Nú erum við farin að bruna um á mótórfákunum

og ég loka nú bara augunum svona til að byrja með og er svo heppin að fá far með Mr. G sem er meiriháttar öruggur ökumaður sem smeygir sér inná milli í fimm bíla röðum á þremur akreinum...úff það er samt einhver regla í óreglunni...sem ég skil ekki enn:-)

Í dag var slakað á fyrri partinn en svo fórum við að vinna þegar sólin lækkaði aðeins á lofti, hittum lögfræðinga og fórum yfir öll málin...því næt heimsóttum við Isaac vin okkar á nýja veitingastaðinn og nutum góðra veitinga hjá honum.. Síðan var aftur fundað og svo enn aftur þegar Mr. F kom frá Koh Samui. Nú eru öll mál að komast á hreint og enn skín sólin...

En það er ekki jólalegt hér...ó, nei en ég kveiki á kertum á kvöldin og syng jólalög fyrir hann Guðmund minn.

knús til ykkar allra og takk fyrir góðar kveðjur elskurnar...þær hlýja mest:-)

aa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Íris Mjöll  Valdimarsdóttir

YOU GO GIRL !!!

Anna þú bara skellir þér með mér í mótorhjólaprófið í vor.  Þú myndir sko alveg örugglega njóta þín vel á þínu eigin hjóli...algjört frelsi

Gangi ykkur vel í útlöndunum. Kveðja úr frostinu á fróni

Íris Mjöll Valdimarsdóttir, 27.11.2008 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband