Æ, þær voru virkilega lekkerar dömurnar á tískusýningunni okkar í Gónhól um helgina. Hver annarri huggulegri og sætari þessar elskur...
Endilega takið til í skápunum og komið og seljið...dömur eru að stórgræða þarna og svo er bara að fara og kaupa sér eitthvað nýtt og sætt ...nú eða láta hjartað ráða og gefa til góðgerðamála...
Svo næstu helgi setjum við upp fornbílasölu...aldrei að vita nema við náum fleiri konum í klúbbinn...nú er systir mín sko kominn á einn flottasta Pontiac sem ég hef séð...með blæjum og öllum og við erum að tala um að hann þjappi feitt og það er ekkert að flautuköttóttinu sko!
Er hann ekki bara flottur? Og hvað haldið þið...þetta fékk hún frá elskhuga sínum til margra ára sem hún á slatta af krökkum með og allt...og hann er skráður á fæðingardegi hennar...sko bíllinn...23.03.1968...hugsa sér!
Það sem hann er rómantískur...sko kallinn...já, hún er bara heppin með hann..
Já...mamma er voða lukkuleg með okkur öll í Gónhól...hún er nú farin að selja gistingu í litlu sætu íbúðunum...ég sagði henni að auglýsa eitthvað voða flott...svona þið vitið...ástarhreiður fyrir dömur og laglega herramenn...en þá sagði hún...ó, nei, o ekki...þetta er sko heiðarleg gisting...þannig að hún auglýsir örugglega...Rómantísk og lekker gisting á Eyrarbakka...aðeins fyrir lekkerar dömur og heiðarlega herra sem hafa ekkert ósiðsamlegt í hyggju...
...bara koma og fá sér rjómavöfflur í kaffihúsinu hennar mömmu....
á morgun er ég að fara í hádegisverð til Hildar minnar...hún er að tína njóla og hófsóleyjar í salat og súpu...Það er að koma mjög fræg galdrakona til hennar alla leið vestan úr Ameríku og halda uppá afmælið sitt...og ég er að baka köku úr fræjum, gulrótum og döðlum því hún borðar bara hollt...ekkert svona samsett eiturbras úr búð...
Þetta verður sannkallað nornaþing...spennandi...ég ætti kannski að taka köttinn með???
Sjáumst fljótt elskurnar mínar allar
knús
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð og sæl, mikið er þetta nú allt skemmtilegt og spennandi hjá ykkur, enda ekki von á öðru þegar þú ert annars vegar mín kæra Hlakka mikið til að komast á Bakkann og kíkja á herlegheitin.
Mamma þín ætti að auglýsa gistinguna á eyrarbakki.is sá þar auglýsingar frá tveimur aðilum.
Sumarkveðjur
Kristjana
Kristjana Kjartans (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 10:49
Sæl elsku Kristjana mín og takk fyrir þessa ábendingu. Ég sendi þeim strax póst og upplýsingar um Gónhólinn okkar.
Hlakka mikið til að fá þig í Gónhól og sýna þér hvað þetta er skemmtilegt ...
knús
anna
Anna S. Árnadóttir, 28.5.2008 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.