Ammili hjá sitti minni og páskahátíðin 2008

sætust af öllumLitla fallega systir mín er orðin fertug...hún lítur ekki út fyrir það enda góð gen úr báðum ættum eins og Magga frænka í Hafnarfirði var vön að segja...en það verð ég að segja að hún hefur reynst okkur öllum vel þessa fjörtíu vetur sem við höfum átt með henni...hún er svo yndisleg manneskja, jafngóð að innan og utan...já, algjör gullmoli þessi elska. Ég hef sjaldan verið eins vel bænheyrð eins og þegar hún fæddist...ég bað á hverju kvöldi í níu mánuði um systur...og fékk þá bestu sem nokkur getur hugsað sér...sem sést best á því að við höfum aldrei rifist eða orðið reiðar hvor útí aðra í fjörtíu ár...hugsið ykkur...hún er algjörlega einstök þessi engill!

girnilegt...Það var við hæfi að halda mikla veislu...eins og hún á reyndar gen til líka...og ekki spillir nú eiginmaðurinn elskulegur...annars eins gestgjafi finnst varla í Flóanum og fáir hafa eins gaman af góðu partý eins hann Magnús minn blessaður...allt handbært fólk í familíunni kom saman og steikti, brasaði og sauð niður í viku fyrir veisluna...eins og tíðkast hefur á almennilegum sveitaheimilium um aldabil...allt var skúrað og bónað og svo klukkan 16.00 opnuðu þau hjónin heimili sitt öllum gestum og gangandi og þar var kátt upp frá því....síðustu gestir sáum skrönglast heim rúmum sólarhring síðar....og hefur lítið af þeim frést...en allt í allt komu þarna eitthvað vel á annað hundrað gestir og margar góðar gjafir flutu með....utanferðir og heilsulindarheimsóknir...fagrir blómvendir og eðalvín...Jón granni með flottar rósirallt mun þetta koma hinni undurfögru fertugu snót afar vel...

Papa reið á vaðið og flutti fallega ræðu í bundnu máli um elsku hjartans Örnu...Teklúbburinn mætti auðvitað með vísur eftir Jón Bjarnason og sungu þær einstaklega fallega....Stofan var með stórkostlega uppákomu þar sem þau höfðu safnað öllu sem kemur gömlu fólki vel....sundhettu, staf, tönnum, gleraugum, bleyju og viagrapillum...vinkonurnar komu með sportpakka með alls konar sportýtrendi sem kemur sér vel enda afmælisbarnið einstaklega duglegt í sportinu...

Semsagt mjög gott og skemmtilegt afmæli...laugardagurinn rann svo upp, bjartur og fagur. Sara Jasmín prinsessa var hjá okkur og við fórum í langan og góðan göngu/hjólatúr...bættum í dekkin sem eru hálfvindlaus eftir veturinn...fórum í náttúruskoðun og ræddum mikið um lífið...Ætluðum í sund en þá var lokað klukkan 18.00 þannig að við fórum heim og elduðum okkur grjónagraut og fórum svo snemma í bólið, lásum saman og spjölluðum...

Páskadagurinn var tekinn frekar snemma því það var lítil stúlka sem var mjög spennt að gá að egginu sínu...sem var vandlega falið en hún var nú ekki lengi að finna það ...og nú gat hún lesið málsháttinn sjálf...Ekki tjáir að deila við dómarann...Afmæli hjá sys 40 ára og páskar 2008 130

Svo var farið í sund með frændunum af Suðurnesjunum sem eru í Sigtúnum í helgardvöl...uppbúin rúm og pönnsur alla páskana...við fengum auðvitað kræsingar þar eftir sundferðina sem tók 3 tíma með boltaleik og miklu fjöri...enduðum öll með rúsínuputta en allt lagaðist við pönnukökurnar hennar mömmu....allt er alltaf best hjá mömmunni...

Nú er hátíðin á enda...í dag vorum við í fjölskyldu- og vinaheimsóknum...erum búin að éta okkur til óbóta af súkkulaði. Fórum til ömmu og svo til Sigga og Estherar. Siggi er miklu betri og ég sé mikinn mun á honum. Pabbi sendi honum Búddhagalla og hálsmen sem er sérstaklega blessað í Thailandi. Hann fékk sundbeltið góða frá Mr. F og kínakúlur til að æfa hendurnar. Við ætlum svo að hittast nokkrum sinnum í viku og lesa saman upphátt...ljóð og eitthvað skemmtilegt til að æfa talið ...hann á eftir að ná sér algjörlega. Ég veit það....biðjum öll fyrir honum og sendum honum kraft elskurnar...

Verð að senda ykkur það sem kom á spjaldinu í dag...Smile

Láttu ástina blómstra í hjarta þínu.

Láttu heillast af henni og lát hana snerta hjarta þitt og fylla líf þitt af gleði og hamingju...

Páskaknús

a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband