Já, hann Árni Vald er ekkert blávatn! Nú er hann að opna 750m2 menningarsal í Gallerý Gónhól á Eyrarbakka. Við hin höfum blásið og rumið, skrifað og rifist, blótað og skammast, bæjarstjórn eftir bæjarstjórn hefur sitið uppi með þá háðung að eiga ekkert afdrep fyrir menningar-og listviðburði í ört stækkandi bæjarfélagi...framtaksamir nemendur FSu hafa sett upp hverja stórsýninguna á fætur annarri í fokheldum sal þar sem gestirnir hafa klæðst útigöllunum og lopahettunum til að forðast umgangspestir og óværu...en...allt tekur enda um síðir og nú er lag....nú geta allir sem vilja komið fram...spilað, dansað, leikið og sýnt myndlist, handverk eða hugverk....Velkomin öll elskurnar mínar segir Árni Valdimarsson sem á áttræðisaldri opnar í dag, menningarsal og kaffihús...
Á laugardaginn opnar svo listasmiðja fyrir börn, handverksmarkaður og sölumarkaður fyrir notað og nýtt, fornbílasýning og sitt hvað fleira er á döfinni...
Börnin geta komið og málað eða föndrað í listasmiðjunni...hengt svo upp verkin sín eða farið fram á handverksmarkaðinn og selt verkin sín. Öll börn fá fría bása og eins góðgerðasamtök og líknarfélög...hinir verða að borga...svo nú er upplagt að baka, sulta, teikna, mála, hekla, prjóna eða bara taka til í bílskúrnum og láta svo gott af sér leiða...
Það verður opið allar helgar í sumar og líka eftir samkomulagi fyrir hópa....svo endilega komið elskurnar ....kíkið á síðuna, hún er í vinnslu...www.gonholl.is
knús
a
...frekar montin af pabbanum sínum !!!Lífstíll | 8.5.2008 | 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dóttir mín spurði mig að þessu um daginn þegar við tókum morgunspjallið okkar yfir tebollanum. Í framhaldi af þessari spurningu spunnust umræður um það hvernig við eigum til að rífa okkur niður í stað þess að standa með okkur sjálfum.
Ef vinur þinn kemur til þín og viðrar við þig hugmynd, þá stendur ekki á hvatningu og góðum ráðum...já sniðugt hjá þér...þetta getur ekki klikkað...drífðu í þessu ....en hvað gerist ef þér dettur eitthvað í hug? Oft finnum við alla agnúa á hugmyndinni og rífum hana niður og ef einhver góður vinur....vill leiðbeina okkur og segir okkur að hugmyndin sé æðisleg...þá trúum við honum varla...höldum að þetta sé bara góðsemi....hann vorkennir mér....
En við ákváðum að breyta þessu og æfa okkur í því að vera okkar bestu vinir allan þennan mánuð...æfinginn skapar meistarann my ladies...
Stöndum með okkur sjálfum og elskum okkur sjálfar....þannig getum við best látið gott af okkur leiða.
lovjú
a
Lífstíll | 23.4.2008 | 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hitti Hildi vinkonu mína í gær...það er alltaf svo gaman að hitta hana...hún er svo órannsakanleg og eitthvað ótrúlega skemmtilegt alltaf sem hún er að spá. Við höfum ekki hist mikið undanfarið misseri vegna anna...hún á kafi í jarðeplunum en sér nú loks upp fyrir það verkefni og ég á fleygiferð í háloftunum. En semsagt áttum við einstaklega gott spjall í gærmorgun, mest um GYÐJUR..Hún kennir mér endalaust þessi kona...Heimdallur og Gefjun voru ræddar og við ræddum líka tónleika Reynis Katrínar í Norræna Húsinu á laugardagskvöld. Seiðlæti...hugsið ykkur! Ótrúlega er annars margt skemmtilegt í gangi í veröldinni núna! Það er svo margt fólk að spekúlera og læra um lífsins stóra gangverk og það er endalaust hægt að nálgast lífið og tilveruna frá ólíkum sjónarhornum, bara ef við erum opin og fordómalaus í flæðinu stóra...
Sem færir mig að lævirkjanum og uglunni...Hildur er lævirki...fer snemma að sofa og byrjar að kvaka á greininni sinni um leið og sól rís....ég er hins vegar ugla...grúska á kvöldin í skímunni og dreg augað í pung því ég tími ekki að sofa á þessum árstíma...við heyrum grasið gróa og allt er að lifna...þetta er svo sannarlega besti tími ársins og endalaus ævintýri allt um kring...
Njótum þess í botn!
Við gúglur hittumst í kvöld...kryfjum leyndardóma býflugunnar og heiðrum dætur Máríu...það verður hunangsilmur í lofti...
Hlakka til...það er svo gaman að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til...
knús
a
Lífstíll | 21.4.2008 | 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
aðeins að skreppa...er á vellinum
Getið þið passað kaggann...
Nú er verið að undirbúa ferðina góðu fyrir ykkur elskulegu dömur sem ætlið að breyta um lífsstíl... 14 daga ferð þar sem dvalið verður í Grænuhlíð með einkaþjálfara, næringarfræðingi og jógakennara...Brottför 27.maí...heimkoma 10. júní. Nokkur pláss laus ennþá!!!
Læt ykkur fylgjast með úr Grænuhlíð...
Munið að vera góðar við ykkur ...þið eigið aðeins það besta skilið
knús og endalaus kærleikur
a
Lífstíll | 4.4.2008 | 00:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fornbílaáhugamenn á Selfossi hittumst í gær og fögnuðu í þriðja sinn... afmæli DeSoto dömubifreiðarinnar glæsilegu sem verður fimmtug á árinu. Allir voru bjartsýnir og enginn minntist á bensínverðið enda hefur Atlasolía lofað okkur góðum stuðningi og samstarfi eins og þeir einir þora...
Við ákváðum að taka lífinu létt og setja upp grænu bjartsýnisgleraugun okkar...við vitum að allt sem fer upp..fer niður...allt er í heiminum hverfult og við vitum að viðbrögð okkar ráða miklu um það hvernig okkur líður...hvort sem gott er í ári eða harðnar á dalnum...Við héldum því okkar striki og blésum til veislu enn á ný með kók og prins...lögðum á ráðin með hátíðina miklu sem er framundan: VOR Í ÁRBORG 8-18.maí. Þá mun verða kátt í bílabænum Selfossi og við erum að undirbúa big time surprise...það verður rosalegt!!!! Þið skuluð endilega taka frá þessa daga og undirbúa ykkur undir mikil hátíðahöld elskurnar...
Við munum opna í Gallerý Gónhól, markaðsstemning og nú má Kolaportið fara að vara sig...listasýningar, uppboð, bílasýningar, bókahorn með upplestri og alls konar viðburðir hlaðast upp...ENN ERU NOKKRIR BÁSAR LAUSIR og verðið er aðeins 5000 fyrir helgina...sérsmíðaður bás með öllu...Okkur vantar samt enn einhvern til að reka GÓNHÓLSKAFFIHÚSIÐ....Ertu laus elskan???
En aftur til ammilis DeSoto....
Einar El. kom þarna og sýndi nýjustu félagana í klúbbnum...Gasalega lekkeran svartan Buick Roadmaster 1959...sjáiði hér að ofan...og svo...allt í einu fór hann heim með gripinn en átti glæsilega endurkomu og kom öllum á óvart er hann birtist á ótrúlega fallegum Chevrolet 1929...dökkbláum eðalvagni með picknickörfu aftan á....Vá!!!
Er hann ekki sætur? Á næsta ári verður þessi bíll sko 80 ára! Ég sæi nú svona endingu á sumum japönskum...eða hvað segið þið um það!! Það er ekki vitlaust sem hann afi minn ól mig upp við...Aldrei skaltu elsku barn...ofan taka hattinn...fyrir einhverjum bölvuðum jöskum sem vilja selja þér gússigalla japanskar druslur...það er betra að borga viðhaldið strax við tankinn...og svo endist bíllinn lengur en þú!! Ekki spurning!!!
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og nú er næsta ammili í apríl. Fornbílamenn og konur ætla líka að fjölmenna/aka suður til Reykjavíkur í bifreiðaskoðun á drossíunum sínum þann 3ja maí.
Mætum öll...og dressum okkur upp!
flautuköttóttið rokkar en þá eru pinnjónalegurnar að koma sterkar inn:-)
lovjúsó
a
Lífstíll | 28.3.2008 | 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Litla fallega systir mín er orðin fertug...hún lítur ekki út fyrir það enda góð gen úr báðum ættum eins og Magga frænka í Hafnarfirði var vön að segja...en það verð ég að segja að hún hefur reynst okkur öllum vel þessa fjörtíu vetur sem við höfum átt með henni...hún er svo yndisleg manneskja, jafngóð að innan og utan...já, algjör gullmoli þessi elska. Ég hef sjaldan verið eins vel bænheyrð eins og þegar hún fæddist...ég bað á hverju kvöldi í níu mánuði um systur...og fékk þá bestu sem nokkur getur hugsað sér...sem sést best á því að við höfum aldrei rifist eða orðið reiðar hvor útí aðra í fjörtíu ár...hugsið ykkur...hún er algjörlega einstök þessi engill!
Það var við hæfi að halda mikla veislu...eins og hún á reyndar gen til líka...og ekki spillir nú eiginmaðurinn elskulegur...annars eins gestgjafi finnst varla í Flóanum og fáir hafa eins gaman af góðu partý eins hann Magnús minn blessaður...allt handbært fólk í familíunni kom saman og steikti, brasaði og sauð niður í viku fyrir veisluna...eins og tíðkast hefur á almennilegum sveitaheimilium um aldabil...allt var skúrað og bónað og svo klukkan 16.00 opnuðu þau hjónin heimili sitt öllum gestum og gangandi og þar var kátt upp frá því....síðustu gestir sáum skrönglast heim rúmum sólarhring síðar....og hefur lítið af þeim frést...en allt í allt komu þarna eitthvað vel á annað hundrað gestir og margar góðar gjafir flutu með....utanferðir og heilsulindarheimsóknir...fagrir blómvendir og eðalvín...allt mun þetta koma hinni undurfögru fertugu snót afar vel...
Papa reið á vaðið og flutti fallega ræðu í bundnu máli um elsku hjartans Örnu...Teklúbburinn mætti auðvitað með vísur eftir Jón Bjarnason og sungu þær einstaklega fallega....Stofan var með stórkostlega uppákomu þar sem þau höfðu safnað öllu sem kemur gömlu fólki vel....sundhettu, staf, tönnum, gleraugum, bleyju og viagrapillum...vinkonurnar komu með sportpakka með alls konar sportýtrendi sem kemur sér vel enda afmælisbarnið einstaklega duglegt í sportinu...
Semsagt mjög gott og skemmtilegt afmæli...laugardagurinn rann svo upp, bjartur og fagur. Sara Jasmín prinsessa var hjá okkur og við fórum í langan og góðan göngu/hjólatúr...bættum í dekkin sem eru hálfvindlaus eftir veturinn...fórum í náttúruskoðun og ræddum mikið um lífið...Ætluðum í sund en þá var lokað klukkan 18.00 þannig að við fórum heim og elduðum okkur grjónagraut og fórum svo snemma í bólið, lásum saman og spjölluðum...
Páskadagurinn var tekinn frekar snemma því það var lítil stúlka sem var mjög spennt að gá að egginu sínu...sem var vandlega falið en hún var nú ekki lengi að finna það ...og nú gat hún lesið málsháttinn sjálf...Ekki tjáir að deila við dómarann...
Svo var farið í sund með frændunum af Suðurnesjunum sem eru í Sigtúnum í helgardvöl...uppbúin rúm og pönnsur alla páskana...við fengum auðvitað kræsingar þar eftir sundferðina sem tók 3 tíma með boltaleik og miklu fjöri...enduðum öll með rúsínuputta en allt lagaðist við pönnukökurnar hennar mömmu....allt er alltaf best hjá mömmunni...
Nú er hátíðin á enda...í dag vorum við í fjölskyldu- og vinaheimsóknum...erum búin að éta okkur til óbóta af súkkulaði. Fórum til ömmu og svo til Sigga og Estherar. Siggi er miklu betri og ég sé mikinn mun á honum. Pabbi sendi honum Búddhagalla og hálsmen sem er sérstaklega blessað í Thailandi. Hann fékk sundbeltið góða frá Mr. F og kínakúlur til að æfa hendurnar. Við ætlum svo að hittast nokkrum sinnum í viku og lesa saman upphátt...ljóð og eitthvað skemmtilegt til að æfa talið ...hann á eftir að ná sér algjörlega. Ég veit það....biðjum öll fyrir honum og sendum honum kraft elskurnar...
Verð að senda ykkur það sem kom á spjaldinu í dag...
Láttu ástina blómstra í hjarta þínu.
Láttu heillast af henni og lát hana snerta hjarta þitt og fylla líf þitt af gleði og hamingju...
Páskaknús
a
Lífstíll | 24.3.2008 | 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alltaf voða gott að koma heim....sérstaklega er nú gott að skríða í rúmið sitt eftir 24 tíma ferðalag þegar litlar mjúkar sex ára tásur bíða í rúminu og vekja mann svo næsta dag með kossum og mjúkum strokum...Sara Jasmín söng fyrir mig...Sofðu unga ástin mín..og ég sveif í draumalandið okkar.
Ég rétt missti af prinsinum mínum litla sem hringdi mjög áhyggjufullur og spurði hvort við gætum ekki reynt að hittast í fríhöfninni...þegar það var ekki hægt...sagði hann: ,, Amma mín, hafðu engar áhyggjur, ég skal bara veifa þér út um gluggann í flugvélinni minni þegar hún mætir þinni. "...allt er svo einfalt og gott hjá börnunum okkar..Nú eru þau komin til Costa del Sol og farin að sóla sig þar á okkar gömlu heimaslóðum.
Terry systir mín ...þú kíkir eftir þeim og vonandi grillið þið Juan á þakinu með þeim...Te quiero tanto...
Flugið okkar gekk vel...það var reyndar smá seinkun hjá EVA Air vegna umferðarteppu á Heathrow svo við þurftum að hlaupa til að ná vélinni heim og farangurinn kom ekki með okkur en var sendur heim á gólf daginn eftir svo það var ekkert mál. Við vorum dugleg að hreyfa okkur í vélinni og gera æfingar þannig að fæturnir bólgnuðu ekki og við skokkuðum eins og unglömb á vordegi milli terminala...ótrúlega þægilegt og gott flug og mikil viðbrigði að koma í íslensku vélina sem var svo þröng eftir huggulegheitin hinum megin...en íslensku flugfreyjurnar redduðu þessu með sinni yndislegu og ljúfu framkomu...Já...FL Group borgar þeim vonandi vel....
Gúndi minn kom að sækja okkur og heimferðin gekk vel austur yfir heiðina en...vó er kalt hér !!! Það er ótrúlegt að við skulum yfir höfðuð nenna að búa hér yfir vetrartímann..Við erum strax farin að sakna okkar kæru vina í Thailandi...elsku Mr. F, Raggý og snillingurinn Áki urðu eftir og halda áfram að sóla sig í blíðunni þarna austurfrá...bestu kvðjur til ykkar elskurnar og takk fyrir allt:-)
Svo hefur helgin liðið hér í rólegheitum í faðmi fjölskyldu og vina..það er það besta við að koma heim...og þá verður allt svo hlýtt og gott þó það frjósi í nefinu í göngutúrunum..
Framundan er svo stórafmæli elsku litlu systur minnar...hún er að fylla fjórða tuginn og ætlar að halda stórveislu á föstudaginn langa...við munum öll hjálpast að og gera þetta yndislegan dag enda er litla dúllan mín einstök, eins góð og hún er falleg og sjaldan hef ég verið eins vel bænheyrð eins og þegar hún fæddist..Við tesysturnar þurfum að hittast og æfa nokkur gítargrip og semja eins og eina revíu , henni til heiðurs...
Læt ykkur fylgjast með elskurnar...verð að fara núna...kveikja á kertum og fara í heitt bað...það er íslenskur lúxus sem fáir leika eftir...að geta legið í baði og lesið í klukkutíma með avókadómaska á andlitinu og hunang í hárinu.... A lady has to do what a lady has to do...
Las gott sem ég verð að deila með ykkur elskurnar....
Það sem þú gefur öðrum...verður aldrei af þér tekið....
kreistur og kossar
a
Lífstíll | 16.3.2008 | 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er komið að því.....our last night in Thailand....Við erum að fara ut að borða á Jameson vini okkar...og svo er það bara bjútíblundurinn áður en Iisac keyrir okkur til Bangkok, hvaðan við eigum flug klukkan 13.20...og þá tekur við dásamlegur hvíldartími í flugvélinni alla leið til London...þaðan er svo beint flug heim...Mæli með þessu félagi my ladies... www.evaair.com
Fellur eins og flís við rass með Flugleiðavélunum og hægt að tékka farangurinn beina leið eða alla leið heim...Ekkert vandamál eins og Danny Hemmason segir alltaf...bara vera í flæðinu og njóta flugsins...
Annars var dagurinn í dag bara slakur...vöknuðum snemma og fengum morgunmat við laugina...við papa gerðum klukkutímaæfingar að finnskum hætti með kútana frá Ástu og Mr. F. Raggý kom svo og fór bara beina leið á námskeið hjá okkar finnsku vinkonu...gott ef hún lendir ekki í uppbúnu og pönnukökum...
Um hádegisbilið var svo farið á snyrtistofu...allir í mani og pedi ...lita, plokka, blása og þvo...nudda og dudda í eina 3 tíma...svo bara aftur í garðinn og leikið sér með bolta í lauginni, spjallað við alla hina gestina sem eru hálfrauðeygðir því við erum að fara ...þetta skemmtilega sveitafólk...
Og nú er búið að pakka og allt orðið klárt...þetta var dásamleg ferð og við eigum eftir að sakna Thailands...komum örugglega fljótt aftur...Mr.F hefur séð um okkur og sýnt okkur enn og sannað að hann er efnilegur...ótrúlega natinn og góður við okkur þessi elska .....það verður gaman fyrir okkur papa að senda honum haug af Íslendingum í alls konar ástandi...tennur, brjóst, augnháralengingar, rismöndlur eða bara vöðvarýrnun og fitusöfnun sem orsakast oft af því að við gleymum því sem skiptir máli....whatever...allt er hægt í Thailandi...landi hinna brosandi andlita....besta ferð so far segir papa og Áki er strax farinn að skipuleggja næstu ferð fyrir okkur...
En það verður samt gott að koma heim í faðminn ykkar á Fróni ...sjáumst á morgun:-)
Knús frá mama, papa og brósa....et moi
ps. Fullt af góðum myndum á leiðinni inn í Myndaalbúm....en hér kemur ein góð af frænkunum úr Hafnarfirði...aðeins að fá sér í staupinu...
Lífstíll | 13.3.2008 | 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elskurnar mínar...það var svo gaman hjá okkur í gær...sko haldiði ekki bara hann Mr. F hafi farið með okkur í sveitaferð...já, honum er nú ekki alls varnað þó hann sé algjörlega 101...í gegn sko..og þá meina ég hann hefur aldrei mokað fjós eða migið í flór...en...hann kemur stöðugt á óvart og fór semsagt með okkur í sveitina....til okkar kæra vinar PK sem eldaði góðan thai-mat og við komumst í hið eftirsótta Karaoke....
Feðgarnir riðu á vaðið og tóku nokkur vel valin lög...jú, jú...Mr. F tók My Way...Told you so...en svo duttu hann og papa í billan en við hin sungum af hjartans lyst og dönsuðum líka og skemmtum okkur eins og sveitafólki einu er lagið...eins og hann Áki minn segir þegar gengur yfir hann vitleysan...
Já, já....sveitafólkið bara að skemmta sér og færir sig svo aðeins frá okkur svo það sjáist ekki að hann sé með okkur í liði....hann er svo mikil snilld þessi drengur. Papa á ekki orð til að lýsa honum, einlægnin og elskusemin er einstök og gott ef hans bíður ekki uppbúið rúm og heitar upprúllaðar pönnsur þegar hann kemur í heimsókn á Selfoss...mama er nú fræg fyrir að slá í pönnsur oft og einatt og telur ekki eftir sér að dobla uppskriftina ef margir renna á lyktina...
Allt í einu birtist Pom hótelstýran okkar....hún er að spá í Lilla bró en hann er það sem kallað er í Gaulverjabæjarhreppi....fengsæll en ekki fastheldinn á konur og vill nú ekki í netið meir...þannig að hún varð frá að hverfa blessuð dúfan...en hún má eiga það hún syngur vel...
Við vorum þarna glöð og hress....fórum svo bara heim og ætluðum að fara að sofa en Lilli var bara í svo miklu stuði að hann grátbað mig..... að koma með í smá sving á ströndina og dýfa tásunum okkar aðeins í...hvað nokkur mermaid fær aldregi staðist...svo við skruppum...hittum svo einhvern lazy boy þarna sem reyndi að blikka Lilla bró ...hann sem er úr sveit og hafði aldrei séð svona vitleysu ...aðeins heyrt um þetta fyrirbrigði og vildi nú vita eitthvað um blessað...það hérna veit ég ekki hvort á ég að skrifa hún eða hann...
allavega,,,....hann tók þarna smá...örstutta mannlífsrannsókn á ströndinni og við komumst að ýmsu misjöfnu...engu samt sem hér má fara á prent...say no more...
Þetta endaði allt vel eins og allt hefur tilhneigingu til að gera ...og við komumst heim í lúrudúr....
Í morgun fórum við papa svo í tannvisitasíuna hina síðustu...og papa var svo glaður að geta nú bráðum farið að bryðja rismöndlur og bara borða allt...
Allt heppnaðist vel og við dáðumst að því hvað tannsinn var vandvirkur og laghentur....papa er að skipuleggja ferðir fyrir alla vini sína hingað útettir....allir fá þá eitthvað fallegt...það verður gaman að sjá hvernig aumingja Kristmundur plummar sig hér...nú eða hann Óli hennar Gunnu í kjötinu sem aldrei hefur verið við kvenmann kenndur og er ekki lengur með hýrri há...algjör búskussi...sá hefði nú gott af einni góðri og hlýlegri stúlku hér austan að ...að ekki sé talað um hvursu meltingin yrði öll betri ef hann fengi nú tennur líka...og kannski bara sápukúlunudd...já það er margt gott í Thailandi...
Við skutum svo saman í ráðstefnu og papa keypti blóm fyrir staffið...voða sætur við þau enda koma þau til með að sakna papa og mama...enginn er eins örlátur á tipsið....og brosmildur og farin að spjalla þessi ósköp á thailensku...
Við Mr. F tókum góða æfingu á Marriott...svo hressilega hvein í upphandleggsvöðvunum og bingóið er alveg bless...já,, sæll!!!
Komum svo heim og skutluðum okkur í sund og síðan nudd....mama sagði við nuddkonuna að hún gæti nú alveg hugsað sér að taka hana með sér heim...sú stutta sagði að það væri nú ekkert vandamál...áttu ekki syni...Jú...jú...og hún bauð mama frítt nudd á hverjum degi bara ef hún fengi að koma með og verða tengdadóttir hennar...nú má Lilli fara að vara sig....
Svo tókum við hressilega gönguferð í Big C og keyptum nokkrar gjafir handa ykkur elskurnar....látið ykkur hlakka til...við erum að koma heim...ekki á morgun heldur hinn....
Lovjú trúlí...
knúsokreist
a
Lífstíll | 12.3.2008 | 18:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skal nú bara segja ykkur það...að nú hef ég fengið Thailand í blóðið...í alvöru..það er svo allt öðruvísi að fara út í sveitirnar og sjá allt fólkið og náttúran er svo falleg og öðruvísi...kannski er ég enn á því að Þingvellir séu það fallegast sem til er...sérstaklega að hausti ef dama er með sínum heittelskaða og leggur hann í mjúkan mosabala inn við Öxará...en ..í alvöru my ladies....sko við vorum að koma úr ferð sem mun aldrei gleymast....
Við fórum af stað klukkan sex í gærmorgun, sunnudag...og við ókum sem leið lá á hinn rómaða fljótandi markað í Bangkok...það var magnað að sjá öll andlitin og sölubásana auðvitað líka...þó var þetta nú mest allt sama dótið og við sjáum hér á götumörkuðunum sem eru óteljandi...anyway...mannlífið var svo skemmtilegt og angaði af ilminum úr fljótinu og öllu kryddinu sem selt er þarna og ekki síður öllum matnum sem fólk eldar, borðar og selur á pínulitlum og mjóum bátum sem líða um eins og kobraslöngur á fljótinu...þetta er svo f....unbelieveable....það er varla hægt að lýsa þessu...en endilega skoðið myndirnar ....myndaalbúmið er merkt River Kvai...
Við héldum svo áfram og skoðuðum minningargrafreit um alla þá Evrópumenn sem dóu við að búa til Brúna yfir Kvai fljótið...það er talið að þeir hafi verið um 16.000 en það voru líka um 200.000 Asíumenn sem dóu við þessa þrælkun en þeir voru nú bara notaðir sem uppfyllingarefni í járnbrautina...eins og í Kínamúrnum...en það er önnur saga...við duttum þarna inn í hugleiðingar um mannanna grimmd og miskunnarleysi...en náðum okkur fljótt aftur á flug og fórum áfram og skoðuðum brúna miklu yfir Kvai fljótið...hafiði lesið bókina? Endilega gerum það elskurnar og sjáum jafnvel myndina saman,.,. ósköp rómó á góðu kvöldi með heitu súkkulaði...
Við áttum þarna dásamlega stund og merkilega....en svo var haldið áfram því við áttum pantað hótel á fljótinu...já....í alvöru fljótandi hótel og við borðuðum á fljótandi veitingastað sem var svo tekinn út á fljótið og rúntað með okkur umm...já þarna var sko ekki verið að kjafta...bara keyra...
Svo fengum við að synda í sjálfri River Kvai...yndislega silkimjúk lék hún sér við okkur og við difum okkur ofaní og smökkuðum á þessu fræga fljóti...smá moldarbragð og tengingin við móður náttúru var algjör...This is life....
Svo stukkum við í fossinn...og vá...þetta er svo skemmtilegt en svo var bara allt í einu kominn háttatími og við urðum að fara ða sofa...en það var í lagi...hótelið ruggaði okkur í svefn og við runnum ljúflega inn í draumalandið okkar...hugsið ykkur á fljótandi hóteli!!!!
Næsta dag var morgunverðurinn á veitngastaðnum við hótelið og allt í einu kom einn lítill og mjór...afskaplega fótnettur...júnóvatæmín...ladies....og skellti sér fram fyrir okkur og dró veitingastaðinn af stað...já, ég er ekki að grínast....Við fórum í útsýnisflug...eða siglingu á veitingastaðnum...þetta er náttla ótrúlegt fyrir ykkur þarna heima í snjónum þar sem við eigum ekkert nema Perluna en...þetta er samt satt...
Við fórum svo áfram með Danny boy og fórum í heita laug...nokkurs konar Bláa Lónið nema þetta var meira svona í grænum blæbrigðum...æðislega næs...heitt og gott...við vorum reyndar alltaf jafn heppinn því RÚSSSSSSARNIR komu rétt á eftir og gerðu innrás...þá var nú gott að vera komin uppúr og inn í hjá Danny..
Að lokum fórum við svo í lestina frægu sem kostaði svo mörg mannslíf í seinni heimstyrjöldinni...það var auðvitað merkileg lífsreynsla og skemmtileg líka...allt svo frábært...ég verð að segja það elskurnar mínar að þetta var BARA SKEMMTILEGT.....
Og allt þetta skipulagði hann Mr. F okkar og Danny boy keyrði okkur...
Frábær ferð sem fer í minningabankann...takkatakk
Vona að þið séuð í lagi þarna á klakanum elskurnar mínar...nú styttist í að við komum til ykkar og kreistum ykkur...
Bestu kveðjur frá Thai...gæs and girls...
a
Lífstíll | 10.3.2008 | 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar