blessaður karlinn er orðinn 81 árs en nú hélt hann ekki ræðu því hann er víst orðinn hálfslappur greyið. Það er svoldið skrítið að vera hér núna, allir fríi og göturnar fullar af fólki þó mikill skortur sé á túristunum...og ég heyri að almenningur er farin að hafa áhyggjur. Þetta mun auðvitað koma verst niður á allra fátækasta fólkinu sem hefur verið hér og unnið og sent launin sín heim. Nú verða þau sjálfsagt að fara heim í sveitina og vinna á hrísgrjónaökrunum með fólkinu sínu. En eins og er er allt á fullu, flugeldar og fjör og mikil hátíð í Thai...
Ég er auðvitað að hugsa meira til annars afmælisbarns heima á Íslandi en elsku bróðir minn og besti vinur á líka afmæli í dag...þúsund afmæliskossar elsku bróðir minn yndislegi.
Flugvöllurinn er nú opinn en það eru enn hundrað þúsund farþegar fastir þar. Thailendingar láta ekkert á sig fá og héldu uppi skemmtiatriðum til að létta biðfarþegum lundina, mættu í skrúðgöngu með brúðuleikhús og fleira skemmtilegt á völlinn en farþegar voru víst missúrir á svip. Einn var þó nokkuð hress og sagðist nú hafa verið fastur á verri stöðum en hér í sól og sælu...þetta er auðvitað rétta viðhorfið þó það sé fátt jafnleiðinlegt og að þurfa að bíða...
Við höfum haft í nógu að snúast undri styrkri hönd Mr. F sem hefur unnið sleitulaust að verkefnum okkar hér og er óþreytandi að leita nýrra leiða. Allt er nú á réttri leið og lítur vel út og margt spennandi framundan...endalausir möguleikar og það væri æðislegt að geta bara verið hér í Thailandinu góða og tekið virkan þátt í öllu þessu en við verðum að snúa heim til áríðandi verkefna þar enda málin í góðum höndum hér.
Í dag hittum við einstaklega skemmtilegan mann sem hefur verið í viðskiptum hér í áraraðir og lærðum alveg helling af honum. Það er ómetanlegt að hitta fólk sem er búið að finna upp hjólið og geta lært af því. Þessi náungi sýndi okkur margt sem hann hefur unnið að á undanförnum árum og gaf okkur margar áhugaverðar hugmyndir.
Nú erum við að fara að borða kvöldverð og halda daginn hátíðlegan..allt svo skemmtilegt í Thailandi elskurnar, við hugum til ykkar í kuldanum heima en....vitum að ykkur líður líka vel með allar þessar smákökur, kertaljós og konfekt..
kóngsknús frá okkur öllum
aa
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég mun sjálfsagt aldrei upplifa það að komast til Thailands, en ég er með ykkur í huganum. Ef þú sæir lítinn krúttlegan fíl þarna niður frá, þá er ég að safna slíku og á engan frá Thai. fæ að borga þér hann ef þú getur komist yfir eitt stykki. Kær kveðja til ykkar hjóna og til hamingju með bróa þinn. ég er að fara út á Stofu í hárþvott, alltaf svo gaman að heilsa upp á krakkana þar, mágkona mín ætlar að ná í mig og keyra mig, hér er snjór og hálka og kona á hækjum ekki fær um að keyra í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.12.2008 kl. 12:56
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.12.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.