fornbílaáhugamenn á Selfossi hittumst í gær og fögnuðu í þriðja sinn... afmæli DeSoto dömubifreiðarinnar glæsilegu sem verður fimmtug á árinu. Allir voru bjartsýnir og enginn minntist á bensínverðið enda hefur Atlasolía lofað okkur góðum stuðningi og samstarfi eins og þeir einir þora...
Við ákváðum að taka lífinu létt og setja upp grænu bjartsýnisgleraugun okkar...við vitum að allt sem fer upp..fer niður...allt er í heiminum hverfult og við vitum að viðbrögð okkar ráða miklu um það hvernig okkur líður...hvort sem gott er í ári eða harðnar á dalnum...Við héldum því okkar striki og blésum til veislu enn á ný með kók og prins...lögðum á ráðin með hátíðina miklu sem er framundan: VOR Í ÁRBORG 8-18.maí. Þá mun verða kátt í bílabænum Selfossi og við erum að undirbúa big time surprise...það verður rosalegt!!!! Þið skuluð endilega taka frá þessa daga og undirbúa ykkur undir mikil hátíðahöld elskurnar...
Við munum opna í Gallerý Gónhól, markaðsstemning og nú má Kolaportið fara að vara sig...listasýningar, uppboð, bílasýningar, bókahorn með upplestri og alls konar viðburðir hlaðast upp...ENN ERU NOKKRIR BÁSAR LAUSIR og verðið er aðeins 5000 fyrir helgina...sérsmíðaður bás með öllu...Okkur vantar samt enn einhvern til að reka GÓNHÓLSKAFFIHÚSIÐ....Ertu laus elskan???
En aftur til ammilis DeSoto....
Einar El. kom þarna og sýndi nýjustu félagana í klúbbnum...Gasalega lekkeran svartan Buick Roadmaster 1959...sjáiði hér að ofan...og svo...allt í einu fór hann heim með gripinn en átti glæsilega endurkomu og kom öllum á óvart er hann birtist á ótrúlega fallegum Chevrolet 1929...dökkbláum eðalvagni með picknickörfu aftan á....Vá!!!
Er hann ekki sætur? Á næsta ári verður þessi bíll sko 80 ára! Ég sæi nú svona endingu á sumum japönskum...eða hvað segið þið um það!! Það er ekki vitlaust sem hann afi minn ól mig upp við...Aldrei skaltu elsku barn...ofan taka hattinn...fyrir einhverjum bölvuðum jöskum sem vilja selja þér gússigalla japanskar druslur...það er betra að borga viðhaldið strax við tankinn...og svo endist bíllinn lengur en þú!! Ekki spurning!!!
Þetta var mjög skemmtilegt kvöld og nú er næsta ammili í apríl. Fornbílamenn og konur ætla líka að fjölmenna/aka suður til Reykjavíkur í bifreiðaskoðun á drossíunum sínum þann 3ja maí.
Mætum öll...og dressum okkur upp!
flautuköttóttið rokkar en þá eru pinnjónalegurnar að koma sterkar inn:-)
lovjúsó
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.