Jedúddi minn, hvað tíminn flýgur!
Litla barnið mitt er orðin 25 ára fegurðardís...mér finnst samt að það sé svo stutt síðan ég fekk hana í fangið í fyrsta skipti, litla sæta með krullur og stór augu...það var stórkostleg stund og ég var svo þakklát fyrir að fá hana...alveg heilbrigða og vel skapaða...þvílíkt kraftaverk sem það er og aldrei nógsamlega þakkað...og nú er hún orðin aldarfjórðungsgömul hjá mér stelpan og hefur alltaf verið svo góð og skemmtileg...kannski smá vesen þarna í kringum gelgjuna en það var stutt og gleymdist fljótt því hún er svoddan sjarmur þessi deppa mömmu sinna...
og búin að eignast hana Söru Jasmín sem er sólargeislinn okkar...gott var að eignast börnin en enn betra að fá svo barnabörnin...
Við fórum til hennar í morgunkaffi...kærastinn var búin að fara í bakarí og bauð okkur öllum í huggulegan morgunverð og sólin skein og allt var svo skemmtilegt...á nýja fína pallinum var spígsporað og mátaðar afmælisgjafirnar...
um kvöldið var svo mikil veísla á 800 Bar sem er flottasti barinn í bænum...eða kannski á landinu...a.m.k. sá flottasti sem ég hef séð og hef ég þó víða farið og margan sopann sopið...Þar kom trúbador og við heyrðum margar góðar sögur af Drífunni okkar sem er með eindæmum velheppnuð og skemmtilegur krakki...já ég verð að segja það...hún er alltaf svo uppbyggjandi og hress þessi krakkapakki. Við fengum flottar veitingar frá Hótel Geysi...Siggi minn samur við sig...og svo Mojito...jarðaberja Mojito að hætti hússins er náttla bara snilld!
Mesta fjörið varð þó þegar hljómsveitin Karma kom og tók lagið ...öll bestu lögin svo við dönsuðum alveg undir morgun og skreiddumst svo sárfætt heim...en það var þess virði...
þetta var algjörlega frábært afmæli og skemmtilegt með eindæmum...takk Drífa litla mömmudeppa...
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með 25,árin elsku Drífa frænka mín og elsku Anna mín til hamingju með Gullmolann þinnknús knús og bestu kveðjur frá mér og mínum
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:31
Ég gleymdi að spyrja hvort að 24,Júní væri hennar afmælisdagur?því mín dóttir sem er sú næst yngsta í röðinni og ber nafnið Isabel Diljá Marija Gunnarsdóttir á einmitt afmæli á því degi en hún varð 10,ára þessi elska.
Ástarkveðjur til þín elsku Anna mín
ps,viltu gerast bloggvínkonan mín?
Kveðja Linda Linnet
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.