Brunaliðsmenn og brennuvargar

Mikið vorum við dömurnar ánægðar með að sjá hann Davíð okkar í Kastljósinu í gær. ....hann er alltaf svo röggsamur eitthvað og mikill leiðtogi í sér þessi elska...og hjartanlega vorum við sammála...það er ótrúlegt að fjölmiðlafólk skuli endalaust ráðast á stjórnvöld sem eru að gera sitt besta til að bjarga því sem bjargað verður en svo þeir sem hafa spilað allt frá okkur fljúga bara á einkaþotunum sínum eitthvað út í lönd og flatmaga þar á þessum eyjum sem hann Steingrímur okkar J segir að þeir eigi þarna um allan heim. Ég held að þeir hljóti nú að eiga erfitt með svefn aumingjarnir...það er ekki gott að hafa eytt og sóað öllu sparifé þjóðarinnar ...þvílíkar skuldir..9.553 milljarður...hvernig er þetta eiginlega hægt? Skrítið að gróðinn skuli einkavæddur en skuldirnar þjóðnýttar....sagði einhver spekingur....jú...þetta er staðhæfing sem við veltum upp í dag og undrumst að enginn vilji taka ábyrgð.....

Verst er með saklaust fólk sem setti allt sitt sparifé í hlutabréf eða peningabréf í bönkunum...ein af okkur dömunum hefur hert ólina í öllu þessu góðæri og klipið smávegis af laununum sínum...gott að eiga í ellinni sagði hún alltaf...en vel að merkja var hún tvö ár að vinna fyrir dagslaunum sumra stórmenna bankasögunnar....en sonur hennar óbreyttur bankastarfsmaður ráðlagði henni að kaupa peningabréf.....stórgróði elsku mamma....og auðvitað var þetta vel meint...hann keypti líka sjálfur fyrir allt sitt sparifé og fleiri í fjölskyldunni hrifust með....hugsið ykkur .....á fimmtudag í síðustu viku fer hún í bankann sinn og biður um ráð....er einhver hætta...á ég að færa peningana.....nei , nei, nei, þetta er alveg öruggt svöruðu starfsmenn grandalausir....og vissu ekki betur enda hefðu þeir þá væntanlega forðað sínu....og nú er allt farið....en stóru karlarnir voru búnir að koma sínum/okkar milljörðum undan og vissu að hverju stefndi.....frelsið fór úr böndunum og veislan endaði með ósköpum....

Við dömurnar hittum nú svo marga og við vitum að minnsta kosti að fjölmiðlar tala ekki fyrir hönd allra í þjóðfélaginu...það er eitt að bjóða til veislu og annað að sitja uppi með veislugesti alla nóttina ofurölvi og rænulausa..þetta eru eins og illa uppalin börn...ef þau fá of mikið frelsi eyða þau öllum vasapeningunum sínum og fara svo bara að stela úr veskinu hjá mömmunni...sem er auðvitað svo græn að hún trúir engu á ungann sinn fyrr en hún þarf að borga hann úr skuldafangelsinu...

En Björgvin okkar er náttúrulega stjarnan í þessu öllu...þessi ungi maður er fádæma laglegur og kemur einstaklega vel fram. Röggsamur og ákveðinn...allur að vilja gerður að bjarga skútunni....Við dömurnar erum alveg ákveðnar í að kjósa hann næst...hann hefur sýnt að hann er starfi sínu vaxinn og það er alveg stórkostlegt að sjá svona ,,nýliða" fara á kostum...ja...það sem við erum stoltar af honum...hann er nú héðan...ekki gleyma því elskurnar...Þorgerður Katrín er líka góð ...og ekki skemmir Jóhanna okkar í Félagsmálaráðuneytinu.... og meira að segja Geir.....sem mér hefur nú oft fundist dáldið svona ólekker og eiginlega hálfleiðinlegur...hann er svo duglegur og bara allt þetta fólk okkar...við erum guðslifandi þakklátar ...við vitum að þið gerið ykkar besta.

Við erum bara svo lukkulegar að brennuvargarnir náðu ekki alveg að útrýma íbúðalánasjóði....og íslenska krónan átti nú líka að fjúka til að greiða fyrir erlendum viðskiptum og glæstri ímynd okkar út í hinum stóra heimi.....kannski hefðum við betur verið send á jósku heiðarnar þegar ein kreppan reið hér yfir og það kom til tals að senda okkur öll úr landi til að bjarga þeim fáu hræðum sem hér tórðu þá....það er nú búsældarlegt og þar eru bleikir akrar og fögur tún þrátt fyrir krónuna dönsku....Það er annars margt gott sem við höfum getað lært af Dönum ef við ættum ekki svona erfitt með að taka leiðsögn.....það er lærdómsríkt að sjá að þeirra viðkvæði...Hollt er heimafengið fé....hefur fleytt þeim fram úr mörgum þjóðum...þeir eru stoltir af danskri hönnun, matvælagerð og velja danskt umfram allt annað......nú reynir á okkur hér að standa saman og efla Íslandið okkar innan frá. Við erum þrátt fyrir allt forrík...við eigum auðlindirnar okkar, orkuna ódýru og fiskinn í sjónum....og enn eigum við nokkrar kindur á stangli og einhver kartöflugrös...svo þetta bjargast allt..

En umfram allt....

Þessar breytingar gefa okkur tækifæri til að staldra við og hugleiða með okkur sjálfum....hvað skiptir máli í lífinu....Við erum þekkt fyrir að gefast ekki upp og standa vel saman þegar blæs á móti....þetta er pus...en dóttir mín fann fyrsta sparkið hjá fóstrinu sínu í dag og það minnti okkur á að lífið heldur áfram í sinni eilífu hringrás og á meðan við eigum fjölskylduna, vinina og heilsuna...getum við risið upp úr þessum öldudal....

Stöndum saman, veljum íslenskt...

kærleiksknús

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bifreiðaklúbbur Suðurlands

Takk fyrir þessi fallegu hvatningarorð elsku mágkona mín. Ekki veitir af í þessu ölduróti að heyra óma í fjarska ,,áfram" ,,áfram" þegar þjóðin treður marvaðann, á meðan hver brimskaflinn á fætur öðrum brýtur á grýttum ströndum litlu eyjunnar okkar   

Bifreiðaklúbbur Suðurlands, 10.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Magnús Vignir Árnason

Gleymdi mér aðeins. Síðasta færsla átti auðvitað að vera í mínu nafni. Afsakið. 

Magnús Vignir Árnason, 10.10.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband