Færsluflokkur: Lífstíll
Sæl öll elskurnar...
Elskulegur bróðir minn og besti vinur hann Steinar á afmæli í dag og væntanlega verður slegið í pönnsur á Syðri-Brú og allir fá eitthvað gott í gogginn ef ég þekki þau hjónakornin rétt...Til hamingju með daginn elsku sæti, gói, brói minn...er hjá þér í huganum og knúsa ykkur og kyssi
Það er mikið um dýrðir hér líka...kóngurinn Bhumibol Adulyadej á afmæli...hann sat í höllinni sinni í dag klukkutímum saman og hlustaði á Búddhamunkana flytja möntrur...sá þetta í sjónvarpinu...hann var orðinn svolítið þreytulegur í sparifötunum en sat...og sat grafkyrr , nánast í Nirvana...og fullur salur af prúðbúnu fólki sat með honum...þetta er á ÖLLUM stöðvum í sjónvarpinu í allan dag ...rythminn er mjög taktfastur og hljómar einhvern veginn svona... da.ja.dibai,da.jo.da.úa.lú.da.da.ma.ma. na na dala.ka.ka....er ekki alveg búin að ná það miklu í málinu að ég skilji þetta...held að þetta sé kyrjað í 80 tíma...hann er jú áttræður kallinn.... Nánast hver einasti Thailendingur er klæddur í bleikt í dag í tilefni dagsins...þeir eru reyndar alltaf í gulu líka á mánudögum til að heiðra kónginn..og já, ég gleymdi að segja ykkur það ...muniði í gær þegar við fórum í bíó...allt í einu ...í miðju auglýsingahlé..komu myndir af kóngnum og ALLIR í bíóinu stóðu upp og beygðu höfuð....ótrúlegt! Þeir bara trúa á kónginn...eða ég held það!
Við þremenningarnir vorum að sjálfsögðu í bleikum bolum...og vöktum feikna lukku..Thailendingarnir eru svoo ánægðir með kónginn sinn og telja það mikinn heiður að við...þessir blessaðir Farang=útlendingar...sýnum honum respect!
Fórum í morgunverð á Jameson og síðan beint í ræktina sem var yndislegt...svo fórum við út að laug og slökuðum á...smástund en svo var tekin aukaæfing til að styrkja samhæfinguna...munið hvað Mr. F segir um nauðsyn þess að halda samhæfingunni þegar aldurinn fer að færast yfir okkur...
Hann er nú að kenna okkur frisbyköst og grip..held að við verðum fljótlega sett í tennis líka...og síðan box!!!Það vantar ekki fjölbreytnina hjá okkur enda er árangurinn óðum að koma í ljós...kótsinn er góður og heldur okkur við efnið. Það er sennilega rétt sem við heyrðum um hann...hann er bestur í faginu..
Eftir slökun var farið heim...meiri slökun og horft á hátíðarhöldin í sjónvarpinu...svo var farið út á lífið og þá náttla valin uppáhaldsstaðurinn okkar...The Indian Palace þar sem við fengum æðislega góðan mat...eins og alltaf..ég prófaði auðvitað einhverja nýja rétti en strákarnir mínir allir þrír eru svo gasalega íhaldssamir og völdu sér það sama og oft og einatt áður...better be on the safe side...ekki eins og við my ladies...nógu klikkaðar til að prófa eitthvað sem við getum ekki einu sinni borið fram...fékk einhvern heimatilbúin ost í smjörsósu og grænmetiskótilettur...það var auðvitað bara gott...eins og allt á þessum stað!
Við fórum svo á Kaffi 94 og fengum okkur kaffi og te...fann ég ekki þarna gráa jarlinn sjálfan...loksins! Get nú farið að bleyta í þeim gráa og fengið almennilegt te sem er harla fátítt hér í þessu annars indæla landi...
Eftir þetta allt kíktum við niður að sjó á hátíðahöldin...sem voru lítt sjáanleg nema á klæðaburði fólksins..og svo í Walking Street og enduðum þennan dýrðardag...jú! Þið eigið kollgátuna...í fótanuddi á frábærri stofu sem heitir Siam og er ein sú besta í bænum...skemmtilegar nuddkonur og frábært nudd fyrir svefninn..
Góða nótt elsku ljósin mín þarna norðurfrá...munið að vera góðar við ykkur heima í myrkrinu, borða súkkulaði og drekka rauðvín í ullarsokkum við arineldinn...fara á snyrtistofuna og fá ykkur almennilega onduleringu fyrir jólin...labba Laugaveginn...kveikja á kertum, borða allar smákökurnar jafnóðum og drekka ískalda mjólk með..helst uppí rúmi með góða bók við höndina...en umfram allt...að tendra kærleiksljósin í hjörtunum...við eigum allt svoooo mikið gott skilið!!
kossar frá okkur öllum í afmælinu
a
Lífstíll | 5.12.2007 | 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | 4.12.2007 | 19:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag skein sólin glatt...vel yfir 30 gráður yfir morgunkaffinu og þar sem við skemmtum okkur svo einstaklega vel í gær, ákváðum við að endurtaka leikinn og fara aftur á yndislegu, aleinu ströndina...muniði frá í gær...
Þar var gott að koma...aumingja hundurinn fagnaði GS, hinum eina og sanna dýravini eins og öldnum frænda sínum...hann fékk skinkubita að launum...og GS sagði hinn fræga frasa sinn, aftur og aftur...auuuuuminginn ertu kominn...viltu ekki fá bita...lausnin liggur í því að taka það sem að manni er rétt...
Svo var synt í sjónum og skoppað í flæðarmálinu, flotið á öldunum og dansað í silkimjúkum sjónum..
Mr. F reiddi allt í einu upp prik eitt mikið og setti upp þvílíka líkamsræktaræfingu að meira að segja GS var alveg búinn á því...hann er ótrúlega klár strákurinn...tíndi upp alls kyns prik og lurka og notaði sem lóð, við gerðum armbeygjur, hlupum og sprettum...allir vöðvahópar voru þaulæfðir frá tá uppí ennistopp...já, hér er ekki klikkað á smáatriðum frekar en þeim stóru...allt er gert í réttri röð og í flæðinu...mikilvægt að vera í rétta flæðinu...
Svo fórum við heim, ókum enn og aftur um sveitirnar fallegu, skoðuðum kókoshnetubændur og bensínsala við vegkantinn, sáum sólina setjast og allt var svo fallegt og mjúkt á að líta...
Fórum svo á pizzastað...La Dolce Vita, sem var auðvitað í samræmi við daginn sem hafði verið ljúfur...fengum okkur pizzur og ...æ, nokkrar margaritur lágu..en þar sem Ásta mín var ekki með var auðvitað ekki dansað fram eftir nóttu heldur tekið smá tsjill pill á ströndinni og svo bara heim að kúra lúra...þurfum að vakna snemma í fyrramálið og fljúga heim á Pattaya...það er búið að vera svo skemmtilegt hérna á Koh Samui...og kannski komum við aftur hingað...aldrei að vita!
Sólin skíni á ykkur elskurnar...miss U all
knús
a
Lífstíll | 3.12.2007 | 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tókum daginn snemma...morgunmatur by the pool og svo var lagt í hann...sunnudagsrúnturinn sem varð svo nánast hringferð um eyjuna...svona næstum því!
Fórum fyrst og hittum ansi hreint hupplegan fíl...með ...ó , það er nú reyndar ekki dömulegt að segja þetta...en skoðið myndina..veit ekki hvort bananarnir virkuðu svona en my ladies..það er gott að fílar nota ekki skó!!!Júnóvatæmín....
Svo ókum við upp í 570 metra hæð...að einstaklega fallegum stað þar sem við héldum að framundan væri bara slökun...egg og beikon..og svona tjill...en nei...ekki var slegið slöku við...Mr. F var í essinu sínu og við tókum nokkrar léttar æfingar fyrir brjóstkassana sem bifuðust af gleði...eða var þetta kannski titringur í vöðvunum...að minnsta kosti eru bingóvöðvarnir að verða allstæltir og bringan hvelfd...
Enn var lagt af stað og nú fórum við að fossunum frægu og klifruðum kletta og sprungur...alveg yndislega fallegt og loftið lævi blandið...skrítið að ganga inní svona trópical skógi..allt er einhvern veginn eins og í ævintýri...yrði ekkert hissa þó ég hitti Lísu í Undralandi hérna eða Alladín með lampann sinn og hann byði mér 3 óskir..
Fannst ég heyra í skröltormum...fann skrítna kryddlykt af blómunum..og hitti líka nokkur kunnugleg stofublóm að heiman sem vaxa hér villt...fossaniður og lækjarhjal...sólin skein og sendi okkur geisla sína í gegnum laufskrúðið...lófastór fiðrildi flugu hjá í öllum regnbogans litum..fuglarnir sungu...já, skiljið þið hvað ég meina...ótrúlegt land...enn og aftur..
Við ókum svo áfram um sveitirnar...alls staðar var eitthvað nýtt að sjá..hittum fiskimenn sem voru að koma að landi...börn sem skoppuðu og léku sér í sjónum...einn var að veiða af trjábol sem slútti útí sjóinn og aleinn kall lá í flæðarmálinu og sólaði sig...áfram var ekið og nú duttum við óvænt inná litla fallega strönd sem var eitthvað svo alein...ákváðum að synda svolítið...sjórinn var svo fallegur og silkimjúkur...Mr. F sá sér leik á borði og sendi okkur af stað...æfingin fólst í því að synda á haf út og svo að reyna að ná landi...virkilega góð æfing sagði hann og smá áskorun fyrir okkur...hittum afskaplega almennilegar konur frá Kananda sem eru þarna í litlu húsi við ströndina að dúlla sér í 5 mánuði...góðar!
Alls staðar er verið að byggja lúxusíbúðir og hús við ströndina...inn á milli eru innfæddir í sínum fábrotnu húsum , sitja á hækjum sér og elda og þvotturinn blaktir í metravís...virðist vera þvottadagur í dag og allt þvegið úr skápunum...eða kannski eru snúrurnar bara skáparnir..
Stoppuðum hjá voða góðri konu sem seldi okkur bensín á brennivínsflöskum..og te...menn og mótóhjól komu vel út úr þessum viðskiptum sem losuðu heilar 150 krónur íslenskar....já, það er allt frekar billegt hér..svo héldum við áfram, stoppuðuðm á Starbucks og fengum okkur kaffi og súkkulaðitertuna góðu...hlustuðum á jólalögin...skrítið að hlusta á White Christmas og Jingel Bells hér í 30 stiga hita og sólskini...
Kláruðum hringinn síðan á Q-bar þar sem við sáum sólina setjast og dáðumst að útsýninu...myndavélin var með í þetta sinn svo þið getið kíkt í myndaalbúm dagsins og notið með okkur.
Slökun til átta, þá farið í mat...aftur á Red Snapper því Mr. F átti eftir að prófa hann og síðan á Coffee World í kaffi og kíkt á netið..endað á strandgöngu í flæðarmálinu undir stjörnubjörtum himni og máninn hló skakkur á himninum...er nokkuð skrítið þó við sofnum með bros á vör á hverju kvöldi...
Nei, ég bara spyr svona...
góða nótt elskurnar og englarnir vaki yfir ykkur
knús
a
Lífstíll | 2.12.2007 | 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var heitt og ljúft við laugina í dag...ákveðið að tssjilla bara og slaka...baka sig í sólinni...ganga í flæðarmálinu og skoða mannlífið...fór í langan og góðan göngutúr...walking meditation með Hanh og alsælum tánum..
Mr. F kenndi okkur grunnsporin í frisby...lét okkur sko fá að finna fyrir því að hlaupa á eftir disknum á haf út...svo var ég að æfa mig ...í laumi og ætlaði að verða laaangbest í þessu sporti...betri en GS í köfun...en það fór þannig að diskurinn lenti uppi á þaki og ég varð að fá aðstoð veiðimanna í nágrenninu sem komu með stórar árar og kræktu disknum niður aftur...en , jú þetta var ótrúlega skemmtilegt og þetta kemur....Mannlífið hér er svo litríkt...alls staðar eru nuddarar...boðið er uppá manicure fyrir 150 kr. pedicure kostar annað eins...svo er hægt að fá tattú, fléttur, borða, kaupa skeljar og perlur...sigla, kafa, veiða, skoða fíla og krókódílal...bara allt saman..
Fórum svo í ræktina seinni partinn...það er ekki slegið slöku við...sippað 300 sipp og lyft lóðum..eggjastokkarnir eru samt enn fastir og þetta er að verða nokkuð skemmtilegt...ekki kannski uppáhalds...en gæti orðið með tíð og tíma því þetta er víst svo hollt fyrir austantjaldsvöðvana my ladies...júnó...svo fórum við á einn allra fallegasta veitingastað sem ég hef séð...hátt, hátt uppí fjalli með útsýni yfir haf og sund..Q-bar...algjör snilld!Það er svo bratt að keyra upp að hjólið komst varla...þarna áttum við notalega stund í ljósaskiptunum yfir einu ...litlu, já mjög litlu Chardonnay..
Um kvöldið fórum við svo á æðislegan veitingastað hérna við hliðina, The Red Snapper..þjónarnir á hjólum...drógu út stólana og lögðu servíettuna á einstaklega lekkeran máta í kjöltuna hjá okkur...maturinn var einstaklega góður og desertinn...umm..enammenamm...steiktir bananar með heitri súkkulaðisósu og vanilluís... meira að segja klósettin voru angandi af ilmolíum og pappírinn þar...þið trúið þessu varla...en það voru sko servíettubrot í hverju blaði...og ég er ekki að grínast!!
Eftir matinn var svo stjörnuskoðun á ströndinni...smáskottuhopp í flæðarmálinu og svo beint heim í koju...eða næstum því...rafmagnið fór af og tók smástund að laga það svo ég gæti nú skrifað til ykkar áður en ég hyrfi á vit áframhaldandi ævintýra í draumalandinu túrkisbláa...
sofið nú vel...þið eigið það svo skilið elskurnar
knús og klemm
a
Lífstíll | 1.12.2007 | 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
er svo ótrúlega fjölbreytt...ég held ég hafi ekki áður komið í land sem á svona margar lyktartegundir...góðar...skrítnar...fúlar..alls konar...grænar og bláar jafnvel fjólugular....alls staðar er svo merkileg lykt...menn og konur eru alltaf að elda hér...alls staðar situr fólk á hækjum sér og eldar á götunni...veitingahús á hjólum og hnetulykt, fisklykt, mangólykt, blómalykt, mannaþefur, hundaþefur....reykelsisilmur...brenni og rusl...allt mögulegt! Svo er lyktin af hafinu...vindinum og sólinni...getið þið ímyndað ykkur þetta...svona smá????
Í dag leigðum við okkur mótorhjól og fórum í könnunarleiðangur um eyjuna...Mr. F hefur að vísu komið hér áður og var öllum hnútum kunnugur...við fylgdum honum auðsveip og agndofa...skoðuðum skrítið landslagið og skemmtilegt mannlíf...þetta er allt öðruvísi en heima á Pattaya...svo kom rigning og við vorum skíthrædd í hálkunni...en hertum upp hugann! Mr. F lét okkur í plasthempur þannig að við komumst í þjóðhátíðargírinn og sungum ættjarðarljóð...
Fórum að skoða skóla...kennslukonan varð svo glöð inni í sér að hitta skólabörnin ung og smá...þau voru svo falleg, brosmild og prúð...fékk aðeins að taka á krítinni...umm..sakna þess alltaf að kenna þessum elskum..þau eru svo hrein og bein og ekta..
Svo hittum við á Búddhamunk sem blessaði okkur og við sendum þakkir út í loftið með reykelsum...ilmurinn höfugur og við glöð í hjörtum....fengum fléttað lítið vinaband um úlnliðinn sem á að vera okkur til verndar og lukkulegs lífs....
Þeir eru að safna fyrir nýju musteri...hér eru alls staðar gulli skreytt musteri og bænahús í hverju húsi, hverjum garði og við hvert veitingahús...gaman að sjá hvað trúin er eðlilegur og stór hluti af daglegu lífi hér...veit ekki hvort þeir fari nokkurn tíma í hof eða bænahús sérstaklega...held ekki! Kannski er þetta skrítið en gefur þó tilefni til að staldra við og beygja höfuðið..þakka fyrir allt ...líka litlu hlutina eins og froskana sem við hittum í garðinum...öll brosin og fallegu augnaráðin sem við fáum hér á hverjum degi..
Mér fannst einstaklega skemmtilegt að hitta munkinn...hafði beðið eftir þessu og hlakkað til að fá þessa möntru kveðna yfir okkur... eða bara að vera svona nálægt einum svona alvöru munki...og heyra í honum í beinni...eikka svo notalett...
Áfram var haldið að hinum frægu steinum...afanum og ömmunni sem eru eins og kvenkyns- og karlkynsæxlunarfæri..þar voru hópar ferðamanna frá S-Kóreu að taka myndir...við slógumst í hópinn og tókum nokkrar líka, strákarnir sýndu sterklega vöðvana..hreinlega hnykkluðu bingóin..fengum okkur svo klúbbsamloku og eignuðumst lítinn vin sem þótti gott að fá bita hjá GS...dýravininum ...
Við fórum svo heim á leið..stoppuðum á markaði..kíktum á margt en sjoppuðum lítið..svo var slökun fram að kvöldmat...þá var farið á ströndina og borðað á veitngastað í flæðarmálinu..þá var aðeins skroppið með tásurnar í sjóinn...fundum eina hafmeyju í viðbót...ótrúlega margar systur mínar hér á Thailandi...svo að dansa smá og svo fórum við á æðislega sýningu...ekki verri en Alcatraz..og hvað haldið þið...tóku þeir ekki My Way!!! Sumir urðu frekar brosleitir...og hver haldið þið að hafi sungið með af innlifun,,,ef ekki bara Nirvana! Mjög skemmtileg sýning...
Enn einn konfektmolinn komin í minningakassann okkar...allt þetta er svo ósköp eitthvað gott og skemmtilegt...og á morgun er kominn nýr dagur...
knús frá Koh Samui og okkur öllum...
a
Lífstíll | 30.11.2007 | 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já....ég hef fundið paradís á jörð...verð að klípa mig öðru hverju til að trúa því að ég sé hér í alvöru...talandi um blátt haf...hvítan sand...OMG!!!Þetta er svo ótrúlega seiðandi og ssssssssvo flott...ég verð bara að vera dugleg að taka myndir svo ég trúi þessu...hvað þá þið elskurnar mínar ...
Við erum semsagt komin hingað...tókum daginn snemma í ræktinni og svo var bara chillað við laugina og spjallað til klukkan 16.00, þá kom Danny boy...vinur Hemma Gunn ...og keyrði okkur á flugvöllinn í Pattaya þaðan sem við flugum í klukkutíma í heiðskíru og fallegu veðri og lentum í paradís... hér er allt svo eitthvað...spes!
Hentum af okkur inná hótel...sem fór strákunum einstaklega vel ... eins og þið sjáið...þeir eru nú ósköp stæltir og flottir hjá mér strákarnir...enda í stöðugri þjálfun eins og sjá má á hverfandi bingóvöðvum og minnkaðri líkamsfitu...en..back to the basics...
Fórum og borðuðum á Mambóbar...say no more...Bob Marley söng...Don´t Worry About A Thing og maður fann hvernig hrein og tær gleðin hríslaðist niður eftir bakinu og tærnar iðuðu berfættar í skónum...Fórum svo niður á strönd...þar eru veitingastaðir á ströndinni...og þá meina ég Á ...maður liggur í legubekkjum og líður eins og Rómverja...nema í stað þess að fá þrúgurnar fékk ég mér...náttla Strawberry Daiquiry...eins og sönn hefðardama...hallaði mér svo afturábak og horfði á ljósin svífa um himininn...Er þetta hægt!!! Já, þetta er lífið í Thailandi...og ekki var nú allt búið enn...næst var farið í Thainudd...svona rétt til að klára harðsperrurnar sem enn eru örlitlar...þrátt fyrir góða æfingu hjá Mr. F í morgun sem var mjög ...hlýleg og umhyggjusöm og miðaði einungis við að styrkja þreytta og auma vöðva...teygja og spenna og okkur leið strax betur ...en þetta var þó toppurinn hjá kótsanum í dag...hann stendur sig vel með stirða sveitamenn austan úr Flóa...
Nú er komin nóttin...og við verðum því miður að fara að sofa...enn líður tíminn alltof hratt og helst vildum við vaka líka á nóttinni...maður tímir varla að fara að sofa en sofnar þó alltaf með bros á vör...
Samui knús til ykkar elskulegu dömur...veit ekki hvort ég kemst í dömuboðið þann 16.des...held við verðum að framlengja...
a
Lífstíll | 29.11.2007 | 18:56 (breytt 30.11.2007 kl. 11:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
munuð þér og uppskera...
Ó, já...í dag vorum við frekar aum í ÖLLUM vöðvum líkamans...ég held að ég hafi aldrei á æfinni fengið aðrar eins harðsperrur...ómg...rassinn, lærin, herðarnar, handleggirnir...bara allt...
Mr. F skaut á neyðarfundi yfir morgunverðinum og fór með okkur í besta thainudd ever...þær voru svo góðar en þetta var samt vont..teygt og togað á okkur í allar áttir...og við stundum og blésum inn í sársaukann en hörkuðum þó af okkur...þær voru alveg hissa á ástandinu á okkur en við fengum okkur betri um stund...ákváðum svo að keyra niðrá strönd en þar var allt lokað vegna þess að hér eru menn að undirbúa kosningar og öll skólabörn, löggur og lúðrasveitir voru á strandgötunni að hlusta á ræður frambjóðenda...
Við slógum öllu uppí grín, fórum á Subway og æfðum okkur í svipbrigðum...grettukeppni og ýmsum andlegum iðkunum...
Fórum svo á ferðaskrifstofu og pöntuðum okkur ferð til Koh Samui, þar sem við munum dingla okkur í hengirúmum næstu daga..
Mr. F vildi endilega enn og aftur gera vel við okkur og kom okkur á óvart með því að senda okkur í enn eitt dekrið og dúlleríið...japanska snyrtistofu þar sem við fengum klukkutíma trít...andlitsbað, maska nudd og allsherjar yfirhalningu...GS varð að orði...já svona stundarhátt missti hann út úr sér að honum liði eins og hann væri twenty...something...stúlkurnar á nuddstofunni brostu af sínu alkunna umburðarlyndi og kærleika ...og virtust vera sammála...og eins og þið sjáið elskurnar...er ekki strákurinn allur að yngjast upp og verður nú stöðugt laglegri...það er ekki að spurja að áhrifum Thailands á fólk...allir verða eitthvað svo mjúkir og...svona loose...
Við fórum svo heim og ákváðum að fara snemma í háttinn enda mikið ferðalag framundan á morgun..læt ykkur fylgjast með og vona að þið hafið það gott heima í hálkunni...systir mín sendi mér afskaplega skemmtilegan póst þar sem hún sagði mér af gæðum íslensku ullarinnar sem kæmi sér vel núna í harðindum vetrarins og myrkursins...tveir klukkutímar milli algjörrar myrkvunnar..æ, ég vildi að þið væruð frekar hér í hlyjunni hjá okkur elskurnar mínar...
Verðum í bandi kærleikans alltaf
ykkar
a
Lífstíll | 28.11.2007 | 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skal segja ykkur það...vorum að koma úr þvílíkri ferð...get varla skrifað ...hendurnar titra af spenningi..sko ennþá! Pálmi vinur okkar kom og fór með okkur á jetski...eða vatnsketti eins og við segjum á góðri íslensku...Köfunarmeistarinn var að vonum mjög kátur og mundaði sín frægu sundgleraugu...Speedo...vinningsgripurinn úr Grunnskólakeppni Suðurlandskjördæmis í kafsundi drengja árið 1962, kom nú í góðar þarfir..
Við fórum í Pattaya Park og leigðum kraftmestu skíðin á ströndinni...og þá er ég að meina þau alkraftmestu eins og síðar átti eftir að koma í ljós...svo var gefið inn og flogið yfir hafflötinn....þvílíkt frelsi og gleðin þaut um æðarnar.. Fyrsta stopp var á vesturströndinni þar sem vel var tekið á móti okkur enda Mr. P vel kynntur og kemur hér oft... Eftir smá matarhlé var svo ...loksins...lagt af stað aftur og nú gáfum við vel í og svifum yfir á Apaeyjuna þar sem innfæddir tóku vel á móti okkur í fyrstu...en svo þegar þeir sáu að við vorum ekki með neitt ætilegt, gáfu þeir okkur langt nef og létu sem þeir væru ekkert skyldir okkur...Við vorum þá svo heppin...eins og alltaf...að hitta annan íbúa, heldur fegurri og tígulegri...jú Mermaid var þarna alein og yfirgefin og horfði út á hafið. Við heilsuðum uppá hana og tókum mikið af myndum til að senda ykkur og auðvitað Bani og Putul á Indlandi...Sumir karlmennirnir gátu ekki stillt sig um að klappa henni á brjóst og lær...en hún gerði engar athugasemdir enda langt síðan hún hefur fengið heimsókn blessuð daman..Við fórum svo í Apaleikinn sem var hluti af þjálfunarprógrammi dagsins...samhæfing bingó og brassvöðva..
Næst lá leiðin á Skjaldbökueyna þar sem fyrirhugað var að snorkla og skoða skjaldbökurnar en það var mikil alda svo við lögðumst að í lítilli vík, himneskri hreint út sagt...litadýrðin var ólýsanleg...túrkísblár og grænn sjórinn, gylltir klettar og hvítur sandur...þetta er bara ekki hægt... jú það er víst allt hægt hér í þessu tælandi....landi!!!Við fengum græjur hjá Mr. P og snorkluðum...alls konar gullfiskar í volgum sjónum...minnst 35 gráðu heitur sjór...eins og að vera í heitum potti heima á Fróni... og fiskarnir voru röndóttir, hvítir, bláir og grænir...þetta var eins og að vera stödd í fiskabúri ...ótrúlegt! Og æðislegt! Nú...eftir þetta allt saman var enn slegið í fákana...fórum framhjá herstöð þar sem mundaðar voru fallbyssur...en við sluppum...og svo var sko gefið hressilega í...ég ætla ekki einu sinni að reyna að segja ykkur hvað þetta var skemmtilegt..það er ...BARA...ekki hægt! Munið samt að skoða myndirnar...fara í myndaalbúmin og skoða allt þetta skemmtilega sem við erum að gera á hverjum degi...
Nú er Einar að kveðja okkur í kvöld...leiðin liggur til Bangkok og síðan heim til Íslands...þannig að við erum að fara öll saman á uppáhaldið..þann indverska og fá okkur eitthvað gott honum til samlætis...það liggur við ég vorkenni honum að fara frá okkur...Æ, aumingja Einar....
Hafið það gott elskurnar...skellið ykkur bara í sund og svona...það er víst ekki hægt að synda í sjónum á Íslandi núna...nei... Æ, aumingja þið elskurnar mínar...en ég sakna ykkar og vildi að þið væruð hér að upplifa þetta allt...
lovjú trúlí...
a
Lífstíll | 27.11.2007 | 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fer ekki milli mála að það er mánudagur í dag...ljúf letin hangir yfir og það er gott að kúra sig ofan í sængina og láta sig dreyma...þetta land kemur mér endalaust á óvart...ég sef svo vel hérna að það er eins og ég sé heima í mínu eigin rúmi...veðrið er ótrúlegt...alltaf bara gott...steikjandi hiti í dag en samt alltaf smá andblær sem strýkur vangann létt og blítt... alltaf þægilegt og passlegt alls konar..
Okkur var náttla ekki til setunnar boðið...út á hjólin og beint í ræktina þar sem var heldur betur tekið í okkur...enginn mánudagur í Mr.F...kótsinn var svo harður...lét okkur sippa og allt..púlsinn var meira og minna á yfirsnúningi og það ískraði í öllum gömlu hjónunum...við vorum svo gjörsamlega búin...svona rétt á eftir ..- en létum ekki á neinu bera...algjörir töffarar svona útá við...brostum bara og drukkum prótein...eins gott hann spurði ekki ...hvernig var æfingin...létt , meðal, erfið...???????Við hefðum samt brosað sko...yppt öxlum kæruleysislega og sagt...bara svona frekar passleg
Það er farið að sjá á okkur...í alvöru!!!Vöðvarnir eru að spretta fram og þrekið eykst með hverjum degi...meira að segja hótelstýran sagði við mig í dag...You look different...more muscles and golden color...jú Thailand fer vel með okkur og Mr. F veit greinilega sínu viti...
Eftir æfinguna var svo lagst í leti við laugina, sólin skein á okkur og strákarnir ræddu landsins gögn og nauðsynjar, kepptu enn og aftur í kafsundi sem auðvitað fór bara á þann eina veg sem við var að búast...gamli grunnskólameistarinn gjörsigraði... en mín steinsvaf eins og klessa á bekknum...vaknaði svo í algjöru messi..öll í munstri eins og rýjateppi á kvenfélagsbasar...
Mr. F fór að þjálfa strákana en við lágum áfram og sóluðum okkur meðan enn bráði af degi...fórum svo heim í sturtu og ég að skrifa ykkur...GS að leggja sig...ósköp vær hjá mér þessi elska og fallegur þegar hann sefur...
Thailong...aðalreddarinn á Fairtex sagði okkur af því að mikil keppni væri í kvöld í Muy Thai..þjóðaríþrótt þeirra og við ákváðum auðvitað að fara eftir góðan dinner hjá Jameson nágranna okkar..lögðum 5 af stað á hjólunum..galsi var í mannskapnum og aðeins slegið í og aðeins gleymdum við okkur...og löggan kom...tveir litlir sætir...hélt þeir væru svona 9 og 11 ára og allir mínir draumar um laglega, sterklega og traustvekjandi menn í einkennisbúningum fuku út í náttmyrkrið..en þær voru samt voða dúllulegir og brosmildir. Við reyndum að múta þeim en ekkert gekk og við þurftum að fara á stöðina og borga sekt...sem var gott og styrkti efnahagskerfið um stund...
Svo brunuðum við í sporthöllina og upplifðum þar mikla keppni í Muy Thai...ég veit ekki alveg útá hvað þetta gengur en það er skemmtilegt...stæltir strákar að sparka hver í annan..jess my ladies..frekar falleg sjón... júnóvat....Þetta var mjög táknrænt allt saman..þeir ganga um í hringnum fyrir keppni, teygja sig og sveigja, biðjast fyrir og bretta sig fram og aftur...svo hófst lotan og ég held að þeir fái stig eftir því hvað þeir sparka hátt...en ég þarf að lesa um þetta og kannski förum við aftur.... mikið var um veðmál og mikil spenna í gangi...ýmist veðjað á rauðan eða bláan og eflaust hafa margir farið ríkari heim...á allan mögulegan máta. Tíguleg og flott þjóðaríþrótt og auðvitað skrautleg ...litfögur og skemmtileg eins og allt hér... ég fór að minnsta kosti glöð heim...með fjólubláa boxhanska í farteskinu...enn ein gjöfin og nú fer ég að æfa box... kannski verður einhvern tíma keppni fyrir ömmur og eldri konur...
Takk fyrir allar góðar kveðjur...hlakka til að sjá ykkur elskurnar...ekki ofreyna ykkur fyrir jólin...þau eru til að slaka á og njóta ljósanna..kveikja á kertunum...búa til heitt súkkulaði og borða allt sem okkur þykir gott...láta gott af sér leiða á hverjum degi og heimsækja vini og ættingja
lovjú
ykkar
a
Lífstíll | 26.11.2007 | 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar