Lazy-Boy í bláum kjól.....

Alcazarkvöldið okkar 309Hæ elskurnar mínar....Lilli bró er hérna með einni aðaltúttunni í bænum...pabbi manaði hann til að taka hana á löpp...sú hefði nú sómað sér í dömuboðinu okkar um daginn...Lady in Space...

Lill sem er alltaf svo góður við stóru systur sína margbauð í dressið en hún vildi ekki hlusta á svona þvaður...lagði bara hönd hans á brjóstin sín sem eru nú frekar flott...minnst 400 grömm af silla og valda...say no more!!!! Þær eru svo flottar hérna að það tekur á fyrir annars dömulegar og lekkerar sveitastúlkur að vera í nágrenni við þessar ofurgellur...

Já, við fórum semsagt saman út á kabarettinn fræga Alcazar og skemmtum okkur mjög vel og tókum sniðin á öllum kjólunum...svona til að hafa í handraðanum fyrir næsta dömuboð...Alcazarkvöldið okkar 294þvílíkur glæsileiki ætti nú vel heima í Flóanum my ladies...

Við áttum svo fótum fjör að launa því þær voru svo æstar í strákana okkar...eða kannski monningana þeirra eins og þið sjáið á myndunum...Alcazarkvöldið okkar 322

Oh...my...sjáið hvar kvenmaðurinn hefur lúkuna..sú

er ekki með vettlingatökin á lilla bró...já, það er ekki nógu að vera í dömudressinu...hið sanna eðli kemur alltaf í ljós...úpsadeisí..lazy boys..

Við

fórum svo eftir matinn á Henry´s og borðuðum æðislegan mat og dönsuðum frá okkur allt vit...það var svooooo skemmtilegt...Gott band frá Filippseyjum..tók Prella og bláu rúskinnskóna hvað þá heldur annað þannig að það var tekið á tjúttinu....Áki er svo mikill snillingur á dansgólfinu og við hrifumst auðvitað með...

Annars

erum við í góðum gír...við erum á snyrtistofum, tannlæknaferðum og klæðskerum þessa dagana...endalaust dekur og dúllerí eins og við getum í okkur látið...pabbi er endalaust að sjá út nýja businessmöguleika...nú er hann að spá í að opna ferðaskrifstofuna Slett í góm...eða Brosað út að eyrum....Hann er svo ánægður með tannlæknaþjónustuna hér...þeir eru svo mjúkhentir og vandvirkir....eða billegir....röngtenmyndataka og hreinsun kostar 1.400 íslenskar....og ef maður vill láta smíða í sig stell kostar það 15.000 en ef þú vilt lúxusútgáfuna sem er óbrjótandi gómur með lífstíðarábyrgð...fer verðið uppí 20.000...papa getur varla beðið eftir að segja vinum sínum sem farnir eru að missa eina og eina tönn, frá þessu öllu...

Já, það er allt hægt í Thailandi....

Bestu kveðjur úr 35 stiga hita og sól....reyni að senda ykkur smá elskurnar

knús og kyss

lady thai


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband