Já...það er hasar hér líka og mikil mótmæli. Flugvöllurinn er lokaður og við komumst ekki frá landinu....það hefur verið lýst yfir neyðarástandi og það kom yfirlýsing um það áðan að flugvöllurinn yrði lokaður a.m.k fram á laugardag.
Það er það sama og á Íslandi...endalaus valdabarátta og oftast undir fölsku flaggi...mér skilst að örfáir úr Elituhópnum vilji stjórnina út og boða til nýrra kosninga en sumir hér segja að þetta sé Elitan eða ríkisbubbarnir í Bangkok sem vilji breyta kosningalögunum og fella niður kosningaréttinn hjá hinum almennu borgurum. Þeir/stjórnarandstaðan segist vera að berjast fyrir kónginn því hann er dáður og elskaður af þjóðinni sem lítur á hann eins og Guð. Það eru myndir af honum alls staðar, inni á öllum heimilum trónir hann innan um hina afana og ömmurnar...inná öllum veitingastöðum og klámbúlum meira að segja stendur sá gamli sperrtur og brosir föðurlega með framrétta hönd.
Aðalatriði að ná almenningi á sitt band og þá er best að nota kónginn ...eina sem þeir ættu auðvitað að gera er að kaupa fjölmiðlana en þar sem margir eru ólæsir en allir elska kónginn er þetta náttúrulega sniðugt hjá þeim þegar það eina sem þeir vilja í raun og veru er að fá kosningaréttinn í hendur 30%þjóðarinnar....semsagt Elitunnar sjálfrar.....skák og mát!!!
Það gengur allt vel hér. Við erum á fullu að búa til tengslanet og undirbúa að halda áfram með verkefnið og selja gistingu og fleira í húsinu okkar ...keyptum okkur inn í veitingastað áðan þar sem við ætlum að hafa svona Meeting Point fyrir Íslendinga...ég er að þýða matseðilinn núna og svo erum við að láta búa til nafnspjöld....skoða ódýra flugmöguleika og fleira sem getur komið sér vel fyrir heimshornaflakkara...ja, svona þegar fer að róast ...þetta líður jú hjá eins og annað og nú er um að gera að sjá möguleikana í öllum hornum...
knús og kossar frá landi hinna blíðu brosa 70 prósentanna sem enn hafa kosningarétt...
aa
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja hérna hér, ég sé að það er hugur í ykkur eins og alltaf. En gott að heyra að þið eruð heil á húfi , ekkert skemmtilegt að hlusta á fréttitnar um allar þessar óeirðir og vita af ykkur þarna úti. Passið ykkur bara á vondu köllunum:-)
knus og kram úr kreppudal;-)
Lóa (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 19:39
Mikið er gott að heyra að allt sé í lagi hjá ykkur. Njótið þess að vera saman í sól og sælu. Við fáum kannski að koma með ykkur næst :-) kv.Lilja
LIlja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 19:14
Innlitskvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.11.2008 kl. 21:41
ENDILEGA ....koma með...hér er mikið gott og hlýtt í sólinni knús og kreistur Anna og co
Anna S. Árnadóttir, 2.12.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.