já, elskurnar...lady blue ætlaði náttúrulega að kíkja á hina nýju og lekkeru dömubúð sem var að opna hér í plássinu í dag..en það var bara svo gasalegt óveður að ég sá varla útúr augunum! Þannig að ég varð að fresta för minni um stund og reyna að kíkja á morgun ef veðurgyðjan verður í betra skapi..
Nú erum við í nefndinni að verða svo spenntar..Heiðar okkar líka að hitta okkur aftur..heyrði í einni sem datt óvart inní Debenhams, þið vitið þarna fyrir sunnan...og þar fann hún svona líka dásamlegan kjól! Aðra hitti ég í bókabúðinni okkar...hún var að spá hvort ekki væri í lagi að vera bara í svörtu með silfurtungl og gylltar stjörnur...jú nóttin er þannig í himingeimnum..bara að nota ímyndunaraflið my ladies...það er svo skemmtilegt að láta stjörnurnar sínar skína. Vonandi eruð þið búnar að panta ykkur onduleringu...takið nú daginn frá fyrir ykkur, gerið ykkur eitthvað til góða og njótið þess að vera dömur og láta dekra við ykkur...
Ég veit ekki hvað herrann ykkar er rómó en ein dama sem ég þekki..og þið þekkið líka...spilar bridds og reykir vindla..drekkur romm og keyrir full...nei ekki svona í alfarleið bara stundum í sveitinni..og það er ekki Helga þó hún sé hér á mynd sko..já hún lætur sinn alltaf dekra við sig og dúllast allan dömudaginn...fyrst færir hann henni í rúmið; nýbakaðan snúð með glassúr og rjúkandi heitt kaffitár...gott ef ekki með oggulítilli rommslettu inná milli...svo kemur hann með málgagnið og gleraugun svo hún geti nú lesið uppí rúmi smástund...svo lætur hann renna í baðið...með ilmolíum og rósablöðum...kveikir á kertum og setur slakandi tónlist á fóninn..fer svo úr öllum fötunum og bíður allsber í baðinu þangað til hún er tilbúin að fá ilmolíunuddið...
Nú og svo sveipar hann hana silkidúkum og lætur hana þorna um stund í rúminu..á meðan hann fer og hitar pönnuna og dúllar við hádegismatinn...þá ber hann hana á höndum sér fram að eldhúsborði og hún snæðir með honum en fer síðan inn og leggur sig á meðan hann þvær leirtauið..það er svo gott fyrir hugann að finna volgt sápuvatnið leika um fingurna...
Þegar líður á daginn lakkar hann fyrir hana táneglurnar, púðrar hana og klæðir svo í kjólinn...lagar aðeins hárgreiðsluna og svona smá snikk og snakk hér og þar...ekur henni svo í sinni fínu drossíu á áfangastað þar sem hann fylgir henni til borðs uppáklæddur í smóking...og my ladies...á ég að segja ykkur leyndarmál sem aðeins örfáar okkar vita....
hann á sko tvíburabróður sem er ólofaður...eða ég held hann sé tvíburabróðir hans...að minnsta kosti er hann þá í tvíburamerkinu...
Þetta gæti nú verið girnilegur biti fyrir ykkur sem eruð ólofaðar og eruð á blúndubuxunum..bara muna að prófa hann vel fyrst...alls ekki taka neina sjénsa með að fara að búa með honum eða svoleiðis vitleysu...bara hafa gaman og leyfa honum að eiga sitt hús og sína sokka...júnóvatæmín...
En elskurnar mínar...bara vonandi fer nú að stilla til friðar í háloftunum svo við getum farið að hittast og skoða í kjólabúðir...spá í spil og garnir...og spjalla yfir tebolla
Hafið það sem allra best þarna úti í hríðinni, passið ykkur vel og hafið um hálsinn...
knús og klessukram
lady blue
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Félag kvenna í atvinnurekstri Allar konur standa saman
- Nýsköpunarmiðstöð Íslands Endalaus spennandi námskeið fyrir okkur
- Líkami, hugur og Sál Frábær staður til að byggja sig upp.
- Rósa Traustadóttir Æðislega jógastöð á Selfossi
- Sumarhús í fyrsta flokki Einstaklega fallegur staður undir fjallinu Búrfelli.
- Flottasti ferðamannastaður á Íslandi Alltaf gott að koma að Geysi
- Selfoss, Eyrarbakki, Stokkseyri og Sandvíkurhreppur My hometown:-)
- Húsið á Eyrarbakka og Byggðasafn Árnesinga Eitt skemmtilegasta safn á Íslandi
- Safnaklasi á Suðurlandi ÞAð er alltaf eitthvað að gerast á Suðurlandi
- Menningarráð Suðurlands Alltaf eitthvað gott starf í gangi
- Veitingastaður á Eyrarbakka Rómantískur staður og maturinn klikkar aldrei!
- Endalaus fróðleikur ein flottasta heimasíða sem ég hef séð!
- Listakonan Þórdís Frábærar myndir
- Fyrsti verslunarstaður Íslendinga Skemmtilegasta þorp á Íslandi
- Gallerí Gónhóll á Eyrarbakka Gisting, karkaðir, ráðstefnusalir og fleira
- Lista og tungumálamiðstöð fyrir börn og unglinga Spennandi námskeið fyrir alla krakka!
Myndaalbúm
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 388660
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Aðaldama og allar Hirðdömurnar!
Mikið hlakkar Karlinn til að hitta ykkur og bæta við hugmyndum um hvernig þið fáið Bóndann til að haga sér eins og "séntilmaðurinn", í frásögninni hér að framan.
Mig langar nefnilega að viða að mér upplýsingum um enn meiri "Eiginmannstrekteringar", sem hægt væri að uppgötva. Eitthvað býst ég nú við að hafa eitthvað meiri "Erótík", í dæminu, þar sem ég er nú einu sinni Karl. (Var nefnilega mikið að hugsa um hvar og hvenær Blessaði Öðingurinn í ofangreindri frásögn, fékk umbun allra sinna aðgerða).
Er líka að vinna í að koma með einhvejar örlitlar "trakteringar" í snyrtivöruformi og segja ykkur frá einhverjum nýjum töfrasmyrslum frá Glæsimerkjum Snyrtivöruheimsinns.
Vona svo að þið verðið "ossalega" bláar og ef dressið er ekki blátt, endilega hafiði þá svolítið ýktan bláan augnskugga (í svona dömupartý má nota augnskuggann, sem kinnalit og blanda hann í glossið) og bláa hárskreytingu og skellið bláum smellueyrnalokkum á selskapskóna. Blátt sjal, blátt dömuveski, blár gerfineglur, blátt sokkabandabelti, í gegnum klauf eða stóra bláa skartgripi.
Hryllilega verður gaman hjá okkur! Ég ætla sko að fara og horfa á Eina Bláa, til að róa spenninginn yfir þessu öllu saman.
Heisi Snyrtifluffa.
Heiðar Jónsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:18
Elskulegi kvennaljóminn okkar,
Ekki er á þig logið...þú ert náttla bara snillingur að gefa ráð...smellueyrnalokkar á spariskóna og þá er daman klár og augnskuggann sem kinnalit..en bíddu við ...er þá ekki eins og góðmennið í tvíburamerkinu hafi misst sig yfir í geðsveiflu og viðkomandi dama hafi gengið á hurð..
Nei veistu í alvöru hvað hann fékk í verðlaun...nú auðvitað B&K...
Við hlökkum líka mikið til að hitta þig hon...
lady blue
Anna S. Árnadóttir, 25.1.2008 kl. 23:31
Darling!
Ekki ef kinnbeinin eru lekker og á sýnum stað og tala nú ekki um ef það er aðeins perluhvítur highlighter fyrir ofan. Heldurðu virkilega að það verði einhver dama með ólekker kinnbein í dömuboðinu þínu, ofurskutla og tilvonandi Supermodel.................................................
Heisi.
heisi fluffa (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:20
Auðvitað ...hvernig læt ég! Allar dömurnar eru með þetta seiðandi lúkk...há kinnbein og seiðandi augnaráð. Takk elskan, þetta er snjallt...
Ein dama sem ég heyrði frá í gær...hún vill ekki skrá athugasemd hér því hún segist ekki vera fyrir tölvur...en hún kom með gott ráð...það er margt sniðugt í Leikbæ þessa dagana...öskudagur framundan júnó..þar rakst hún á gerviaugnhár, bæði marglit og silfur-svartablöndu sem hún hélt að gæti passað vel hér..og aðeins á eitthað um 700 krónur með lími og allt saman...
Let´s have a look my ladies
lady blue
Anna S. Árnadóttir, 26.1.2008 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.