Sælar elskurnar,
Gosh...hvað ég hef verið löt að skrifa í sumar...en á móti kemur að ég hef verið ótrúlega vinnusöm og iðin við ýmis önnur verkleg og hugguleg störf enda veður verið milt og blítt strokið um vanga...
en nú er komið haust og ég sest þá við með kertaljósið í sálinni...
Nú er ég að undirbúa komu kvennahóps í Gónhól á morgun og annar hópur kemur svo á fimmtudag. Við verðum með þema uppskerunnar og bjóðum upp á íslenskt grænmetishlaðborð, nýsoðnar kartöflur með sméri og fleira dömulegt og lekkert. Það verður svo opið áfram í september ...allar helgar frá eitt til fimm...endilega kíkið til mín og látið spá fyrir ykkur á meðan herrarnir skoða fornbílana...
Nokkuð margar af okkur dömunum eru nú að hefja sig til flugs á ný og ætla að taka hausthreinsun. Nokkrar byrjuðu á mánudaginn var og aðrar eru að undirbúa sig og ætla að byrja næsta mánudag.
Þetta er auðvitað dásamlegur tími til að borða allt þetta hreina og góða grænmeti sem íslenskir bændur hafa ræktað handa okkur í sumar....
Munið bara að hafa það einfalt! Borða nógu mikið og aldrei að vera svangar...vera með gulrætur, blómkál, hnetur og fræ í öllum vösum eða veskjum...drekka nógu mikið vatn og grænt te og hlusta á líkamann. Það er eðlilegt að fá smá höfuðverk fyrstu tvo dagana á meðan eitrið er að skolast út en það líður hjá. Passa að borða engan sykur, ekki ávexti eða ber og alls ekki fá sér í staupinu...og smátt og smátt fer ykkur að líða ótrúlega vel.
Muna líka að vera góðar við ykkur, nota góðan skrúbb, epsomsaltbað og svo bodykrem og láta dekra við ykkur á nuddstofu og snyrtistofu, svona sitt á hvað eftir því hvað er til í buddunni.
Við eigum aðeins það besta skilið því við erum dömur, og það dásamlegar og skemmtilegar dömur af bestu gerð.
Gangi okkur vel og munum að brosa...það er besta andlitslyftingin!
grænmetisknús
a
Lífstíll | 10.9.2008 | 01:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og Jónsmessugleðin á Eyrarbakka...úff það er svo margt skemmtilegt að gerast...
Nú er ég hrædd um að við dömurnar tökum fram bestu dressin og lúkkum flottar á aðalhátíð allra landsmanna...systir mín á orðið blæjubíl...sko! Pontiac Firebird 68...eigum við að ræða það eitthvað hvað hún er flott þegar hún skilur mann eftir í reyk.....Vó...ég hef ekki roð við henni...hún er búin að læra öll trikkin...og þá meina ég ÖLLLLLLL...hvað er hann að þjappa hjá henni? Jú 10.75! Það er 400 hestafla vél í litla kvikindinu, Tóti Sverris er að gera hina upp og nú bíðum við bara eftir að sýna gripinn á mótinu í kvöld.
Við fornbílamenn á Selfossi förum í Gónhól á Eyrarbakka og fáum kaffi þar og bíðum eftir öllum flottkerrunum að sunnan sem koma þrengslaveginn og pikka okkur upp í Gónhól. Við munum svo aka saman á Selfoss, inná Gesthúsatúnið þar sem við tjöldum og komum okkur fyrir saman og berum saman bílana...þetta er svo skemmtilegt!!!!
Við systurnar förum svo á Eyrarbakka á morgun og verðum eitthvað að skottast á milli...ekki má nú missa af Jónsmessunni á Eyrarbakka og Gónhólinn okkar verður fullur af fólki. Við grillum þar kl. 18.00 og svo förum við aftur á landsmótið og grillum þar með hinum bílaáhugamönnunum og alltaf eru nú að bætast fleiri dömur í hópinn...Verið með elskurnar!
lady a
Lífstíll | 27.6.2008 | 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jedúddi minn, hvað tíminn flýgur!
Litla barnið mitt er orðin 25 ára fegurðardís...mér finnst samt að það sé svo stutt síðan ég fekk hana í fangið í fyrsta skipti, litla sæta með krullur og stór augu...það var stórkostleg stund og ég var svo þakklát fyrir að fá hana...alveg heilbrigða og vel skapaða...þvílíkt kraftaverk sem það er og aldrei nógsamlega þakkað...og nú er hún orðin aldarfjórðungsgömul hjá mér stelpan og hefur alltaf verið svo góð og skemmtileg...kannski smá vesen þarna í kringum gelgjuna en það var stutt og gleymdist fljótt því hún er svoddan sjarmur þessi deppa mömmu sinna...
og búin að eignast hana Söru Jasmín sem er sólargeislinn okkar...gott var að eignast börnin en enn betra að fá svo barnabörnin...
Við fórum til hennar í morgunkaffi...kærastinn var búin að fara í bakarí og bauð okkur öllum í huggulegan morgunverð og sólin skein og allt var svo skemmtilegt...á nýja fína pallinum var spígsporað og mátaðar afmælisgjafirnar...
um kvöldið var svo mikil veísla á 800 Bar sem er flottasti barinn í bænum...eða kannski á landinu...a.m.k. sá flottasti sem ég hef séð og hef ég þó víða farið og margan sopann sopið...Þar kom trúbador og við heyrðum margar góðar sögur af Drífunni okkar sem er með eindæmum velheppnuð og skemmtilegur krakki...já ég verð að segja það...hún er alltaf svo uppbyggjandi og hress þessi krakkapakki. Við fengum flottar veitingar frá Hótel Geysi...Siggi minn samur við sig...og svo Mojito...jarðaberja Mojito að hætti hússins er náttla bara snilld!
Mesta fjörið varð þó þegar hljómsveitin Karma kom og tók lagið ...öll bestu lögin svo við dönsuðum alveg undir morgun og skreiddumst svo sárfætt heim...en það var þess virði...
þetta var algjörlega frábært afmæli og skemmtilegt með eindæmum...takk Drífa litla mömmudeppa...
Lífstíll | 24.6.2008 | 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ÞAð eru bara endalaust skemmtileg partý og veislur hér um slóðir...veit ekki hvernig þetta fer með mittið mjóa og leggina spóa...
Hún dóttir mín yndisfagra útskrifaðist á laugardaginn frá HR með miklum sóma og við erum svo stolt af henni...elsku dúllan...svo er hún eins góð og hún er falleg og gáfuð...og Daníel segir að hún sé besta mamman í öllum heiminum líka...
Þetta var svo falleg og skemmtileg athöfn.
Mæðgurnar Ragga Gísla og dóttir hennar Bryndís sungu saman og það var svo fallegt hjá þeim að ég táraðist...meira hvað ég er að verða meyr með árunum...ég var eitthvað svo ánægð fyrir hönd Röggu, hún hefur alltaf verið mitt uppáhald og er enn ...flottust bara...og svo núna að syngja með dóttur sinni sem er alveg eins og mamman...æ, þær voru svo yndislegar og ég samgladdist þeim og fann mig eitthvað svo í sömu sporum að horfa á dóttur mína sem var þarna sæl og glöð að ná sínu stóra takmarki...
Svava Grönfeldt , rektorinn hennar Lóu minnar , hélt svo einhverja skemmtilegustu útskriftarræðu sem ég hef heyrt..hún er nú hrein snilld þessi kona og ég sá þarna að engu sem ég hef heyrt um hana er ofaukið...hún er akkúrat eins og enginn býst við og algjörlega frjáls og eðlileg...óskemmd kona sem veit hvert hún er að fara...kona sem við getum allar verið stoltar af að eiga sem systur.
ÞAð var svo margt sem hún sagði sem var svo fallegt og hún hvatti kandidatana sína áfram og fyllti þau, eins og okkur í salnum af eldmóði og áhuga á því að gera okkar besta og aldrei að hika við að setja markið hátt...allt er hægt ....svo vitnaði hún í alla mestu snillingana...Thomas Edison sem sagðist aldrei hafa unnið handtak á ævinni...það var allt skemmtun...hugsið ykkur að hafa þetta viðhorf! Allt sem ég geri er skemmtun! Allt er svo auðvelt og ég geri þetta allt því það er skemmtilegt...viðhorfið þitt skiptir öllu máli! Snilld!
Darwinskenningin var tekin líka....það eru ekki endilega þeir sem eru snjallastir eða sterkastir sem lifa af...heldur þeir sem geta aðlagað sig sem best hinum ýmsustu aðstæðum...og þið sem eruð að útskrifast í dag...munið að þó aðstæður séu kannski ekki eins ákjósanlegar og þær voru fyrir ári síðan, gleymið ekki að þið getið nýtt ykkur þær til góðs ef það er ákvörðun ykkar og þið hafið útsjónarsemi til að sjá öll tækifærin sem bjóðast...
Tær snilld...
mig á það að Bónusveldið var einmitt stofnað í miklu harðæri þegar flestir sáu ekki út úr svartnættinu...og hvað er það í dag!!!
Já...áfram Ísland og til hamingju með útskriftina öll! Þið eruð frábær og lífið brosir við ykkur...
Þorið að vera öðruvísi...eins og rektorinn ykkar...þorið að styðja það sem þið vitið að er rétt...alveg sama hvað öðrum finnst...hreinn hugur og hreint hjarta er það besta sem við eigum...
Lífstíll | 19.6.2008 | 00:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæl öll elskurnar,
Nú erum við komin frá Mallorca við Halla og börnin hennar og snillingurinn Jón Grétar íþróttaálfur sem söng sig inn í hjarta mitt. Mikið indælisbarn er hann þessi elska, algjör engill og kristalsbarn með meiru. Það var auðvitað alveg dásamlegt að koma aðeins til MAllorca og sleppa skjálftanum hér á meðan...það var að vísu óvenju kalt á eyjunni fögru en samt æðislega gaman. Mikið borðað, verslað og spjallað og svo auðvitað sólað sig og buslað á ströndinni.
Hér heima er svo allt við það sama...fólk er enn utanvið sig og sumir eru ekki farnir að mæta í vinnu eftir skjálftann. Ég er enn að ryksuga glerbrot og sjá skemmdir á gólfum og borðum...en allt er nú samt að lagast...það er bara óvissan sem er verst...kemur meira eða er þetta búið...það er spurningin...
Kata mín sagði að einhver sérfræðingur hefði sagt í útvarpi fyrir síðustu helgi að það mætti búast við stórum skjálfta og þá varð fólk almennt mjög óttaslegið og órólegt en nú eru þeir víst að draga þetta til baka.
Við stöllur erum hins vegar að undirbúa hitting í Lyngheiðinni...allir sem ólust upp í þeirri góðu götu ætla að hittast við Litlu-Götu á mánudaginn klukkan 19.00...það verður gaman að hitta gamla leikfélaga og skreppa með þeim á róló...
Hafið það gott elskurnar
knús
anna
Lífstíll | 12.6.2008 | 18:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
já...það þurfa nú ansi margar styttur og glös að brotna til þess að maður nenni að fara að eltast við að fá innbúið sitt bætt. Það þarf að lista og verðmerkja alla hluti...hvernig veit ég hvað styttan sem ég erfði eftir Siggu frænku kostar??? Já svo var það líka í smáa letrinu að allt sem skemmist úti á palli ...já ..nei það er ótryggt sko!
Hvernig stendur á því að tryggingarfélögin láta alltaf eins og þau séu í vörn og að við ætlum að hafa eitthvað af þeim Við borgum öll árgjöldin okkar og meira að segja vexti ef við borgum ekki á gjalddaga...en svo ef við lendum í tjóni og þurfum að fá bætur...þá er annað hljóð í strokknum.
Ég hélt reyndar að eftir allar þessar hörmungar sem hafa gengið hér yfir yrði annað hljóð í strokknum en...nei...ekki alveg. Það er sama sagan og við sem höfum hist og spjallað saman erum sammála um að tryggingafélögin þurfi að verða manneskjulegri og muna að þau eru í vinnu hjá okkur...eitthvað er þetta þó misjafnt eftir tryggingafélögum en þeir sem ég hef hitt eru sammála um að TM séu verstir...eitthvað búnir að gleyma frasanum sínum...
Ef þú ert tryggður, færðu það bætt!
Verst finnst mér þó með eldri borgarana hér. Þau hafa mörg hver orðið fyrir miklu tjóni og alls konar minningar glatast sem erfitt er að bæta. Eiga þau líka að lista og verðmerkja...hvernig metur maður 100 ára bollastell sem hefur gengið í erfðir. Amma mín er til dæmis ekki í neinu standi til að gera þetta og eins er um margar vinkonur hennar. Peningarnir skipta ekki endilega máli, það er svo margt sem er óbætanlegt en ef þú kemur til tryggingarfélagsins þíns þá eru þetta svörin...
Geymdu öll glerbrotin, skilmerkilega flokkuð og verðmerkt og ef þú klárar það og kemur með listann til okkar, förum við yfir hann og sjáum svo til ....en mundu samt að sjálfábyrgðin er 85.000 krónur...
Hvað hefur þú í ellilaun á mánuði?
Það má vafalaust kaupa einhverjar glerkýr og postulínshunda í staðinn fyrir þá sem brotnuðu en í Guðanna bænum...komið almennilega fram við viðskiptavini ykkar þegar þeir þurfa á ykkur að halda...ekki bara auglýsa einhverja innihaldslausa frasa í sjónvarpinu...
Annars er allt að komast í samt horf hér hjá okkur á skjálftasvæðunum...við erum enn taugatrekkt og stökkvum út í dyr ef einhver skellir hurð...vona bara að þessu fari að linna.
knús
a
Lífstíll | 2.6.2008 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Æ, þær voru virkilega lekkerar dömurnar á tískusýningunni okkar í Gónhól um helgina. Hver annarri huggulegri og sætari þessar elskur...
Endilega takið til í skápunum og komið og seljið...dömur eru að stórgræða þarna og svo er bara að fara og kaupa sér eitthvað nýtt og sætt ...nú eða láta hjartað ráða og gefa til góðgerðamála...
Svo næstu helgi setjum við upp fornbílasölu...aldrei að vita nema við náum fleiri konum í klúbbinn...nú er systir mín sko kominn á einn flottasta Pontiac sem ég hef séð...með blæjum og öllum og við erum að tala um að hann þjappi feitt og það er ekkert að flautuköttóttinu sko!
Er hann ekki bara flottur? Og hvað haldið þið...þetta fékk hún frá elskhuga sínum til margra ára sem hún á slatta af krökkum með og allt...og hann er skráður á fæðingardegi hennar...sko bíllinn...23.03.1968...hugsa sér!
Það sem hann er rómantískur...sko kallinn...já, hún er bara heppin með hann..
Já...mamma er voða lukkuleg með okkur öll í Gónhól...hún er nú farin að selja gistingu í litlu sætu íbúðunum...ég sagði henni að auglýsa eitthvað voða flott...svona þið vitið...ástarhreiður fyrir dömur og laglega herramenn...en þá sagði hún...ó, nei, o ekki...þetta er sko heiðarleg gisting...þannig að hún auglýsir örugglega...Rómantísk og lekker gisting á Eyrarbakka...aðeins fyrir lekkerar dömur og heiðarlega herra sem hafa ekkert ósiðsamlegt í hyggju...
...bara koma og fá sér rjómavöfflur í kaffihúsinu hennar mömmu....
á morgun er ég að fara í hádegisverð til Hildar minnar...hún er að tína njóla og hófsóleyjar í salat og súpu...Það er að koma mjög fræg galdrakona til hennar alla leið vestan úr Ameríku og halda uppá afmælið sitt...og ég er að baka köku úr fræjum, gulrótum og döðlum því hún borðar bara hollt...ekkert svona samsett eiturbras úr búð...
Þetta verður sannkallað nornaþing...spennandi...ég ætti kannski að taka köttinn með???
Sjáumst fljótt elskurnar mínar allar
knús
Lífstíll | 28.5.2008 | 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sælar elskurnar...nú stendur mikið til í Gónhól á Eyrarbakka um helgina.
Það er búið að taka fram alla hælaskó og hatta í sýslunni...bóna heldri bílanna og nú er verið að máta dress og bera sig við drossíur og eðalvagna.
Dömurnar í FKA Suðurlandsdeild, komu í kvöld og horfðu á generalprufu að tískusýningunni sem við ætlum að hafa á sunnudaginn klukkan fjögur...svona í anda stríðsáranna...
Tónlistin og fötin allt í stíl....dömurnar svo lekkerar í gamaldags fíling og skáluðu í sherry lögg...
Svo hitnaði nú heldur í kolunum þegar þær komu fram á blúndunærfötum frá Hosíló ..... úff! Jafnvel elstu menn lifnuðu við og brosið braust fram eins og vorið er að gera á Eyrarbakka þessa dagna...
Hlakka til að sjá ykkur í Gónhól my darlings
a
Lífstíll | 24.5.2008 | 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það var svo skemmtilegt hjá okkur í Gónhól í gær.
Fólkið streymdi að og skoðaði listaverkin, verslaði á markaðnum eða í kaffihúsinu og börnin...þau voru best eins og alltaf...fengu andlitsmálningu , máluðu listaverk og settu upp sýningar...og sum fóru fram og seldu listaverkin sín á markaðnum...
Frábært...við verðum svo þarna um helgina ...hele familen..endilega lítið á okkur
knús
a
Lífstíll | 11.5.2008 | 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gallerý Gónhóll opnaði í dag...
4 listamenn opnuðu sýningu í þessum nýja upprennandi menningarsal okkar í Árborg, Anna Gunnarsdóttir frá Háfi, Þórdís Þórðardóttir, Edda Björk Magnúsdóttir og Jón Ingi Sigurmundsson sem einnig fagnaði afmælinu sínu í dag...Fornbílamenn frá Þorlákshöfn skörtuðu sínu fegursta og heiðruðu okkur ásamt sólinni sem brosti sínu blíðasta....Söngraddir Reykjavíkur sungu og menn héldu ræður...allt gekk á afturfótunum í nánast óbornu eldhúsinu en það stendur til bóta...
En hann pabbi er stórkostlegur....það verður ekki af honum skafið þessari elsku....og ekki er hún móðir mín síðri...ég er svo þakklát fyrir að eiga þau svona ansans ári hress og spræk...elskurnar..
Já...það var bara gaman í Gónhól í dag...og nú er að bretta upp ermar og halda áfram því svo opnar markaðurinn og listamsmiðja barnanna á laugardaginn...og þá seljum við kannski pylsur og ís....ef við fáum vaskinn tengdan í eldhúsið....þetta er spennandi! Og það verður rosalega gaman að sjá hvernig þetta þróast í sumar..
hlakka til að sjá ykkur í gónhól darlings...
lovjú
a
Lífstíll | 9.5.2008 | 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar