Enn órói í Thailandinu

Já, það er bara allt fast ennþá og á hverjum degi hlaðast upp farþegar sem bíða þess að komast á brott. Samkvæmt fréttum eru um 30.000 manns sem eiga bókað flug héðan á sólarhring þannig að við bíðum og vonumst til að afmæli kóngsa sem er þann 5. desember verði til þess að flýta fyrir lausn mála hér. Ekkert má jú skyggja á afmælið hans sem er almennur hátíðisdagur um allt land.

Við tökum bara einn dag í einu, njótum lífsins hér og horfum á mannlífið sem er samt við sig. Sólin skín og það er gott að vera hér þrátt fyrir allt...heldur hefur ferðamönnum fækkað hér og það er óvenju rólegt. Veitingastaðirnir og nuddstofurnar eru hálftómleg miðað við það að hér er háannatími og allt ætti að vera fullbókað.

En koma tímar koma ráð....

 Vona að ykkur líð öllum vel heima á Fróni

knús

aa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir góðar kveðjur, var einmitt að hugsa til ykkar þegar ég sá þessar fréttir. Hvenær eigið þið flug heim?  vona að allt gangi vel. Kær kveðja úr blíðviðrinu á Selfossi.

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2008 kl. 15:11

2 identicon

Kæra Anna, við viljum bara fá ykkur heim sem fyrst! - En efumst ekki um að þið eruð að njóta hverrar stundar.

Alda Sigurdardottir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Kær kveðja að Westan!

Heimir Tómasson, 1.12.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband