Gónhóll komin í jólafrí...takk elskurnar fyrir alla gleðina sem þið komuð með til okkar:-)

"Þeir sem segja að eitthvað sé ekki hægt ættu ekki að trufla þá sem eru að
framkvæma það."

Þetta las ég í dag...og þetta ætlum við að tileinka okkur á nýja árinu. Það er mikið fjör framundan og mörg spennandi verkefni en í dag ætla ég bara að vera til og njóta jólaandans sem svífur hér yfir öllu. Við sveitafólkið erum bara brosmild og glöð þrátt fyrir krepputalið, kveikjum á  fleiri kertum, vefjum okkur inní fleiri teppi, förum í fleiri heimsóknir og hittum allt þetta yndislega fólk sem við erum svo heppin að þekkja og eiga að.

Á morgun ætla ég svo að halda uppá afmælið....á þann hátt sem ég bestan veit. Vera bara heima með heitt á könnunni og konfekt í skál. Enginn boðinn en allir velkomnir elskurnar þannig að endilega lítð við ef þið eigið leið um...

jólaknús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku besta ljúfa frænkan mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.12.2008 kl. 15:52

2 identicon

Elsku frænka er storafmælid nuna ef svo er til hamingju med daginn bid ad heilsa fjolskyldunni og knus a alla    Tin frænka Hanna  Njardvik

johanna kristinsdottir (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband