Hálfnað verk þá hafið er...

ekki draga hlutina, komdu þér strax að verki...

Elskulegu dömur...hafið þið tekið eftir því hvað er gott að drífa hlutina af!!!

teaVið hittumst hér yfir rjúkandi tebolla og þó nokkrum súkkulaðimolum...nokkrar hugsandi dömur og vorum að tala um frestunaráráttu. Það er ótrúlegt hvað við getum gert mikið og stórt vandamál úr litlum hlutum ef við byrjum að fresta hlutum í stað þess að klára verkin jafnóðum og þau koma upp...hafið þið tekið eftir þessu?

Þannig að þetta er æfingin okkar ...okkur til betrunar þessa vikuna....allt sem við þurfum að gera...gerum við strax...líka að taka til í sokkakörfunni...svara bréfum...hringja símtöl sem við höfum kviðið fyrir...heimsækja vini okkar...dekra við okkur sjálfar...panta snyrtingu...kaupa okkur nýjan kjól...fara í vax...lit og plokk...hvað sem er...bara fronta það strax og ljúka því af.

Ein góð kona sagði mér að við ættum svo að verðlauna okkur fyrir allt sem við gerum vel...hún fékk sér til dæmis prins póló í verðlaun og tók það í sundur...lag fyrir lag og var lengi að njóta þess...þannig vandi hún sig á að dvelja í vellíðan og í núinu og njóta....ekki gleyma að njóta hverrar stundar sem við fáum ...við eigum það skilið elskurnar...

Klárum þetta my ladies..

ykkar

lady a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband