Íslenskt grænmeti , já takk!

Við vorum nú að spá í það vinkonurnar....afhverju er verið að flytja inn grænmeti núna þegar það er til í landinu??? Við höfum heyrt að það sé svo mikill skortur á gjaldeyri.....og hún Ragga vinkona okkar á þessi ósköp af rauðkáli og gulrótum af bestu sort...en svo er það flutt inn og undirboðið í Bónus...gasalegur skandall er þetta....Gónhóll að hausti 2008 255

Ég held við ættum að kaupa sem mest og styrkja okkar góðu bændur frekar til að rækta allt árið um kring...er ekki svo billegt hjá okkur rafmagnið...það er nú gott að geta styrkt bændur með ódýrri lýsingu og fá þá íslenskt, heilnæmt grænmeti í staðinn. Við erum heppin Íslendingar, eigum besta vatn í heimi, ódýrustu orkuna og fallegustu bændurnar..... Áfram Ísland....bændur eiga að fá ódýrt rafmagn, helst ókeypis svo við fáum meira grænt í kroppinn...

Þetta er nú eitthvað sem væri gaman að sjá gerast...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Væri til í að versla innlennt alltaf

Ásdís Sigurðardóttir, 10.11.2008 kl. 22:48

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur og góða helgi elsku frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.11.2008 kl. 22:23

3 Smámynd: Þórdís Ragnheiður Malmquist

Hæ vinir, hef ekki haft tíma til að kíkja inn, alveg á kafi í vinnu og öllu hinu, æfa á píanóið og gítarinn(alltof lítið og semja eða þýða) en þetta með að kaupa íslenskt og ekki síst hollt heimaræktað grænmeti eða korn, Já takk og læt hér fylgja uppskrift af steikta byggkorninu mínu.

Sjóðið byggið í klst. má krydda soðið með kjötkrafti eða einhverju góðu kryddi.  Hitið olíu vel og steikið nokkur pískuð egg og hrærið vel í svo þau losni vel sundur, kryddið og saltið eftir smekk.  steikið  allt það grænmeti sem ykkur finnst gott, papriku. kúrbít, gulrætur, sætar kartöflur, spínat(ef vill) .  Steikið soðnu bygggrjónin smá í olíu og blandið svo öllu saman. Kryddið ef þið viljið en þetta þarf ekki að vera sterkt. Þykir býsna gott.

Þórdís Ragnheiður Malmquist, 18.11.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband