Lífið er alltof stutt til að láta sér leiðast....

þessi frómu orð las ég í vélinni á leiðinni hingað út...og þau festust eitthvað svo mikið í mér og hafa skoppað uppí kollinum af og til...ótt og títt...passa eitthvað svo vel við okkur Damistur...correcto!!!

Gleðigrísinn okkar Það er allt eitthvað svo skemmtilegt ef við bara kunnum að koma auga á það...dótturdóttir mín sagði í dag: ,, Amma, amma...vei...það er rigning...æðislegt sko!" Og ég spurði hana í fáfræði minni...afhverju það væri svona æðislegt og þá svaraði sú stutta... ,, Jú, amma það er augljóst...skilurðu ekki...þá kemur sólin sko á eftir!!!" Og auðvitað reyndist þetta rétt hjá henni... Skin eftir skúr...og erfiðleikarnir gera okkur sterkari og þroska okkur á sama hátt...

Við fórum út að aka í góða veðrinu og hún ræddi við mig um lífið og tilveruna...og samdi söngva á milli...

Hér kemur einn söngurinn:

Sólskinið bjarta, skínir oná mig...Whistling

stórir komu skarar að hálfu var það nóg...blésu þeir á sönglúðra , var það alveg ljóst...sólskinið bjarta skíndi ofan á mig ég var svo glöð þennan daginn því amma var með og trén voru að vaxa hátt og skírt...og svo klöppuðu skýin og brosuðu til mín...og ég fór á ströndina og amma og ég...

Það er svo ótal margt gott og skemmtilegt sem við getum lært af börnunum okkar. Þau eru himneskar verur þegar þau fæðast, full af ljósi og kærleika og algjörlega óttalaus. Heimurinn er fullur af ævintýrum og þau eru endalaust forvitin...afhverju...afhverju...afhverju..ekkert er tekið hrátt...alltaf er spurt ...afhverju og svo aftur afhverju...þetta hjálpar okkur að skoða okkur sjálf og oft hef ég lært svo mikið um sjálfa mig og einhverja ákveðna vitleysu sem ég hélt að væri sönn...bara með því að vera endalaust afkróuð með ...afhverju.. en afhverju...gott að skoða sig og heiminn með augum barnanna..þau eru í raun og veru fullkomin...svo læra þau að tileinka sér ótta okkar..læra að hegða sér eins og ætlast er til af þeim...læra að falla inn í fjöldann...læra að vera ekki áberandi...maður segir ekki svona...svona gerir maður ekki...

Kannski ættum við frekar að læra af börnunum en þau af okkur...kannski eru þau send hingað til að minna okkur á hvað lífið getur verið dásamlegt...bara ef við viljum taka eftir því...öllum ævintýrunum sem gerast á hverjum degi...Æ, hvað þetta er skemmtilegtÞað er eðlilegt ástand að vera hamingjusamur og glaður...eðlilegt að vera kjánalegur og hoppa af gleði yfir því að vakna heilbrigður að morgni...hamingjan er okkur meðfædd en svo förum við að flækja málin...við hættum að trúa því að lífið sé skemmtilegt...við föllum í gryfju meðalmennskunnar og viljum ekki skera okkur úr...ekki vera áberandi því þá getum við orðið fyrir aðkasti og einelti...við verðum lítil inni í okkur og fyllumst ótta...ótta við að lifa lífinu með fullri meðvitund...ótta við að einhverjum muni ekki líka við okkur eða hlutirnir muni ekki ganga upp...ótta við að gera mistök..ótta við að verða hafnað.....og við búum til söguna um okkur sjálf...hvernig viljum við hafa hana?

Núna er ég að vinna svo skemmtilegan lista...ég er að skrifa niður allt sem ég óttast í lífinu...skoða þetta vandlega og spá í afhverju þetta er í lífi mínu...hvernig komst þetta hingað og afhverju leyfi ég því að vera hér...ég verð að skoða þetta, viðurkenna það og sleppa því svo lausu út í alheiminn...brenna listann og blása öskunni út í Ölfusá...þannig get ég losað mig við allt gamalt sem heftir mig og kemur í veg fyrir að ég lifi lífinu til fulls...óttinn við að vita ekki útkomuna...óttinn við að prófa eitthvað nýtt...ég er reyndar búin að gera þetta áður, fyrir nokkrum árum en það virðist samt ekki allt hafa farið...þetta er endalaus vinna og afskaplega skemmtileg að skoða og skilgreina ...fyrirgefa og kyssa á báttið...halda svo ótrauð áfram...því að það kemur alltaf sól þegar búið er að rigna....Cool

 

Svo í dag...þá skruppum við til Ikast sem er skemmtilegur bær hér í grenndinni, með yfirbyggðri göngugötu...eitthvað sem væri snilld heima á Fróni...get varla beðið eftir að hitta pabbann minn og sýna honum myndirnar...þetta hefur verið hans draumur í mörg ár...kannski get ég hjálpað honum að láta hann rætast...Göngugatan í Ikast...Árni Vald...þarna rætist draumur þinnhugsið ykkur hverslags munur það væri að geta rölt þarna þó úti blési hríðin dimm...og þetta er svo skemmtilega gert...bara gömlu fallegu húsin látin halda sér og byggt svona framstykki á þau eða býslag fram að súlum sem halda uppi þakinu...

Þarna var líka mikið líf og fjör...markaðir og mannlíf...já, hann pabbi hefði gtaman að þessu...

Höldum uppá lífið á hverjum degi,,,, látum gott af okkur leiða og elskum hvert annað skilyrðislaust...kyssogknús...lady blue in Denmark...hvor solen skinner altid...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband