Mallorca

Sæl öll elskurnar,

 Nú erum við komin frá Mallorca við Halla og börnin hennar og snillingurinn Jón Grétar íþróttaálfur sem söng sig inn í hjarta mitt. Mikið indælisbarn er hann þessi elska, algjör engill og kristalsbarn með meiru. Það var auðvitað alveg dásamlegt að koma aðeins til MAllorca og sleppa skjálftanum hér á meðan...það var að vísu óvenju kalt á eyjunni fögru en samt æðislega gaman. Mikið borðað, verslað og spjallað og svo auðvitað sólað sig og buslað á ströndinni.

 Hér heima er svo allt við það sama...fólk er enn utanvið sig og sumir eru ekki farnir að mæta í vinnu eftir skjálftann. Ég er enn að ryksuga glerbrot og sjá skemmdir á gólfum og borðum...en allt er nú samt að lagast...það er bara óvissan sem er verst...kemur meira eða er þetta búið...það er spurningin...

Kata mín sagði að einhver sérfræðingur hefði sagt í útvarpi fyrir síðustu helgi að það mætti búast við stórum skjálfta og þá varð fólk almennt mjög óttaslegið og órólegt en nú eru þeir víst að draga þetta til baka.

Við stöllur erum hins vegar að undirbúa hitting í Lyngheiðinni...allir sem ólust upp í þeirri góðu götu ætla að hittast við Litlu-Götu á mánudaginn klukkan 19.00...það verður gaman að hitta gamla leikfélaga og skreppa með þeim á róló...

Hafið það gott elskurnar

knús

anna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hæ elsku Anna mín,mikið fannst mér gaman að rekast á síðunna þínaþað eru liðin mörg ár,frá því að ég sá ykkur síðast en það er yndislegt að sjá hvað blogg heimurinn er lítill en ég varð bara að kvitta hér undir og kasta á ykkur kveðju

Innilegar ástarkveðjur Linda Linnet-dóttir Kristínar Linnet hennar Guðfinnu systur Ingu í Vatnsholti.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Takk elsku Linda,

Það var svoooo gaman að heyra frá þér. Ég áframsendi síðuna þína á dætur mínar, frænkur þínar og vona að við eigum eftir að hittast allar saman.

Gaman að skoða síðuna þína og sjá þessar myndarstúlkur sem þú átt...til hamingju með það og bara allt saman

Enn og aftur, æðislegt að heyra í þér

knús

Anna

Anna S. Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 23:46

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk elsku Anna mín orðin þín yljuðu hjarta mitt og brosti ég allan hringinn yfir kveðjuna frá þérAnna mín takk takk þúsund þakkir og ég sendi ykkur þúsund kossa og stórt faðmlag fylgir með.yndislegt þú ert yndislegkv.Linda Linnet

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.6.2008 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband