Ertu lævirki eða ugla?

Ég hitti Hildi vinkonu mína í gær...það er alltaf svo gaman að hitta hana...hún er svo órannsakanleg og eitthvað ótrúlega skemmtilegt alltaf sem hún er að spá. Við höfum ekki hist mikið undanfarið misseri vegna anna...hún á kafi í jarðeplunum en sér nú loks upp fyrir það verkefni og ég á fleygiferð í háloftunum. En semsagt áttum við einstaklega gott spjall í gærmorgun, mest um GYÐJUR..Hún kennir mér endalaust þessi kona...Heimdallur og Gefjun voru ræddar og við ræddum líka tónleika Reynis Katrínar í Norræna Húsinu á laugardagskvöld. Seiðlæti...hugsið ykkur! Ótrúlega er annars margt skemmtilegt í gangi í veröldinni núna! Það er svo margt fólk að spekúlera og læra um lífsins stóra gangverk og það er endalaust hægt að nálgast lífið og tilveruna frá ólíkum sjónarhornum, bara ef við erum opin og fordómalaus í flæðinu stóra...

Sem færir mig að lævirkjanum og uglunni...Hildur er lævirki...fer snemma að sofa og byrjar að kvaka á greininni sinni um leið og sól rís....ég er hins vegar ugla...grúska á kvöldin í skímunni og dreg augað í pung því ég tími ekki að sofa á þessum árstíma...við heyrum grasið gróa og allt er að lifna...þetta er svo sannarlega besti tími ársins og endalaus ævintýri allt um kring...

Njótum þess í botn!Cool

Við gúglur hittumst í kvöld...kryfjum leyndardóma býflugunnar og heiðrum dætur Máríu...það verður hunangsilmur í lofti...

Hlakka til...það er svo gaman að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til...

knús

a

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband