Sælar elskurnar,
Gosh...hvað ég hef verið löt að skrifa í sumar...en á móti kemur að ég hef verið ótrúlega vinnusöm og iðin við ýmis önnur verkleg og hugguleg störf enda veður verið milt og blítt strokið um vanga...
en nú er komið haust og ég sest þá við með kertaljósið í sálinni...
Nú er ég að undirbúa komu kvennahóps í Gónhól á morgun og annar hópur kemur svo á fimmtudag. Við verðum með þema uppskerunnar og bjóðum upp á íslenskt grænmetishlaðborð, nýsoðnar kartöflur með sméri og fleira dömulegt og lekkert. Það verður svo opið áfram í september ...allar helgar frá eitt til fimm...endilega kíkið til mín og látið spá fyrir ykkur á meðan herrarnir skoða fornbílana...
Nokkuð margar af okkur dömunum eru nú að hefja sig til flugs á ný og ætla að taka hausthreinsun. Nokkrar byrjuðu á mánudaginn var og aðrar eru að undirbúa sig og ætla að byrja næsta mánudag.
Þetta er auðvitað dásamlegur tími til að borða allt þetta hreina og góða grænmeti sem íslenskir bændur hafa ræktað handa okkur í sumar....
Munið bara að hafa það einfalt! Borða nógu mikið og aldrei að vera svangar...vera með gulrætur, blómkál, hnetur og fræ í öllum vösum eða veskjum...drekka nógu mikið vatn og grænt te og hlusta á líkamann. Það er eðlilegt að fá smá höfuðverk fyrstu tvo dagana á meðan eitrið er að skolast út en það líður hjá. Passa að borða engan sykur, ekki ávexti eða ber og alls ekki fá sér í staupinu...og smátt og smátt fer ykkur að líða ótrúlega vel.
Muna líka að vera góðar við ykkur, nota góðan skrúbb, epsomsaltbað og svo bodykrem og láta dekra við ykkur á nuddstofu og snyrtistofu, svona sitt á hvað eftir því hvað er til í buddunni.
Við eigum aðeins það besta skilið því við erum dömur, og það dásamlegar og skemmtilegar dömur af bestu gerð.
Gangi okkur vel og munum að brosa...það er besta andlitslyftingin!
grænmetisknús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að sjá að Daman (með stóru -D) er byrjuð að blogga aftur ;) Hlakka til að heyra meira frá þér og vonandi gengur hreinsunin vel. Ég hins vegar ætla að fá mér aaaðeins meira hvítvín og fylgjast á meðan með ykkur dömunum verða tandurhreinar að innan sem utan.
Knús frá Köben.
Arnrún, 20.9.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.