Er þetta ekki grín?

Ég var að horfa á Silfur Egils í dag og þar var verið að tala um að stjórnmálamenn væru að raða sínum vinum og samflokksmönnum í bankaráðin...ég trúði þessu nú ekki en sé hér á mbl.is að þetta er staðreynd! Guðjón Ægir og Sigmundur eru væntanlega góðir vinir Björgvins frá æskuárum á Selfossi...gott ef ég kenndi ekki öllum þessum ágætisdrengjum..en eitthvað hefur nú misfarist hjá mér....ég sem hef verið svo lukkuleg með Björgvin minn...æ,æ,æ, þetta særir hjarta gamallar kennslukonu...en svona er víst pólitíkin ósvífin,- tíkin sú arna....Að vera formaður bankaráðs er líkega lítil vinna....ef aðstoðarmaðurinn getur bætt því á sig....tekur þá bara kaffitímann í að endurskipuleggja efnahaginn hjá íslensku þjóðinni..

Sennilega erum við orðin gegnumspillt eiginhagsmunaþjóð og verðum bara að fá erlenda sérfræðinga til að redda skútunni...það var rétt sem Sigmundur Davíðsson hagfræðingur sagði í Silfri Egils...við erum ekki fær um að horfa óvilhallt á ástandið sem er eins og opið sár núna og bíður uppá að síklar taki sér bólfestu í því og láti enn eina spillingarmaskínuna fara að grassera...Við megum engan tíma missa...ef pólitíkusarnir fara að rífast um þetta...hver fái nú stærsta bitann af kökunni...þá töpum við enn meiru..


mbl.is Stjórn Nýja Glitnis skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnrún

Þetta kemur mér nú bara ekkert á óvart. Þetta hefur alltaf verið svona og af hverju í ósköpunum ættu pólitíkusarnir að fara að breyta út af vananum hvað þetta varðar? Maður vonar bara að næsti vinur sé betri en sá fyrri :oI

Knús frá Köben,

A

Arnrún, 12.10.2008 kl. 18:52

2 Smámynd: H G

Jahérna-hér! Þar rauk álitið á Bjögga sem er þó svo kýrskír að sjá og heyra! Lítið eftir af trú á Samfylkingu.

H G, 12.10.2008 kl. 18:53

3 identicon

Það varð að skipa strax í þessar stöður. Jón aðstðarmaður björgvins vildi aldrei stöðuna. Enda er hann búinn að segja af sér nokkrum tímum seinna eftir að svigrúm gafst til að fynna manneskju í stöðuna.

Ari-Fróði (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 18:57

4 Smámynd: H G

En hinn skólabróðirinn, Ari? Urðu þau bara ekki hrædd um fylgið þegar föttuðu hve skipan Jóns hneykslaði lýðinn?

H G, 12.10.2008 kl. 19:05

5 Smámynd: H G

Æ, ég gleymdi! það eru TVEIR  skólabræður eftir!

H G, 12.10.2008 kl. 19:10

6 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Það er líka hjákátlegt að stjórnmálamenn ræða nú hátt um það að við breytum siðferðisgildum okkar á þessum erfiðu tímu sem við göngum í gegnum...en maður líttu þér nær! Er ekki best að við lítum öll í eigin barm og breytum hjá okkur? Hvað með að þið...kæru leiðtogar vorir...sýnið gott fordæmi og breytið nú til? Hvað um að skipa sérfræðinga í björgunarsveit bankanna en ekki deila því á skólabræður ykkar og vini?

a

Anna S. Árnadóttir, 12.10.2008 kl. 19:30

7 identicon

Þú ´gengur út frá því að þetta fólk hafi ekkert til brunns að bera til að sitja í stjórn Glitnis. HVað hefur þú fyrir þér í því? Er doktorspróf í hagfræði einskis virði af því að maðurinn er aðstoðarmaður Björgvins? Reyndar sagði hann af sér um leið og annar fékkst í starfið, sjálfsagt nóg að gera.

Spurning (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:17

8 identicon

Ætlum við Íslendingar aldrei að læra neitt.  Erum við ekki búin að fá nóg af að vinir í pólitík og vandamenn séu settir í öll þau  bitastæðu embætti sem ríkið hefur yfir að ráða.   Höfum við ekki brennt okkur nóg þessa síðustu daga þar sem þjóðin er nánast gjaldþrota vegna þess að menn voru valdir í embætti á grundvelli pólíkur en ekki faglegra vinnubragða 

Kristin Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband