Ríkistjórnin rekin og bannað að koma nálægt pólitík í fimm ár!

Já...þetta er kannski hugmynd....

art_antiprotest_afp_giTveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í ríkisstjórn Taílands hafa verið dæmdir frá völdum af stjórnlagadómstóli landsins vegna kosningasvika......Þannig að nú leysast málin hér í bili en aðeins skamma stund því stutt er á milli byltinga ...Forsætisráðherrann Somchai Wongsawat er að mig minnir mágur Thaksins sem herinn steypti af stóli 2006 og þessi er víst ekki allur þar sem hann er séður þó hann sé nú frekar meinleysislegur að sjá...

Thaksin var kosin 2001 en hann er margmilljónari og fjölmiðlakóngur...foxríkur sem bauð sig fram og lofaði miklu....endurbætur á heilbrigðiskerfinu og leiðréttingu á kjörum fátækra...fljótlega kom í lljós að valdið spillir og sögur um spillinguna láku út...þrátt fyrir að fjölmiðlarisinn stýrði fréttaflutningi í landi sínu... Óánægjan breiddist út og náði hámarki sumarið 2006 eftir að Thaksin seldi fjölmiðlafyrirtæki sitt Shin Corp. til fjárfesta í Singapúr..

Hundruð þúsunda mótmælenda fylltu göturnar og náðu loks að reka kallinn í útlegð en arftakar hans hafa reynst leppdýr hans. Somchai Wongsawat sem tók við völdum í september er mágur hans en fyrirrennari hans, Samak Sundaravej sem var neyddur til afsagnar í ágúst, hafa báðir verið bendlaðir við Thaksin og vændir um spillingu.

Nú hefur stjórnalagarétturinn bannað þessum tveimur stóru flokkum að taka þátt í stjórnmálum næstu fimm árin....en Thailendingar eru snillingar í því að finna ,,smugur" þannig að enginn veit hvort stjórnmálakrísa sl. tveggja ára er mögulega leyst eður ei? Fyrir síðustu kosningar var það sama uppi á teningnum...gamli flokkurinn hans Mr.T var bannaður...en þá stofnuðu þeir bara nýjan flokk og buðu fram...nýtt og ferskt framboð ...borguðu nokkrum fátækum bændum fyrir að kjósa og sjá....þeir unnu kosningarnar og úlfurinn í sauðargærunni var aftur kominn til valda! Þá kom Thaksin heim glaður og hýr en flúði aftur eftir að í ljós kom að lagabreytingu þurfti til að hann slyppi við að taka afleiðingum gjörða sinna...svo nú voru stjórnaandstæðingar hræddir um að slík lagabreyting væri í vændum því heim vildi Thaksin og var því með sína menn á réttum stöðum...en mágur hans...halló!

Já...pólitíkin er sérstök pissudúkka!

Líklegt þykir að dómurinn bindi enda á aðgerðir andstæðinga stjórnarinnar sem lokað hafa tveimur stærstu flugvöllunum í höfuðborginni Bangkok undanfarna sex daga og valdið með því miklu öngþveiti ferðamanna. Nú eru hér um 350.000 ferðamenn innlyksa og það tekur nokkurn tíma að koma þeim öllum til síns heima. Áætlað er að öryggiseftirliti verði lokið hér um 5.desember og þá tekur nokkra sólarhringa að hreinsa til og koma fluginu í eðlilegt horf.

tungl i thailandi 1 des 2008En lífið hér hjá okkur í sveitinni gengur sinn vanagang þrátt fyrir lætin í borginni. Tunglið brosir á himninum og það vakti almenna kátínu í gærkvöldi að sjá stjörnurnar Júpíter og Venus tylla sér ofan við tunglið sem snýr upp og myndar  brosandi munn...er hann kannski að hæða heiminn...hrjáðan sér við fætur....

Kannski gat hann bara ekki stillt sig....

knús og kreistur frá Thailandinu undir brosandi mána

anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég held að ekki sé hægt að bera okkar stjórnarfar saman við hið Thailenska,  njótið frísins. Hér er enn bara kalt en afskaplega fallegt veður alla daga.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.12.2008 kl. 16:51

2 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Hvernig er með lögguna þarna í Thailandi, eru þeir uppiskropa með sinnepsgas. BB getur örugglega séð af nokkrum brúsum ef þeir vilja, það er búið að vera svo rólegt að gera í gasdeildinni. Geir Jón róar liðið jafn óðum og ekkert verður úr neinu.

Hvað haldið þið í alvöru að mundi gerast ef við lokuðum Leifsstöð?  

Magnús Vignir Árnason, 2.12.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Elsku Vignir minn....við getum ekki lokað Leifstöð...okkur vantar frekar fleiri ferðamenn ef eitthvað er og meira af dollurum...er ekki rétt að skipta bara yfir í dollara núna strax...kaninn vill okkur en ESB ekki svo...eftir hverju bíðum við?

Anna S. Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 07:42

4 Smámynd: Arnrún

Það er svo sem aldrei lognmollan í kring um þig, hérlendis eða erlendis. Vona að þú hafir það sem allra best í sveitasælunni og endilega láttu mig vita ef þú skyldir nú droppa við e-n tímann í Köben, þó ekki væri nema til að hitta þig í 10 dropa á kaffihúsi. -Hefði sko alveg vilja hafa þig með í rauðvínsfestinu hérna hjá okkur :D

Knús knús og kossar,

A

Arnrún, 5.12.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband