Ég hitti Hildi vinkonu mína í gær...það er alltaf svo gaman að hitta hana...hún er svo órannsakanleg og eitthvað ótrúlega skemmtilegt alltaf sem hún er að spá. Við höfum ekki hist mikið undanfarið misseri vegna anna...hún á kafi í jarðeplunum en sér nú loks upp fyrir það verkefni og ég á fleygiferð í háloftunum. En semsagt áttum við einstaklega gott spjall í gærmorgun, mest um GYÐJUR..Hún kennir mér endalaust þessi kona...Heimdallur og Gefjun voru ræddar og við ræddum líka tónleika Reynis Katrínar í Norræna Húsinu á laugardagskvöld. Seiðlæti...hugsið ykkur! Ótrúlega er annars margt skemmtilegt í gangi í veröldinni núna! Það er svo margt fólk að spekúlera og læra um lífsins stóra gangverk og það er endalaust hægt að nálgast lífið og tilveruna frá ólíkum sjónarhornum, bara ef við erum opin og fordómalaus í flæðinu stóra...
Sem færir mig að lævirkjanum og uglunni...Hildur er lævirki...fer snemma að sofa og byrjar að kvaka á greininni sinni um leið og sól rís....ég er hins vegar ugla...grúska á kvöldin í skímunni og dreg augað í pung því ég tími ekki að sofa á þessum árstíma...við heyrum grasið gróa og allt er að lifna...þetta er svo sannarlega besti tími ársins og endalaus ævintýri allt um kring...
Njótum þess í botn!
Við gúglur hittumst í kvöld...kryfjum leyndardóma býflugunnar og heiðrum dætur Máríu...það verður hunangsilmur í lofti...
Hlakka til...það er svo gaman að hafa alltaf eitthvað til að hlakka til...
knús
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.