Sælar elskurnar,
Ég er í smá prob með tölvuna mín ennþá...hún er ekki alveg sátt við að vera komin heim í dimmuna svo ég get ekki klárað að setja inn myndir og svona..en það líður hjá..þarf bara að finna einn góðan tölvukall því ég er búin að fikta...meira að segja búin að tala við tölvukall...indælismann og ágætisdreng hjá símanum en við sættumst á að þetta væri eitthvað alvarlegt mál og sennilega þyrfti að kalla út sérsveitina eftir hátíðar..
Hvað um það...hér er ég komin til ykkar á klakann og það hefur verið svo skemmtilegt að hitta ykkur, knúsa, kjassa og rifja upp ferðasöguna þó flestar hafi nú fylgst með og viti allt um þetta ævintýri okkar...þá er alltaf gaman að segja frá...og undirbúa með ykkur næstu ferð..engin lognmolla hérna megin...endalaust gaman og ný ævintýri alltaf handan við hornið ef augun eru opin ...
Fyrstu dagarnir fóru að sjálfsögðu í að hitta familíuna...og svo voru barnabörnin tekin á hús og við lékum okkur í öllum okkar uppáhaldsleikjum...eltingarleikir, tröllskessuleikir og svo kenndi ég þeim auðvitað frisby og við erum að ná upp nokkuð góðri tækni á svefnherbergisganginum án þess að margar myndir hrynji niður af veggjunum... enduðum reyndar með nokkra marbletti og einar blóðnasir...svo mikill var hasarinn en það var þess virði því við hlógum mikið og skemmtum okkur af heilindum..og þá gróa sárin fljótt...
Við fórum svo í einstaklega skemmtilegt jólasammenkomst hjá Ingu og Birni, vinum okkar handan við ána í gærkveldi. Þar voru alls kyns kræsingar á boðstólum...sunnlenskar í bland við norðlenskar og svei mér ef ekki örlaði á dönsku, lekkeru ívafi.. Þarna voru miklar andlegar og heimspekilegar pælingar í gangi og við gleymdum okkur við skemmtilegt spjall og fórum auðvitað síðust heim...
Í dag er svo Þorláksmessan góða...keyra út pakka...hitta vinina og spjalla, kreista og knúsa..keyra ömmuna í onduleringu til systu minnar sem hefur hendur í hári okkar allra svo lúkkið verði nú í lagi um jólin...Allar dömurnar í fjölskyldunni hittust svo að venju klukkan 5 hjá ömmu í smörrebrauði og huggulegheitum...allar fengu sína Þorláksmessugjöf...eitthvað dömulegt og lekkert...ilmandi og mjúkt í jólabaðið. Svo var haldið heim á leið...pakkað síðustu pökkunum og hlustað á kveðjurnar í útvarpinu..kveikt á kertum og tekið á móti gestum..allt svona notalegt og gott í dimmunni...
Á morgun er komin aðfangadagur..ég er að baka brauð með kúmeni og svo er möndlugrauturinn í hádeginu...þið komið ef þið verðið svangar og finnið ilminn leggja út götuna...Við förum svo í jólamatinn til litlu fjölskyldunnar á Lækjarbakka..þar verður humar í forrétt...síðan hinn annálaði hamborgarahryggur með rauðkáli og grænum Ora...eplasalati og rjómasósu...malt og appelsín með...og heimalagaður ís með heitri súkkulaðisósu rekur lestina...úps hvernig verður fituprósentan eftir þetta...og ég sem ekkert sippað síðan ég kom heim...en eins og við segjum dömurnar...live a little...den tid den sorg...
Seinna um kvöldið tökum við svo jólarúntinn á milli ættingjana....kíkjum á pakkana og í nokkra konfektkassa..og jafnvel smökkum fleiri heimagerða eftirrétti...ummm ..hvað ég hlakka til...
Svo verða auðvitað fastir liðir eins og venjulega...og það besta...nema nú er ég hætt að fá að sofa hjá ömmu og afa á jólanóttina...ekkert er betra en að skríða uppí hreint rúmið með góða bók og fullan stamp af rúsínukökunum hennar mömmu, ískalda mjók, suðusúkkulaði ...jú og epli til að þurfa ekki að fara fram að bursta...
Svona eru jólin...heit og feit...mjúk og hlý...hefðir og gamlir siðir sem verða mikilvægari með hverju árinu sem líður...þetta er jú það sem gerir okkur að því sem við erum...allt það sem við fáum og gefum af okkur í samneyti við fólkið sem við elskum...og elskar og okkur eins og við erum...góð og væn jól...rauð eða hvít...skiptir engu máli því við erum saman...hamingjusöm, glöð og frjáls!
Farið vel með ykkur elskurnar...um jólin og alltaf...þið eigið allt það besta skilið.
Gleðileg jól og megi nýja árið verða ykkur gjöfult og gott, dásamlega skemmtilegt, litríkt og lifandi.
Takk fyrir allt svo gott og skemmtilegt á árinu sem er að kveðja okkur..takk fyrir vináttuna og endalausa gæskuna og gleðina sem ég hef átt með ykkur.
Jólaknús
a
Lífstíll | 24.12.2007 | 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggað í háloftunum....
Sælar elskurnar ...nú sit ég hér uppi...ofar skýjunum, í einum 40 þúsund fetum...frostið hér úti eru ein 84 stig C og mér sýnist að við séum að fljúga yfir Jerúsalem...hefði verið gaman að líta við ...ætli það sé ekki orðið jólalegt hjá þeim ... Ég skemmti mér afskaplega vel. Það eru að verða búnir einir fimm tímar af flugferðinni og ég var rétt að setjast eftir háltíma fótalyftur, teygjur og ýmsar æfingar á gólfinu..aðeins að ná púlsinum upp...kellingin er nú orðin í það góðu formi að það má ekki skemma það...Meira að segja ein konan spurði mig hvort ég æfði *Mui Thai*...en það er auðvitað vegna hinna geysilega lekkeru mjaðmasveiflu sem ég lærði af Mr. F...eða kannski hefur hún verið frá Houston...
Við fórum af stað snemma í morgun. Ég reyndar svaf ekki dúr í nótt...skil ekki afhverju það gerðist því ég hef sofið eins og postulínsdúkka síðan ég kom hingað...kannski er líkamsklukkan svona fullkomin að hún hefur ætlað að taka snúninginn strax eða þá að sálin hefur farið í mótstöðu...vill ekki fara úr flæðinu...en ekkert hik...árdagsblik örmum vefur...Mr. F mætti fyrir klukkan áttahundruð og mældi, vigtaði og kleip!!! Árangurinn var ótrúlega góður; á einum mánuði hefur fituprósentan lækkað um 5% hjá hvoru um sig...Mr. G hefur reyndar misst 5 kíló og ég bara 1og ½ kílógramm...sem ég túlka á þann eina veg sem ég get...annað hvort hef ég bætt á mig meiri vöðvamassa...jú vöðvar eru þyngri en fita...eða...og mér þykir það jafnvel líklegra..my ladies...og get vel lifað við það...að þarni spili einhverja rullu, súkkulaðiátið og ísinn sem ég hef innbyrt umfram hann Guðmund minn sem er með stabilli mönnum austan fjalls...en ..common..live a little..ég verð þá bara að sippa meira...a lady has to do ..what a lady has to do...including indulging herself in chocolate...little white here and there...væburi...dæburi og margaritas...
Við fórum svo í smáútskriftarferð á Jameson og fengum okkur kaffi með Mr. F og dósentinum og þangað kom svo Pálmi, blessaður öðlingurinn og skutlaði okkur svo á flugvöllinn. Ferðin gekk vel, tók rétt rúman klukkara og við tékkuðum inn og borguðum sekt hjá löggunni fyrir að hafa verið ólöglegir innflytjendur í fimm daga...en það var hverra bahta virði...
Skottuðumst um í fríhöfninni...vá er Bangkok flottur völlur! Ótrúlega einfalt að fara þarna í gegn þótt þetta sé risaflugvöllur...hönnunin er snilld og allt gert aðgengilegt og fljótlegt að komast um. Fengum okkur klúbbsamloku og túnfisk...ekki nærri eins gott og hjá Jameson gamla en slapp til og kaffið var gott.
Við fórum svo í loftið kl.13.20 með Eva Air, reyndar með aðeins eldri þotu en við komum með en Boeing 747- 400 var það, rúmgóð og þægileg í alla staði. Ég byrjaði á því að steinsofna áður en við fórum í loftið og vaknaði svo hress og kát eftir um klukkutíma og fór að horfa á einhverja þá allra bestu gamanmynd sem ég hef séð í langan tíma. Þetta er svona black, british comedy eins og þær gerast bestar og flugvélin var í krampa...við hlógum og grétum til skiptist og slógum okkur á lær...í alvöru...fólk var svo hávært og hreinlega veinaði af hlátri...ein konan kleip í nefið á kallinum sínum og hélt fyrir munninn á honum og bað hann að láta ekki svona...við hin fengum bara að veina af hlátri í friði...kallinn brást hin versti við og sagði..."Shut up, you old cow"...svo er verið að tala um að erlendir eiginmenn séu kurteisari en okkar...aldrei mundi nokkur íslenskur eiginmaður sem ég þekki tala svona við konuna sína...ekki nema hann væri þá bara bæði góður í ensku og fljótur að hlaupa...og það fer nú sjaldan saman hjá þessum elskum.. að þeir geti gert tvennt í einu...
En fyrirgefiði elskurnar mínar...sjáiði endilega þessa mynd. Hún heitir Death at a Funeral og leikstjórinn er Frank Oz...og myndin er einfaldlega tær snilld. Frekar ósamstæð fjölskylda kemur saman til að jarða pabbann...samkynhneigður dvergur birtist í jarðaförinni og segist hafa verið elskhugi hins látna..bara svona til að gefa ykkur hugmynd...en þið grátið af hlátri...ég lofa ykkur því!!!Ég ætla að kaupa hana og eiga ef úlfshrollur læist að eða bara ef mig langar að hlæja mig máttlausa með tvo vasaklúta...æðisleg mynd til að horfa á ...við saman!!!og þá kannski með súkkulaði og í ullarsokkunum...ummmm.
Tók svo stutta pásu, borðaði og tók eitt öryggis og vara...en skellti mér svo strax á aðra bíómynd..ég elska að fara í svona mörg bíó í röð...allt öðru vísi mynd en líka rosalega sterk..tárin láku líka þarna en af sorg yfir óréttlætinu og hræsninni sem við höfum látið viðgangast í mannheimum í árhundruð..Þessi mynd er í leikstjórn Milos Forman og heitir Goya´s Ghosts. Gerist á 18.öld og lýsir spillingunni sem fylgir valdinu og hve óhemju miskunnarlausir kirkjunnar menn voru í nafni bróðurkærleikans og ástarinnar á hinum sem minna máttu sín í samfélaginu...Þeir voru svo óheppnir að verða fyrir skörpu auga rannsóknarréttarins hræðilega á Spáni áttu sér ekki undankomu auðið en það er hárbeitt atriði í þessari mynd þar sem einn presturinn segir ungri stúlku sem hann er að pynda til að játa eitthvað sem hún veit ekki einu sinni hvað er...að Guð muni ekki láta hana finna til bara ef hún segi satt...og svo nauðgar hann henni og barnar hana...og hún endar á geðveikrahæli...en myndin endar þar sem hún hleypur á eftir honum , dauðum sem betur fer...og kyssir hönd hans...Þetta er líka mynd sem fer í safnið my ladies....really such a good one...
Nú er klukkan að verða átta...við búin að fljúga í eina sex tíma og þá hálfnuð í háloftunum...Nú sit ég hér og skrifa ykkur og hlusta á spænska tónlist á meðan...hugsið ykkur tæknina nú til dags...er´etta ekki skondið og skemmtilegt! Flestir eru sofandi í kringum mig...enginn býður súkkulaði og ég sé ekki neinn eins og er sem gaman væri að gera á smá svona mannlífsrannsókn...þannig að ég ætla að skoða dagskrána og kannski kíkja á aðra bíómynd fyrir okkur...ein er hér frá Íslandi sem heitir Endless Riding in Iceland...einhver jöklamynd..kannski eins gott að venja sig við ....meira á eftir darlings..æ, kemur hún ekki með samloku þessi elska...jú, þetta fer nú að detta í leggjara...eða ætti ég kannski að vera dugleg og taka til í myndunum...
Sælar aftur my ladies...nú erum við yfir París...ekki leiðinlegt að rifja upp jólaskreytingarnar í París...mjög dömuleg og lekker borg!
Síðan ég hitti ykkur áðan er búið að taka leggjara...síðan tók ég aðeins til í myndunum...fékk alveg verki í æðarnar að horfa á familíuna alla...mikið hlakka ég til að hitta þau og knúsa...þetta hefur verið svo stutt og fljótt að líða í fríinu en aftur finnst mér svo óralangt síðan ég hef séð fólkið mitt....ykkur öll...Síðan skrapp ég aftur í bíóið..horfði á eina ævintýramynd, nokkuð skemmtilega sem heitir Stardust...ekki svona outstanding eins og hinar tvær en Dustin Hoffmann og Michelle Peiffer eru alltaf góð...Svo las ég Osho, merkilegan kafla um það þegar lærisveinn kom til Buddha og vildi fá svör við nokkrum spurningum....Buddha sagði honum að þegja í eitt ár og spurja svo...hugur hans væri fullur af skoðunum og myndum sem fylltu huga hans svo hann myndi ekki heyra svörin þó hann fengi þau...hlustaði líka á Hahn tala um gleðina í núinu.....báðir jafn dásamlegir...svo tók ég nokkrar góðar tásuteygjur, ökkla, hné og læri...og allt í góðu standi..búið að borða og svo er endalaust borið í okkur vatn þannig að við blásum ekki út af bjúg...það er hugsað fyrir öllu í háloftunum...
Nú erum við að lenda í London eftir klukkutíma eða svo og nú verður spennandi að sjá hvort við náum vélinni heim í kvöld eða hvort við þurfum að gista í heimsborginni...
Læt ykkur vita my darlings....kross my fingers...
Jæja....nú er mín komin heim í heiðardalinn...umm hvað er alltaf gott að koma heim í mjúka rúmið sitt og lyktina sína...allt eitthvað svo notalegt og homí...þið vitið...
Við komumst heim..ekkert mál, flugum á Keflavík, Drífa Björk og Sara Jasmín biðu okkar með kossa og knús og við vorum komin heim um klukkan hálf fjögur,,,fórum beint að sofa ...ég sofanði með mýkstu og yndislegustu handleggina um hálsinn og vaknaði aftur með sömu handleggina við koss...amma...þegar við erum búnar að teygja okkur...eigum við ekki að gá hvað jólasveinnin hefur gefið mér í skóinn...úps!!!! En allt hafði reddast...nammi komið í skóinn...við fórum fram og fengum okkur heitt normalbrauð með smjöri...íslensku smjöri og osti...voða var þetta gott! Ég er svo ...afrugluð...ekki nokkuð tímarugl og eins og ég hafi ekki flogið...Búin að rétta mig af og lífsklukkan komin í taktinn...Við Sara Jasmín tókum smá frisbyæfingu á ganginum...Daníel Victor og Lóan mín komu og við áttum góða stund saman...kíktum í töskurnar og hnusuðum af Thailandi...það er fátt betra en koma heim og fá að faðma og kyssa barnabörnin sín...
Eftir hádegi var svo snyrtistofan..vax, litun og plokkun...dásamlegt að komast í onduleringu hjá Eydísi minni...svo farið í yfirferð á fjölskylduna...knús og kram í allan dag...gott að hitta alla og rifja upp ferðasöguna...allir vilja komast til Thailands og vera með okkur í Nirvana,,,endalaus hamingja og gleði í flæðinu!
Æ, þetta er svo skemmtilegt allt saman...á morgun er komin nýr dagur og sporin sem ég steig í nótt...fyrnast fljótt á þessum stað...
Gott að koma heim í dimmuna...kveiki á kertum og reykelsum fyrir ykkur og okkur...við eigum það svo sannarlega skilið...
Knús
ykkar
a
Lífstíll | 20.12.2007 | 03:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sælar elskurnar,
Takk fyrir allar þessar yndislegu afmæliskveðjur...gamla konan var hálfklökk alla leið hér austur í Asíu...en það var svo gott að finna hlýjuna og hvað ég er heppin að eiga ykkur að...djiii...hvað mér þykir vænt um ykkur og hlakka til að sjá ykkur og jólin heima...
En það var náttúrulega bara skemmtilegt að halda uppá daginn hér í sólinni...þið vitið hvað mér finnst gaman að leika mér í sjónum....enda vitum við dömur að við verðum ekki gamlar af því að leika okkur..heldur vegna þess að við hættum að leika okkur...
Þannig að elskulegu herrarnir mínir, MR.G og Mr. F ákváðu að láta allt eftir mér og ég fékk að fara á ströndina...reyndar ekki fyrr en eftir æfingu sem hreinlega , nánast gekk af mér dauðri...aldrei hef ég svitnað annað eins...my God! En það var þess virði að finna endorfínið streyma útí æðarnar og gleðin ískraði í mér...loksins þegar ég kom á ströndina...og við fórum auðvitað beint á vatnskettina og lékum okkur í sjónum...brunuðum um og fleyttum kerlingar...
svo kom Mr. Gr...og lék við okkur í Frisby...og er hann þó ekki mikið fyrir að leika við eldri konur ...nema þær séu búnar að þroska með sér eða versla með kúlurass og kúlubrjóst...en við spáum í það...You know me...allt gert fyrir afmælisbarnið...
Guðmundur minn varð að halda sig aðeins í skugganum...sólin má ekki skína á tattúin flottu...
Þegar sólin var að hníga til viðar þennan yndislega dag...röltum við um Walking Street...kíktum í gullbúðirnar...þeystum svo heim á mótórhjólunum...í bað og ...loksins...loksins fórum við á veitngastaðinn flotta...Birds and Bees...Cabbages and Condoms...Vá..það er svoooo dömulegur staður ...við verðum þarna í dinner....bara reglulega my ladies...Pálmi kom með fullan bíl af skemmtilegu fólki; Mr. F, Himma og Sigrúnu og soninn Orra en við komum þrjú þeysandi á hjólunum....ammiliség still in my forties...Mr. G my husband...and fóstursonur okkar...Mr. GR....
Dásamlegur matur...staðurinn eins og aldingarðurinn Eden...félagsskapurinn góður ...fullkomið!!!
Við fórum síðan beint á hverfisbarinn...horfðum á Arsenal vinna Chelsea 1:0....kellingin...alltaf í boltanum og svona....hittum vini okkar Dolla og Dúa sem voru þarna...hamingjusamir, glaðir og frjálsir...skoðuðum glænýja hvolpa...en ekki allt búið enn...við urðum auðvitað að kveðja uppáhaldsstaðinn okkar á Búddhahill og svo skoða útsýnið yfir borgina...rennt niður brekkurnar og svo beint inn í draumaheiminn...þar sem haldið var áfram að bruna um hafflötinn...
Æðislegur afmælisdagur....takkotakk:-)en ég átti það skilið....ekki satt!!!
Svo kom 17.des....síðasti dagurinn okkar hér í þessari Paradís....en við komum aftur..það er pottþétt!Bráðum fáum við afhent húsið okkar og þá þarf mín nú aldeilis að koma og mublera...gera huggulegt og kósí áður en þið komið allar elskurnar mínar....
Við gerðum þetta vanalega...þið vitið fórum í ræktina og fengum síðustu leiðbeiningar Mr. F og lofuðum að halda áfram og vera í forminu...jafnt sem flæðinu....Fórum svo út að versla nokkrar jólagjafir og skottast um...
Elskulegur vinur okkar dósentinn mætti svo á staðinn um miðdaginn, þreyttur eftir flugið en sæll og glaður eins og við erum öll þessa dagana...færði okkur ljóðabók eftir sig handunna...þannig að við verðum í ljóðalestri í fluginu á morgun...
Við enduðum svo á sama stað og við byrjuðum...lokuðum hringnum á okkar uppáhaldsstað..jú, jú, þeim indverska með butter chicken...alveg eins og við borðuðum fyrsta kvöldið...reglusamt fólk hér...og svo auðvitað kaffi á eftir á Coffee 94...
Hittum Mr. Gr. sem kom og gaf okkur einstaklega fallegan Búddha úr Sólarsteini sem glitrar í dimmunni og lýsir upp skammdegið þegar við komum heim...ég fékk líka Chanel nr.5 frá Mr. F svo ég geti nú ilmað af Thailandi ilmi á Íslandi...ég segi nú bara eins og vinkona okkar...eðaldaman Marilyn Monroe þegar hún var spurð í hverju hún svæfi....Chanel no.5...my kind of pyjamas..
Heimferð á morgun...morgunverður kl. áttahundruð á Jameson með félögum okkar...íslenskufræðingunum báðum...og svo brottför til Bangkok með Pálma...
Ævintýrið senn á enda...
sjáumst fljótt elsku þið heima í dimmunni...
ykkar alltaf og endalaust
a
Lífstíll | 17.12.2007 | 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja elskurnar mínar...
Enn kemur hann mér á óvart minn elskulegi eiginmaður....ég veit ekki alveg hvað er að gerast með hann en hann kemur gjörbreyttur maður úr þessari ferð...my metróman...gengur í bleiku...notar rakakrem og ýmislegt ekki alveg prenthæft..rakar sig reglulega undir höndunum og víðar...komin með gullkeðju, missir sig í búðunum... og hvað haldiði að hann hafi gert í dag...bíðið nú bara við...andið djúpt og eðlilega...inn, út...inn, inn...út!!!Það liggur við að ég haldi að bráðum birtist hér blátt reiðhjól...hann fékk sér tattoo...og ekki eitt,- elskulegu dömurnar mínar heldur tvö......fyrst rosaflottan dreka...svona thailenskan en ekki var það nóg...kjarkurinn óx...enda 40 ára draumur að rætast og svo bættist við tiger...ekta tígrisdýr með gul og glóandi augu og rauðan munn...gapandi og blóðdroparnir leka niður munnvikin...
Við byrjuðum semsagt daginn á hefðbundinn og mjög svitastorkinn hátt...æfingar og...takið eftir 500 sipp...segi og skrifa... 500 sipp!!!Og við blésum eins og hvalir en við gátum þetta...og nú er planið að auka um 100 sipp á viku...ég veit ekki hvað lengi en ef markaðurinn heima á Íslandi yxi í takt við sippið hjá okkur ...þá væru nú ekki vandamálin..
Mr. F er að undirbúa okkur undir brottför..skráir niður skilmerkilega allar æfingar og planið er að halda áfram heima í Lifandi húsi hjá Berglindi okkar og Eygló eftir að heim er komið...ekki má slaka á og missa niður vöðvamassann...no way! Örlítið bólar þó á viðskilnaðarkvíða en við herðum upp hugann og reynum að muna allt sem við höfum lært...
Eftir æfingarnar fórum við svo í verslunarleiðangur...keyptum nokkrar jólagjafir og Mr. G fór í sína draumaferð á tattústofuna góðu...kom heim svo ósköp glaður ...langaði í meira svo við fórum aftur og hann fékk annað eins og áður sagði. Slökuðum á seinni partinn í sólinni, fórum svo út að borða og aftur að versla...en ekki mikið bara smáááá..
Nú er hér tunglið í náttfötunum...hitastigið um 30 gráður ...rakastigið heldur að aukast en veðráttan hér er...held ég bara besta sem ég hef smakkað so far...
Góða nótt my sweet little ladies...sleep thigt
See U soon...
a
Lífstíll | 15.12.2007 | 13:28 (breytt kl. 17:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sælar elskurnar,
Nú er heldur betur að styttast í sportsokkunum hjá okkur...mikið um að vera og allt á að gera ....
Fórum í ræktina og tókum heldur betur á bingóvöðvunum...úff, hvað við erum að verða mössuð...
Mér bara krossbregður þegar ég lít á hann Guðmund minn...hann er orðinn eins og vel vaxinn stóðhestur úr Gaulverjabæjarhreppi...bringan hvelfd og kviðurinn sem stálborð í kjötvinnslu kaupfélagsins...að ekki sé nú minnst á lærvöðvana...úps! Svei mér þá, my ladies...ég held að meira að segja skónúmerið hafi hækkað um tvö kalibör...ég keypti reyndar þetta hár á hann af thailenskum unglingi á ströndinni en...það klæðir allt hann Guðmund minn alveg einstaklega vel...já...það voru ekki bara gáfurnar sem ég féll fyrir á sínum tíma..kellingin...góð með sig sisters...
Eftir mikil átök fór hann svo á ströndina og leitaði þar að vinkonu sinni..sem hann hafði mælt sér mót við og hún...þessi ágæta kona hafði lofað að taka hann í sjúkranudd á hné en eins og þið munið elskurnar lenti hann í uppskurði áður en við fórum hingað út...og hann beið og beið og beið og beið...en same same...hún mætti ekki svo hann varð ónuddaður frá að hverfa í það skiptið...hittum hana svo reyndar í dag og þá sagðist hún hafa þurft að nudda heila rútu af túristum...hún er líka rosalega góð nuddkona...og þó Guðmundur minn sé góður og borgi vel þá jafnast hann nú kannski ekki við heila rútu...no money...no honey...
Heim var svo haldið eftir snæðing á Subway...sturta og punterí...lita, plokka, meika, mála...fara í sparigallann þar sem við áttum pantað borð á miklum menningarviðburði á okkar ástkæra Jameson...VIP sæti biðu okkar og við borðuðum og drukkum ...hlustuðum á uppistandara frá ýmsum þjóðlöndum gera grín að sjálfum sér og öðrum í ættinni..Og talandi um jólaskraut...það er ekki lófastór blettur í salnum sem ekki er skreyttur...allt í blingi og glingi...og litadýrðin er stórkostleg eins og við er að búast hér í heimalandi regnbogans...
En...þrátt fyrir dásamlegan mat...eins og alltaf á Jameson...var enginn almennilegur eftirréttur...aðeins var boðið uppá Kidney Pie í gulri sósu eða...svona Grétars vegna... vonandi voru þetta ekki innyflaafgangar..heldur frekar hinn víðfrægi Yorkshire Pudding sem einnig er af óþekktum uppruna...já...það vantaði ísinn svo við skruppum yfir á Beach Road og fengum okkur dásamlega ísrétti þar...meira að segja Fondue...hugsið ykkur að sitja úti með allavega litar ískúlur og heita súkkulaðisósu ...30 stiga hiti og logn...já...og ég veit að ísskápar og þök eru að fjúka heima á Fróni...og hér sitjum við með bros á vör...en við söknum ykkar samt elskurnar:-)Jú...það er satt!!!Ting Ting Sjúúú...
Dæmigerður endir á góðu kvöldi ...var svo auðvitað fótanudd á Siam og svo svifið inn í draumalandið túrkísbláa...
Í dag er svo kominn föstudagurinn 14. Nú var enn tekið á því í ræktinni og svo beina leið á ströndina...Guðmundur minn var enn að leita að nuddkonunni góðu sem ekki kom svo hann fékk hina hláturmildu, fráskildu sem kom með dóttur sína gjafvaxta og þær mæðgur nudduðu okkur vel og vandlega um leið og við fengum ævisöguna alla...eins og hún lagði sig...sem betur fer kunnum við orðið nokkuð í thai-enskri mállýsku...og skildum mest allt sem þær sögðu...og ekki var hún falleg lífsreynslusagan en...þetta eru hörkukonur sem bjarga sér við erfiðar aðstæður...það er sko ekkert comfort zone á þeim bænum...kallinn sem var bæði drykkfeldur og boxari...veit ekki hvort hann var íþróttamaður sem æfði box eða hvort hann barði konuna sína...same, same but different...no can do...allavega...þessi smávaxna kona skutlaði honum útá stétt...væntanlega með boxhanskana og wiskhyflöskuna...og síðan hefur hún unnið hörðum höndum og menntað dóttur sína í sömu iðn..og þær hafa það fínt í dag...þið sjáið það að byggingaverkamaður hér hefur 200 baht á dag...en nuddkona á ströndinni tekur það á klukkutíma...og ekkert vesen...skattmann eða svoleiðis...
Við hjóluðum svo heim á hótel...hittum Mr. P framkvæmdastjóra og stjórnarformaðurinn fór með honum í húsgagnakönnunarleiðangur og pappírsvinnu...Mr. F var fjarri góðu gamni...mikið að gera ...taka á móti nýju fólki og gera og græja...en vá!!!Hvað er margt flott til hér...erum búin að sjá út ótrúlega flotta samsetningu í heilsuparadísina...úti og inni..getum varla beðið eftir að fara að innrétta..
Hvernig haldið þið að væri til dæmis að dýfa sér ofan í heitt freyðibað í þessu nuddbaðkari með blæjum og öllu...kveikja á kertum og spila ljúfa tónlist...tala nú ekki um ef nuddarinn biði svo inni í rúmi með heitt súkkulaði og jarðaber...svona verður þetta...alla daga my ladies...já...byrjiði bara að bóka...fá munu færri en vilja...
En Mr. P var ekki af baki dottinn...fann einstaklega flottar græjur sem nota má til að klóra fólki á bakinu...eða hvað dettur ykkur í hug!!!Hvað hét hann aftur...Johnny Depp í Schissor man...var hann ekki með einhverjar svona græjur...það er allt til hérna...svei mér þá!
Ég sé það núna að ég hefði þurft að vera duglegri að skoða búðirnar hérna...er alltaf að sjá eitthvað nýtt...og er samt búin að vera hér í heilan mánuð...en það er gott að eiga það eftir með ykkur þegar þið komið..
Eftir mikla törn...þá á ég við svona atvinnulega séð...var tekin smá slökun og fundað um atburði dagsins...síðan haldið á Jameson í einn stuttan og léttan kvöldverð því mikil þreytumerki voru á fólkinu. Þar var fámennt...nú eru að hefjast hér forkosningar og þá er vínbann á öllum börum fram á miðnætti á sunnudag...eins gott að ég er í góðum félagsskap og fæ andlega næringu sem auðveldar mér aðskilnað við áfengið...ekkert hvítt framundan fyrr en ég sé White Christmas...með ykkur á Íslandinu...
Sjáumst eftir 4 daga...
kossar og kjass
a
Lífstíll | 14.12.2007 | 16:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur...
Í dag héldum við stjórnarfund á ströndinni..Mættir voru allir í stjórn og varastjórn...menn skiptu með sér verkum og létu nudda sig á meðan stórar ákvarðanir voru teknar sem varða framtíðina okkar og vonandi ykkar...kannski ekki alveg jafnmikilvægur fundur og haldinn er á Bali þessa dagana en samt...U never Know...
Við erum að verða mjög thailensk í háttum...þótt einn og einn íslenskur málsháttur fljóti með til að halda okkur við efnið...menn flá hér feita gelti...drepa mann og annan...bóndi er bústólpi...bú er landstólpi...því skal hann virtur vel nema búskussi sé úr sjö sýslum...austan sólar og sunnan mána...það er jú dagur hreintungustefnunnar á Íslandi...same same...mundi dósentinn okkar segja og setur hann nú í herðarnar yfir málvillum íslenskra háskólastúdenta heima á Fróni...en back to the basics...
Við hófum þennan fyrsta formlega stjórnarfund á því að borða saman...eins og sannir Thailendingar...skiptumst á skoðunum yfir túnfiski...færðum okkur svo niður að sjó þar sem við berháttuðum fótleggina og fengum nudd..mani og pedi...og vindurinn blés af hafinu bláa...allar nauðsynlegar ákvarðanir voru teknar...fumlaust og af miklu öryggi.
Við munum nú leggja okkar af mörkum til þess að þið getið náð fullri heilsu...andlegri sem og líkamlegri...á dásamlegum stað þar sem ekkert mun trufla ykkur og þið munuð uppskera eins og til var sáð...við erum mjög spennt að framkvæma þetta allt og hlökkum til að kynna dæmið fyrir ykkur..hér og þar sem við munum hittast næst!
Það er sem sagt verið að undirbúa Nirvana...algjöra heilsuparadís hér austur frá og ekkert mun toppa þetta...betra er að vera laukur í lítilli ætt en strákur í stórri...
Regluleg fundarhlé voru tekin...fundarmenn fóru í sjóinn...gengu með hundinn Robbie...skoðuðu konubrjóst sem eru næsta fátíð hér nema hulin...gengu í flæðarmálinu og spekúleruðu fram til sólseturs...þá var fundi slitið á sama stað...með sameiginlegri máltíð og síðan haldið heim á leið eftir velheppnaðan fund...úthvíldir fundarmenn með bros á vör...ekkert stress bara verið í flæðinu...
Dásamlegt! Held að þið ættuð að taka upp þessa stjórnarhætti heima á Íslandi...hugsiði ykkur bara á verðbréfastofunum ef allir færu úr skónum..eða þegar komið er inn í bankana...allir saman berfættir...sitjandi flötum beinum og allar ákvarðanir eru eitthvað svo auðveldar að taka með nýnuddaða fæturna...olíuborna og háglansandi glaða...
Eins held ég að yrði til dæmis gott að taka upp svona fótanudd í flugvélum...ímyndið ykkur hvað gengið í FL Group myndi hækka ef þeir byðu upp á fótanudd í háloftunum...og í Baugur Group ef maður fengi fótanudd við kassann á meðan raðað væri í pokana...
Þær segja okkur hér í Thailandi að allir taugaendar komi saman í tásunum og ef þær eru glaðar skili það sér allt upp í toppstykkið...ekki veitir af....
Já...lífið er ljúft ef tærnar eru glaðar...
Bestu kveðjur til ykkar elskurnar mínar...takk fyrir allar góðar kveðjur og kakódrykkjuna fyrir okkar hönd...að ekki sé nú minnst á sherrystaupin og púrtvínsstaupin sem þið innbyrðið...allt í okkar þágu..ég held mig við Hyber Dyber og Margarituna...og lauma einu og einu hvítu með...allt fyrir ykkur krúsidúllurnar mínar....
lovjú endalaust enn og aftur...
a
Lífstíll | 12.12.2007 | 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar elskurnar,
Í dag vorum við á ferð og flugi...skoðuðum land við ströndina með fasteignasalanum okkar sem er mjööööög spes náungi...ég vil ekki fara út í of nánar lýsingar á líkamlegu atgervi hans en...my ladies...hann er fótsmár og allur frekar nettur...með langar neglur en á flotta bíla...say no more...muniði eftir sögunni sem ég sendi ykkur um daginn...um músina og fílinn!!!Nákvæmlega það sem allar konur vita...
Við áttum sem sagt ekki viðskipti við þennan mann...en við erum á fullu við að kynna okkur málin og lærum helling á hverjum degi...tíminn flýgur og margt er mjög spennandi hér! Læt ykkur fylgjast með og svo verður mjög nákvæm ferðasaga í næsta dömuboði...promise!!!!
Seinni partinn fórum við svo og hittum nokkra klæðskera..pöntuðum og skoðuðum...mjög hagstætt að kaupa sérsaumuð dress hér...eins og reyndar allt annað! Kvöldið var svo ljúft og fallegt...borðað og farið í kaffi á Starbucks...en svo...já eins og svo oft áður...endað á fótanuddi sem var dásamlegt...og svo ljúfur rúntur á mótorbike...útsýnið yfir borgina er stórkostlegt og logn og blíða sumarsól hér fram eftir nóttu....
Látum okkur líða vel og brosum breitt...það er svo skemmtilegt!
knús og kuðungur...
a
Lífstíll | 11.12.2007 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
frá okkur öllum í Thailandisöknum þín og vildum vera komin núna í heitt súkkulaði og perutertu..pönnsur og kruðerí...er með þér í huganum elskan og veit að þú nýtur dagsins
Thailendingar samglöddust okkur mömmu og héldu daginn hátíðlegan um land allt og miðin líka...verslanir voru flestar lokaðar og mikið var skotið upp af flugeldum...fann enga aðra skýringu en að mamma mín ætti afmæli...svo ég held mig við það...ótrúlegt hvað þeir eru næmir hérna þessar elskur!!!
Við tókum daginn rólega...tsjillað by the pool...hlustaði á einn gestinn halda fyrirlestur um andleg mál...hann segir að það séu miklir andans menn og konur á sveimi núna í veröldinni...veiti ekki af því það þurfi ekki mikið til að fjölmiðlar taki yfir og fari að stjórna öllu okkar daglega lífi...sjáið bara auglýsingarnar...þær stjórna miklu í lífi okkar, hvað við borðum, hverju við klæðumst...hvað við ætlum að gefa í jólagjöf...eða hvað!!! ....umhugsunarvert...ég er að spá í að kynnast þessum kalli á morgun...hann er skemmtilegur...situr alltaf í lauginni og gerir jógaæfingar..lítur út eins og jólasveinninn með kúluvömb og hvítar krullur um allt höfuðið...kom hér fyrst í hittifyrra og var einn mánuð, svo í fyrra 4 mánuði og núna er hann í 6 mánuði...jú Thailand hefur áhrif á fólk...meira að segja á jólasveininn...
En Adam var ekki lengi í Paradís..Mr. F hitti okkur í hádegisverðinum á Jameson og dreif okkur á hjólin...áfram var brunað uppá Búddhahill þar sem við áttum von á léttri æfingu enda frekar heitt í veðri og við orðin þetta fullorðin...og mamma á afmæli....
Ég skal segja ykkur það...
að það var tekið svo hressilega á því að svitinn lak af okkur og við brenndum óhemju magni af kaloríum...fitan lak niður eftir bakinu...niður í sokkana og ofan í nýju skóna...jú við erum komin í asics....eins og þið hin....Mr. F er farinn að klípa í okkur og mæla fituprósentuna...mjög oft...en öfugt við nornina í sögunni um Hans og Grétu, vill hann minnka hana en ekki auka þannig að mér sýnist sem enn eigi að herða á okkur...við fengum reyndar að sippa og skutlast með frisbydiskinn...sem er allt svo skemmtilegt..jú, líka sippið...það er að rifjast upp hvað þetta var gaman fyrir nokkrum áratugum...og svo vorum við kynnt fyrir nýrri bardagaíþrótt sem ég hef trú á að bæti hjónalífið...losar um ýmislegt sem kannski hefur lokast inni...nú get ég látið kallinn hafa það óþvegið og látið eins og ég sé bara að æfa....verst að hann er í sömu aðstöðu og heldur sneggri ef eitthvað er...kallinn....asskoti sprækur hjá mér strákurinn!!
Ég er með sólgleraugu á þessari mynd svo þið sjáið ekki glóðaraugun...en bíði hann bara rólegur...ég mun ná mér upp og þá er ég ekki bara að tala um vörnina...heldur hin frægu , eldsnöggu vinstrikjamma rothögg sem eru fræg hjá allri minni ætt...
En þar sem þetta var hans dagur...fékk hann líka að ráða hvert yrði farið að borða...Mr. Sigurdsson valdi að sjálfsögðu kínastað og vildi fá sér eina væna pekingönd með öllu tilbehör...
Við fórum á voða fínan stað...mikið um ljósaskraut og hvítir dúkar og allt...Matseðillinn kom og við pöntuðum...Við Mr. F fengum okkur það flottasta sem var boðið uppá Peking önd de la casa.....en Mr. Sigurdsson var eitthvað skeptískur á okkar val og valdi sér eitthvað annað...kannski sem betur fer ...matseðillinn var samt ekki á kínversku sko!
Við fengum bara húðina utan af öndunum...ekkert kjöt bara steikt skinn...löðrandi feitt en vel steikt og fallega svona gyllt...bara svoldið vont...vorum svo heppin að Mr.Sigurdsson fékk einmitt símtal í sömu andrá og matinn sinn þannig að við gátum stolið smá frá honum...annars hefðum við hreinlega andast...kokkurinn fékk skilaboð frá þjóninum sem stóð á öndinni yfir þessu og var mjög leið...blessuð stúlkan..kom með skilaboð og nýjan rétt...sem var eitthvað andans fóður og bjargaði því sem bjargað varð á þessum vel upplýsta stað...nei..við förum ekki aftur á þennan stað!!!
Mr. F bjargaði málunum með því að bjóða okkur á dýrasta íshúsið í Thailandi...hann var reyndar svo innantómur eftir ævintýrið í húsi andanna að hann pantaði sér tvo rétti...og þá erum við að tala um stóra...ísrétti að hætti Haagen Dazs...en auðvitað kom Mr.G ...sem alltaf virðist skjóta upp kollinum í nágrenni ísbúðanna...þar er hans flæði...og hann varð heldur glaður og renndi sér í réttina með okkur þannig að öllu urðu gerð góð skil..
Svona er þetta nú hjá okkur hér í Thailandi...allt fer einhvern veginn og oftast vel...
Við ákváðum að enda daginn...eins og svo oft áður á nuddi...héldum af stað og fundum góða nuddstofu...tókum allan pakkann...einn og hálfan tíma í Thainuddi á góðri stofu...þar sem allar voru í bleikum sloppum..mjög dömulegar... og svo skelltum við okkur á Jameson að lokum þar sem tekið var einvígi mikið í Snoker.. mjög var tvísýnt á tímabili hver færi með sigur af hólmi...en eins og þið sjáið af myndunum...og hafið heyrt áður...var þetta dagurinn hans Mr. Sigurdssonar og hann sigraði örugglega...lagði allt sitt í leikinn og uppskar eins og hann sáði...
You have to give ...to get....
Nú styttist í að við sjáumst elskurnar...frétti að Daníel minn væri að geyma handa mér piparkökudeig svo ég missi nú ekki alveg af því að fá réttu lyktina í húsið...hann sér svo um að mála með glassúr...hlakka til elsku prinsinn hennar ömmu og takk fyrir myndirnar áðan...þú ert sætastur...og takk líka fyrir kisuna okkar.
Þúsund kossar og knús heim til ykkar .....a
Lífstíll | 10.12.2007 | 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur mínar ....datt alveg úr sambandi hér og hef ekkert getað annað en hugsað til ykkar...sem ég hef líka gert alveg óspart...internetið var eitthvað í ólagi en er nú vonandi komið til að vera....
Hér hefur allt gengið sinn vanagang...alltaf í ræktinni og svona...þvílíkt skemmtilegt og svo erum við búin að ferðast um svæðið...skoða fasteignir og kíkja á ýmsa möguleika sem eru nánast óendanlegir hér...Asía er framtíðin my ladies...spurning hvað á að velja af öllu sem er hægt að gera hér...
Við höfum verið á ströndinni, verslað, leikið okkur á mótorhjólunum, hitt fólk, farið á kaffihús, borðað á góðum veitingastöðum, gert stöðugar mannlífsrannsóknir og dólað okkur við laugina... en mest af öllu höfum við þó skoðað okkur sjálf og reynt að byggja upp...andlega og líkamlega...árangurinn er að skila sér á ýmsa vegu..suma undarlega en alla skemmtilega!!!
Flest kvöld endum við svo á þann besta máta sem hægt er að hugsa sér...í fótanuddi á einhverri af öllum þeim undursamlegu nuddstofum sem eru hér eins algengar og kaupfélögin voru úti á landi , heima á Íslandi...þegar enginn varð óbarinn biskup en fleiri voru búskussar en búbrjótar...
og stundum fáum við okkur ís líka...svona rétt fyrir svefninn svo okkur dreymi betur...
knús og kram til ykkar elskurnar...veit ekki hvernig verður með jólakortin????Einhver með hugmynd!!!
lovjú endalaust
Lífstíll | 9.12.2007 | 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskulegu dömur...ég varð nú bara hálfsjokkeruð að heyra þessar fréttir að heiman...er ekki allt í lagi þarna elskurnar! Og að þetta skuli vera dama sem setur fram svona fyrirspurn á Alþingi...er það eðlilegt! Hvurslags eiginlega uppeldi hefur þessi unga kona fengið?? Var hún ekki sett í bleikt á fæðingardeildinni? Átti hún ekki mömmur, ömmur og frænkur sem færðu henni bleika kjóla á sængina..kenndu henni að lakka á sér neglurnar frá unga aldri, setja á sig maskara, prófa alla bláu skuggana í boxinu og máta alla háhælaða skó á heimilinu???Hvar voru vinkonur hennar þegar fyrsta ástin kviknaði...og hver kenndi henni að kyssa svo vel að ekki færi varalitur út á kinn...a.m.k. ekki á herranum...
Ég varð hálfklökk að lesa þetta...ef ég hefði ekki verið örlítið tipsý hefði ég áreiðanlega brostið í grát og þurft að grípa í ilmsöltin mín...Aumingja blessuð konan...hefur engin opnað fyrir hana hurðir eða skipt um dekk ...varla gerir hún það þessi elska, ég bara vona að einhver leiðbeini þessari blessaðri, vesalings konu þarna norður á Íslandi á meðan ég er hérna austurfrá! Er ekki einhver góður herramaður sem getur skroppið með hana í rómantískan bíltúr um borgina, sýnt henni lekker dömuföt í búðunum, keypt handa henni smá bling og bleikan varalit...nú og svo kannski bara elskað hana í aftursætinu...
Það bara verður að bjarga þessari dömu...þetta er ekki hægt my ladies,- að einhverri okkar líði svona illa að hún láti sér detta í hug að hægt sé að hætta að ala upp í okkur hinn kvenlega yndisþokka sem við erum svo heppnar að fá í vöggugjöf...strax á barnaspítalanum...en vilji frekar setja okkur í hvíta serki eins og hverja aðra hveitipoka...nei og aftur nei...
Guði sé lof að blessaður ungi herramaðurinn sem sér um heilbrigðismálin þarna heima er vel upp alinn og vel giftur huggulegri dömu, hann hleypur ekki eftir svona vitleysu og óráðsíu...hvað haldið þið að þetta mundi nú kosta...bara ef við skoðum nú það! Væri ekki nær að eyða einhverjum aurum í að græða upp landið, það má vera grænt...þó við dömurnar viljum vera bleikar!
Mér sýnast nú ýmsar blikur vera á lofti heima hjá ykkur elskurnar...fjármálahrun og svona alls konar vesen ..og þess vegna er ég svo gasalega hissa ef samfélagshetjurnar mínar, vænar og grænar...fara að brydda uppá svona vitleysu í öllu þessu hafarýji..kannski er blessuð konan kannski bara að létta okkur lundina og koma með smá húmor inní skammdegismyrkið...
En aftur hingað út til okkar í Thailandi...við erum öll í bleiku ennþá...svífum um á bleiku skýi meira að segja. Vorum að koma úr ræktinni þar sem var tekið vel á í dag...enn og aftur frisbyæfingar og ferskir ávextir...prófaði að synda með púlsmælinn í lauginni við ræktina okkar...
Nú er Mr. F farin að undirbúa okkur undir að viðskilnað við sig...reynir að gera okkur sjálfstæðari með hverjum deginum...festir inni æfingar og í dag lærðum við að teygja á hvort öðru og það gekk vel þrátt fyrir að örlítið bólaði á smá oggulitlum viðskilnaðarkvíða...við erum að komast í svo gott form að það er algjörlega stranglega bannað að skemma það þegar heim verður komið..en súkkulaði er í lagi...ég ætla ekki einu sinni að spyrja um það...það sem dama veit ekki...ræður hún ekki við...
Nú erum við að fara út að borða og svo á að gera aðra tilraun til að fara í bíó og standa upp fyrir hans hátign kónginum...kannski fáum við popp og kók!!
Segi ykkur meiri fréttir á morgun elskulegu dömur...haldið ró ykkar og reynið að vera í núinu þrátt fyrir þessa vitleysu sem veður uppi þarna heima...hendið ykkur bara á háa hæla og í blúndukjólana, gangið hægt og tígulega, beinar í baki og vel varalitaðar...munið að þið eruð dásamlegar konur og njóti þess í botn!
keluknús
a
Lífstíll | 6.12.2007 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar