Ég skal nú bara segja ykkur það...að nú hef ég fengið Thailand í blóðið...í alvöru..það er svo allt öðruvísi að fara út í sveitirnar og sjá allt fólkið og náttúran er svo falleg og öðruvísi...kannski er ég enn á því að Þingvellir séu það fallegast sem til er...sérstaklega að hausti ef dama er með sínum heittelskaða og leggur hann í mjúkan mosabala inn við Öxará...en ..í alvöru my ladies....sko við vorum að koma úr ferð sem mun aldrei gleymast....
Við fórum af stað klukkan sex í gærmorgun, sunnudag...og við ókum sem leið lá á hinn rómaða fljótandi markað í Bangkok...það var magnað að sjá öll andlitin og sölubásana auðvitað líka...þó var þetta nú mest allt sama dótið og við sjáum hér á götumörkuðunum sem eru óteljandi...anyway...mannlífið var svo skemmtilegt og angaði af ilminum úr fljótinu og öllu kryddinu sem selt er þarna og ekki síður öllum matnum sem fólk eldar, borðar og selur á pínulitlum og mjóum bátum sem líða um eins og kobraslöngur á fljótinu...þetta er svo f....unbelieveable....það er varla hægt að lýsa þessu...en endilega skoðið myndirnar ....myndaalbúmið er merkt River Kvai...
Við héldum svo áfram og skoðuðum minningargrafreit um alla þá Evrópumenn sem dóu við að búa til Brúna yfir Kvai fljótið...það er talið að þeir hafi verið um 16.000 en það voru líka um 200.000 Asíumenn sem dóu við þessa þrælkun en þeir voru nú bara notaðir sem uppfyllingarefni í járnbrautina...eins og í Kínamúrnum...en það er önnur saga...við duttum þarna inn í hugleiðingar um mannanna grimmd og miskunnarleysi...en náðum okkur fljótt aftur á flug og fórum áfram og skoðuðum brúna miklu yfir Kvai fljótið...hafiði lesið bókina? Endilega gerum það elskurnar og sjáum jafnvel myndina saman,.,. ósköp rómó á góðu kvöldi með heitu súkkulaði...
Við áttum þarna dásamlega stund og merkilega....en svo var haldið áfram því við áttum pantað hótel á fljótinu...já....í alvöru fljótandi hótel og við borðuðum á fljótandi veitingastað sem var svo tekinn út á fljótið og rúntað með okkur umm...já þarna var sko ekki verið að kjafta...bara keyra...
Svo fengum við að synda í sjálfri River Kvai...yndislega silkimjúk lék hún sér við okkur og við difum okkur ofaní og smökkuðum á þessu fræga fljóti...smá moldarbragð og tengingin við móður náttúru var algjör...This is life....
Svo stukkum við í fossinn...og vá...þetta er svo skemmtilegt en svo var bara allt í einu kominn háttatími og við urðum að fara ða sofa...en það var í lagi...hótelið ruggaði okkur í svefn og við runnum ljúflega inn í draumalandið okkar...hugsið ykkur á fljótandi hóteli!!!!
Næsta dag var morgunverðurinn á veitngastaðnum við hótelið og allt í einu kom einn lítill og mjór...afskaplega fótnettur...júnóvatæmín...ladies....og skellti sér fram fyrir okkur og dró veitingastaðinn af stað...já, ég er ekki að grínast....Við fórum í útsýnisflug...eða siglingu á veitingastaðnum...þetta er náttla ótrúlegt fyrir ykkur þarna heima í snjónum þar sem við eigum ekkert nema Perluna en...þetta er samt satt...
Við fórum svo áfram með Danny boy og fórum í heita laug...nokkurs konar Bláa Lónið nema þetta var meira svona í grænum blæbrigðum...æðislega næs...heitt og gott...við vorum reyndar alltaf jafn heppinn því RÚSSSSSSARNIR komu rétt á eftir og gerðu innrás...þá var nú gott að vera komin uppúr og inn í hjá Danny..
Að lokum fórum við svo í lestina frægu sem kostaði svo mörg mannslíf í seinni heimstyrjöldinni...það var auðvitað merkileg lífsreynsla og skemmtileg líka...allt svo frábært...ég verð að segja það elskurnar mínar að þetta var BARA SKEMMTILEGT.....
Og allt þetta skipulagði hann Mr. F okkar og Danny boy keyrði okkur...
Frábær ferð sem fer í minningabankann...takkatakk
Vona að þið séuð í lagi þarna á klakanum elskurnar mínar...nú styttist í að við komum til ykkar og kreistum ykkur...
Bestu kveðjur frá Thai...gæs and girls...
a
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.