ABBA og Andrésblöðin

Sælar elskurnar,

Nú hef ég einbeitt mér að því að opna ekki fyrir viðtækin á heimilinu...ég er bara eitthvað svo þreytt á þessum látum og ég verð nú að endurnýja áruna mína og hvíla taugarnar....ég er svo heppin að hitta fólk sem hefur áhuga á fleiru en kryppunni....og best er auðvitað að vera með börnunum...slá í pönnsur eða sletta í form....hitta eldri borgara sem eru ótrúlega bragglegir...ja...við Íslendingar höfum nú sopið stærri sjó en þennan...við munum komast yfir þetta...þrátt fyrir að lífeyririnn sé farinn...þá er enginn bilbugur á þeim....þetta voru bara barnabrek í þessum ungu mönnum sem fengu alltof mikil fjárráð...sjaldan launar kálfurinn ofeldið....

Nú hlusta ég bara á ABBA...og les Andrésblöðin...Jóakim er enn í gróða ...það hefur ekkert breyst..

Ósköp vona ég að hann fari að stytta upp....

knús

lady a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég er svo hjartanlega sammála þér elsku Anna mínknús og kossar til þín elsku hjartans fallega frænkan mín og svo auðvitað yndislega kveðjur til fjölskyldunnar

Ég Elska þig frænkaþú ert svo yndisleg og hefur alltaf verið mér svo góð.ég man að ég var oft mikið feiminn við þigþað var að því mér fannst þú svo alltaf einstök og svo flott og svo ljúf

það er svo ljúft að rifja upp ljúfar góðar minningar og brosa

Knús frænka

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.10.2008 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband