Komin heim...

Jæja elskurnar,

Þá erum við komin heim með fílinn hennar Dísu...og það er bara virkilega frískandi og gott að koma heim í rok og rigningu ....voða eitthvað frískandi og svona...Wink

Allt gekk vel. Flugvöllurinn var frekar léttur, ferðalagið tók 26 tíma og nú er bara að snúa sér að næsta verkefni sem er jólamarkaðurinn okkar í Gónhól um helgina.

Þar verður mikið fjör og mikið gaman eins og alltaf á Eyrarbakka. Alls konar skemmtilegar jólagjafir, leirlist, myndlist og gler. Heimagerðar sultur, smákökur  og sunnlenskt grænmeti, glænýtt rauðkál og gulrætur frá Ragnhildi á Flúðum með ómótstæðilegum uppskriftum  að heimagerðu rauðkáli með sherrý...umm ekkert jafnast á við lyktina af nýsoðnu íslensku rauðkáli...Svo er dásamleg brjóstsykurgerð á staðnum. Handgerð kerti og reykelsi frá henni Helgu minni,  dagatöl, bækur, snyrtivörur, heilsuvörur, handmálaðar jólakúlur...ja, bara svona til að nefna brot af því besta...
 
Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir verður hjá okkur og kynnir nýja diskinn sinn og svo syngur þessi engill með jólasveininum og börnunum á sunnudag.
 
Ilmandi jólastemming í kaffihúsinu hjá mömmu eins og vant er, ódýrt og gott...
 
Þið getið líka bara sofið hjá okkur, það er hörkutilboð á gistingu.  Nýjar og huggulegar íbúðir við ströndina aðeins 5000 krónur nóttin. Ekki amalegt að skella sé með sínum og eiga rómó stund út við sæinn...
 
Opið fra kl. 13-18 laugardag og sunnudag

Sjáumst!!!

knús

aa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gott þú ert komin heim esskan...minni brá nefnilega doldið þegar fréttirnar bárust af óeirðunum þarna úti og þið nýlent. Sjáumst á Bakkanum um helgina 

Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 08:43

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Velkomin heim, hlakka til að hitta fílinn !!  vonandi kemst ég rúnt á bakkann um helgina, er þó ekki viss, ligg í flensu í viðbót við hnévesenið.  Gangi ykkur vel á Gónhól.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.12.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku frænka og ljúfar kveðjur inn í helgina

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband