Færsluflokkur: Lífstíll
Í dag var svo skemmtilegt hjá okkur...Við tókum bát á leigu og sigldum út á hafið bláa, hafið...fyrst í apaeyjuna góðu og heilsuðum upp á Kasper , Jesper og Jónatan....og auðvitað hafmeyjuna mína góðu....
Síðan vorum við á eyjunni Swang Mi eða Ko Lang...æ, þessi thailensku nöfn...skiptir ekki máli..allavega flott eyja...og Áki ákvað að fara í fyrsta skipti á Jet Ski....fyrst með mér en svo tók hann á rás einn og sæll....fór mjög varlega en faðir hans var á taugum á ströndinni og við öll reyndar...en pilturinn stóð sig vel!
Við systkinin tókum góðan túr og snorkluðum ...sjórinn er svo flottur hér...alls konar litir fiskar og ígulker, krabbar og sæbjúgu...
Við spiluðum frisby, gengum á ströndinni, hlustuðum á hafið og borðuðum góðan mat...allt svo yndislegt og gott...
Verð að hætta í bili...leggjum af stað á Kvæfljótið klukkan sex í fyrramálið svo nú er eins gott að fara að skríða uppí draumalandið sitt...
Hafsjór af knúsi frá okkur öllum í Thailandi elskurnar
the happy family
Lífstíll | 8.3.2008 | 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hæ elskurnar mínar....Lilli bró er hérna með einni aðaltúttunni í bænum...pabbi manaði hann til að taka hana á löpp...sú hefði nú sómað sér í dömuboðinu okkar um daginn...Lady in Space...
Lill sem er alltaf svo góður við stóru systur sína margbauð í dressið en hún vildi ekki hlusta á svona þvaður...lagði bara hönd hans á brjóstin sín sem eru nú frekar flott...minnst 400 grömm af silla og valda...say no more!!!! Þær eru svo flottar hérna að það tekur á fyrir annars dömulegar og lekkerar sveitastúlkur að vera í nágrenni við þessar ofurgellur...
Já, við fórum semsagt saman út á kabarettinn fræga Alcazar og skemmtum okkur mjög vel og tókum sniðin á öllum kjólunum...svona til að hafa í handraðanum fyrir næsta dömuboð...þvílíkur glæsileiki ætti nú vel heima í Flóanum my ladies...
Við áttum svo fótum fjör að launa því þær voru svo æstar í strákana okkar...eða kannski monningana þeirra eins og þið sjáið á myndunum...
Oh...my...sjáið hvar kvenmaðurinn hefur lúkuna..sú
er ekki með vettlingatökin á lilla bró...já, það er ekki nógu að vera í dömudressinu...hið sanna eðli kemur alltaf í ljós...úpsadeisí..lazy boys..
Við
fórum svo eftir matinn á Henry´s og borðuðum æðislegan mat og dönsuðum frá okkur allt vit...það var svooooo skemmtilegt...Gott band frá Filippseyjum..tók Prella og bláu rúskinnskóna hvað þá heldur annað þannig að það var tekið á tjúttinu....Áki er svo mikill snillingur á dansgólfinu og við hrifumst auðvitað með...
Annars
erum við í góðum gír...við erum á snyrtistofum, tannlæknaferðum og klæðskerum þessa dagana...endalaust dekur og dúllerí eins og við getum í okkur látið...pabbi er endalaust að sjá út nýja businessmöguleika...nú er hann að spá í að opna ferðaskrifstofuna Slett í góm...eða Brosað út að eyrum....Hann er svo ánægður með tannlæknaþjónustuna hér...þeir eru svo mjúkhentir og vandvirkir....eða billegir....röngtenmyndataka og hreinsun kostar 1.400 íslenskar....og ef maður vill láta smíða í sig stell kostar það 15.000 en ef þú vilt lúxusútgáfuna sem er óbrjótandi gómur með lífstíðarábyrgð...fer verðið uppí 20.000...papa getur varla beðið eftir að segja vinum sínum sem farnir eru að missa eina og eina tönn, frá þessu öllu...
Já, það er allt hægt í Thailandi....
Bestu kveðjur úr 35 stiga hita og sól....reyni að senda ykkur smá elskurnar
knús og kyss
lady thai
Lífstíll | 6.3.2008 | 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sæl elskurnar...sorry hvað gengur lítið að blogga...það er bara svo mikið að gera og lítill tími til skrifta...en nú skal ég gera bragarbót nokkra...
Það er helst að frétta að við tókum góðan frídag í gær...það er að segja við öll nema Mr. F sem vildi bara vera heima og vinna...hann er alveg hættur að nenna að leika við okkur ...alltaf að vinna og vinna eins og bara Íslendingur...en við hin fengum Isac og hann keyrði með okkur í eitthvað voða voða spennandi sem Mr. F hafði skipulagt handa okkur...við þurftum samt að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni því papa sér alltaf eitthvað sem væri sniðugt að flytja heim og hann er komin með ...my contactman in Thailand sem er að arransera ýmsum dílum fyrir hann...hann er komin með umboð fyrir gasalega lekkerum garðhúsgögnum...mjög dömuleg svona gull og kopar...sjáiði á myndunum...
Anyway...við lentum loks í stórskemmtilegum garði sem heitir Nong Nooch og við vorum þar allan daginn í steikjandi hita og sólin skein...já, það er alltaf gott veður í Thailandi eins og Áki segir...
Þarna eru alls konar plöntur og svo stórskemmtileg fílasýning þar sem fílarnir fara í körfubolta, fótbolta,mála myndir dansa og nudda fólk...ótrúleg upplifun ...skoðið endilega myndaalbúmið elskurnar...
Ekki var nú allt búið enn því við skruppum og skoðuðum Búddhahill þar sem stór Búddha er grafinn inn í fjall og síðan fyllt í skurðina með gulli...já ekta gull og ekkert slor!Við fengum að smakka ýmislegt hjá innfæddum...alls konar kókossnakk og möndlur sem eiga að auka mjög kyngetuna...papa sá sér strax leik á borði og spurði Isac hvort við ættum ekki að taka gám af þessum möndlum...kallaði þær rismöndlur eftir að Isac fullvissaði hann um ótrúlega virkni þeirra...konur og karlar eru alveg gasalega ánægð með þetta hér í Thailandi og engar aukaverkanir af þessu eins og af Viagra....
Hugsið ykkur auglýsingarnar heima...
Sunnlenskar húsmæður athugið...
Ný sending af hinum rómuðu rismöndlum nýkomin....
Já...það er margt skrítið í kýrhausnum...enda eru hundar friðaðir í Thailandi:-)
lovjú...we all do!
a
Lífstíll | 4.3.2008 | 19:23 (breytt 6.3.2008 kl. 23:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dagurinn í dag einkenndist af mikilli hreyfingu....mín vaknaði snemma og tók vel á í ræktinni...get ekki verið hreyfingarlaus lengur..það fer að koma fram á annars góðu geðslagi mínu...hin öll sváfu vært enda sunnudagur svo ég hélt áfram og fór og synti einhver ósköp með amerísku skötunni...einn sem syndir á hliðinni sko...alveg eins og skatan...
Loksins komu hin og Mr.F og Mr. V fóru í mótorhjólaferð á meðan við hin chilluðu í garðinum...pabbi tók leikfimiæfingar með Áka sínum...þeir vöktu mikla athygli enda myndarmenn báðir...Áki las svo húslesturinn fyrir okkur í stað hádegisfréttanna og boðskapurinn var góður....Lífsreglurnar 4 sem við heyrum nú á hverjum degi...
Við dömurnar bárum á okkur krem og varalit til skiptis...og slúðruðum um strákana í lauginni sem eru flestir snaröfugir eða það heitir nú ekki svona.....bíðum við ...samsorta segjum við dömurnar...já, þeir eru gasalega sérstakir!!! Svo vorum við í lauginni og syntum mikið og lékum okkur þangað til við vorum orðin ofursvöng...
Við ákváðum þá að púðra okkur ofurlítið upp og fara niðrí bæ....kíktum á ítalska staðinn sem geymir mótorhjólið mitt...
þeir mega nú eiga það að þeir hafa passað vel uppá það síðan ég var hér síðast þessar elskur...
Við borðuðum einhver ósköp af huggulegum ítölskum réttum, bruschetta og melonera con penne...ásamt dashi af oggulitlu rauðvínstári....voðalega ósköp eitthvað gott hjá þeim...og svo kom pizza og lasagna af bestu sort...
Þetta var alltsvo mjög huggulegt hjá okkur...strákarnir komu svo til okkar, það er að segja Mr. F og Mr.V ...komnir heilu og höldnu úr mótóferðinni...og við fórum öll á ströndina að leyfa tánum að njóta lífsins...þær voru svo glaðar og glenntu sig allar í sandinum...við Valli tókum góða æfingu saman og lékum okkur mikið og hlógum....hlupum fyrir allar myndavélar og leyfðum fólki að taka myndir af okkur...allsendis frítt sem er hreint og beint afar fátítt í Thailandi... Áki horfði mikið á stelpurnar og fann eina úr sveit...í bleiku bikiní en hún hagaði sér samt ekki jafn einkennilega og sumir aðrir sveitamenn sem hann þóttist ekki þekkja í dag....en svo jafnaði hann sig og er nú að venjast þessu frjálsa fólki austan úr Flóa...
Nú erum við komin heim...sturtan bíður og svo smá slökun áður en við tökum kvöldrúntinn....
Já, þetta var nú bara mjög góður og skemmtilegur dagur í dag...enda sunnudagur...eða eins og Áki segir...Á ekki öll fjölskyldan að vera alltaf saman á sunnudögum...´
Bestu kveðjur og tælandi knús frá okkur öllum...ykkar fólki í Thailandi:-)
Lífstíll | 2.3.2008 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sælar elskurnar....erum að fara út í dömuferð ...just the ladies...ætlum að eyða kvöldinu á snyrtistofu og panta allar þær meðferðir sem við skiljum á "matseðlinum"....spennandi...ég sendi kannski myndir af okkur ef þetta heppnast vel!!!!
Annars var þetta góður dagur...við unnum aðeins í morgun og svo vorum við öll saman,.,. hele familien að leika okkur við sundlaugina í allan dag!!!Skemmtilegt sko!
Meira seinna ...ef Búddha lofar...
Lífstíll | 1.3.2008 | 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
já, ég kann betur við Thaland en Spán segir papa...verst hvað þær sækja að mér stelpurnar....mamma hlær og segir...það er eins gott að ég kom ekki með þig hingað fyrr...Ég hefði sennilega misst þig í sollinn...
Það er mikið hlegið og mikið grínast hér á kvöldin. Alltaf sama blíðan...bæði í veðrinu og mannfólkinu...kannski tengist það...hver veit?
Við vinnum fyrri partinn, mikið að gera og í mörgu að snúast...Valli samfararstjórinn minn sé um að gefa fólkinu okkar að borða og skemmta því ...svo hittumst við og gerum eitthvað skemmtilegt á kvöldin.
Fórum og hittum mjög skemmtileg hjón frá Íslandi í fyrrakvöld, Katrínu og Hans og borðuðum á Birds and Bees, Cabbage and Condoms...þau eru golfarar af Guðs náð og við urðum margs vísari um þá íþrótt...kannski kenna þau okkur að sveifla einhvern daginn...
Í gærkvöldi skruppum við í verslunarleiðangur og borðuðum í Big C...síðan á Búddha Hill og báðum fyrir Indu sem var í aðgerðinni. Það mun allt ganga vel og hún verður komin hingað fyrr en varir. Í dag er föstudagur og við vorum í garðinum fram að hádegi og svo var skipt liði...sumir unnu og aðrir tóku sunnu...svo pantaði Valli tvær nuddkonur uppá herbergi til okkar mömmu og við fengum æðislega gott nudd...á eftir var svo slökun og súkkulaði....og í kvöld fórum við loksins á indverska okkar og fengum okkur margréttað...butter chicken og allt það besta...
Ég þurfti svo bara að forða papa úr kvennafansinum...þær eru virkilega spenntar fyrir honum enda er hann unglegur og reffilegur norænn víkingur af bestu sort...já það fengu færri en vildu ....'
Áki gerir líka mikla lukku hjá dömunum...hann er 17 og pabbi 71...smástafamunur...ekkert annað hér í landi kærleikans..
Á morgun erum við svo að spá í að far aí ferðalag með hópinn okkar...kannski í Helgidóm Sannleikans...segjum ykkur meira af því næst elskurnar.
Verið
í ljósinu
knús
a
Lífstíll | 29.2.2008 | 18:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
og við fengum steypiregn í gær....en ég ætla nú að segja ykkur það....svona algjörlega í trúnaði...
að það er svo skemmtilegt hérna hjá okkur...mamma og pabbi eru alveg í skýjunum yfir að hafa drifið sig og ætla nú að leggja Asíu að fótum sér...næst förum við í heimsreisu....en eins og er ...njótum við Thailands og alls þess yndislega sem þetta land hefur að bjóða okkur. Pabbi segir að hann sé ánægastur með fólkið hér...allir bara brosandi og hjala við okkur...skiptir engu þó við skiljum ekki neitt...kærleikurinn þarf ekkert tungumál...við erum öll greinar af sama trénu...
Dagurinn í gær var góður...við unnum svolítið en skiptum svo liði...Við Valli vorum hér heima með mömmu og pabba en Mr. ef fór niðrí bæ með Raggý og Áka. Þau borðuðu og fóru í nudd...og við líka...fengum æðislegan mat á Jameson og fórum svo upp að spjalla.
Allt í einu birtust 3 nuddkonur og við fengum nudd á rúminu og það er fátt betra en að hálfsofna í Thainuddi eftir langt flug...vá! Svo hittumst við öll saman aftur hér á room 315...og við spjölluðum saman fram yfir miðnætti, hlógum og sögðum sögur þangað til við duttum inn í draumalandið...
Já...allir eru lukkulegir og nú er kominn nýr og spennandi dagur sem við ætlum að nota vel....það er svo gaman að vakna á morgnana og eiga heilan dag framundan...alveg splunkunýjan og fínan...
Læt ykkur vita allt ...kannski í kvöld!
Farið vel með ykkur og hafið það skemmtilegt...
knús
lady a and the thaifamily....
Lífstíll | 27.2.2008 | 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þar sem sólin skín endalaust og allir brosa breitt...
Ég er aðeins í vandræðum með myndaplássið...kem ekki inn myndum og er búin að spyrja þau í yfirstjórninni hjá blogginnu en ekkert svar,,,ekki mjög skjót samskipi á milli okkar...en það vonandi lagast! Þarf að senda á ykkur fleiri myndir úr dömuboðinu og...ekki má gleyma 2.afmælisdegi DeSoto okkar sem verður 50 á þessu ári....alltaf koma fleiri og fleiri í afmælið og ég á flottar myndir að sýna ykkur.
EN...ég er semsagt komin aftur til Thailands...allt gekk vel...við fórum 6 saman og það var seinkun á Icelandair vélinni svo við þurftum heldur betur að slá í til að ná framhaldsfluginu til Thailands með Eva Air...en það hafðist!!! ÚFFF...Mr. F kom svo á flugvöllinn og sótti okkur með kvikmyndastjörnunni hans Hemma Gunn...honum Danny! Við ókum sem leið lá beint á hótelið okkar þar sem herbergin biðu og svo var auðvitað farið í fótanudd og allir svifu inn í draumalandið með sælubros á vör...
Við vöknuðum svo eldsnemma...a.m.k. sum okkar ...aðeins tímarugl...fórum í morgunmat og svo skiptum við liði...sumir fóru að sóla sig og aðrir að vinna...við Mr.F fórum að líta á húsið þar sem heilsulindin okkar mun rísa og litum yfir það sem búið er að gera...á morgun fundum við svo með MR.P og skipuleggjum áframhaldið....
Læt ykkur fylgjast með my darlings...en Thailand er enn dásamlegt...örlítið rakara en í desember en jafn silkimjúkt og brosandi!
knús
a
Lífstíll | 26.2.2008 | 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
elskulegu dömur og ég lagði það inn hjá samtökunum Göngum saman í dag. Einnig hafa margar dömur lagt beint inn á reikninginn hjá samtökunum svo að ég vona að þau hafi fengið góðan stuðning frá okkur í minningu vinkvenna okkar , Jódísar,Jóhönnu og Gígju.
Það hafa komið upp hugmyndir varðandi næsta boð...þar sem við munum hafa þemað okkar Súkkulaði og Rósir...að við fáum Eddu Heiðrúnu Bachman til að vera heiðursgest og söfnum duglega til rannsókna á MND sjúkdómnum. Hún er ein af okkar mestu hetjum og á einmitt búð í Reykjavík sem heitir Súkkulaði og Rósir...hugsum þetta elskurnar!
Vona að þið kíkið á myndirnar okkar úr dömuboðinu, er að reyna að dæla inn smá á hverjum degi
knús my ladies
a
Lífstíll | 22.2.2008 | 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
ekki draga hlutina, komdu þér strax að verki...
Elskulegu dömur...hafið þið tekið eftir því hvað er gott að drífa hlutina af!!!
Við hittumst hér yfir rjúkandi tebolla og þó nokkrum súkkulaðimolum...nokkrar hugsandi dömur og vorum að tala um frestunaráráttu. Það er ótrúlegt hvað við getum gert mikið og stórt vandamál úr litlum hlutum ef við byrjum að fresta hlutum í stað þess að klára verkin jafnóðum og þau koma upp...hafið þið tekið eftir þessu?
Þannig að þetta er æfingin okkar ...okkur til betrunar þessa vikuna....allt sem við þurfum að gera...gerum við strax...líka að taka til í sokkakörfunni...svara bréfum...hringja símtöl sem við höfum kviðið fyrir...heimsækja vini okkar...dekra við okkur sjálfar...panta snyrtingu...kaupa okkur nýjan kjól...fara í vax...lit og plokk...hvað sem er...bara fronta það strax og ljúka því af.
Ein góð kona sagði mér að við ættum svo að verðlauna okkur fyrir allt sem við gerum vel...hún fékk sér til dæmis prins póló í verðlaun og tók það í sundur...lag fyrir lag og var lengi að njóta þess...þannig vandi hún sig á að dvelja í vellíðan og í núinu og njóta....ekki gleyma að njóta hverrar stundar sem við fáum ...við eigum það skilið elskurnar...
Klárum þetta my ladies..
ykkar
lady a
Lífstíll | 20.2.2008 | 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar