu akandi með hjólbörurnar sínar, aðrir með körfur en allir með góða skapið. Loksins rættist okkar langþráði draumur þar sem langborð var dúkað með hvítum dúk sem sveiflaðist í golunni sem var mjúk og yndisleg. Virkilega dömulegt veður!
Flestir íbúar í Lækjar, Laxa, Hellu - og Árbakka mættu glaðir og reifir með sína stóla og sitt íslenska fjallalamb sem var svo grillað vel og vandlega á heimagerðum hlóðareldi í fjörunni við drottninguna okkar Ölfusá. Sigvaldi mætti með gítar og mandólín og svo bættist í hópinn góður liðsauki úr Vestmannaeyjum, bróðursonur Erlu , laglegur og ljóshærður piltur með gítar og fallega söngrödd sem kunni ósköpin öll af ættjarðarlögum og enn fleiri skátasöngva svo allir gátu tekið undir og söngurinn hljómaði fram á næsta dag! Já það er ekki amalegt að eiga góða granna. Hvað segir ekki: Góður granni er gulli betri, - það sannreyndum við þessa fögru vornótt á bökkum Ölfusár. Nú er bara að fara að hlakka til næsta viðburðar á Bökkunum! Ætli það verði ekki eitthvað skemmtilegt og lekkert eins og okkar er von og vísa. Að minnsta kosti höldum við okkar árlega Julefrokost í nóvember ef við getum beðið svo lenge..
Lífstíll | 22.6.2007 | 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur og drottningar,
Það voru fleiri en við sem minntust konungskomunnar 1907. Ferðafélag Íslands og Fornbílaklúbburinn óku saman á fornar slóðir á laugardaginn var.
Við systurnar mættum auðvitað, uppáklæddar og lekkerar fyrir ykkar hönd og ég verð að segja það að við stóðum okkur bara virkilega vel. vorum mjög huggulegar alltsvo...á hælaskóm og með hatta.
Þetta var semsagt gasalega gaman. Við skunduðum á Þingvöll og ókum svo yfir Lyngdalsheiði á Laugarvatn þar sem Ferðafélagið bauð uppá súpu og silung, mjög lekkert og smart hjá þeim. Þarna voru bæði innlendir og erlendir gestir, allslags séntilmenn og fínar danskar dömur í þokkabót!
Við buðum börnum og barnabörnum með enda um að gera að ala þau uppí réttum tíðaranda og venja þau við lekkeran klæðaburð og tónlist fyrri aldar. Þau eru bara virkilega hrifin af Mills bræðrum, Patsy Cline og Platters...að ekki sé alltsvo minnst á Presley heitinn, elskuna þá.
Eins og sjá má skemmtu þau sér afar vel. Við stefnum nú á að taka upp forna siði og alltsvo venja börnin á að dressa sig fallega uppá á sunnudögum og fara í spássitúra. Nú eða jafnvel huggulega bíltúra á drossíunum. Þau eru afar jákvæð og til í það ef við lofum að fara af og til á Laugarvatn og leyfa þeim að vaða. Næstbesti kosturinn er svo að fara í berjamó með nesti og drekka ískalda mjólk úr Libby´s tómatsósuflösku og borða smurbrauð úr körfunni hennar ömmu. Best er auðvitað nýbakað franskbrauð með heitri rabbabarasultu eða þá franskbrauð með eggjum, tómötum og gúrku. Svo er gott að stoppa í Þrastalundi og fá sér ís í brauði og krembrauð. Já lífið er dásamlegt!
Svo kynntumst við þarna nokkrum afskaplega skemmtilegum séntilmönnum sem eiga fallegar drossíur á öllum aldri. Þessi sló samt allt út! Hann á semsagt BLEIKAN dömubíl af bestu gerð...1956 árgerðina af Oldsmobile....þvílík drossía dömur mínar, Vó!
Við kynntum okkur fyrir þessum herramanni og þá kom í ljós að hann er auðvitað ættaður af Selfossi, The Capital City of Southern Iceland...where else would it be? Det hlöd ad være! Já þessi herramaður var afskaplega kurteis og herralegur og okkur leist mjög vel á hann. Við eigum eftir að hafa auga með honum og hans rennilegu drossíu. Til að kóróna alltsaman dró hann uppúr pússi sínu hvítan klút og pússaði sína draumfögru drossíu á öllum viðkomustöðum þannig að ekki safnaðist á hana rykkorn! Þetta ætlum vér dömur að tileinka oss...við verðum með bleika silkivasaklúta í farteskinu í næstu ferð!Det er nu altsaa klart!
Þarna voru samankomnar svo margar glæsikerrur að því miður getum við ekki sýnt ykkur allar elskulegu dömur. Hins vegar viljum við altsaa hvetja ykkur til að koma á Landsmót okkar Fornbílaáhugamanna á Selfossi um næstu helgi. Þar verður mikið um dýrðir og mín verður með sína eðalkerru á föstudeginum að minnsta kosti ...verð svo að skreppa til Danmerkur á laugardaginn og öve mæ po danske mode...
Við sjáumst svo elskurnar. Njótið hverrar mínútu og verið glaðar í hjartanu,- það er svo skemmtilegt!
´drossíuknús
a
Lífstíll | 18.6.2007 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar elskulegu dömur,
Var að koma af Þingvöllum. Við fórum á tveimur bílum, laglegar og léttfættar hnátur að fræðast um formæður okkar, Freyju og Frigg. Ingunn talaði nú mun meira um Freyju enda von , hún er aðalgyðjan okkar. Svo var bænastund í kirkjunni á eftir , voða notalegt en hefði nú mátt bjóða uppá Freyjusúkkulaði!!!
Ég held reyndar að Hildur vinkona okkar viti meira um Gyðjur en þessi kona sem við hlustuðum á. Reyndar held ég að Hildur viti mest allra núlifandi íslenskra og erlendra valkyrja um Gyðjur. Ég held við ættum að reyna að fá hana til að segja okkur rökkursögur í haust um Gyðjur. Það verður þegar allt ískalda púrtvínið verður búið og við aftur komnar í volgruna! Og eiginmennirnir okkar verða bara heima með hálsfestarnar sínar gulli slegnu!!!
En svo þegar ég kom heim sá ég Nýtt Líf hafði dottið inn um lúguna og fór að blaða í gegnum það. Ritstjórinn, sem er afar lekker ung dama, Heiðdís Lilja, skrifar sitt ritstjóraspjall um það að henda skó á eftir manni! Hún segir að 35%kvenna hafi kastað skó á eftir manni. Er þetta ekki ótrúlegt!!!
Hún vitnar í dönsku vefsíðuna: www.ubrugelig.dk
Reyndar mjög skemmtileg síða um alls konar óþarfa en samt gaman að geta slegið upp svona dömustaðreyndum...engin sönn dama kastar lekkeru skótaui! Ekki einu sinni á eftir manni sem hefur verið óþolandi leiðinlegur lengi, jafnvel hrotið alla nóttina og ekki sett setuna niður um áratugaskeið! Nei og aftur nei!
Dama kastar ekki skóm eða öðrum verðmætum. Það er bara ekki smart!
Ef dömu mislíkar þá setur hún upp sinn elegant smarta parísarfýlusvip og blimskakkar augunum undan sínum löngu og vellöguðu bráhárum í örstutt augnablik. Þetta er yfirleitt nóg til þess að viðkomandi skilji að honum hafi orðið á í messunni og gerir þá þegar bragarbót! Nú ef þetta dugar ekki þá má náttúrulega prófa að taka af sér silkihanskana, leggja þá báða í hægri hönd og slá hönskunum svo ákveðið á vinstra handarbak. Þetta klikkar NEVER!
Ég á einn góðan málshátt sem ég hef á ísskápnum og ef ég er í vafa um að mig vanti skó þá les ég hann!
Sú sem deyr frá flestum skópörunum vinnur!
Annars sagði Esther vinkona mín að dama gæti alltaf bætt við sig pari,- og svo fylgdi þessa fleyga setning: Það étur nú ekki mat að bæta á sig einu skópari!!!
Skór eru bara svo lekkerir og alltaf getum við á okkur blómum bætt elskulegu dömur
Lovjú
skóknús,
a
Lífstíll | 15.6.2007 | 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar