Súkkulaði og rósir , takk elskurnar fyrir einstakt kvöld!

Elskulegu dömur,

Dömuboð 28.02.2009 009Að vanda áttum við frábært kvöld á Laxabakka enda er það öruggt mál að það er gaman þar sem konur koma saman.

Ég er að setja inn myndir núna elskurnar svo þið sjáið fínheitin öll. Obba okkar 82 ára blómarós var kosin dama kvöldsins með elegans par exellance og svo var hún Hildur Sumarliða sú sem var mest nýmóðins, voða lekker dama líka með blautbylgjur í hárinu. Endilega sendið okkur myndir og byrjið svo að undirbúa næsta ár....

Kampavín og eðalsteinar....gott sem ein sagði:,, Já, það er kominn tími til að ég drekki þetta 60 ára gamla kampavín mitt og nái í alla steinana í bankahólfinu í Sviss.... ja, það er gott að vera bjartsýn í þessum efnahgsþrengingum og nota hverja stund til að brosa...

Sjáumst fljótlega elskulegu dömur

lady A


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Komið þið sælar dömur og takk fyrir síðast. Þetta var það skemmtilegasta og glæsilegasta boð sem ég hef farið í og hugsa ég alla daga um hve frábært þetta var í alla staði, á lengi eftir að lifa á þessu.

Elsku Anna mín, þú átt heiður skilið fyrir þetta famtak þitt  

En það er tvennt sem mig langar að reyna að komast að, annars vegar eru það jarðaberin á bakkanum með súkkulaðikökunni undir, á milli þeirra var svo krem. Hins vegar var það súkkulaðikaka sem var doldið þunn en stór, algjört sælgæti, við hlið hennar var svo ís. Mig langar svo að fá uppskriftirnar af þessum tveimur réttum.

Bestu kveðjur

Solveig Pálmad

Solveig Pálmadóttir, 7.3.2009 kl. 10:20

2 identicon

Hjartans þakkir fyrir mig elsku Anna. Það var afskaplega gaman að fá að vera með í þessu skemmtilega dömuboði, ekki síst til að kynnast nýjum dömum sem skarta þarna öllu sínu fegursta að mér sýndist bæði yst sem innst...

Svo er nú ekki leiðinlegt að fá mynd af sér í því mæta blaði Séð og Heyrt;)

Með kærri kveðju

Halla Dröfn

Halla Dröfn (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 13:39

3 identicon

Takk fyrir frábært boð Anna. Þrefalt húrra fyrir þér og þínu!!!!!!!

Kær kveðja,

María Karen

María Karen (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband