sagði eitt sinn yfir tebolla: If things are going untowardly one month, they are sure to mend the next. Minnir okkur dömurnar á að rækta okkar innsta eðli og vera lukkulegar og lekkerar alla daga! Já, bara bjartsýnar og blóðmiklar.... Og svo að hlæja meira....Hlátur er alveg einstakt meðal sem hreinsar æðakerfið og systemið allt, eykur blóðflæðið til húðarinnar þannig að við verðum sírjóðar í vöngum, slakar á spennu og er vatnslosandi, róandi og örvandi...skapar skemmtilegt andrúmsloft og bara allt í einum pakka!
Förum að hlæja!
a
Lífstíll | 7.9.2007 | 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja elskurnar, þá erum við dönsku dömurnar komnar heim! Þetta var svo skemmtileg ferð og vel heppnuð í alla staði enda varla von á öðru þegar slíkar eðaldömur eru á ferð saman! Eina sem við ætlum að hafa öðruvísi næst er að vera í viku lágmark...við áttum eftir að gera svo margt því tíminn flaug.
Við byrjuðum á því fyrsta kvöldið að koma okkur fyrir og dreypa örlítið á ávaxtasafa sem endaði auðvitað í miklu spjalli fram á rauðanótt eins og sannar dömur. Á sunnudagsmorgun kom Anna Sigga og nuddaði okkur allar hátt og lágt við slökunartónlist, kertaljós og reykelsisilm. Við elduðum svo veislumáltíð...enammi, namm og eftirrétturinn var að sjálfsögðu úr garðinum, nýtínd epli með súkkulaðikeim og krem fress! Á eftir komum við okkur vel fyrir með hunagsmaska, möndluolíu og gúrkur. Buðum landemannskonen af næsta bæ með okkur og lærðum heilmikið um fegrunarráð svartra kynsystra okkar í Ghana. Þær nota hvíttunarkrem og svo eitthvað efni til að slétta hárið...varð okkur þá rétt sem snöggvast hugsað til okkar hinna með brúnkukremið og permanentið...hvað er þetta með okkur! Jú, beauty is pain og frekar dey ég en að vera ósmart sögðu einhverjar dömurnar...jú en við erum allar svo eðlisfríðar og lekkerar, við megum ekki gleyma því! En það hafa jú margar konur atvinnu af þessu, búa til krem og tískuföt og svona, smyrja á okkur, plokka, lita og líma..jú þetta er allt svo nauðsynlegt. A.m.k. mjög skemmtilegt þegar við erum svona saman að dúlla okkur við þetta.
Svo voru tásurnar teknar í gegn, baðaðar, skrældar og smurðar eðalkremum , uppúr og niðrúr. Við vorum sammála um að við yrðum að undirbúa þær vel fyrir hælaskóna og verslunartúra næstu daga.
Eftir góða gönguferð og morgunverð daginn eftir, drifum við okkur til Brande og fórum í ALLAR búðirnar þar, nema dýrabúðina þar sem annars voru til sölu ágætis dverghamstrar og dýrafóður! Við náðum okkur þarna á skrið í útsölum jafnt sem og í nýjustu vetrarlínunum, sumar gerðu stórinnkaup á afskaplega vönduðum stígvélum, nokkur pörin lágu þar- og bíllinn var nánast orðinn fullhlaðinn og rætt var um að fara heinm og losa! Svo fengum við okkur að sjálfsögðu smörrebröd og öl á Hótel Dalgar. Virkilega huggeligt!
Næst lá leiðin til Vejle og þar skottast um í göngugötunni uns skyggja fór af degi. Mikið verslað og skoðað og hlegið...fórum svo til Give og fengum okkur þar danskan rækjukokteil og salat því allt starfsfólkið á Diagonal Kroen var í dýragarðinum svo skúringamaðurinn var einn í eldhúsinu með aldraða frænku sína og því takmarkað úrval í boði af annars ágætum matseðli.
Næsta morgun eftir göngu og jógateygjur...eða var það afródansinn þá...man ekki alveg hvernig þetta var allt í röð..þá fórum við til Árósa þar sem stóð yfir festuge og mikið var um græna kalla og kattarfólk á sveimi. Enn var strollað um fortó og stræti, enn var kíkt í smörrebröd og öl og enn var mikið grín og mikið gaman. Ýmislegt var verslað að sjálfsögðu...krem, og hárklístur, lekker armbönd og eyrnalokkar en ein okkar sló allt út og kom með fullan poka af svörtum og frekar ódömulegum fiski sem notast skyldi í súpu að afrískum uppruna...enamm i namm! Something fishy if going on ...Til að fyrirbyggja óvænta veislu þegar heim yrði komið, fórum við á afar vandaðan og huggulegan veitingastað í borginni...þar hittum við Önnu Siggu og Veru dóttur hennar sem er jógakennari og ætlar að fara að eiga barn í næstu viku. Þá verður storkurinn settur útí garð hjá þeim mæðgum...það er svo danskt og skemmtilegt!
Ekki var nú allt búið enn því enn tók við snyrting og alls lags herlegheit þegar heim var komið. Skipulögð næsta dömuferð sem verður með kóngsdótturinni til Ghana í júlí á næsta ári...jú þar munum við hitta kónginn og velja okkur gullskartgripi og demanta...svo eitthvað sé nefnt! Enduðum svo í hláturjóga fyrir svefninn...
Síðasti dagurinn okkar var miðvikudagurinn...Við fórum með Þrúðu suður að landamærum og hittum þar fágæta konu. Hún býr í risastóru húsi og er fyrrum prestsfrú og Þ. leigði hjá henni á árum áður þegar hún bjó þarna í Danmörku. Þarna var tekið vel á móti okkur og við áttum góða stund áður en haldið var til baka. Stoppuðum í Nissebutik sem var því miður lokuð...komum aftur þar síðar. Þurfum líka að skoða jólabæinn Tönder og hunangskökubæinn Christiansfield...en það verður í næstu dömuferð! Við áttum svo góðan eftirmiddag í Give, smá shopping og naturligvis smörrebröd og öl!
Brenndum svo heim og tókum allt í gegn..vorum komnar snemma á flugvöllinn og áttum gott flug heim með heilu handboltaliði...geri aðrar dömur það betra...já þá er okkur viðbrugðið!
Þetta var virkelige hyggeligt alltsvo og Alt for damerne!
knús og klem í bili
a
Lífstíll | 7.9.2007 | 00:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við hittumst hérna nokkrar elskulegar dömur og vorum í frekar djúpum pælingum um lífið og tilveruna. Okkur finnst að John Lennon hafi verið svona frekar inni á damistulínunni sko! Hann sagði til dæmis.. Life is what happens while you are busy making other plans...
Svo sagði hann líka...Það er auðvelt að lifa með augun lokuð og misskilja allt sem þú sérð...
Við sem erum miklir friðarsinnar og erum byrjaðar að breyta heiminum... með því að breyta okkur sjálfum og gerast damistur, tökum eitt andartak í einu og upplifum það með fullri meðvitund og glaðvakandi. Við byrjum hvern dag á hugleiðslu um það hvernig við ætlum að hafa daginn, öndum að okkur fegurðinni og öllum gjöfunum sem við fáum á hverjum degi og frá okkur öndum við þakklæti, kærleika og umburðarlyndi. Á kvöldin förum við svo yfir daginn og skoðum hvað við gerðum vel og eins hvað er enn hægt að laga. Þannig kemur þetta allt og við verðum betri manneskjur með hverjum deginu sem líður. Æfingin skapar Damistuna!
Syngjum svo Imagine með John Lennon til að minna okkur á hvað þetta verður allt gott og skemmtilegt þegar við verðum öll orðin eitt!
|
Við ætlum að stofna leshring, damisturnar. Fyrsta bókin sem við ætlum að lesa er Mátturinn í núinu/ The Power of Now eftir Eckhart Tolle. Tökum eina bók á mánuði og hittumst svo og ræðum saman um hana. Nokkrar damistur eru þegar skráðar og við sendum út póst í vikunni um þetta allt saman elskurnar. Sendið okkur línu ef þið viljið vera með.
knús og kram
a
Lífstíll | 29.8.2007 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, elskurnar við erum að verða dálítið dularfullar...
Nú erum við að fara í dömuferð til Danmerkur...jú,jú! Hittumst í kvöld og skipulögðum. Fyrsta daginn verðum við í Grænuhlíð og Anna Sigga kemur frá Árósum og nuddar okkur. Vonandi fáum við snyrtifræðing líka svo við getum dúllað okkur og fengið dekur við dömuhæfi...
Næsta dag förum við svo til Árósa og kíkjum á bæjarfestivalið, tökum nokkra konserta og kaupum kjóla, skó, veski og eitthvað svona dömulegt...þið vitið A lady has to do what a lady has to do!
Svo þurfum við auðvitað að fara í kirkjubúðir, loppumarkaði, sveitabúðir, dönsk bakarí og auðvitað að fá okkur öl og smörrebröd oft og einatt.
Við erum þó nokkuð sjálfbærar með tvo nuddara, langhlaupara, afródanskennara, garðyrkjufræðing og tölvusnilling...aldrei að vita með spilin og súkkulaðið...svo þurfum við að taka jógaæfingar í garðinum á morgnana og spá í andleg málefni. Það verður jú að sinna öllum þáttum dömueðlisins.
Gasalega erum við að verða spenntar!
Við látum ykkur frétta af okkur, a.m.k það sem má fréttast!
dömuknús með lakk og lús
a
Lífstíll | 27.8.2007 | 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Var að lesa svo skemmtilega sögu sem ég verð að deila með ykkur.
Hef verið að lesa bækurnar hans Echard Tolle og hann talar um að spegla sig í öðru fólki og sjá sig í öðrum og muna að við erum öll hluti af sömu heild? Horfa á fólk án fordóma, án þess að láta okkar fyrirfram ákveðnu skoðanir gára vatnið...eða setja móðu á spegilinn. Þannig getum við séð okkur og lært að elska bæði okkur og aðra sem eru hluti af þessu öllu stóra klukkuverki sem við erum þátttakendur í.
Sagan sem ég var að lesa er um svipað efni og kemur frá Tolteka indíanum í S- Mexíkó.
Það var fyrir þrjú þúsund árum að lærlingur bjó með meisturum sínum í fjallaborg í Mexíkó...hann átti svoldið bágt því hann var ekki sammála öllu sem hann lærði. Hann fann í hjarta sínu að það hlaut að vera eitthvað meira...
Eitt sinn sá hann sjálfan sig fyrir utan sinn eigin sofandi líkama. Hann gekk út úr hellinum þar sem hann svaf á nóttu hins nýja tungls og horfði uppí stjörnubjartan himininn og sá þar milljónir stjarna. Þá gerðist eitthvað innra með honum sem umbreytti öllu lífi hans. Hann leit á hendur sínar, hann fann fyrir líkama sínum og heyrði sína eigin rödd segja: ,, Ég er skapaður úr ljósi, ég er skapaður úr stjörnum." Hann leit aftur til stjarnanna og skildi að það eru ekki stjörnurnar sem skapa ljósið, heldur öfugt, það er ljósið sem skapar stjörnurnar.
Allt er skapað úr ljósi og rýmið á milli er ekki tómt. Allt sem er lifandi er hluti af einni og sömu verunni. Ljósið er einnig lifandi og felur í sér skilaboð til lífsins og það býr yfir allri vitneskju sem til er. Hin mannlega skynjun er aðeins ljós að skynja ljós. Efnið er spegill- allt er spegill sem endurvarpar ljósi, skapar myndbirtingar- og heim HILLINGA, eða DRAUM sem er alveg eins og MÓÐA sem hylur fyrir okkur hver við erum í raun og veru...
Við erum í raun og veru kærleikur, tært ljós... Þessi nýi skilningur umbreytti lífi hans. Þegar hann vissi hvað hann var í raun og veru fór hann að sjá aðrar manneskjur á nýjan hátt og allt annað sem tilheyrði náttúrunni og varð dolfallinn yfir því sem hann sá. Hann upplifði sjálfan sig í öllu- í manneskjum, í dýrum, trjám, vatni, rigningu, skýjum og í jarðveginum. Á þessum örfáu andartökum skildi hann allt. Hann varð mjög glaður og hjarta hans fylltist friði. Hann gat varla beðið eftir að segja fólkinu sínu hvað hann hefði uppgötvað. En það voru ekki til nein orð til að útskýra þessa upplifun. Hann reyndi en fólkinu var fyrirmunað að skilja hann....
Það sá að maðurinn hafði breyst, að einhverri ólýsanlegri birtu stafaði af augum hans og rödd. Það tók eftir því að hann dæmdi ekki lengur allt og alla.... Hann var ekki lengur eins og hinir... Hann skildi alla fullkomlega en enginn skildi hann... Hann áttaði sig á því að hann var spegill fyrir hitt fólkið sem hann gat séð sjálfan sig speglast í. Allir eru speglar sagði hann...Hann sá sig speglast í öllum speglum en enginn sá sjálfan sig í honum. Hann skildi að alla var að dreyma,- en án MEÐVITUNDAR,- án vitneskju um hverjir þeir væru í raun og veru... Þeir gátu ekki séð sig í honum vegna þess að það var móða á milli þeirra. Og þessi móða varð til vegna TÚLKUNAR OKKAR Á ÞEIM MYNDUM SEM VIÐ SJÁUM ÚR LJÓSINU....hinum sameiginlega draumi eða hugarástandi mannkynsins.
Honum varð ljóst að hann yrði að æfa sig daglega og muna hver hann væri svo hann gleymdi ekki sýnum sínum og því sem hann hafði lært. Hann kallaði því sjálfan sig Móðuspegilinn til þess að hann myndi alltaf að: HIÐ EFNISLEGA ER SPEGILL OG MÓÐAN Á MILLI ER ÞAÐ SEM HYLUR FYRIR OKKUR ÞEKKINGUNA UM HVER VIÐ ERUM... Hann sagði: Ég er Móðuspegillinn því ég er að horfa á sjálfan mig í ykkur öllum en við þekkjum ekki hvert annað vegna móðunnar sem er á milli okkar. Þessi móða er draumurinn/táknin sem við tökum okkur/ skilningurinn sem við erfum hugsunarlaust frá forfeðrum okkar og samfélagi og hvernig við túlkum þau...
Þetta er algjör snilld! Það er svo skrítið að það er sama hvað ég les þessa dagana... Allt virðist benda mér sömu leið...kærleikurinn mun gera yður frjálsa....allt sem kemur upp og er erfitt hjá mér í daglegu lífi...ef ég hugleiði áður en ég tala og horfi á verkefnin með kærleika..þá leysist allt! Verð samt stöðugt að vera vakandi og æfa mig. Það er svo góð æfing að prófa sjálfan sig og spegla í öðru fólki...Athuga hvort það er nokkuð að setjast móða á nýju kærleiksgleraugun...:-)
Kærleiksknús
a
Trúmál og siðferði | 27.8.2007 | 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var svo heppin að komast í kynni við yndislegan kennara sem lánaði mér fullt af bókum um Búddisma. Ég hef sérstaklega lesið mikið um víetnamska munkinn Hanh og verið að æfa mig í því að vera vakandi og vera meðvituð um mikilvægi þess að vera í núinu. Hanh segir að það sú 4 grundvallaratriði sem sé gott að hafa í huga til að byrja með og setur fram :
1. Are You Sure? Er skynjun þín rétt? Túlkar þú það sem þú sérð eins og það er eða dregur þú ályktun útfrá þeim táknum sem þú hefur lært af samfélaginu sem þú býrð í? Tekur sem dæmi að fólk gangi fram á kaðal en sjái snák... Þess vegna er gott að spyrja sig þessarar spurningar ef hjartað fer að hamast...Hafa hugrekki til að spyrja líka spurninga og til að biðja um það sem maður raunverulega vill. Hafa samskipti við aðra svo skýr að ekki komi til misskilnings eða sárinda vegna þess að þú haldir að einhver viti hvað þú ert að hugsa eða hafir ætlast til.
2. What Am I doing? Ertu á staðnum? Ef þú ert að ganga úti, eins og hann kennir okkur í Walking Meditation, ertu þá á staðnum með fulla meðvitund eða ertu að hugsa eitthvað annað? Er hugur þinn kyrr eða er hann fiðrildi sem er alltaf að hugsa um það sem hann á eftir að gera eða það sem hann var að gera? Ef þú ert til dæmis að vaska upp, ertu að njóta þess að finna volgt vatnið leika um hendur þínar, finna innri ró og fullnægju í því að vera þarna akkúrat núna og vera að gera þitt besta hverjar sem kringumstæðurnar eru þannig að þú þurfir aldrei að iðrast þess að hafa ekki gert eða sagt eitthvað annað en þú gerðir...
3. Hello, habit energy. Það er ótal margt sem við erum föst í að gera þó okkur líki það ekki. Við lærum ákveðna hegðun og fangelsum okkur sjálf í henni. Við fáum jákvæð eða neikvæð viðbrögð í uppeldinu og smátt og smátt lærum við hvernig á að bregðast við, hvernig á að tala og hegða sér við ákveðnar aðstæður. Við tökum upp hegðun og viðbrögð foreldra okkar þó okkur líki það alls ekki. Við verðum að vera á varðbergi og þroska okkur og breyta þannig að okkur líði vel og séum sátt við þá persónu sem við erum. Skoðanir annarra og gjörðir ættu ekki að hafa áhrif á okkur eða valda okkur vanlíðan.
4. Bodichichitta. Mind of love and compassion. Hann hvetur okkur til þess að æfa okkur í kærleika og samkennd með öllu sem lifir. Sjá Búddhann í öllum mannverum, Búddhi eða Guð er kærleikurinn í öllu og ef við æfum okkur í því að horfa á allt og alla með kærleika er erfitt að ala á reiði, öfund eða afbrýðisemi. Ef einhver ræðst á þig með reiðiorðum er gott að reyna að halda í kærleikann, horfa á viðkomandi og segja við sjálfan sig í huganum...ég elska þig , þú ert kærleiksvera!
Þetta er örugglega erfitt en ekki veitir okkur af að æfa okkur í samkennd og elsku til náungans. Öll trúarbrögð eiga það sameiginlegt að boða kærleika. Hvað sagði ekki Jesús: ,, Kærleikurinn mun gera yður frjálsa." Og Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Einhvers staðar las ég að það væri einmitt það sem gerðist...ef þú hugsar fallega til annarra munu þær hugsanir koma til þín. Allt fer í hringi og skilar sér heim að lokum.
Það er líka eitt af því sem Hanh segir að við eigum að gera. Vera flekklaus í orði, tala fallega til fólks og í kærleika og sannleika. Nota ekki orð til að breiða út óhróður um aðra og segja aðeins það sem við meinum. Annað sem hann egir að við eigum að æfa okkur í er virk hlustun. Að vera á staðnum og gefa fólki tíma. Hlusta í einlægni og gefa af okkur þannig það dýrmætasta sem við eigum ; tíma fyrir þá sem þurfa á okkur að halda.
Held svo áfram að lesa....
Trúmál og siðferði | 25.8.2007 | 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar elskurnar,
Við vinkonurnar vorum að koma úr virkilega skemmtilegri dömuferð með Ferðafélaginu. Gengum úr Landmannalaugum inní Þórsmörk með nokkrum lekkerum útúrdúrum uppá öll fjöll á leiðinni...klifum jökla og stukkum yfir sprungur..eins gott að vera búin að sóla hælaskóna og mannbroddana líka...
Frábærar fararstýrur, Helga og Elín stýrðu okkur fimlega framhjá öllum hættum og við vorum eins verndaðar eins og James, og þá er ég að tala um James Bond,- væri með okkur! Nema þær elduðu líka þessar dýrindis krásir í okkur kvölds og morgna...þvílíkur lúxus! Ég er ekki viss um að við nennum oftar í virkilega erfiðar göngur með 20 kílóin á bakinu eftir þennan íburð, sko! Ég meina , við dressuðum okkur upp á kvöldin með lipstikk og allt nema silkikjólana og settumst eins og prinsessur við uppdekkað borð og dreyptum á frönskum ávaxtasöfum milli þrss sem rjúkandi réttir voru bornir fyrir okkur!
Hópurinn var líka svo skemmtilegur, dásamlegar dömur frá 20-80 ára gamlar samkvæmt almanakinu en allar ungar í anda og rjóðar í kinnum.
Síðasta kvöldið var svo herleg veisla í Þórsmörk þar sem við skemmtum okkur og þá komu þessar elskur...Helga og Elín með gjafir handa okkur....í ofanálag við allt hitt eins og það hefði nú ekki verið nóg! Undirrituð fékk bleika blúnduhanska, uppáháa sem hylja olnbogann ef illa fer með brúnkukremið nýja frá DOVE...gasalega lellerir og koma sér vel fyrir næsta dömuboð!
Var svo heimavið fyrrihluta sunnudags, fór í afmæli á Lyngheiðina en síðan fórum við hjónin vestur á Snæfellsnes og gistum á Búðum með vinahjónum okkar að sunnan. Mikið indælisfólk! Við heldum svo vestur í Laxá í Dölum á mánudag þar sem við hittum okkar góða vina- og veiðimannahóp og drógum þar nokkra laxa á land. Áin var ósköp þreytuleg og þurr á manninn til að byrja með og gaf lítið en svo rigndi duglega á þriðjudag og þá fór heldur betur að færast fjör í leikinn.
Nú erum við að leggja lokahönd á að skipuleggja dömuferðina til Danmerkur þann 1.september. Við ætlum að fá til okkar nuddkonu og snyrtikonu á sunnudaginn, förum svo í Aarhus á mánudaginn og svo verðum við eitthvað að damast á Jótlandi hinu fagra...Það þarf ekki mikið að skipuleggja þegar konur eru annars vegar...þar sem dömur eru saman .- þar er alltaf gaman!
Fjölskyldan fór í Rauða Húsið áðan og svo í kvikmyndahús bæjarins að sjá hina nýju Astropíu...frábær og skemmtileg mynd ! Við hlógum mikið en kannski mest af því að fyrir framan okkur sat hópur af Nördum eins og hvað best er kynntir í myndinni og þeir skemmtu sér svo vel og hlógu svo ógurlega að við skildum miklu meira af myndinni en ella. Það er greinilega til svona fólk sem kann allar helstu brellurnar í RLP....góð skemmtun og gaman að fara á svona glaða mynd!
Við ættum kannski að reyna að koma okkur upp nokkrum svona leikhópum og æfa okkur í þessu RLP. Þetta er víst voða vinsælt þarna fyrir sunnan og eitthvað aðeins hefur þetta borist hér austur fyrir fjall og þá aðallega með Vestmannaeyingum sem hafa flust búferlum til borgarinnar og numið þar hin ymsustu fræði, hagnýt mjög! Ég frétti að minnsta kosti af hópi fólks sem tók þátt í svona ,,Murder she wrote" ævintýri og það var gasalega vel heppnað og skemmtilegt. Ég sæi fyrir mér að við dömurnar settum upp svoana RLP þar sem við værum frægar kvikmyndastjörnur og gætum þá virkilega notið okkar í dramatík og lekkerum dömudressum...Hvað með Breakfast at Tiffany´s! Það væri nú eitthvað fyrir okkur elskurnar, ha! Hvað segið þið um þetta?
Látum þetta duga í bili darlings
Lovjú
a
Lífstíll | 25.8.2007 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulega vinkona okkar og daman Anna Kristín var tekin inn í teklúbbinn í gær við afskaplega hátíðlega athöfn. Hún fékk tösku heim til sín og dressaði sig upp eins og sjá má af myndinni hér.. Síðan tók snótin langferðabifreiðina suður til Reykjavíkur þar sem hennar biðu mörg og afskaplega krefjandi verkefni. Hún sótti veiðistöng í pakkaafgreiðsluna hjá Pétri vini okkar Steinsen og gerði sér svo lítið fyrir og tók prívatbíl niður að tjörn þar sem hún reyndi að renna fyrir fisk en fékk lítið annað en mikla athygli vegfarenda.
Sérstaka samúð fékk hún frá starfsmanni Rauða Krossins sem bauðst til að aðstoða hana og sagði henni frá lyfjagjöf sem væri til reiðu í boði borgarinnar...en stúlkan var stabil og gekk sem leið lá uppá Skólavörðustíg þar sem hún valdi osta og blóm, og fór svo í Te og Kaffi þar sem hún valdi te við hæfi teklúbbsins...eða svo hélt hún þá!
Við hittumst síðan yfir góðum veitingum á B5 en daman tók svo almenningsvagn austur í Breiðholt og þar pikkuðum við hana upp, þessa elsku og fórum í Fífuhjallann þar sem við fórum yfir plúsa og mínusa og dreyptum oggulítið á rauðvíni...bara oggupons því við erum svo penar.
Þarna fór allt vel og hún hafði staðið sig einkar vel og var samþykkt samhljóða inn í klúbbinn...Við grilluðum síðan og skemmtum okkur vel saman...ekkert nánar um það, sko...dömur verða að vera orðvarar, það er kvenkostur..
Er að leggja af stað í gönguferðina góða í fyrramálið. 4 dagar inni á fjöllum...það er bara dásamlegt! Segi ykkur svo allt um það næst elskurnar...
until then
Munið að lifa í núinu og njóta hverrar mínútu glaðvakandi...
knús
a
Lífstíll | 14.8.2007 | 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hér sjáið þið elskulegu dömur...næstu kynslóð af okkur! Þær voru svo sætar og lekkerar þessar elskur!
Þetta er nú eitt allra skemmtilegasta brúðkaup sem ég hef farið í! Athöfnin fór fram í Selfosskirkju og prestur var séra Auður Eir, virkilega skemmtileg kona. Regína Ósk sá um söngatriðin og hún er bara snilld, ha! Fyrst söng hún sálm úr Korintubréfinu, Kærleikur....svo flott og fallegt og satt....
Til hvers er að eiga allan auð heimsins ef maður á ekki kærleika í hjarta sínu?...
Svo söng hún nokkur önnur lög og endaði á Happy days og kirkjan iðaði af gleði, allir klöppuðu með og okkur fannst eins og við værum í amerískri negramessu...æðislegt!
Svo fóru brúðhjónin í flottasta bíl ever....sko mínum...í myndatökuna og Árni Steinarsson var ekill með kaskeiti og allt. Við hin drifum okkur að Syðri-Brú og biðum hinna nýbökuðu brúðhjóna í góðum félagsskap ferskra ávaxta og súkkulaðibrunns.Maturinn var frá Geysi þannig að við vissum að von var á góðu...
Svo var dansað fram á rauðanótt og morguninn eftir Brunch að hætti húsfreyjunnar...say no more!
Já þetta var frábært... Búðkaup aldarinnar!!!
Lífstíll | 13.8.2007 | 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskurnar mínar,
Ég verð að setja inn eitt gott gullkorn sem ég var að lesa og mér finnst svo rétt og gott að reyna að hafa í huga á hverjum degi...
Hafðu það fyrir vana að gera eitthvað fyrir aðra á hverjum degi. Það er sama hvort þú gefur af sjálfum þér, tíma þínum eða peningum, segir eitthvað uppörvandi eða ert góður hlustandi,- Þú munt finna ólýsanlegan frið og hamingju.
Sælla er að gefa en þiggja...
Með þetta fer ég útí daginn elskulegu dömur og vona að við gerum það allar. Búum til betri jörð...með því að byrja heima!
Hamingjuknús
a
Lífstíll | 10.8.2007 | 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar