Fönn, fönn, fönn, fönn...íslensk fönn!!!

studmennSælar elskulegu dömur...við erum komin til Danmerkur þar sem túnin eru græn og vetrargosarnir eru að kíkja upp úr moldinni. Æ, það var svo gott að koma í Grænuhlíðina okkar...allt svo dömulegt og lekkert eftir góðar dömur í dömuferðum sl. árs.

Við þurftum reyndar að aka frá Köben því vinir okkar elskulegir hjá Iceland Express eru bara í einhverju veseni og fljúga ekki á Billund sem stendur...en það vonandi lagast hjá þeim blessuðum..og við getum þá farið að koma með hópa hingað á ný og dúlla okkur við onduleringu og þess háttar....Fylkir minn elskulegur frá Ísafirði sá um að leigja mér bíl..hann er reyndar fluttur í Hveragerði...kannski ég hitti hann einhvern daginn í tesopa og gúrkusamloku!!

ó elskan!Hver haldið þið að hafi beðið eftir mér í fríhöfninni....jú, hann Heiðar okkar! Hann er svo spenntur að hitta okkur og er með ýmislegt skemmtilegt í sokkunum...hann kynnti mig fyrir nokkrum lekkerum dömum sem eru að vinna með honum og þær ætla að senda okkur einhvern glaðning..helst vildu þær koma til okkar og kynna eitthvað huggulegt dömudót fyrir okkur en...það verður næst!Við spjölluðum góða stund og spáðum í krem og svo auðvitað í þema næsta árs...en það verður auðvitað ákveðið núna í Lady in Space þann 16. Eins og okkar var von og vísa, gleymdum við okkur yfir skemmtilegu tjatti og ilmandi nýrri lykt frá Cavalli..og það munaði minnstu að ég missti af vélinni...ekki gott að missa flugið my ladies,,.,.

oog alltaf skín sólinNema hvað í Grænuhlíð...það var svo gott að koma heim í Grænuhlíðina okkar sætu...litla krúttlega kotið okkar með stráþakinu sem kúrir milli trjánna..Við komum okkur fyrir og fórum svo snemma í náttfötin og byrjuðum að horfa á myndir...fyrst Astrópíu og svo Karlottu könguló...en síðast en ekki síst komu STUÐMENN...með Allt á hreinu! CoolÞeir eru svo miklir snillingar...bestir í faginu og fara aldrei útaf laginu...í alvöru my ladies...Þessar myndir þeirra eru snilld, einstakur húmör...við ættum kannski að fá Egil einhvern tíma til að syngja fyrir okkur...eða hana Röggu Gísla..hún er nú ein æðislega lekkerasta dama sem gengur um strætin...Og svo þessi texti...FÖNN...FÖNN...FÖNN...passar svo vel þessa dagana...skil ekki afhverju þetta lag er ekki í stöðugri spilun heima á Fróni...Sara Jasmín er hér með okkur og hún vill sjá myndina aftur í kvöld...og það er það góða við hana, eins og aðrar stuðmannamyndir...hún er endalaust góð og hægt að sjá aftur og aftur...

Nú í dag höfum við verið að hringja í kontaktana hér om kring...spjalla og spekulera...Bent garðyrkjumaður kom í heimsókn og Miranda grannkona okkar. Elvin molvörpubani kemur á laugardag og skipuleggur varnaraðgerðir því lóðin er hér öll útgrafin af þessum blessuðu dugnaðarskepnum...hvernig á að tækla þær? Það er ótrúlegt að engum hafi dottið í hug að virkja moldvörpur??? Hugsið ykkur kraftinn í þessum dýrum! Það hlýtur að vera hægt að láta sér detta eitthvað í hug...sofum á þessu!

Ég fór auðvitað í nokkrar kirkjubúðir...og stelpur...haldiði að ég hafi ekki náð í Carmen rúllur handa okkur á nýja baðið...það kemur inn handy í næstu dömuferð...

Ég fæ stöðugt fréttir frá dömum sem eru búnar að finna sér lekkera kjóla fyrir þann 16. Blár pallíettukjóll...svartur silkikjóll með glitrandi stjörnum...sólgylltur serkur með blóðrauðu sólsetri...Vá! Er þetta að verða spennandi eða hvað?

Sendið mér endilega fleiri tillögur varðandi þema næsta árs...og ekki vera hræddar að skrifa inn athugasemdir my darlings

 

Hlakka til að heyra í ykkurlipsy you beautiful ladies

fingurkoss

og knús

ykkar lady blue


Æ, mig auma...allt á kafi í snjó og ég á kvenfélagsbomsunum..

Fjaðrinar fuku...já, elskurnar...lady blue ætlaði náttúrulega að kíkja á hina nýju og lekkeru dömubúð sem var að opna hér í plássinu í dag..en það var bara svo gasalegt óveður að ég sá varla útúr augunum! Þannig að ég varð að fresta för minni um stund og reyna að kíkja á morgun ef veðurgyðjan verður í betra skapi..

Nú erum við í nefndinni að verða svo spenntar..Heiðar okkar líka að hitta okkur aftur..heyrði í einni sem datt óvart inní Debenhams, þið vitið þarna fyrir sunnan...og þar fann hún svona líka dásamlegan kjól! Aðra hitti ég í bókabúðinni okkar...hún var að spá hvort ekki væri í lagi að vera bara í svörtu með silfurtungl og gylltar stjörnur...jú nóttin er þannig í himingeimnum..Helga er náttúrulega eðaldamabara að nota ímyndunaraflið my ladies...það er svo skemmtilegt að láta stjörnurnar sínar skína. Vonandi eruð þið búnar að panta ykkur onduleringu...takið nú daginn frá fyrir ykkur, gerið ykkur eitthvað til góða og njótið þess að vera dömur og láta dekra við ykkur...

Ég veit ekki hvað herrann ykkar er rómó en ein dama sem ég þekki..og þið þekkið líka...spilar bridds og reykir vindla..drekkur romm og keyrir full...nei ekki svona í alfarleið bara stundum í sveitinni..og það er ekki Helga þó hún sé hér á mynd sko..já hún lætur sinn alltaf dekra við sig og dúllast allan dömudaginn...fyrst færir hann henni í rúmið; nýbakaðan snúð með glassúr og rjúkandi heitt kaffitár...gott ef ekki með oggulítilli rommslettu inná milli...svo kemur hann með málgagnið og gleraugun svo hún geti nú lesið uppí rúmi smástund...svo lætur hann renna í baðið...með ilmolíum og rósablöðum...kveikir á kertum og setur slakandi tónlist á fóninn..fer svo úr öllum fötunum og bíður allsber í baðinu þangað til hún er tilbúin að fá ilmolíunuddið...

Magga og KataNú og svo sveipar hann hana silkidúkum og lætur hana þorna um stund í rúminu..á meðan hann fer og hitar pönnuna og dúllar við hádegismatinn...þá ber hann hana á höndum sér fram að eldhúsborði og hún snæðir með honum en fer síðan inn og leggur sig á meðan hann þvær leirtauið..það er svo gott fyrir hugann að finna volgt sápuvatnið leika um fingurna...

Þegar líður á daginn lakkar hann fyrir hana táneglurnar, púðrar hana og klæðir svo í kjólinn...lagar aðeins hárgreiðsluna og svona smá snikk og snakk hér og þar...ekur henni svo í sinni fínu drossíu á áfangastað þar sem hann fylgir henni til borðs uppáklæddur í smóking...og my ladies...á ég að segja ykkur leyndarmál sem aðeins örfáar okkar vita....

Lára suðurnesjadrottninginhann á sko tvíburabróður sem er ólofaður...eða ég held hann sé tvíburabróðir hans...að minnsta kosti er hann þá í tvíburamerkinu...

Þetta gæti nú verið girnilegur biti fyrir ykkur sem eruð ólofaðar og eruð á blúndubuxunum..bara muna að prófa hann vel fyrst...alls ekki taka neina sjénsa með að fara að búa með honum eða svoleiðis vitleysu...bara hafa gaman og leyfa honum að eiga sitt hús og sína sokka...júnóvatæmín...

En elskurnar mínar...bara vonandi fer nú að stilla til friðar í háloftunum svo við getum farið að hittast og skoða í kjólabúðir...spá í spil og garnir...og spjalla yfir tebolla

Dásamlegar drottningarHafið það sem allra best þarna úti í hríðinni, passið ykkur vel og hafið um hálsinn...

knús og klessukram

lady blue


Ný kjólabúð á Selfossi....Allar dömur í Hosiló...

Sælar elskurnar...

Kata vinkona okkar og eðaldama hringdi áðan...bara alveg 911...haldiði að það sé ekki verið að opna nýja og lekkera dömubúð í Sænska húsinu á morgun...my ladies...say no more...let´s spend some money here...og búðin heitir því ótrúlega aðlaðandi og spennandi nafni...Kjólar með karakter..að dömum bara verkjar í veskin...

Hinar dömuverslanirnar sem við erum svo lukkulegar að hafa, Rakel fósturdóttir okkar í Central og Kristín systir í Lindinni,  Anna í Elegance og Anna Bella í Kjarnanum eru væntanlega með allt fullt af flottum dressum í bláum, gylltum og silfruðum sjétteringum...sól, tungl og stjörnur...allt sem tengist himingeimnum..Lady in Space...

Farið svo að hugsa,,,hanna og spekúlera í hágreiðslum, lakki og lúkki,,,, þið eruð svo eðlisfríðar og huggulegar að það þarf ekki mikið að punta ykkur en...a lady has to be a lady...and a lady has to look good and smell good...but...og það er það most imporante...A lady has to feel good and love her sisters...

Svo þurfum við að fara að spá í þema fyrir næsta ár...5 ára afmælið og það verður ákveðið í þessu boði eins og við gerðum í fyrra svo við höfum allt árið til að hanna á okkur dressin..

GOSH!!! Hvað ég hlakka til...

Við eigum þetta svo mikið skilið...að vera glaðar og góðar í sinni...úti og inni...

kyss...kyss...

lady in blue


DeSoto fimmtugur á árinu...en hvaða dag fæddist hann?

Sæl öll elskurnar...

 og ekki er´ann síðri að framanVið héldum fyrsta í afmæli hjá hinum eina sanna eðalvagni DeSoto á föstudagskvöldið. Hittumst nokkur sem höfum áhuga á almennilegum amerískum bílum og vígðum verkstæðið okkar Sóta. Það hlaut auðvitað nafnið Sótastaðir...boðið var uppá litla kók í gleri og prins póló. Verst að það fæst hvergi þetta gamla litla..muniði hvað það var best?

Pabbi og Valli bró smíðuðu fyrir mig hrapvörn á  efri hæðina og Gúndi og Geímur teppalögðu. Drífa gaf mér bleikt sófasett, mjög lekkert fyrir okkur dömurnar þegar við förum að bera saman kveikjulokin okkar...og flautu...cut outin...Magnús mágur minn frá Flögu kom með koníak af eðalættum og staup...Daníel Victor kom með handunna mynd sem hann gerði sjálfur af Sóta og Sara Jasmín perlaði skraut handa honum.

Ég keypti handa Sóta mínum rauða  ryksugu með einni extra langri tengisnúru, það er búið að tengja vatn svo hann verður alltaf hreinn og fínn, þessi elska! Já...hann verður fimmtugur á árinu...eins og sumir aðrir góðir og góðar sem við þekkjum..eitthvað er þó afmælisdagurinn á reiki þannig að ég ætla bara að halda honum veislu...svona til öryggis og vara...einu sinni í mánuði allt þetta ár! Það má aldrei láta gott tilefni fram hjá sér fara.. Ég skal segja ykkur það að þetta var svoooo hrikalega skemmtilegt, ég hef ekki hlegið annað eins síðan...ja, ég man ekki bara hvenær...Ja...hann Sigurbjörn minn finnur alltaf gullmola handa mér..Sigurbjörn vinur minn kom að sunnan með nokkrar...einstaklega vel valdar grammifónplötur af 58 módelinu...öll bestu lögin sem voru hæstmóðins í  þá daga...say no more...nú erum við alveg að finna jukeboxið okkar og þá fer nú gamli kókkælirinn að nálgast líka. Ég er nú frekar flott með verkstæðisborðið rauða..prins póló í heilli skúffu...þar fyrir neðan kemur svo topplyklasett í tommum auðvitað og svo verð ég bara með amerískt tyggjó í efstu skúffunni...ég  kann hvort sem er svo lítið sem ekkert að gera við..heppin með það stelpan að geta bara kallað á HJÁAALP...þá koma þessir elskulegu...og huggulegu nágrannar mínir og laga allt sem aflaga fer...eins og sannir herramenn..hvað ætli dömur geti svosem verið að gera við...við gætum bara fengið aðsvif...nú eða brotið nögl...

Tóti Sverris vinur okkar kom og lék á alls oddi. Hann er einhver skemmtilegasti sögumaður sem við, Árnesingar að minnsta kosti eigum..hann er hafsjór drengurinn og þvílíkt sagnaminni sem hann hefur...Það runnu uppúr honum sögur af pabba, afa, Auðunni öngli, Arnari á Borg og fleiri, fleiri góðum mönnum sem gerðu garðinn frægan ...þetta verða fastir liðir í afmælinu hjá Sóta...verst að við gleymdum að syngja afmælissönginn...bætum úr því næst..

Svo er nú verið bjóða í mat í janúar til þess að lífga upp á tilveruna og láta ekki skammdegisþunglyndið ná tökum á sér..besta sem ég veit er að hóa saman nokkrum góðum og skemmtilegum vinum og elda saman eitthvað voða gott, kveikja á kertum og spjalla.DeSoto 1958 1. í afmæli 18.jan.2008 048

 Á laugardagskvöldið komu vinir okkar að sunnan og systir mín og hennar fjölskylda og við elduðum humar í stórum stíl...og nú voru þau að fara nokkrir góðir vinir héðan af staðnum eftir indverskan fiskrétt og hinn fræga eftirrétt...Undur og stórmerkilegt...þarf að senda á ykkur uppskriftina..tekur korter að búa til en kemur alltaf á óvart og er algjört dúndurgotterí...

Við fórum svo í bíó í gærkveldi. Sáum nýju myndina hans Baltasar Kormáks, Brúðguminn. Hún er bráðskemmtileg og við vorum sammála um að mæla með henni...þó hún sé ekki eins bráðfyndin og Death at a Funeral...hún er ekki komin á Selfoss...bíðum við..hlýtur að fara að komast yfir Hellisheiðina..

Jæja elskurnar...nú eru boðskortin farin út..þið ættuð allar að vera búnar að fá súkkulaðimola með bókamerki...dularfullt þetta árið enda verðum við Ladies in Space..aðalliturinn er blár...en svo kemur silfur og gull...tungl og stjörnur...allt verður eitthvað svo mystískt og spennandi..fylgist með hér...sendi ykkur mola af og til darlings. Munið að tilgangur teitisins er að bjóða nýfluttar dömur velkomnar inn í samfélagið...kynna þær fyrir okkur okkur sem höfum haft hér fasta búsetu um hríð...munið að láta nefndina vita ef þið vitið af einhverri sem er einmana og leið úti í bæ og þekkir enga af þessum skemmtilegu, frábæru, gneistandi gáfuðu og vel innrættu dömum sem við erum...

Munið svo að ef þið viljið vinna í lottó...verðið þið að kaupa miða...

speisað kjass, krams, kyssokyss

ykkar alltaf lady in blue...gold and some stars will be glittering too

 


Death at a Funeral komin í bíó....

dauði við jarðarförþetta er fáranlega fyndin mynd...við sáum hana á leiðinni frá Thailandi...muniði í fluginu heim og við hreinlega grétum af hlátri. Þetta er langbesta mynd sem ég hef séð og vona að þið farið ekki á mis við hana...ég skal koma með ykkur og kaupa poppið...en ekki missa af hennideath at a funeral og best að sjá hana minnst tvisvar...

Við hlæjum aldrei of mikið og eigum það skilið að skemmta okkur hressilega!!

Annars er ég á fullu þessa dagana við að rækta vinina...umdirbúa matarboð, sum lítil og svo eru það stærri veislurnar sem eru framundan...Vígslan á verkstæðinu stendur til á föstudagskvöldið 18.janúar! Í dag fékk ég svo fallega sendingu frá MHH fréttaritara okkar hér á Suðurlandi...mjög hugguleg veggskreyting á verkstæðið sem þið fáið að sjá á föstudaginn. Annar elskulegur vinur og mikill bifreiðaáhugamaður er vakandi yfir djúkboxi og kókkæli...æ, hvað ég er heppin að eiga ykkur að. Hringi á ukkur í vikunni...um leið og ég sé hvort þetta hefst með rafvirkjanum...þið vitið nú hvernig þessir iðnaðarmenn eru...elsku skinnin eru svo busy alltaf..

En...nú líður að boðinu mikla...Lady in Space....Búist við kvaðningu og fylgist vel með öllu sem kann að detta inn um lúguna...verður sennilega eitthvað óvenjulegt...lady in spaceen við erum að tala um 1. eða 2. laugardaginn í febrúar...2.eða 9. febrúar semsagt!!! Við erum með nýtt albúm á þessari síðu þar sem við setjum inn allar hugmyndir varðandi dress, hár, dúið og lúkkið...fylgist með og endilega sendið okkur inn ferskar og öðruvísi hugmyndir. Nú munum við hrista enn og aftur uppí prógramminu og munum að tilgangurinn var að kynna nýfluttar dömur til samfélagsins við okkur hinar sem höfum haft hér fasta búsetu um hríð...

Nú er það svo að okkar litla bæjarfélag telur orðið tæpt átta þúsund og margar nýjar og föngulegar dömur hafa bæst við...og ekki fáar hafa flutt sig frá fjarlægum löndum þannig að nú má búast við enn alþjóðlegra yfirbragðidömur í bláu...og þá væntanlegra enn skemmtilegra og fjölbreyttara verður lúkkið...við erum alltaf að læra hver af annarri og bætum stöðugt við okkur.

Nú er ekki svo langur tími til stefnu...við þurfum að toga í sokkana og bíta í hanskana...hjálpumst að að gera þetta speisað boð!

Látið vita ef þið eruð á lausu my darlings,

og ekki gleyma að senda inn hugmyndir að dressum og öðru dúi...

lovjú

ykkar

a


Að vera frjáls og lifa til fulls...stíga bensínið í botn...

gleðiElskulegu dömur...ég fékk tiltal aftur um að það væru ekki bara dömur að lesa þetta blogg...ég gæti fengið kæru fyrir að vera of bleik...að vera höll undir konur...og undir hverju pilsi leynist fall.... nema tjull sé og hvort tveggja....Cuss...við önsum þessu muss´ekki! Við erum öll damistur í okkur...allar konur eru menn og vice versa...allir menn eru dömur...sjáiði bara bleiku línuna, kremin og allt sem þessar elskur eru farnir að nota..meira að segja hann Guðmundur minn er farin að liða sig...raka sig...og krema sig og þá eru flest skjól fokin til húsavíkur... Fátt veit ég lekkerara en laglegan mann í bleikri skyrtu með löng augnhár og spékoppa...tala nú ekki um ef þessu öllu fylgir kúlurass og nýlegt manicure...Ekkert er meira turn-off en langar neglur á karlmanni...

Ég var á yndislegum mannræktar-dömufundi í gær...Þar vorum við að ræða það hvernig óttinn heftir okkur og við lifum kannski ekki nema 10-20% vegna þess að við þorum það hreinlega ekki...sumir fara aldrei til útlanda því þeir gætu lent í einhverju..sumir taka aldrei vitlausa beygju því þeir gætu lent í ævintýri....breyta aldrei neinu því ef til vill gætu þeir kannski orðið unhappy með það! Til dæmis bara í eldhúsinu...er ekki best að elda alltaf það sama svo við lendum ekki í einhverri vitleysu..en lífið verður litlaust og leiðinlegt ef allt er öruggt...allt er eins...pottþétt á comfort zone en...halló! Live a little...eins og litla systir mín segir svo skemmtilega....og bætir á okkur einni rauðri rós á hverjum degi...Við tölum í okkur óttann....Nei ég get ekki keyrt í útlöndum...nei ég get ekki lært spænsku...nei ég get ekki farið ein í bíó...ég get ekki talað við hann Kalla...honum þykir ég örugglega leiðinleg... hugsið ykkur...öll tækifærin sem við töpum...allt þetta skemmtilega sem við missum af...bara af því að við veljum að vera hrædd...gleeði

Það er talað um þetta í Lögmálinu að vera óháður...Þar er talað um að við göngum á vit hins ókomna af fúsum og frjálsum vilja...inná orkusvið allra möguleika. Við felum okkur hinum skapandi anda sem leikur af fingrum fram fyrir dansi alheimsins..

Við erum alltaf að leita að öryggi og þar með verðum við háð einhverju...hlutum, fólki, peningum...en með því fórnum við frelsinu...fyrir ytri tákn sem skapa okkur kvíða og ótta við að missa..okkur finnst lífið innantómt því við höfum valið að treysta á ytri tákn en ekki á okkar innra sjálf og kannski þekkjum við ekki lengur okkar innra sjálf og vitum ekki hvað við viljum...

Við erum föst í fangelsi gamallar þráhyggju sem við blekkjum okkur með að kalla öryggi..hið þekkta er fortíð okkar og ef við erum þar getum við ekki vaxið...við stöðnum og það eina sem við getum hreykt okkur af eru gömul afrek...Kvalari þinn í dag er þú sjálfur frá í gær...

Hins vegar ef við hoppum inní orkusvið hins óþekkta verður hver stund áhugaverð, ævintýrin bíða við hvert götuljós og við upplifum gleði lífsins, dulúð þess og töfra..alltaf veisla og við finnum aftur gamla spenningin...það ískrar inní okkur gleðin yfir að vera til...Allt getur gerst...jú never nó!!!

Þegar þú upplifir óvissu ertu á réttri leið...engin ástæða til að breyta um stefnu...ekki endilega að gera nákvæmt plan bara vera í flæðinu og ekki í mótstöðu við ævintýrin...ekki vera búin að sjá fyrir einhverja ákveðna útkomu...hvað eigi að gerast..þá útilokum við svo ótalmarga möguleika...

Þetta er að vera vakandi...þú getur sett þér markmið...hugur þinn stefnt í ákveðna átt...en samt sem áður eru ótal möguleikar á milli punkts A og B ...bara ef þú ert opin og ekki viðbúin neinni ákveðinni niðurstöðu... Þetta vakandi ástand gefur þér óteljandi tækifæri til að grípa allar þær gjafir sem þér eru færðar á hverjum degi...bara ef þú vilt sjá þær...hvert einasta vandamál er verkefni sem felur í sér frækorn, dýrmætt tækifæri til að breyta tapi í sigur...Eins og sagt var á áðurnefndum fundi...Við ættum að klappa fyrir öllum erfiðleikum sem við fáum...það eru ný tækifæri til að þroska okkur...Ef við mætum hverju sem kemur upp með opnum huga og stöndum föstum fótum í vísidómi óvissunnar...munu lausnirnar koma af sjálfu sér...í öllum litbrigðum lífsins!

sólargleðiSumir kalla þetta heppni...

Heppni er ekkert annað en að vera vakandi...lifa með fulla meðvitund og taka við endalausum gjöfum alheimsins og spila svo eftir eyranu...þá er enginn laglaus eða vitlaus...bara frjáls og óháður þáttakandi í skemmtilegasta leiknum...lífinu sjálfu!

Æ, þetta er svo skemmtilegt...en ekki gerist þetta allt á einum degi elskurnar..við verðum að æfa okkur á hverjum degi...en við eigum allt svo gott gott skilið og með því hefst þetta allt...

Nú er ég að byrja að laga til á verkstæðinukappakstursgella mínu. Ég er að hengja upp myndir, af lekkerum ungum piltum auðvitað...en mest af flottum bílum..Drífa dóttir mín gaf mér bleikt sófasett á kaffistofuna og svo þarf ég að búa mér til sófaborð úr gömlu orginal dekkjunum undan DeSoto....kaupa kaffimaskínu og kæliskáp fyrir litla kók í gleri og sherry...það verður nú að vera eitthvað til hjá minni...

oldiesSvo býð ég öllum í opnunarteiti...verð með kassa af prins póló á kantinum...og við munum una okkur um stund við að maula prins, drekka kalda kók og skoða bílablöðin...

Veit nokkur um gamalt djúkbox og kókkæli???

Munið svo leshópinn elskurnar...næsta mánudag klukkan 20.00...sendi á ykkur kvaðningu!

lovjú

a

 


Að lifa með fulla meðvitund...

eða ætti ég kannski að segja ....að lifa VIÐ fulla meðvitund...

Ég er að lesa svo skemmtilega bók sem fjallar um það hversu mörg okkar lifa ekki þó við drögum andann á hverjum degi...sumir taktfast og skipulega en aðrir ómeðvitað og tilviljanakennt...en svo kemur að því að við förum að finna fyrir eirðarleysi og ókyrrð í huganum...það er alveg sama hvað við gerum...ekkert er neitt sérstakt og við erum aldrei glöð...hvenær byrjar þetta bingó!!!Alltaf að bíða og bíða eftir því að eitthvað breytist...ef allt gengur vel þá hlýtur nú eitthvað slæmt að fara að gerast ...alltaf er eitthvað annað og betra rétt handan við hornið...

Þessi höfundur heitir Jon Kabat-Zinn og bókin hans heitir: " Wherever you go there you are." Hann er eiginlega næsti bær við Hanh og Osho...ótrúlega einföld og vel upp sett bók sem hjálpar okkur að vera viðstödd eigið líf...einfaldar og góðar æfingar í því að lifa við fulla meðvitund, kennir einbeitingu, hugleiðslu og hvernig við öðlumst hugarró og hamingju...bara allur pakkinn.  Ég verð að segja það my dear ladies...þó við séum nú alltaf að lesa svona bækur fyrir hugsandi dömur ...mannbætandi kver semsagt...þá er galdurinn auðvitað fólginn í praktíkinni...að koma öllum þessum góðu og eldsnjöllu reglum inn í sitt daglega líf...iðka og æfa á hverjum degi...og þarna er einmitt svona handbók...efnið sett fram á auðveldan hátt...bókin létt og þægileg ...jafnvel í nettasta dömuveski...svo það er auðvelt að hafa hana með og iðka...

Skoðum dæmi...

Þegar ég var á mínum sokkabandsárum var mér kennt að iðjuleysi væri synd...Vinnan skapar manninn...Morgunstund gefur gull í mund...aldrei var nokkur góð húsmóðir í Flóanum sem lét sér verk úr hendi falla...gott var að gera nokkur verk í einu...prjóna í bílnum eða stoppa í sokka og skrifa bréf til Siggu frænku í Ameríku...

En einn kaflinn í fyrrnefndri bók heitir...Listin að gera ekki neitt!

Ef þú sest niður til þess að hugleiða, bara eitt örstutt augnablik, þá er það tími til að gera ekki neitt. Það er mjög mikilvægt að detta ekki í þá villu að það að gera ekki neitt sé það sama og að gera ekki neitt...munurinn felst í því að þú ert ekki að gera neitt því þú ákveður það og gerir það með fullri meðvitund...og nýtur þess! Það getur verið að þú standir í dyragættinni og horfir á sólsetrið en þú nýtur þess og andar að þér og frá þér með fullri meðvitund um að þetta er ÞAÐ! Þetta er lífið!Akkúrat núna og ekkert annað skiptir máli!

Þú hefur ákveðið að gera ekki neitt NEMA vera viðstödd, upplifa stundina...vera bara og vera..Svona stundir þar sem við einbeitum okkur að því að vera til og njóta þess eru bestu gjafir sem við getum gefið okkur sjálfum...og við eigum þær skilið...dvelja í núinu, í algjörri kyrrð með fulla meðvitund og finna...This is it! Það er Núna sem ég er að upplifa ...Núna sem ég er að njóta...

Skemmtilegt...prófið bara!

 

En aftur að fjölskyldumálunum...

Góða veislu gjöra skal...Við lentum í grillveislu í betri kantinum á laugardagskvöldið...Þar voru þau heiðurshjóni Siggi Þór og hans ektakvinna Frú Kristín sem buðu til veislu. Við fengum þvílíkar kræsingar...hreindýr sem húsbóndinn hafði veitt sjálfur og svo dýrindis sultutoj með lauk að dönskum hætti...very næs! Þessu var svo skolað niður með rándýru rauðvíni af Suður-Afrískum ættum...og svo var eftirréttur að hætti húsmóðurinnar sem bráðnaði í munni...algjör bombsabomm...góð maður!!

Þarna voru öll systkini mætt með maka sína og sátu og skemmtu sér saman fram eftir...mikið gaman og ákveðið að endurtaka leikinn..næst í Seftjörn en 18.maí verðum við í Grænuhlíð...það er ekki spurning!

Svo kom loksins mesta hátíð Sunnlendinga...Þrettándinn á Selfossi þar sem þúsundir innfluttra, brottfluttra og staðsettra Sellfyssinga mæta í skrúðgöngum og kveðja jólin með öllum jólasveinunum, tröllunum, Grýlu og Leppalúða. Allir syngja álfasöngvanaTröllin úr fjöllunum... og ganga að brennunni miklu...skjóta rakettum og sjá stórkostlega flugeldasýningu...hittast og kyssast og knúsast...

Í gær var heiðskír himinn, stjörnubjart og algjört logn! Besta veður sem hægt er að hugsa sér fyrir svona hátíð enda mannfjöldinn eftir því. Ég verð nú að hrósa sérstaklega þeim íbúunum í Ingólfsfjalli, Grýlu og hennar fjölskyldu sem stóðu sig stórkostlega vel...eins og reyndar alltaf!!! Börnin fengu óskerta athygli og nutu þess að fá að tala við sveinkana og sjá Grýlu í návígi...úff! Grýla er lekker snót!!Eina sem vakti smá efasemdir var undir það síðasta er við hittum einn mjög lekkeran og sætan lítinn jólastúf...hann sagðist hafa fengið lánað krullujárnið hennar Grýlu til að krulla á sér skeggið...það efuðust börnin um að gæti verið...að hún Grýla ætti krullujárn! Hvers vegna er hún þá alltaf svona úfin?

Við enduðum svo kvöldið á því að drekka heitt súkkulaði á Kaffi-Krús og skokkuðum svo heim...og enn var verið að skjóta upp rakettum...búmm búmm!!

Kisa var alein heima...skíthrædd undir stól og þurfti áfallahjálp þegar við komum heim! Við tökum hana með næst...

Vá...hann er sko alvöru!Takk fyrir allar kveðjurnar og athugasemdirnar hér elskurnar...hlakka mikið til að hitta ykkur og skottast með ykkur á þessu nýja ári okkar...nú líður að næsta dömuboði...hvernig líst ykkur á 2.febrúar? Takið daginn frá...Kjartan Björns ætlar að nota þann 26.janúar fyrir Bæjarblótið...það er mikið framundan hjá frískum Flóadömum...

Pöntum tímanlega í mani, pedi og lokkaflóð..þemað verður Lady in Space!!! Gull, silfur, bláir tunglsljósatónar... ykkar a

 

 


Ný tækifæri blasa við okkur á hverjum morgni...

sippNú veit ég að þið trúið mér ekki...en við erum búin að mynda sippubandalið hér...fólk sem sippar sjálfviljugt og hefur gaman af því!!! Sá líka hugmynd í Lifandi húsi...Sippað með tónlist...hugsið ykkur að sippa í takt við Dire Straits...Money for Nothing...eða þá svífa með Ellen og KK....When I think of Angels I think of You...

Anyway my ladies...Við erum semsagt búin að hífa upp um okkur sokkana og byrjuð aftur á fullu í ræktinni...verðum nokkur saman og byrjum svo hjá Berglindi á mánudaginn í Lifandi Húsi...allt á fullu og svo gott að byrja aftur eftir jólasukkið...en gott var það alltsaman á meðan það var...en nú er nýtt ár og nýr tími...

Annars var þetta dagur innblásturs og hugmynda....Við pabbi hittumst í morgun og ræddum hugmyndir varðandi uppbyggingu á Eyrarbakka þar sem hann er að gera upp frystihús...þar eru nú tilbúnar flottar gestaíbúðir og við skoðuðum teikningar og spáðum í byggingamöguleika...eða bara opna þarna Gallerí Gónhól strax svo hægt sé að tikka inn á meðan verið er að byggja upp...

Svo hittumst við Lóan mín og fórum á flug með nokkrar hugmyndir og síðan fórum við austur í Flóa og skoðuðum Guesthouse Bitru...þar ultu upp nokkrar spennandi hugmyndir um notkunarmöguleika enda staðurinn hreint æðislegur og staðsetningin ómótstæðileg...við þjóðveg 1...það eru mörg spennandi verkefni framundan...

Svo ég segi ykkur aðeins af Thailandi...Ég fæ vonandi fljótlega myndir til að sýna ykkur hvernig gengur...en þar er allt á fullu og það verður vonandi hægt að fara að bóka inn hópa í febrúar. Ég er þegar farin að aðstoða fólk við að bóka sig í flug, besta og einfaldasta leiðin er með Eva Air um London...beint flug sem passar fullkomlega við Flugleiðavélarnar.

Endilega látið mig vita ef ég get hjálpað ykkur eitthvað elskurnar...Thailand er land tækifæranna...heilsuræktarinnar...hvíldarinnar og frelsisins...að ekki sé nú minnst á náttúrufegurðina ...og ....eigum við eitthvað að ræða sjóinn þarna...það eru nú Geimvísindin einu!!!

Verðum á sippubandinu...Wink

a


Til hamingju með nýja árið okkar 2008

megum við lifa happily ever after...Smile

áramótÞað er alltaf svo gaman að fá svona nýtt ár upp í hendurnar...algjörlega til eigin ráðstöfunar...spennandi að líta fram á veginn og geta hlakkað til alls sem er að koma til okkar...Gott að líta til baka og rifja upp árið sem er að líða...þakka fyrir allt það góða og skemmtilega og læra af hinu...

Ég ætla að vanda mig með þetta ár...reyna að láta gott af mér leiða og sá kærleika allt um kring. Móðir Theresa sagði að við ættum að dreifa um okkur ást og umhyggju fyrir hvert öðru...það er það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf...og svo að einfalda líf mitt,,,taka því rólega...njóta augnabliksins...hlæja mikið og halda áfram að leika mér...það er minn lífsstíll og ég æfi mig á hverju, degi...æfingin skapar meistarann...

Annars voru áramótin góð...enn meiri matur...úff! Ég er hreinlega búin að vera að springa síðan á Þorláksmessu...Albert tengdasonur minn er snillingur þegar kalkúnn er annars vegar...og hann náði hámarksárangri þetta kvöld! Við vorum um 20 samankomin svo það þurfti stóran fugl í mannskapinn sem tók duglega á því og svo var farið að skjóta...Karlmennirnir misstu sig gersamlega á skotbökkunum og fleiri, fleiri þúsundkallar fögnuðu nýju ári og kvöddu það gamla...Veðrið var gott framan af, heiðskír himinn og mikil litadýrð. Við fórum svo aðeins yfir í Valhöll, nýja húsið hans Valla bró...frekar flott og vel tekið á móti okkur með rómönskum réttum...say no more...

Skrapp svo aðeins með litlu prinsessuna mína aftur yfir á Árbakkann þar sem þau færðu mér fallegustu jólagjöfina, leikrit þar sem barnabörnin sungu og léku fyrir okkur. Fyrst tóku þau karaoke...Ég sá hana í horninu á Mánabar... Vó...dressuð flott...Sara Jasmín lakkaði á sér neglurnar með Daníel Victor tók snúning í svörtum leðurjakka...með brilljantín í hárinu!! Svo tók Lóa viðtal við þau þar sem þau ræddu á einlægan hátt um ömmuna sína sem var að koma frá útlöndum á morgun...það er sko aðeins betra en jólin...Prinsessan mín sæta...er hægt að fá fallegri jólagjöf...

Svo var einþáttungur þar sem þau léku okkur Guðmund minn...Heimilislífið á Laxabakka...frekar fyndið og við hlógum dátt...Þau voru með öll smáatriði á hreinu sem segir mér og sannar hið fornkveðna...að það læra börnin sem fyrir þeim er haft...Þau hlusta ekki endilega á okkur þegar við leggjum þeim lífsreglurnar en fordæmi okkar, dagleg hegðun og framkoma....þau taka það upp og herma eftir okkur...eins gott að vanda sig ...

Amma...er ég ekki laglegur!!!Við hlupum svo heim í nóttinni...þá var komin rigning og við urðum rennblautar...ummm hvað var gott að koma heim í mjúka rúmið sitt og sofna með bros á vör...hugsandi um  hversu lifandis ósköp skemmtilegt þetta ár okkar var...og eins og við segjum á hverju ári hér...Það besta so far...Takk fyrir allt 2007InLove

En svo verð ég að segja ykkur smá...í viðbót! Sko...ég fór suður til Reykjavíkur í gærkvöldi í gasalega lekkeran nýarsfagnað......mér leið eins og ég væri algjörlega úr Gaulverjabæjarhreppi.....Þekkti engan nema konuna sem afgreiddi mig einu sinni í Kello...svo lagaðist þetta og ég sá nokkur andlit sem ég kannaðist við úr Séð og Heyrt...:-) Nei í alvöru.....Þarna var sko elitan að sunnan...gjörsamlega 101...mjög fáir úr sveit.... 
 
 
Anyway...back to the Ball...þetta var mjög fyndið líka og kómískt að fylgjast með þessu....við vorum komin um átta...allir voða huggulegir og settlegir..skálað í kampavíni og höfuðin hneigð eins og á kóngafólki...bara ALLIR helstu hausarnir nýgreiddir og stroknir ...puntaðir í pelli og purpura....svona fyrst til að byrja með...
 
Svo fóru andlitin að fjúka þegar leið á kvöldið...einhverjir bornir út láréttir með fæturnar fyrst...nokkrir dönsuðu sólodans á borðum og ein og ein kona missti brjóstin uppúr kjólnum...enda mikið fjör í dansinum... :-) og ef einhverjir kunna að sletta úr klaufunum þá er það 101 Reykjavík...greinilega...við getum sko mikið af þeim lært og komið smáfútti í sveitaböllin hér fyrir austan fjall...þetta er nú að verða ósköp eitthvað stirðbusalegt hjá okkur þó það sé líka gaman...á einhvern annan hátt þó...

Í dag var svo afmæli elskulegrar mágkonu minnar, húsfreyjunnar á Syðri-Brú...mikið var um dýrðir og borðið svignaði undan kræsingunum...við hittumst og kysstumst...og enn urðum við sprengsödd...en mikið lifandis var þetta gaman..oh gott!!Þarna vorum við allan daginn í góðu yfirlæti...skruppum uppí fjall og skoðuðum fallegasta sumarbústað sem ég hef séð á ævi minni...mjög lekker og vel fallinn til dömuboða....spáum aðeins í það!!!

Nú er lífið að detta í röð og reglu eftir hátíðarnar...það er alltaf gott líka. Nú verður farið að lyfta aftur og skipta út keppum fyrir vöðva...drekka vatn og borða fisk og grænfóður...mikið grín og mikið gaman...

Hlakka til...eða þannig! Wink

lovjú still...

a


Landafræðipönnukökur og lífsins tilgangur...

Hvaða land er þetta...Við fundum upp nýjan leik núna...það er að baka pönnukökur með landafræðibókinni gömlu...þið vitið þessari elstu með stjörnukortinu aftan á...barnabörnin vildu auðvitað baka með ömmunni sinni eins og venjulega fyrir jólin...ekkert svindl...þér var nær að vera svona lengi í útlöndum......og við bökuðum heilan dag...seint baka sumir en baka þó...eftir að við bökuðum rúsínukökurnar hennar mömmu ...var komið að pönnukökubakstrinum...þessum vinsælasta bakstri ever...og þá vildu þau auðvitað baka öll löndin sem þau hafa heimsótt...við bökuðum Danmörku, Rhodos, Spán og svo auðvitað Thailand...Kína og ég veit ekki hvað..þetta var mjög skemmtilegt...við átum jafnóðum öll þessi lönd...eins og lög gera ráð fyrir...og drukkum ískalda mjólk með...mikill sykur og ekki veit ég hvað verður að sippa mörg sipp útá þetta allt saman..

Jólin voru yndisleg...mikið af góðum mat...margir pakkar...mikið talað og hlegið saman...sofið og slakað...og bakað...ekki má gleyma því! Við fengum möndlugrautinn á aðfangadaghvað skyldi vera í möndlugjöf... og aldrei þessu vant fundust tvær möndlur í grautnum...skrítið..hlýtur að vera galdragrautur sögðu börnin...en það er afþví að amma er hvort sem er galdranorn...möndlugjöfin var svo púsl og jólamynd sem allir geta notað saman...

Við vorum svo hjá litlu fjölskyldunni á Lækjarbakka á aðfangadagskvöld, ásamt Siggunum báðum og Má...fengum marga góða og feita pakka...föt, krem, styttur, bækur og bækur og bækur ...mikið verður gaman að lesa þetta allt...

Á jóladag var náttfatadagurinn...lesið og horft á bíómyndir...algjör leti og afslöppun...dásamlegt!

Á annan komu svo allir til okkar og við höfðum kalkún og lamb...og börnin voru svo nóttina hjá okkur eins og venjulega...við vöktum til klukkan þrjú...lékum alla leikina og sögðum draugasögur þangað til allir voru svo hræddir að við urðum að sofa í einum kuðungi...og það gerðum við til klukkan tólf daginn eftir...þá var farið að baka... jú amma...þú sleppur ekki við það...

Og nú er allt að færast í venjugírinn..ég var heima að taka á móti gestum í allan dag...Mr. G er farin til fjalla og finnur nú blása vel í sleðann...

Bryndís mín er komin og við erum að fara í teiti til systur minnar á eftir...voða gaman..kíkjum í smá hvítvín...og bara huggum okkur fram eftir nóttu...

Á morgun er svo afmæli hjá Kristínu frænku og svo fastakúnnakvöld á Krúsinni minni þar sem ég hitti alla mína gömlu góðu kúnna frá því 1992....og fram úr..

Segi ykkur allt um þetta later my ladies...

Hafið það skemmtilegt...við eigum það skilið...

knús

a


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband