Vorhreingerning fyrir dömur!

Elskulegu systur

Það er mikið rætt um hollustu þessa dagana. Við í dömuklúbbnum höfum ákveðið að taka til innan í okkur og fara í grænmetisföstu.

Sumar okkar hafa prófað þetta af og til, 2-3 á ári og áhrifin eru ótrúleg. Við losum okkur við eiturefni sem hafa safnast upp í líkamanum og smátt og smátt hjálpar þetta okkur til þess að sneiða hjá óhollustu og tileinka okkur nýjan lífsstíl.

Við tökum í þetta 14 daga. Á hverjum morgni drekkum við soðið vatn með sítrónusafa og smá cayenne pipar á fastandi maga. Svo borðum við grænmeti eins og við getum í okkur látið, steikt, soðið eða hrátt á hverjum degi og EKKERT nema grænmeti, kaldpressaðar olíur,úr glerflöskum,  fræ og hnetur. Best er að hafa sem mest lífrænt ræktað og muna að þvo allt grænmeti vel.

Það er mjög góð þjónusta hjá Akri. Þar er hægt að panta lífrænt grænmeti, ávexti,brauð, korn og fleira og fá sent á næstu Olísstöð. Það þarf að fylla út pöntunarlista sem reiknar sjálfkrafa út verðið og sv kemur skínandi gott og heilnæmt grænmeti til okkar í hverri viku.

slóðin er: www.akurbisk.is

 

Gott að taka inn Omega 3 6 9 olíu sem fæst í Heilsuhúsinu, Udo´s olíublönduna en hún á að vera mjög holl og góð, minnka hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum, auka þol og þrótt og almenna heilsu og lífsgæði.

Það má drekka vatn, alls konar jurtate og grænmetissafa en ekki kaffi eða áfengi auðvitað..

Áður en farið er í sturtu á morgnana er gott að þurrbursta líkamann með grófum bursta og bera svo á sig gott heilsukrem eða heimatilbúna olíu. Möndluolían er góð og hægt að blanda við hana ýmsum ilmolíum.

Fyrstu tveir dagarnir eru svolítið erfiðir en munið bara að borða nógu mikið grænmeti...aldrei að verða svangar! Gott að vera með í veskinu, gulrætur, blómkál, brokkolí og kirsuberjatómata til dæmis og stinga á sig aukabita. Eftir nokkra daga fer ykkur að líða svo dásamlega vel og sú vellíðan eykst með hverjum degi.

Við munum skrifast á og hringja hver til annarrar til að styrkja okkur andlega. Allar fyrir eina og ein fyrir allar! Munið að þið þurfið að setja ykkur markmið...standast þetta í 14 daga og líka að ákveða verðlaunin!!! Ég ætla til dæmis að kaupa mér ný sundföt, tvískipt að hætti Tótu Hvannar Sifjarmóður!

Svo á 15. degi byrjum við að brjóta föstuna og tökum inn nýja fæðuflokka, hægt og hægt. Við munum verða í sambandi með hvernig við gerum þetta en endilega drífið ykkur með og skrifið okkur línu ef þið viljið vera í styrktarbandinu: Félagsskapur kátra og krúttlegra kvenna!

EN

Fyrir hinar sem ekki nenna að fara eftir þessu en langar að bæta heilsuna, þá sendi Gulla okkur nokkur heilsuráð fyrir miðaldra mjónur:

2 döðlur á dag koma kynlífinu í lag.

1 kiwi á dag kemur hægðunum í lag.

2 möndlur á dag koma kalkbúskapnum í lag.

2 rauðbeður á dag koma járnbúskapnum í lag.

1 appelsína á dag sinnir  C vítamínþörfinni.

1 epli á dag kemur brennslunni í lag.

1 banani á dag ´losar okkur við fótapirringinn.

Góða skemmtun

a


Gleðilegt dömusumar!

Elskulegu dömur,

 

Ég fór í skrúðgöngu í morgun. Alltaf mikil stemming með skátum og lúðrasveit. Svo fórum við í kirkjuna og þar voru vígðir ungir yrðlingar inn í skátafélagið mitt gamla Fossbúa. Presturinn okkar hann séra Gunnar fór á kostum eins og venjulega. Hann er stórskemmtilegur ræðumaður...við ættum kannski að fá hann í næsta dömuboð!!!Hann var að tala um þennan séríslenska sið að halda uppá Sumardaginn fyrsta og þann skemmtilega sið að allir eru glaðir og bjóða hverjir öðrum Gleðilegt sumar...hvernig sem veðrið er! Þótt það sé hríðarbylur eða haglél og norðanrok...brosum við og segjum hvert við annað: Gleðilegt sumar! Dásamlegur siður! Minnir okkur á þá staðreynd að það skiptir engu hver utankomandi áhrif eru ef okkur líður vel inní okkur.

Gleðilegt dömusumar allar elskurnar!

a


Dömuboð hjá Ingu Ló

Við hittumst nokkrar dömur í gær hjá Ingu Ló og fengum okkur kaffitár og Contró.Við vorum með eina franska dömu í hópnum og hún segir að kona eigi að segja svona, contró. ÞAð er gasalega dömulegt sko! En frekar ólekkert að segja contrö þannig að nú breytum við þessu.

Við vorum allar svo glaðar að hittast og sammála því að við værum hreint út sagt dásamlegar konur eða hvað við erum skemmtilegar,- og eftirsóttar! Ég segi þetta vegna þess að við erum að spá í að fara eitthvað með hana Svölu í útskriftarferð en það var nú ekki hlaupið að því að finna tíma sem allar hefðu aukreitis. Er þetta ekki ótrúlegt? Allar uppteknar fram í september og aumingja Svalan okkar að útskrifast í maílok. Það er eins gott að skipuleggja sig vel!

En hvað um það, þetta var dásamlegt síðdegi í góðum hópi og umvafið súkkulaði og öðrum góðum kræsingum að virkilega dömulegum hætti!

Ég var svo að kíkja á síðuna hennar Ingu Dagnýjar, vinkonu okkar úr síðasta drottningarboði. Þar var skemmtileg umfjöllun um miðaldra konur. Sniðugt að það er sama hvað við eldumst, við erum alltaf sömu stelpurnar inní okkur. Eins og til dæmis amma mín sem er nú komin vel á fyrsta hundraðið og er bara svo vel með farin og sæt kona. Henni finnst hún alveg æðislega pæja og hefur ennþá svo gaman að því að kaupa sér föt og gera sig fína og hangsa eitthvað í svona dömuvafstri alla daga. Æ þið vitið lakka neglurnar og plokka brúnirnar...fá sér sérrístaup og sóla sig á Spáni.

Er ekki lífið dásamlegt! Ég fór í leikfimi í morgun og þar stóð á töflunni....Lífið er skóli. Þær sem nota kærleika og hjálpsemi við námið, útskrifast með sóma...

Ein fyrir allar og allar fyrir eina!

Hafið það gott elskulegu dömur

a


Orð dagsins

Elskulegur dömur,

 

Hún Lóló vinkona okkar á Mensý gaf mér svo skemmtilega bók í drottningargjöf. Ég les í henni á hverjum degi og það er oft svo góður gyðjutónn þarna, svona í morgunsárið fyrir lekkerar dömur sem eru að vinna saman að uppbyggingu kærleikskeðju kvenna,- ein fyrir allar , allar fyrir eina!

Þetta las ég í morgun og sendi yfir til ykkar. Gerum þetta nú allar í dag og biðjum sérstaklega fyrir öllum systrum okkar sem líður illa og eiga bágt. Það virkar alltaf að hugsa fallega til okkar og það að senda fallegar hugsanir útí heiminn hjálpar til.

Staldraðu við stutta stund og hallaðu þér aftur á bak í stólnum, lokaðu augunum og hugsaðu um einhvern sem þér þykir vænt um. Elskaðu hann í bæn þinni og biddu Guð um að elska hann og varðveita.

Systrakveðja til ykkar allra

a


Enn af heimsbókmenntum

Kæra Hildur,

Takk fyrir góðar ábendingar og vel þegnar.

Já ég held að það væri mjög skemmtilegt að heyra hvað þið erum að lesa elskulegu dömur til að víkka ykkar , þó óendanlega frjóa og víðsýna huga. Sendið mér endilega línu ef þið viljið vera svo góðar að blogga með okkur og ég sendi ykkur lykilorðið inná síðuna okkar.

Ég var semsagt að lesa bók sem heitir Leyndardómur býflugnanna eftir Sue Monk Kidd sem Bjartur gaf út 2006. Þetta er yndisleg bók um svartar og hvítar konur, hunang og býflugur, Svarta Maríu Guðsmóður og fleira skemmtilegt en umfram allt lýsir hún samstöðu ólíkra kvenna sem alltaf geta verið systur ef kærleikurinn ræður ferðinni.

Það er svo mikið talað um hunang í bókinni að ég fór út í heilsubúð og keypti mér hunang og bar á mig, drakk svo hunangste og borðaði hunangsköku með! Hrein dásemd og virkilega gott fyrir dömur að bera á sig hunang, baða sig úr hunangi og síðast en ekki síst....lesið þessa bók og ykkur líður bara eitthvað svo vel í hjartanu á eftir

Dömuknús

a

Já og eitt í viðbót...önnur perla er svo Kvenspæjarastofa nr.! og þá að drekka með rauðrunnate...Hafið þið lesið þær?Það eru komnar út einar 6 bækur í þeim flokki. Líka svona skemmtilegar sögur um góðar konur eins og okkur!

a

 


Dömukvöldið á Geysi heppnaðist fádæma vel

Elskulegu dömur,

Við vorum um 160 falleg fljóð á óræðum aldri sem söfnuðumst saman á Hótel Geysi um helgina undir styrkri stjórn Ingu Hafsteins og Heiðars snyrtis. Eins og við mátti búast var þetta einstaklega skemmtilegt og gott kvöld, maturinn var dúndurdömulegur og lekker. Fyrst var fordrykkur, og þegar við settumst við dásamlega skreytt borðin var borin fram hörpuskel sem bráðnaði í munninum og gældi við bragðlaukana undir ljúfri rödd hins föngulega Gunnars Ólasonar úr Skímóbandinu,- sem auðvitað kemur frá Selfossi eins og fleira góðgæti!

Nú svo fengum við gasalega lekker kjúklingaspjót og þar á eftir mangókrap til að létta á laukunum og undirbúa þá undir einhverja bestu kálfalund sem ég hef smakkað en´hún var borin fram í góðum félagsskap,- jú eðlilega í svona dömuselskap...snyrtileg og gómsæt andabrjóst sem framkölluðu ljúfar sælkerastunur úr öllum þeim dömubrjóstum sem þarna voru samankomin, orginal sem og hin með beina innspýtingu!!

Hinrik Ólafsson söng fyrir okkur á meðan og hann er voða sætur þessi elska en stóri bróðir hefur þó vinninginn, bæði með sönginn og sexapílinn sem við sunnleskur kvennaljómi erum jú sérfræðingar við að vega og meta.

Það fór ekki hjá því að efri varir okkar titruðu létt þegar himnesk súkkulaðifullnægja...jú sú var ekki feikuð,- borin fram í djúpum diskum og hinir erkihuggulegu matreiðslumenn svifu um salinn með heita súkkulaðisósu og helltu yfir okkur þeim himneska vökva sem hver og ein einasta kona stenst aldrei, mun ekki, vill ekki og þarf ekki,- því súkkulaði er jú vísindalega sannað að sé hollt fyrir allar konur, hvort sem það fer utan á okkur eða innan í. Hvílikt og annað eins góðgæti hef ég bara aldrei smakkað!

Við fengum svo einstaklega flottar og elegant tískusýningar var aðaltískuvöruverslunum Íslands sem auðvitað eru staðsettar á Selfossi,- Mekka tískunnar á Íslandi. ÞAð voru Central tískuhús og Lindin sem sýndu föt á fögrum konum á öllum aldri. ÞAð var mál kvenna að þetta hefði jafnast á við að vera í Eden á fimmtudagskvöldum í DEN TID! Muniði!!! OG auðvitað var Heiðar flottastur..kynnti þarna fegurðardrottningar og fleiri tískuljónynjur, hverja annarri dásamlegri en okkar var samt flottust!!!Þið vitið hverja ég meina!!!

Við fengum meira að segja gjafir frá Guerlain!- Þvílíkt flottar töskur með rándýrum kremum sem við mættum auðvitað allar með í Dömubrunch morguninn eftir, allar orðnar svo lekkerar í framan með húðljóma og gleðibros á vör.

 Þetta var svo ótrúlega frábært og skemmtilegt kvöld og við hlökkum allar til að koma á næsta ári aftur, Sko þar mun engin sönn dama láta sig vanta. Vonandi verður þá búið að stækka hótelið á Geysi, þetta flottasta hótel á Stór - Suðurlandssvæðinu.

En við veltum okkur aðeins uppúr því...hvernig er hægt að halda svona glæsikvöld og hafa það svona gasalega billegt,???? 4000 krónur fyrir allt þetta og 8.500 með gistingu , þegar ein nótt á sæmilegu hóteli fyrir sunnan kostar 11.000 minnst!!!Og ekki einu sinni með morgunverði hvað þá heldur 64 rétta hlaðborði eins og við fengum þarna nývaknaðar og sólskinssælar.

Bestu þakkir til ykkar allra á Geysi fyrir frábæra helgi...

Við vorum nefnilega alla helgina stöllurnar. Mættum á föstudegi í bústaðinn, bjuggum okkur til létt og hollt kjúklingasalat og fórum svo í náttfötin, settumst allar í hrúgu og möluðum látlaust langt fram á nótt. Það er svo gaman að fara svona saman vinkonurnar og eiga saman dömustundir. Svo var sofið út og undir hádegi hellt á könnuna og við fengum okkur auðvitað morgunmatinn í rúminu, heitt kaffi og súkkulaði, varla hægt að hugsa sér það betra! Það veit hver dama hvað súkkulaði er hollt. Kl. 14.00 stundvíslega rak Ásta orkubolti okkur á fætur og við fórum að Gullfossi og skoðuðum hann og minntumst systur okkar, Sigríðar í Brattholti sem bjargaði Gullfossi frá glötun á sínum tíma og hver einasta kona ber í sér brot af þessari kjarnakonu sem við verðum að virkja.... en annað má bíða í bili.

Við fórum svo inní Haukadalsskóg og brenndum alveg helling af kaloríum í undurfögrum skóginum, upp og niður brekkur, inní lundina, strukum rauðgreni og sitkagreni undir kinn og hlustuðum á fuglana syngja sín fegurstu vorljóð. Þarna eru alls konar skemmtilegar gönguleiðir, við valkyrjurnar vorum innblásnar kraftinum frá Gullfossi og völdum lengstu leiðina, jú,jú, þá rauðu...það var nú ekkert öðruvísi.

Rjóðar í kinnum skunduðum við svo í kjarngott kaffi á Hótel Geysi og síðan til Drífu í súkkulaðiköku og rauðar rósir....frá Sigga mínum hann er svo yndislegur alltaf. ÞAr voru ungar fagrar konur að máta kjóla fyrir kvöldið og við vorum auðvitað fengnar í ráðgjöf varðandi lekkerasta lúkkið....og þó voru þarna nokkrar feitlagnar, miðaldra húsmæður úr Hafnarfirði á ferð, en engu að síður sannkallaðar dömur og með auga, já auga dömu svíkur aldregi!

Þarna bættust tvær í hópinn og við fórum nú allar í bústaðinn og fengum okkur ískaldan drykk og byrjuðum að lakka, snyrta, plokka og reyta, jafnvel raka smá aukabrúska sem brotist höfðu út á miður óæskilegum stöðum...A lady has to do what a lady has to do....

Ó mæ God...hvað þetta er skemmtilegt að vera svona saman stelpurnar! Þó við séum kannski farnar að eldast að utan, þá erum við alltaf jafn ungar og fallegar að innan! Það breytist ekki á meðan við lifum. Eftir góða stund var það mál kvenna að Sif væri mesti snyrtifræðingurinn og algjör sérfræðingur í augnskuggasétteringum en Anna tók að sér áð vera Lafði Lokkaprúð og tókst það svo vel að henni var boðið á samning hjá virtustu hárSTOFUNNI á Selfossi! Nú er bara spurning hvenær hún snýr sér alfarið að hárinu! Sif aftur á móti hefur í hyggju að skipuleggja helgarferð í Hafnarfjörðinn og kenna okkur að kaupa réttu burstana og skuggana...að ekki sé talað um Boots töskuna sem hún var með! Herðatré og gegnsæir vasar, Það er toppurinn!

Munið að þið erum einstaklega yndislegar allar. Virkjum í okkur Brattholtsgenið og biðjum börnin að fara út og leika sér í þokunni!

Takk fyrir helgina og Gyðjan gefi ykkur góða viku

Lady in Red


Heimsbókmenntirnar

Kæra Anna! Kemst ekki á konukvöld á Geysi sökum anna við annað kvenlegt og merkilegt. Er á kafi skólanum og skriftum. Rakst inn á hárgreiðslustofu um daginn og þar sat kona með fartölvuna sína á hnjánum á meðan hún var að láta litinn taka sig í rúllunum. Þetta er framtíðin. Mig langar að vita hvaða bók þið hafið lesið merkasta í vetur á meðan þið voruð að láta naglalakkið þorna. Akademía er kvenkyns nafnorð enda stjórnuðu konur mennt til forna - vel greiddar að sjálfsögðu. Leyndardómur bíflugnanna segir þú og ég hrekk í kút því ég fékk hana í jólajgöf og er ekki búin að taka hana úr pakkanum.   Hildur


Fleira skemmtilegt framundan fyrir dömur, gyðjur og glæsikvendi!

Lattu_lj%C3%B3s_%C3%BEitt[1]Smellið á þetta og skoðið!

Knús og kram elskurnar

Lady in Red


Nú fer hver að verða síðust til að skrá sig á þennan mikla viðburð

sem fyrirhugaður er á Hótel Geysi um helgina. Þið munið fá að kynnast skvísupökkum...hvað er nú það? Ja, það kemur í ljós.InLove

Tilboð AWhistling

Fordrykkur

Matur

Skemmtun

4.000 kr.

Tilboð BCool

Fordrykkur

Matur

Skemmtun

Gisting

Dömu brunch

8.500 kr.

www.geysircenter.is

Pantið í s: 480 6800

Fríar rútuferðir frá ReykjavíkPolice

kvennaljómi

Heiðar Jónsson, snyrtir, veislustjóriDevil

Hinrik Ólafsson, söngvari og  leikari Bandit

Gunni í SkímóKissing

MUNIÐ......14. apríl


Konukvöld á Hótel Geysi

Æ, þetta er dömulegur svipur... Sælar elskulegur dömur.

 

Ég var að koma frá útlöndum í nótt. Er hálfsár í mínum lekkera og dömulega afturenda eftir mikla þeysireið í úlfaldalest í Saharaeyðimörkinni. Það kitlaði líka mínar fínustu dömutaugar að sjá dökkeygða og vöðvastælta araba leika listir sínar á gæðingum sínum. Ótrúlega dulúðlegir með sín dökku augu og dimma litaraft...er þetta kannski sandur? Enívei...kúlurassarnir eru allavega mjögggg lekkerir og virkilega æsandi fyrir norræn fljóð á fimmtugsaldri, ha!

Ég skrifa ykkur nú meira um þetta ferðalag en það sem ég ætlaði nú endilega að láta ykkur vita um er dásamlega dömulegur viðburður sem er í vændum og ENGIN lekker dama sem hanska getur valdið lætur fram hjá sér fara....

já elskurnar mínar, ég er að tala um sunnlenskt konukvöld á Hótel Geysi, þann 14. april. Verðum bara að mæta þar finnst ukkur ekki?
Allt, sem sýnt verður er sunnlenskt þ.e.a.s. föt
förðun og hárgreiðsla. 2 tískusýningar, kjólarnir
hennar Jórunnar Karls sýndir inn á milli af afkomendum
hennar, Hinrik 'Olafsson syngur og grínast, Gunni í
Skímó spilar og syngur.

Og hver haldið þið að stjórni dæminu???? Nema hann Heiðar, dúllan okkar sem fór svona líka á kostum í síðasta dömuboði....

Ég er nú búin að tryggja mér bústað þarna í nágrenninu við þetta flottasta dreifbýlishótel á landinu og sko, og ég keypti mér gasalega lekkera sétteringu núna í vélinni á leiðinni heim, það er svo smart naglalakkasett með þjöl, já þetta er sko satt! Ég er byrjuð að undirbúa mig fyrir þessa helgi með því að liggja með hendurnar í hunangsbaði á nóttinni og svo þvæ ég mér úr hreinni lífrænni jógúrt  á eftir, líka leggina...þetta dregur svo úr óæskilegum hárvexti elskurnar mínar, það er ótrúlegt...

Hvað finnst ykkur um þetta? Eigum við ekki að fjölmenna? Ég veit að hún Inga Hafsteins sem er aðaldaman þarna uppfrá á hótelinu er að undirbúa þetta með honum Heiðari okkar svo þetta verður pottþétt elegant í alla staði og án nokkurs vafa .....eins og alltaf þegar konur hittast......BARA GAMAN!!´

Eg er nú svo spennt og farin að hlakka afskaplega mikið til...en í hverju ætti dama að fara...humm hugs og humm...

Verðum í bandi elskurnar

knús og kram

Lady in Red


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband