Elskulegu dömur...Hún Rakel okkar er á leiðinni til New York...Þessi elska hringdi og bauðst til að kaupa fyrir okkur dress þarna fyrir vestan þar sem úrvalið er svo mikið og ekkert verð fyrir þennan pening... Þið þurfið bara að hringja í hana og gefa upp liti og stærð og svo velur hún ...og ég get sagt ykkur það elskurnar að hún er bæði smekkleg og lekker...og svo er hún útsjónarsöm með snið og annað sem hún sér að fer okkur vel!
Ekki það að auðvitað hjálpar það hvað við erum eðlisfríðar og vel lukkaðar að upplagi öllu og ætterni...en dama getur nú alltaf bætt á sig einu og einu dressi...það étur nú ekki mat eins og Esther vinkona okkar sagði einu sinni þegar við vorum að missa okkur í skóinnkaupum..
Annars verð ég að segja ykkur að ég hef heyrt í mörgum dömum sem þegar eru komnar með dress og eru að undirbúa sig og hlakka til...það er einmitt undirbúningurinn og hugarflugferðin sem er svo skemmtileg...ekki síður...það er svo gaman að hlakka til...finna spenninginn ískra inni í sér og njóta þess... nú styttist óðum í að við hittumst elskurnar... notum tímann vel..ekki láta fara fyrir okkur eins og manninum sem dó um þrítugt en var svo jarðaður um áttrætt....
Lifum lífinu vakandi og deilum gleðinni á meðan við getum...
ykkar alltaf og endalaust þakklát fyrir að eiga ykkur systur mínar
lady blue
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.