ÞAð eru bara endalaust skemmtileg partý og veislur hér um slóðir...veit ekki hvernig þetta fer með mittið mjóa og leggina spóa...
Hún dóttir mín yndisfagra útskrifaðist á laugardaginn frá HR með miklum sóma og við erum svo stolt af henni...elsku dúllan...svo er hún eins góð og hún er falleg og gáfuð...og Daníel segir að hún sé besta mamman í öllum heiminum líka...
Þetta var svo falleg og skemmtileg athöfn.
Mæðgurnar Ragga Gísla og dóttir hennar Bryndís sungu saman og það var svo fallegt hjá þeim að ég táraðist...meira hvað ég er að verða meyr með árunum...ég var eitthvað svo ánægð fyrir hönd Röggu, hún hefur alltaf verið mitt uppáhald og er enn ...flottust bara...og svo núna að syngja með dóttur sinni sem er alveg eins og mamman...æ, þær voru svo yndislegar og ég samgladdist þeim og fann mig eitthvað svo í sömu sporum að horfa á dóttur mína sem var þarna sæl og glöð að ná sínu stóra takmarki...
Svava Grönfeldt , rektorinn hennar Lóu minnar , hélt svo einhverja skemmtilegustu útskriftarræðu sem ég hef heyrt..hún er nú hrein snilld þessi kona og ég sá þarna að engu sem ég hef heyrt um hana er ofaukið...hún er akkúrat eins og enginn býst við og algjörlega frjáls og eðlileg...óskemmd kona sem veit hvert hún er að fara...kona sem við getum allar verið stoltar af að eiga sem systur.
ÞAð var svo margt sem hún sagði sem var svo fallegt og hún hvatti kandidatana sína áfram og fyllti þau, eins og okkur í salnum af eldmóði og áhuga á því að gera okkar besta og aldrei að hika við að setja markið hátt...allt er hægt ....svo vitnaði hún í alla mestu snillingana...Thomas Edison sem sagðist aldrei hafa unnið handtak á ævinni...það var allt skemmtun...hugsið ykkur að hafa þetta viðhorf! Allt sem ég geri er skemmtun! Allt er svo auðvelt og ég geri þetta allt því það er skemmtilegt...viðhorfið þitt skiptir öllu máli! Snilld!
Darwinskenningin var tekin líka....það eru ekki endilega þeir sem eru snjallastir eða sterkastir sem lifa af...heldur þeir sem geta aðlagað sig sem best hinum ýmsustu aðstæðum...og þið sem eruð að útskrifast í dag...munið að þó aðstæður séu kannski ekki eins ákjósanlegar og þær voru fyrir ári síðan, gleymið ekki að þið getið nýtt ykkur þær til góðs ef það er ákvörðun ykkar og þið hafið útsjónarsemi til að sjá öll tækifærin sem bjóðast...
Tær snilld...
mig á það að Bónusveldið var einmitt stofnað í miklu harðæri þegar flestir sáu ekki út úr svartnættinu...og hvað er það í dag!!!
Já...áfram Ísland og til hamingju með útskriftina öll! Þið eruð frábær og lífið brosir við ykkur...
Þorið að vera öðruvísi...eins og rektorinn ykkar...þorið að styðja það sem þið vitið að er rétt...alveg sama hvað öðrum finnst...hreinn hugur og hreint hjarta er það besta sem við eigum...
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju elsku Lóa frænkan mín með þennan flotta áfanga og elsku Anna mín til lukku með Gullmolann þinn,Anna mín, þú átt svo sannarlega fallegar dæturþað geislar af þeim fegurðin að utan sem innanenda eiga þær svo flotta Mömmu sem hefur alltaf verið falleg og flott og líka svo góð,ég bara á yndislegar minningar um þig og ykkur elsku Anna mín og Kristján frændi var svo sannarlega í miklu uppáhaldi hjá mér,þegar ég var barn að aldri,þú ert sannarlega rík Anna mín að eiga þessa Gullfallegu og yndislegu fjölskyldu og átt hana svo sannarlega skilið.
Ástarkveðjur Linda frænka
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.