Elskulegu dömurnar mínar,
Innilega takk for sidst...þetta verður betra og betra...enn skemmtilegra með hverju árinu sem líður..það er ekki ofmælt...og við verðum fallegri og dömulegri, lekkerari og laglegri með hverju árinu sem okkur er gefið...
Bláa þemað tókst einkar vel...Lady in Space sat á bekk og kíkti á himngeiminn...sá þar næturdrottningar, silfurstjörnir og gullsólir...að ekki sé nú minnst á allan himinblámann...
Undirbúningurinn er alltaf svo skemmtilegur...fyrst að búa til kortin...sem voru bókamerki og súkkulaði....vísbending...gáfaðar konur lesa mikið...eða borða mikið súkkulaði....
og svo að skreyta og raða upp...Við hittumst hér á föstudagskveldið og undirbjuggum allt fyrir daginn stóra...Guðbjörg sá náttúrulega um að stíllinn væri í lagi og allt nógu smekklegt og vel uppstillt. Við hinar pússuðum, fylltum á kerti og litum yfir að allt væri dömulegt og speisað....
Svo fórum við til Fjólu í smáundirbúningsteiti því María Magnúsdóttir kom þangað með skóna sína og...alltaf getur dama bætt á sig skópari....þið munið hvað Esther okkar segir um það....og jú þessi unga kona er náttúrulega bara snillingur og býr til svo gasalega flotta skó!!! Ef hún Demi vinkona okkar í Hollyvúdd fengi sér svona par þá yrðu stjörnurnar þarna fyrir vestan ekki lengi að fá sér svona nokkur...sko ALLAR!!!! Og María yrði náttla bara milli...þetta gerist nú á næsta eða þarnæsta ári því María kemur í næsta dömuboð ....en þetta var nú útúrdúr elskurnar....ég bara varð!!
Já...svo rann upp laugardagurinn 16.febrúar! Allar dömurnar tóku daginn snemma og onduleruðu við sig alveg til klukkan sex en þá hófst boðið...Dömurnar dreif að , hver annarri fegurri og glæsilegri kvendi hafa ekki sést á þessu ári bara....og þó aftur sé skoðað í aldir...
Allar dömurnar lögðu á borð með sér lekkeran dömurétt og húsfreyjan bauð uppá einn bláan og rjúkandi drykk....göróttur og stjarnfræðilega útreiknaður kokkteill....
Heiðar okkar var yndislegur veislustjóri, ungherrarnir Axel Óli og Friðrik komu vestan af Bifröst til að taka yfirhafnir af hefðardömunum...ægilega laglegir og huggulegir ...og elskulegir líka... og svo komu ungir sunnlenskir listamenn, Halla Dröfn og Hermundur og sungu svo yndislega að við urðum bara virkilega að vanda okkur svo eyelinerinn færi ekki út á vanga...Halla söng meira að segja uppáhaldslagið mitt...Summertime!!!Þá fékk ég nú smá kökk í hálsinn ...þurfti að kingja nokkuð ört svo ég fengi ekki ekka...það er ekki dömulegt!! En við vorum allar stórhrifnar...þau eru vægast sagt stórkostleg þessar elskur og undirleikarinn, hún Edith var frábær líka.
Svo fengum við okkur að narta í dömuréttina góðu...umm þvílíkir listakokkar þið eruð my ladies...úff þetta breyttist fljótlega úr narti í almennilegt sveitastúlku...tekur vel til matar síns þema... enda allt hollt sem borið var á borð...
Heiðar snillingurinn tók okkur síðan í nokkrar lexíur um grindarbotnsvöðvana og undirfötin...mergjaður maður hann Heiðar...hann skilur okkur svo vel þessi elska...svo tók hann nokkrar góða takta um tískuna og fleira góðgæti hraut af vörum hans. Alltaf svo ljúfur og lekker...
Hann minntist elskulegra vinkvenna okkar sem eru farnar yfir á bláu eyjuna, Jódísar, Jóhönnu og Gígju og spilaði Ave María fyrir okkur og við hugsuðum til þeirra og þökkuðum fyrir þær og allar góðu stundirnar sem við áttum með þeim.
Svo var baukurinn bleiki kynntur og dömur beðnar að leggja góðu málefni lið....við töldum svo í dag í tiltektinni...og það eru komnar 46.000 krónur....og margar ætla að leggja inn líka EN....ég verð með baukinn og gestabókin líka sem margar gleymdu að skrifa í.....ég verð með þetta á borðinu á meðan þið náið í fötin ykkar sem þið gleymduð...allt er hér fullt af glerfötum, diskum og skálum....oh plís...náið í þetta elskurnar!!!!Annars verðum við með uppboð í vor í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka....og ágóðinn fer þá líka í Göngum saman....
Endilega komið með fulla vasa af klinki í vikunni...ég þessi ósköp af súkkulaði sem fer vel með einum huggulegum cup of tea....my dearest...
Jæja...já,...svo varð það næsta mál... Dómnefndin kom saman, þar fór fremst The Lady 2007 Lovísa okkar, svo Halla í Kello og Rakel í Central, Heiðar og húsfreyjan sjálf...
Það var kosið um frumlegasta höfuðbúnaðinn og það var ekki erfitt val, Arna stjarna tók það með annarri enda lá vikuvinna að baki hennar höfuðfati...konan er líka hámenntuð í hárgreiðslu og sér um höfuðin á okkur mörgum dömunum... Halla í Kello afhenti henni verðlaunin; 10.000 krónu úttekt í búðinni sinni í Kringlunni ....
En það var miklu erfiðara að velja eina aðaldömuna af hinum nærri eitt hundrað eðaldömum sem viðstaddar voru ...en að lokum var það Frú Sigríður Vilhjálmsdóttir sem sigraði með sínum meðfædda elegance...og hlaut hún í verðlaun 10.000 krónu úttekt frá Rakel í Central Tískuhúsinu í Hótel Selfossi.
Nú var einnig í fyrsta skipti afhentur ,,farandbikarinn" eða dömustyttan sem verður eitt ár hjá hverri okkar sem þann heiður hlýtur...og þessi dama sem ekki hef enn fengið nafn...by the way!!! Elskulegu dömur...verðum við ekki að finna nafn á hana...já, þessi dama verður semsagt í Biskupstungum fram að næsta boði sem verður væntanlega 14.febrúar 2009...Á sjálfan Valentínus...og þemað er....
SÚKKULAÐI OG RÓSIR
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nú getum við strax farið að hugsa í súkkulaðimjúkum brúnum, kopar eða gulltónum...allur litaskalinn er til í rósum í dag en við stílum kannski mest á dömulega bleika litinn og svo alla leið í botn....hvað er fallegra en dimmrauðar, flauelsmjúkar rósir...já þetta verður árið okkar elskulegu dömur og við skulum njóta þess að baða okkur í rósum, borða gott súkkulaði og drekka það líka...og fara í súkkulaðinudd...ummmmm.
Heiðar okkar kom með gasalega góða lykt frá Fjólu í Forvali sem sendi okkur 100 prufur að nýja ilminum frá Guerlain;L´Instant Magic..umm góður! Og hann segir ...að það verði mikið um súkkulaðikrem og ilmi í ár....spennandi!!!!
Já....svona var þetta nú elskurnar...munið að ná í fötin....senda mér myndir og ÁSTARÞAKKIR fyrir allt...alla hjálpina við undirbúning og frágang...allar gjafirnar og umfram allt....fyrir að koma og gera kvöldið okkar ógleymanlega inneign í minningabankanum...
Ég er að setja inn myndirnar...þær koma smátt og smátt...skoðið endilega í myndaalbúmin...Tobba verður svo með stórsýningu á næsta ári...skuggamyndir á vegg því þá eigum við fimm ára afmæli...
Þið eruð svo yndislegar að innan og utan....og mér þykir svo vænt um ykkur elsku , sætu, bestu...já það er ótrúlegt hvað ég hef verið heppin með konur í lífinu....
Farið vel með ykkur og verið góðar við ykkur, mjög góðar....því þið eigið allt það besta skilið...
lady blue lovsjú...
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ástarþakkir fyrir yndislegt dömuboð. Þetta var mjög vel heppnað og skemmtilegt eins og venjulega. Fínt að hafa þemað bara tilbúið fyrir næsta ár því nú hefur maður heilt ár til að finna kjólinn og upphugsa og hanna höfuðskraut því til samræmis :)
Dömulegt knús og léttur koss á vangann,
Arnrún
Arnrún (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:08
Sæl Lady. Kærar þakkir fyrir samveruna. Þetta var aldeilis flott. Ég á víst einn disk hjá þér og svo gleymdi ég að kvitta í gestabókina! Bestu kveðjur, Guðbjörg Stefánsd.
Guðbjörg Stefánsd. (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:44
Elskulega Lady Guðbjörg,
Líttu endilega við og taktu diskinn góða og kvittaðu í bókina..
Hér er alltaf te og súkkulaði ef einhver er heima:-)
Elsku lady Arnrún...miðað við kjólinn þinn...verður þú ekki í vandræðum með höfuskraut frekar en aðra hönnun..hvernig leist tengdó á?
knús
lady a
Anna Arnadottir (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 00:06
Hehe, takk fyrir það :) Takk fyrir hún skemmti sér bara mjög vel og fannst mikið til þess koma hversu flottar dömurnar voru og hversu mikið var lagt í mörg dressin. Enda verður þetta flottara og flottara með hverju árinu.
Arnrún (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.