Sæl elskurnar...sorry hvað gengur lítið að blogga...það er bara svo mikið að gera og lítill tími til skrifta...en nú skal ég gera bragarbót nokkra...
Það er helst að frétta að við tókum góðan frídag í gær...það er að segja við öll nema Mr. F sem vildi bara vera heima og vinna...hann er alveg hættur að nenna að leika við okkur ...alltaf að vinna og vinna eins og bara Íslendingur...en við hin fengum Isac og hann keyrði með okkur í eitthvað voða voða spennandi sem Mr. F hafði skipulagt handa okkur...við þurftum samt að stoppa nokkrum sinnum á leiðinni því papa sér alltaf eitthvað sem væri sniðugt að flytja heim og hann er komin með ...my contactman in Thailand sem er að arransera ýmsum dílum fyrir hann...hann er komin með umboð fyrir gasalega lekkerum garðhúsgögnum...mjög dömuleg svona gull og kopar...sjáiði á myndunum...
Anyway...við lentum loks í stórskemmtilegum garði sem heitir Nong Nooch og við vorum þar allan daginn í steikjandi hita og sólin skein...já, það er alltaf gott veður í Thailandi eins og Áki segir...
Þarna eru alls konar plöntur og svo stórskemmtileg fílasýning þar sem fílarnir fara í körfubolta, fótbolta,mála myndir dansa og nudda fólk...ótrúleg upplifun ...skoðið endilega myndaalbúmið elskurnar...
Ekki var nú allt búið enn því við skruppum og skoðuðum Búddhahill þar sem stór Búddha er grafinn inn í fjall og síðan fyllt í skurðina með gulli...já ekta gull og ekkert slor!Við fengum að smakka ýmislegt hjá innfæddum...alls konar kókossnakk og möndlur sem eiga að auka mjög kyngetuna...papa sá sér strax leik á borði og spurði Isac hvort við ættum ekki að taka gám af þessum möndlum...kallaði þær rismöndlur eftir að Isac fullvissaði hann um ótrúlega virkni þeirra...konur og karlar eru alveg gasalega ánægð með þetta hér í Thailandi og engar aukaverkanir af þessu eins og af Viagra....
Hugsið ykkur auglýsingarnar heima...
Sunnlenskar húsmæður athugið...
Ný sending af hinum rómuðu rismöndlum nýkomin....
Já...það er margt skrítið í kýrhausnum...enda eru hundar friðaðir í Thailandi:-)
lovjú...we all do!
a
Flokkur: Lífstíll | 4.3.2008 | 19:23 (breytt 6.3.2008 kl. 23:29) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.