það eru viðbrögð okkar sem gera það annað hvort.....
Þá dettur mér í hug skemmtileg saga af gömlum kínverskum bónda sem var mjög æðrulaus og fór sjaldan út af sporinu á hinum gullna meðalvegi. Hann átti fágæta meri sem hann hélt mjög uppá en einn góðan veðurdag strauk hún til fjalla. Nágranni gamla bóndans sem var yngri og ekki eins vitur kom hlaupandi yfir til hans þegar hann heyrði af strokinu og vottaði nágranna sínum innilega samúð sína.
Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt, svaraði gamli vitringurinn.
Svo fór að merin kom til baka nokkru síðar með myndarlegt stóð með sér ofan af fjöllunum. Nágranninn ungi kom hlaupandi og samgladdist hinum og óskaði honum til hamingju með þessa miklu heppni.
Ja... hver veit hvað er gott eða slæmt, svaraði sá gamli og brá ekki svip.
Sonur bóndans var mikill tamningamaður og tók til við að temja fjallastóðið, eitt hrossið af öðru og náði feikilega góðum árangri með þau. En einn daginn kastaði ein ótemjan honum af baki svo hann fótbrotnaði. Enn kemur nágranninn hlaupandi og er alveg eyðilagður yfir þessari óheppni vinar síns en vitringurinn aldni segir sem fyrr:
Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt?
Nokkru síðar kemur herinn í sveitina og kveður alla unga menn til herþjónustu...nema son bóndans sem var rúmliggjandi vegna fótbrotsins. Nágranninn góði kemur hlaupandi og skellir sér á lær yfir þessu mikla láni bóndans að fá að halda syninum heima.
Og auðvitað svaraði hann á sama hátt og fyrr....
Ja...hver veit hvað er gott eða slæmt!!
Kannski á þetta vel við núna...ég tek undir með Björk...nú er tækifæri til að skoða nýja kosti og standa saman að endurreisn landsins okkar í stað þess að einblína á einhverja blóraböggla. Það verður hver að eiga við sína samvisku en við eigum ekki að eyða kröftum okkar í að dæma aðra.
kærleiksknús elskurnar
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Anna mín og takk fyrir að vera bloggvinur minn . það er alltaf gaman að kíkja á þig elskan
Kristín Ketilsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:58
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.