Það er alltaf voða gott að koma heim....sérstaklega er nú gott að skríða í rúmið sitt eftir 24 tíma ferðalag þegar litlar mjúkar sex ára tásur bíða í rúminu og vekja mann svo næsta dag með kossum og mjúkum strokum...Sara Jasmín söng fyrir mig...Sofðu unga ástin mín..og ég sveif í draumalandið okkar.
Ég rétt missti af prinsinum mínum litla sem hringdi mjög áhyggjufullur og spurði hvort við gætum ekki reynt að hittast í fríhöfninni...þegar það var ekki hægt...sagði hann: ,, Amma mín, hafðu engar áhyggjur, ég skal bara veifa þér út um gluggann í flugvélinni minni þegar hún mætir þinni. "...allt er svo einfalt og gott hjá börnunum okkar..Nú eru þau komin til Costa del Sol og farin að sóla sig þar á okkar gömlu heimaslóðum.
Terry systir mín ...þú kíkir eftir þeim og vonandi grillið þið Juan á þakinu með þeim...Te quiero tanto...
Flugið okkar gekk vel...það var reyndar smá seinkun hjá EVA Air vegna umferðarteppu á Heathrow svo við þurftum að hlaupa til að ná vélinni heim og farangurinn kom ekki með okkur en var sendur heim á gólf daginn eftir svo það var ekkert mál. Við vorum dugleg að hreyfa okkur í vélinni og gera æfingar þannig að fæturnir bólgnuðu ekki og við skokkuðum eins og unglömb á vordegi milli terminala...ótrúlega þægilegt og gott flug og mikil viðbrigði að koma í íslensku vélina sem var svo þröng eftir huggulegheitin hinum megin...en íslensku flugfreyjurnar redduðu þessu með sinni yndislegu og ljúfu framkomu...Já...FL Group borgar þeim vonandi vel....
Gúndi minn kom að sækja okkur og heimferðin gekk vel austur yfir heiðina en...vó er kalt hér !!! Það er ótrúlegt að við skulum yfir höfðuð nenna að búa hér yfir vetrartímann..Við erum strax farin að sakna okkar kæru vina í Thailandi...elsku Mr. F, Raggý og snillingurinn Áki urðu eftir og halda áfram að sóla sig í blíðunni þarna austurfrá...bestu kvðjur til ykkar elskurnar og takk fyrir allt:-)
Svo hefur helgin liðið hér í rólegheitum í faðmi fjölskyldu og vina..það er það besta við að koma heim...og þá verður allt svo hlýtt og gott þó það frjósi í nefinu í göngutúrunum..
Framundan er svo stórafmæli elsku litlu systur minnar...hún er að fylla fjórða tuginn og ætlar að halda stórveislu á föstudaginn langa...við munum öll hjálpast að og gera þetta yndislegan dag enda er litla dúllan mín einstök, eins góð og hún er falleg og sjaldan hef ég verið eins vel bænheyrð eins og þegar hún fæddist..Við tesysturnar þurfum að hittast og æfa nokkur gítargrip og semja eins og eina revíu , henni til heiðurs...
Læt ykkur fylgjast með elskurnar...verð að fara núna...kveikja á kertum og fara í heitt bað...það er íslenskur lúxus sem fáir leika eftir...að geta legið í baði og lesið í klukkutíma með avókadómaska á andlitinu og hunang í hárinu.... A lady has to do what a lady has to do...
Las gott sem ég verð að deila með ykkur elskurnar....
Það sem þú gefur öðrum...verður aldrei af þér tekið....
kreistur og kossar
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.