Landsmótið er á Selfossi um helgina

og Jónsmessugleðin á Eyrarbakka...úff það er svo margt skemmtilegt að gerast...

Sæmi RokkNú er ég hrædd um að við dömurnar tökum fram bestu dressin og lúkkum flottar á aðalhátíð allra landsmanna...systir mín á orðið blæjubíl...sko! Pontiac Firebird 68...eigum við að ræða það eitthvað hvað hún er flott þegar hún skilur mann eftir í reyk.....17.júní 2008 025Vó...ég hef ekki roð við henni...hún er búin að læra öll trikkin...og þá meina ég ÖLLLLLLL...hvað er hann að þjappa hjá henni? Jú 10.75! Það er 400 hestafla vél í litla kvikindinu, Tóti Sverris er að gera hina upp og nú bíðum við bara eftir að sýna gripinn á mótinu í kvöld.

Við fornbílamenn á Selfossi förum í Gónhól á Eyrarbakka og fáum kaffi þar og bíðum eftir öllum flottkerrunum að sunnan sem koma þrengslaveginn og pikka okkur upp í Gónhól. Við munum svo aka saman á Selfoss, inná Gesthúsatúnið þar sem við tjöldum og komum okkur fyrir saman og berum saman bílana...þetta er svo skemmtilegt!!!!

Við systurnar förum svo á Eyrarbakka á morgun og verðum eitthvað að skottast á milli...ekki má nú missa af Jónsmessunni á Eyrarbakka og Gónhólinn okkar verður fullur af fólki. Við grillum þar kl. 18.00 og svo förum við aftur á landsmótið og grillum þar með hinum bílaáhugamönnunum og alltaf eru nú að bætast fleiri dömur í hópinn...Verið með elskurnar!

Sjáumst darlings17.júní 2008 017

lady a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

th_HugsandKissesLittleAngel

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 8.7.2008 kl. 00:45

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Angel Glitterknús knús og bestu óskir um góða helgi elsku Anna mín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.7.2008 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband