Já, hann Árni Vald er ekkert blávatn! Nú er hann að opna 750m2 menningarsal í Gallerý Gónhól á Eyrarbakka. Við hin höfum blásið og rumið, skrifað og rifist, blótað og skammast, bæjarstjórn eftir bæjarstjórn hefur sitið uppi með þá háðung að eiga ekkert afdrep fyrir menningar-og listviðburði í ört stækkandi bæjarfélagi...framtaksamir nemendur FSu hafa sett upp hverja stórsýninguna á fætur annarri í fokheldum sal þar sem gestirnir hafa klæðst útigöllunum og lopahettunum til að forðast umgangspestir og óværu...en...allt tekur enda um síðir og nú er lag....nú geta allir sem vilja komið fram...spilað, dansað, leikið og sýnt myndlist, handverk eða hugverk....Velkomin öll elskurnar mínar segir Árni Valdimarsson sem á áttræðisaldri opnar í dag, menningarsal og kaffihús...
Á laugardaginn opnar svo listasmiðja fyrir börn, handverksmarkaður og sölumarkaður fyrir notað og nýtt, fornbílasýning og sitt hvað fleira er á döfinni...
Börnin geta komið og málað eða föndrað í listasmiðjunni...hengt svo upp verkin sín eða farið fram á handverksmarkaðinn og selt verkin sín. Öll börn fá fría bása og eins góðgerðasamtök og líknarfélög...hinir verða að borga...svo nú er upplagt að baka, sulta, teikna, mála, hekla, prjóna eða bara taka til í bílskúrnum og láta svo gott af sér leiða...
Það verður opið allar helgar í sumar og líka eftir samkomulagi fyrir hópa....svo endilega komið elskurnar ....kíkið á síðuna, hún er í vinnslu...www.gonholl.is
knús
a
...frekar montin af pabbanum sínum !!!Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jahééérna hér
Það er nú ekki að spyrja að dugnaðinum í þér og þínum alltaf hreint. Til hamingju með þetta frábæra framtak. Jááá og ég held bara svei mér þá að nú sé mál til komið að setjast niður og fara að töfra fram eitthvað menningarlegt því allir hafa jú eitthvað á sínum prjónum ...ekki satt ???
Hvernig er það annars, fer ekki að styttast í strandagrill hjá Bakkabúum ? Við förum nú ekki að slá slöku við í þeim efnum.
Kveðja úr Árbakkanum
Íris Mjöll (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:25
Takk mín kæra...já nú er að fara að hittast og mynda okkur við að undirbúa...bara svo sólin skíni í allt sumar...eins og hún gerði frá með síðasta Bakkabúagrilli...
knús yfir til ykkar
a
Anna S. Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.