DeSoto fimmtugur á árinu...en hvaða dag fæddist hann?

Sæl öll elskurnar...

 og ekki er´ann síðri að framanVið héldum fyrsta í afmæli hjá hinum eina sanna eðalvagni DeSoto á föstudagskvöldið. Hittumst nokkur sem höfum áhuga á almennilegum amerískum bílum og vígðum verkstæðið okkar Sóta. Það hlaut auðvitað nafnið Sótastaðir...boðið var uppá litla kók í gleri og prins póló. Verst að það fæst hvergi þetta gamla litla..muniði hvað það var best?

Pabbi og Valli bró smíðuðu fyrir mig hrapvörn á  efri hæðina og Gúndi og Geímur teppalögðu. Drífa gaf mér bleikt sófasett, mjög lekkert fyrir okkur dömurnar þegar við förum að bera saman kveikjulokin okkar...og flautu...cut outin...Magnús mágur minn frá Flögu kom með koníak af eðalættum og staup...Daníel Victor kom með handunna mynd sem hann gerði sjálfur af Sóta og Sara Jasmín perlaði skraut handa honum.

Ég keypti handa Sóta mínum rauða  ryksugu með einni extra langri tengisnúru, það er búið að tengja vatn svo hann verður alltaf hreinn og fínn, þessi elska! Já...hann verður fimmtugur á árinu...eins og sumir aðrir góðir og góðar sem við þekkjum..eitthvað er þó afmælisdagurinn á reiki þannig að ég ætla bara að halda honum veislu...svona til öryggis og vara...einu sinni í mánuði allt þetta ár! Það má aldrei láta gott tilefni fram hjá sér fara.. Ég skal segja ykkur það að þetta var svoooo hrikalega skemmtilegt, ég hef ekki hlegið annað eins síðan...ja, ég man ekki bara hvenær...Ja...hann Sigurbjörn minn finnur alltaf gullmola handa mér..Sigurbjörn vinur minn kom að sunnan með nokkrar...einstaklega vel valdar grammifónplötur af 58 módelinu...öll bestu lögin sem voru hæstmóðins í  þá daga...say no more...nú erum við alveg að finna jukeboxið okkar og þá fer nú gamli kókkælirinn að nálgast líka. Ég er nú frekar flott með verkstæðisborðið rauða..prins póló í heilli skúffu...þar fyrir neðan kemur svo topplyklasett í tommum auðvitað og svo verð ég bara með amerískt tyggjó í efstu skúffunni...ég  kann hvort sem er svo lítið sem ekkert að gera við..heppin með það stelpan að geta bara kallað á HJÁAALP...þá koma þessir elskulegu...og huggulegu nágrannar mínir og laga allt sem aflaga fer...eins og sannir herramenn..hvað ætli dömur geti svosem verið að gera við...við gætum bara fengið aðsvif...nú eða brotið nögl...

Tóti Sverris vinur okkar kom og lék á alls oddi. Hann er einhver skemmtilegasti sögumaður sem við, Árnesingar að minnsta kosti eigum..hann er hafsjór drengurinn og þvílíkt sagnaminni sem hann hefur...Það runnu uppúr honum sögur af pabba, afa, Auðunni öngli, Arnari á Borg og fleiri, fleiri góðum mönnum sem gerðu garðinn frægan ...þetta verða fastir liðir í afmælinu hjá Sóta...verst að við gleymdum að syngja afmælissönginn...bætum úr því næst..

Svo er nú verið bjóða í mat í janúar til þess að lífga upp á tilveruna og láta ekki skammdegisþunglyndið ná tökum á sér..besta sem ég veit er að hóa saman nokkrum góðum og skemmtilegum vinum og elda saman eitthvað voða gott, kveikja á kertum og spjalla.DeSoto 1958 1. í afmæli 18.jan.2008 048

 Á laugardagskvöldið komu vinir okkar að sunnan og systir mín og hennar fjölskylda og við elduðum humar í stórum stíl...og nú voru þau að fara nokkrir góðir vinir héðan af staðnum eftir indverskan fiskrétt og hinn fræga eftirrétt...Undur og stórmerkilegt...þarf að senda á ykkur uppskriftina..tekur korter að búa til en kemur alltaf á óvart og er algjört dúndurgotterí...

Við fórum svo í bíó í gærkveldi. Sáum nýju myndina hans Baltasar Kormáks, Brúðguminn. Hún er bráðskemmtileg og við vorum sammála um að mæla með henni...þó hún sé ekki eins bráðfyndin og Death at a Funeral...hún er ekki komin á Selfoss...bíðum við..hlýtur að fara að komast yfir Hellisheiðina..

Jæja elskurnar...nú eru boðskortin farin út..þið ættuð allar að vera búnar að fá súkkulaðimola með bókamerki...dularfullt þetta árið enda verðum við Ladies in Space..aðalliturinn er blár...en svo kemur silfur og gull...tungl og stjörnur...allt verður eitthvað svo mystískt og spennandi..fylgist með hér...sendi ykkur mola af og til darlings. Munið að tilgangur teitisins er að bjóða nýfluttar dömur velkomnar inn í samfélagið...kynna þær fyrir okkur okkur sem höfum haft hér fasta búsetu um hríð...munið að láta nefndina vita ef þið vitið af einhverri sem er einmana og leið úti í bæ og þekkir enga af þessum skemmtilegu, frábæru, gneistandi gáfuðu og vel innrættu dömum sem við erum...

Munið svo að ef þið viljið vinna í lottó...verðið þið að kaupa miða...

speisað kjass, krams, kyssokyss

ykkar alltaf lady in blue...gold and some stars will be glittering too

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Dagný Eydal

Elsku Anna mín, þú magnaða kona sem lifir lífinu af gleði og einurð!

Mér þykir voða sárt að geta ekki verið með ykkur "ladies in Space", tala nú ekki um þar sem ég er einlægur aðdáandi geimsagna ýmiskonar og var búin pæla út dressið í marga mánuði. Ég er hins vegar að flytja milli hverfa á Akureyri þessa helgi og er reyndar óskaplega sæl með það. Björn kemur norður til að hjálpa mér og svo er bara að vona að Selfysskir vinir komi brunandi einhvern góðan veðurdag og þiggi hjá mér matarboð

Verð með ykkur í huga og hjarta!

Inga Dagný Eydal, 23.1.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband