Jæja elskurnar...nú erum við komin aftur til Thailandsins okkar...allt er hér eins og var, fólkið brosir og keyrir um í flokkum, 3-4 á hverju mótórhjóli og allt uppí 15-16 á hverjum pikkupp palli...betri aðsókn en að strætó í Reykjavík:-) Þó er ekki kreppa hér enn þá að minnsta kosti þrátt fyrir að dregið hafi mikið úr fjölda ferðamanna þar sem gengið er alveg orðið rugl....við margföldum battið núna með 4-5 á meðan það var 2 þannig að kaffibollinn kostar orðið 500 kall hér! Verðlagið er það sama og var en gengið hefur semsagt breyst svona mikið....
Við lentum í Bangkok í gærkvöldi eftir frábært flug, fyrst til London með Flugleiðum og svo beint til BKK...sváfum alla leiðina og ég sem tók með mér jólakortin og ætlaði nú aldeilis að nota vel tímann í flugvélinni...en koma tímar , koma ráð...
Isaac , þessi elska var á vellinum og ók okkur heim á Nova Park þar sem okkur var fagnað og fengum gamla herbergið okkar...fórum svo á Jameson og hittum strákana, club samloku og túfiskssalat...allt eins og það á að vera...fórum svo beint í rúmið og sváfum eins og hraunhellur til 5 í morgun. Þar með var tímamismunurinn leiðréttur og við gátum hafist handa. Tira kom og fundaði með okkur kl. 10 og síðan fórum við í húsið okkar og tókum stöðuna þar. Allt lítur vel út og er samkvæmt áætlun,nú er bara að bretta upp ermar og klára...ákveða svo framhaldið...verður þetta spa eða bara söluvara á næstu fasteignasölu....
Eftir hádegi tókum við hjónakornin yfirlitsferð...fórum og keyptum í matinn og lögðumst á sólbekk í slökun og bökun...sólin skín eins og vant er hér þótt færri séu á ferli...svo varð hafmeyjan að skella sér í sjóinn og við fórum í klukkutíma kraftgöngu á ströndinni, skoðuðum öll gömlu kennileitin og settum á okkur til að rifja upp og rata á ný....jú það er gott að vera komin í hlýjuna og rólegheitin...
Pom hótelstýra er að hætta og flytja til Ástralíu, hún og allir hér spyrja mikið um papa sem var einhver allra vinsælasti túristi á árinu...litli sæti kallinn, vinur okkar í hliðinu var alveg eyðilagður að papa koma ekki með....ég verð að gefa þeim mynd af papa...og nuddkonurnar skimuðu mikið en ...því miður stelpur mínar....við komum með papa næst:-=
Förum svo á indverska í kvöld og hittum fasteignasalann við okkar....
heyrumst fljótt
knús og kossa
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Anna mín, ertu á Tælandi??? Ég sem fékk allt í einu kast yfir því að við eigum 25 ára stúdentsafmæli í desember og enginn farinn að gera neitt!! Ætli enginn hafi tíma til að skipuleggja eitthvað? Ég tala við Rut, Þórlaugu eða einhvern!
Hafðu það gott.
Kveðja
Sissan
Sigþrúður Harðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:51
Njótið frísins kær hjón og bestu kveðjur.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2008 kl. 17:53
knús og góða nóttina elsku ljúfa
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.