og við fengum steypiregn í gær....en ég ætla nú að segja ykkur það....svona algjörlega í trúnaði...
að það er svo skemmtilegt hérna hjá okkur...mamma og pabbi eru alveg í skýjunum yfir að hafa drifið sig og ætla nú að leggja Asíu að fótum sér...næst förum við í heimsreisu....en eins og er ...njótum við Thailands og alls þess yndislega sem þetta land hefur að bjóða okkur. Pabbi segir að hann sé ánægastur með fólkið hér...allir bara brosandi og hjala við okkur...skiptir engu þó við skiljum ekki neitt...kærleikurinn þarf ekkert tungumál...við erum öll greinar af sama trénu...
Dagurinn í gær var góður...við unnum svolítið en skiptum svo liði...Við Valli vorum hér heima með mömmu og pabba en Mr. ef fór niðrí bæ með Raggý og Áka. Þau borðuðu og fóru í nudd...og við líka...fengum æðislegan mat á Jameson og fórum svo upp að spjalla.
Allt í einu birtust 3 nuddkonur og við fengum nudd á rúminu og það er fátt betra en að hálfsofna í Thainuddi eftir langt flug...vá! Svo hittumst við öll saman aftur hér á room 315...og við spjölluðum saman fram yfir miðnætti, hlógum og sögðum sögur þangað til við duttum inn í draumalandið...
Já...allir eru lukkulegir og nú er kominn nýr og spennandi dagur sem við ætlum að nota vel....það er svo gaman að vakna á morgnana og eiga heilan dag framundan...alveg splunkunýjan og fínan...
Læt ykkur vita allt ...kannski í kvöld!
Farið vel með ykkur og hafið það skemmtilegt...
knús
lady a and the thaifamily....
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.