Jómfrúrferðin hans Áka og fleira skemmtilegt...

systkinin kafaÍ dag var svo skemmtilegt hjá okkur...Við tókum bát á leigu og sigldum út á hafið bláa, hafið...fyrst í apaeyjuna góðu og heilsuðum upp á Kasper , Jesper og Jónatan....og auðvitað hafmeyjuna mína góðu....

Síðan vorum við á eyjunni Swang Mi eða Ko Lang...æ, þessi thailensku nöfn...skiptir ekki máli..allavega flott eyja...allt bilaðog Áki ákvað að fara í fyrsta skipti á Jet Ski....fyrst með mér en svo tók hann á rás einn og sæll....fór mjög varlega en faðir hans var á taugum á ströndinni og við öll reyndar...en pilturinn stóð sig vel!

Við systkinin tókum góðan túr og snorkluðum ...sjórinn er svo flottur hér...alls konar litir fiskar og ígulker, krabbar og sæbjúgu...

Við spiluðum frisby, gengum á ströndinni, hlustuðum á hafið og borðuðum góðan mat...allt svo yndislegt og gott...

Verð að hætta í bili...leggjum af stað á Kvæfljótið klukkan sex í fyrramálið svo nú er eins gott að fara að skríða uppí draumalandið sitt...

Hafsjór af knúsi frá okkur öllum í Thailandi elskurnar

the happy family


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband