já...það þurfa nú ansi margar styttur og glös að brotna til þess að maður nenni að fara að eltast við að fá innbúið sitt bætt. Það þarf að lista og verðmerkja alla hluti...hvernig veit ég hvað styttan sem ég erfði eftir Siggu frænku kostar??? Já svo var það líka í smáa letrinu að allt sem skemmist úti á palli ...já ..nei það er ótryggt sko!
Hvernig stendur á því að tryggingarfélögin láta alltaf eins og þau séu í vörn og að við ætlum að hafa eitthvað af þeim Við borgum öll árgjöldin okkar og meira að segja vexti ef við borgum ekki á gjalddaga...en svo ef við lendum í tjóni og þurfum að fá bætur...þá er annað hljóð í strokknum.
Ég hélt reyndar að eftir allar þessar hörmungar sem hafa gengið hér yfir yrði annað hljóð í strokknum en...nei...ekki alveg. Það er sama sagan og við sem höfum hist og spjallað saman erum sammála um að tryggingafélögin þurfi að verða manneskjulegri og muna að þau eru í vinnu hjá okkur...eitthvað er þetta þó misjafnt eftir tryggingafélögum en þeir sem ég hef hitt eru sammála um að TM séu verstir...eitthvað búnir að gleyma frasanum sínum...
Ef þú ert tryggður, færðu það bætt!
Verst finnst mér þó með eldri borgarana hér. Þau hafa mörg hver orðið fyrir miklu tjóni og alls konar minningar glatast sem erfitt er að bæta. Eiga þau líka að lista og verðmerkja...hvernig metur maður 100 ára bollastell sem hefur gengið í erfðir. Amma mín er til dæmis ekki í neinu standi til að gera þetta og eins er um margar vinkonur hennar. Peningarnir skipta ekki endilega máli, það er svo margt sem er óbætanlegt en ef þú kemur til tryggingarfélagsins þíns þá eru þetta svörin...
Geymdu öll glerbrotin, skilmerkilega flokkuð og verðmerkt og ef þú klárar það og kemur með listann til okkar, förum við yfir hann og sjáum svo til ....en mundu samt að sjálfábyrgðin er 85.000 krónur...
Hvað hefur þú í ellilaun á mánuði?
Það má vafalaust kaupa einhverjar glerkýr og postulínshunda í staðinn fyrir þá sem brotnuðu en í Guðanna bænum...komið almennilega fram við viðskiptavini ykkar þegar þeir þurfa á ykkur að halda...ekki bara auglýsa einhverja innihaldslausa frasa í sjónvarpinu...
Annars er allt að komast í samt horf hér hjá okkur á skjálftasvæðunum...við erum enn taugatrekkt og stökkvum út í dyr ef einhver skellir hurð...vona bara að þessu fari að linna.
knús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.